Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Citroen Axel:
Honum kippir
í kynið
Bílar
Guöbrandur Gíslason
I' bílaiðnaðinum er samkeppni
hvergi harðari en í sölu á
smábílum, enda markaðurinn
fyrir þá mun stærri en þær gerð-
ir bifreiða sem meira er í lagt
og dýrari eru. Framleiðendur
leggja ofurkapp á að selja sem
flesta smábila og kemur þar
einkum tvennt til: hagnaður af
hverjum bíl er sáralitill, og
mikilvægt er að tryggja kaup-
endur að dýrari gerðum bifreiða
sama framleiðanda. Reynslan
hefur sýnt að flestir kaupendur
halda tryggð við sömu tegund
þegar þeir hafa efni á að fjár-
festa í dýrari bíl.
Citroen-verksmiðj urnar
frönsku hafa brugðið á það ráð
að láta setja Citroen Axel, ung-
barnið i fjölskyldunni, saman i
Rúmeniu, enda eru verkamanna-
laun þar mun lægri en í heima-
landinu þar sem öflug samtök
verkamanna tryggja félögum
sínum mannsæmandi laun. Þó
er ekki þar með sagt að Rúmenar
séu lélegri handverksmenn en
starfsbræður þeirra í Frakk-
landi, a.m.k. sáust þess engin
merki á þeirri bifreið sem Sigþór
Guðmundsson, sölustjóri Glob-
usar, lánaði mér til reynsluakst-
urs.
Menn skiptast mjög i tvö horn
eftir því hvort þeim geðjast að
útliti Citroen-bifreiða eða ekki.
Sumir eru þeirrar skoðunar að
ljótari bíla gefi ekki að líta á
jarðríki hér, og víst er það að
hönnuðir Citroen hafa lítið lagt
sig eftir þeirri tísku að teikna
bíla svo þeir hverfi helst í
straumlínulagaðan fjöldann.
Aðrir, og þeim flokki tilheyri
ég, halda því fram að ekki saki
þótt bílar hafi sterk séreinkenni,
skeri sig úr fjöldanum. Það hafa
Citroen-bílarnir svo sannarlega
gert í gegnum tíðina. Litli Citro-
én-bragginn var svo fornaldar-
legur með ljósin eins og útstæð
augu á frambrettunum að hann
varð óforvarindis að tískufyrir-
brigði. Aragrúi evrópskra ung-
menna gat um árabil ekki látið
sjá sig á öðrum bíl — hann varð
að tákni þeirrar ungu hópsálar á
meginlandinu sem þóttist vera
öðru vísi en aðrir. Citroén Axel
er því miður ekki eins ljótur og
bragginn, enda hefði hann þá
orðið fallegri. Reynt hefur verið
að fara bil beggja beggja þegar
hann var teiknaður og útkoman
er bifreið sem hvorki nær því að
vera greppitrýn né straumlínu-
lagað beibí. Þó leynir það sér
ekki að Axel er af gallísku bergi
brotinn þegar sest er undir stýri.
Þar blasir við manni sú sérviska
sem einkennir Citroén: stýrið er
fest á eina bogna stöng, hraða-
mælirinn er á rúllu og ljós- og
þurrkurofar eru við mælaborðið
en ekki á stöng eins og gengur
og gerist. Þýskir kollegar mínir
fjargviðrast einatt heil ósköp
jrfir þessu þegar þeir skrifa um
Citroén, en mín reynsla er sú að
þetta venst furðu vel og er til
engra óþæginda þegar til lengdar
lætur. Stefnuljósarofinn er t.a.m.
staðsettur svo nálægt stýrinu að
hægt er að ýta á hann án þess
að taka hönd af stýri. Hinsvegar
er leiðigjarnt að hann skuli ekki
slökkva á sér sjálfur.
Frágangur á bílnum virtist
þokkalegur, en ekki er því að
leyna, að heldur fannst mér Axel
„strípaður“. Hávaði frá vélinni
er ekki ýkja mikill, en dekkja-
dynur er talsverður, gírkassinn
er hávær og þegar ekið er á
malarvegum finnst manni
ósjálfrátt að lítið skilji mann að
frá grjótinu. En þá ber að hafa
í huga að Axel er ódýr bifreið.
Kostir hennar liggja á öðrum
sviðum. Stærri gerðir Citroén,
að ég tali nú ekki um þann
stærsta, CX, eru hljóðlátar bif-
reiðir og með þeim þægilegustu
sem völ er á.
Citroén
Axel
Citroén Axel er fimm
manna, þrennra dyra smábfll.
Vélin er 1129 rúmsentimetrar,
strokkar fjórir, hestafiatala
57,5 DIN. Framdrifinn, fjög-
urra gíra. Lengd: 3,73 m,
breidd 1,54 m, hæð 1,42 m,
eigin þyngd 860 kg. Diska-
bremsur á öllum hjólum.
Citroen Axel kostar um 280
þús. kr. kominn á götuna.
Greiðslukjör eru mjög sveigj-
anleg. Bifreiðin er til á lager
hjá umboðinu, Globus hf.,
Lágmúla 5, Reykjavík, sími
(91)-81555.
Axel er líka þægilegur. Það ver
vel um mann undir stýri, fjöðr-
unin er góð eins og vænta mátti.
Diskabremsur eru á öllum hjól-
um, en þær eru þyngri en gengur
og gerist. Gamla loftkælda
GS-vélin skilar 57 og hálfu hest-
afli sem er feikinóg fyrir ekki
þyngri bíl. Enda er hann furðu
snarpur þegar vel er gefið inn,
t.d. í þriðja gír. Gírskiptingin er
ekki á par við BMW eða Hondu
en þó er engin hætta á að maður
villist á gírum, enda eru þeir fjór-
ir. Ég er sannfærður um að fjög-
urra gíra kassar henta mun betur
við íslenskar aðstæður en fimm
gíra kassar, því mjög sjaldan er
hægt að nota fimmta gírinn hér
á landi svo eitthvert vit sé í,
nema því aðeins að rúmtak bif-
reiðarinnar sé stórt og seiglan
mikil. Axel er heldur þungur í
stýri ef litið er til þess hve léttur
hann er, en að öðru leyti er stýr-
ingin góð, svörun nákvæm. Þó
hættir bílnum til að leggjast
talsvert í beygjur ef hratt er
ekið. En rásfastur er hann. Það
er gaman að aka honum úti á
malarvegum þótt hávær sé, því
hann liggur vel og fjöðrunin nýt-
ur sín vel á nokkrum hraða. Ég
efast um að aðrir smábílar séu
eins vel fjaðraðir og Citroén
Axel. Samkvæmt upplýsingum
framleiðanda eru 15,2 cm undir
bílinn fullhlaðinn. Hann er því
nokkuð hár, og ætti eins og aðrir
Citroén-bílar að reynast vel í
snjó.
Það er eins og allir bílar nú
til dags séu gefnir út fyrir að
vera fimm manna. Svo er einnig
um Axel, en hann er í raun
stærðar sinnar vegna seldur
undir sömu sökina og aðrir bílar
í þessum stærðarflokki. Það fer
ekki vel um nema fjóra farþega
í honum. Heldur er lágt til lofts
í aftursætinu og er það hvergi
nærri eins þægilegt á lengri leið-
um og framstólarnir sem eru
góðir. Farangursrými í Axel er
gott, 300 lítrar en eykst upp í 620
lítra ef aftursætið er fellt niður.
Ég var með Axel í þrjá daga.
Þegar ég ók honum fyrst upp
Lágmúlann var ég satt að segja
ekki ýkja hrifinn. En þegar ég
skilaði honum á þriðja degi var
mér farið að líka vel við hann.
Þótt Axel sé ekki nógu ljótur til
^ð vera fallegur, hefur hann
ýmislegt til brunns að bera sem
eflaust fellur eigendum hans vel
í geð. Það fer ekki milli mála að
hann er franskur þótt hann sé
settur saman niður við Svarta-
haf. Og hvað segja þeir ekki sem
til þekkja: einu sinni Citroén,
alltaf Citroén. Sú hugsun ætti
að ylja þeim um hjartaræturnar,
þeim góðu mönnum hjá Glóbusi.
Splunkunýr farkost-
ur frá Volvo: 480 ES
í mars á næsta ári mun Volvo
kynna nýja þrennra dyra bifreið,
sem verður hin fyrsta í sögu
verksmiðjanna sem framleidd er
með framhjóladrifi. Bíll þessi
hefur hlotið tegundarheitið
Volvo 480 ES og verður hann
fyrst í stað knúinn 1720 rúm-
sentimetra fjögurra strokka vél,
sem er þverbyggð og skilar 109
Din hestöflum. Hámarkshraði er
sagður yfir 190 km á klukkustund
en hröðun er innan við 10 sekúnd-
ur í hundraðið. Ári síðar, 1987,
verður hægt að fá bílinn með
forþjöppu á vél, og afkastar hún
þá 136 hestöflum.
Volvo 480 ES er 4,26 metrar
að lengd, 1,71 að breidd og 1,32
að hæð, og verður því gott pláss
í honum þótt lágur og rennilegur
sé. Hann verður með diska-
bremsur á öllum hjólum. Vélin
og drifið eru frá Renault-verk-
smiðjunum, en ýmsar breytingar
hafa verið gerðar á þeim til að
henta bflnum, en hann verður
framleiddur í verksmiðju Volvo
í Hollandi. Volvu 480 ES verður
fimm gíra.
Hollendingar ráða yfir ein-
Mælaborðið í Volvo 480 ES. Vift-
hafnarvinnustaftur fyrir vandláta
ökumenn.
Nýr og rennilegur Volvo 480 ES.
stuðull hans er lágur þrátt fyrir
það að Volvo hefur haldið fast
við þá stefnu sína í framleiðslu
bíla að byggja „öryggisbúr" utan
um farþegana. Mælaborð verður
með hefðbundnum mælum, og er
mjög vandað til alls búnaðar i
bifreiðinni hvort sem er í far-
þegarými eða undir vélarhlíf.
hverri fullkomnustu rannsókn- ópu og hefur ES 480 notið góðs
arstöð fyrir loftmótstöðu í Evr- af prófunum f henni, því vind-