Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 14

Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 BVS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFDA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410 Prófkjör er tækifæri til að hafa áhrif á framboðs- lista sjálfstæðismanna — eftir Björgu Einarsdóttur Prófkjör til undirbúnings fram- boðslista sjálfstæðismanna í borg- arstjórnarkosningunum í vor fer fram sunnudaginn og mánudaginn 24. og 25. nóvember næstkomandi. Prófkjörið er undirbúningur og upphitun fyrir það átak sem sjálf- ar kosningarnar eru. Sjálfstæðismenn í Reykjavík einbeita sér að því að borgin verði áfram undir gifturíkri stjórn meirihluta borgarfulltrúa úr þeirra röðum. Með núverandi borg- arstjóra, Davíð Oddsson, í sæti númer eitt á prófkjörsseðli og ásamt honum flokk hæfra kvenna og karla verður auðveldara að ná því marki. Prófkjörið er tækifæri til að hafa áhrif á skipan framboðslist- ans í næstu borgarstjórnarkosn- ingum og þar með á úrslit þeirra kosninga. Það tækifæri geta þeir notað sem eru flokksbundnir sjálf- stæðismenn eða gerast flokks- bundnir fyrir lok kjörfundar klukkan 22:00 á mánudagskvöldið. Frambjóðendur eru 34 talsins, 20 karlar og 14 konur. Það er jafn- asta hlutfall kynja til þessa í fram- boði á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú er í fyrsta skipti unnt að velja úr nærri jafnfjölmennum hópi kvenna og karla. Sennilega hafa ekki allir væntanlegir kjósendur i prófkjörinu gert sér þá staðreynd fullljósa. Til þessa hafa prófkjörslistar að stærsta hluta verið skipaðir körl- um og síðan nokkrar konur fyllt fiokkinn. Kjósendur hafa því hing- Björg Einarsdóttir „Frambjóöendur eru 34 talsins, 20 karlar og 14 konur. ÞaÖ er jafnasta hiutfall kynja til þessa í framboði á vegum Sjálf- stæÖisflokksins.“ að til haft lítið val þegar þeir vildu kjósa konur. Framboðið nú er því tímamót fyrir kjósendur. Og á það reynir, hvort kjósendur eru þeim vanda vaxnir að velja þannig að útkoman verði pólitísk skírskotun sem hæfir í nútíma. í daglegu lífi skipa konur og karlar sér hlið við hlið í námi og starfi. Það er lífsmynstur sem til- heyrir lifnaðarháttum nútíma- fólks. Tækifæri til að tryggja að það lífsmynstur endurspeglist í skipan borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna næsta kjörtímabil, er við val og númeringu frambjóðenda á prófkjörsseðli núna. Frjálst val er ævinlega vanda- samt og ábyrgð þess sem velur jafnan mikil. Mín skoðun er að heilbrigð skynsemi segi kjósendum í prófkjöri nú að því aðeins verði valið frjálst og lýðræðislegt, póli- tískt sterkt og nútímalegt að samskipan kynjanna verði sem jöfnust á framboðslistanum. í hópi þeirra sem nú gefa kost á sér í prófkjöri er úrval mætra manna, karla og kvenna. I röðum kvennanna eru konur sem hafa sýnt hæfni sína í starfi sem borg- arfulltrúar og jafnframt konur sem taka þátt í prófkjöri í fyrsta sinn. Ekki má henda kjósendur í próf- kjörinu í Reykjavík að þeir þekki ekki vitjunartíma sinn. Þeir hljóta að tryggja þeim hæfu konum sem nú eru í framboði örugg sæti. Þannig stuðla þeir að því að for- skot Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka varðandi brautargengi kvenna haldist. Leiðin til þess er að velja sem jafnast úr því einvala liði sem er í boði — og þá sem við styðjum númerum við framarlega á próf- kjörseðlinum. Einfaldlega af því að það vegur þyngst. Uöfundur í sæti ímiðstjórn Sjilf- stæðisflokksins og er formaður jafnréttisnefndar Reykja ríkurborg- ar yfirstandandi kjörtímabil. Tryggjum Guðmundi Hall- varðssyni öruggt sæti — eftir Sigurjón Jónsson Það er jafnan svo þegar velja á fólk til að gegna trúnaðarstörfum, að á miklu veltur að til þeirra starfa veljist hæft og duglegt fólk, en einnig að það veljist drengskapar- fólk. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkostninga er mikið mannval í framboði. Það er því ljóst að hvernig sem kosningar fara verður listinn skipaður dug- miklu hæfileikafólki. Engu að síð- ur eru þeir einstaklingar sem í kjöri eru á margan veg fulltrúar ólíkra hópa og með mismunandi reynslu að baki. Með þessum línum mínum vil ég vekja athygli á einum þeirra hæfi- leikamanna sem nú taka þátt í prófkjöri, Guðmundi Hallvarðs- syni formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann hefur með störfum sínum öðlast innsýn og reynslu af sjávarútvegs- og sigl- ingamálum, en ekki síður af félags- málum. Síðasta kjörtímabil hefur Bókaflokkur fyrir byrjend- ur í lestri SKJALDBORG hefur geflð út sex bækur eftir Knud Hermansen í þýð- ingu Önnu Dóru Antonsdóttur. Hér er um bókaflokk að ræða og heitir hann „Byrjum að lesa bækur“. Guðmundur Hallvarðsson hann verið varamaður í borgar- stjórn og varaformaður í hafnar- stjórn. Hann á sæti í stjórn Sjó- mannasambandsins og í miðstjórn ASÍ, í stjórn Sjómanndagsins og Eins og nafn bókaflokksins bendir til, eru bækurnar ætlaðar byrjendum í lestri. Bækurnar heita; Þjófarnir og svínslærið, Dagur í lífi Busa, Þrír Tommar og api sá fjórði, Sámur, Hámur og Glámur, Lína og Litli grái maðurinn. Bækurnar eru myndskreyttar. Þær eru unnar í prentsmiðju Björns Jónssonar. „MeÖ þessum línum mínum vil ég vekja at- hygli á einum þeirra hæfileikamanna sem nú taka þátt í prófkjöri, Guðmundi Hallvarðs- syni formanni Sjó- mannafélags Reykjavík- ur.“ Hrafnistuheimilanna. Hann gjör- þekkir því stöðu þeirra sem vinna að grundvallaratvinnuvegum þjóð- arinnar og þeirra sem nú hafa lagt starfsdaginn að baki, skapað grundvöll að velsæld okkar tíma, en eiga í mörgum tilvikum fá skjól, þegar elli og sjúkdómar steðja að. Slíkur fulltrúi, sjávarútvegs, sigl- inga og félagsmála, er ekki einung- is traustur fulltrúi umbjóðenda sinna svo mikilvægt sem það er, hann er einnig sterk stoð því fríða liði sem mun skipa sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Og þó að það þyki ef til vill gamal- dags þá má gjarnan benda á og undírstrika að hann er drengur góður. Mörgum okkar sem nú eru komnir á fullorðins ár þykir það drýgst trygging til farsælla starfa. Því hvet ég alla sem þátt taka í prófkjörinu næstkomandi sunnu- dag að tryggja Guðmundi Hall- varðssyni öruggt sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi formaður Félags jirniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.