Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Skjól
Samstillt átak
Umönnunar- og hjúkrun-
arheimili aldraðra
Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu Skjóls, umönnunar—
og hjúkrunarheimilis aldraöra aö Kleppsvegi 64 í Reykjavík. Lokid er
við aö grafa grunn og sprengja fyrir honum, og hafa sökklar og botn-
plata þegar verið boðin út. Að byggingunni standa Samband lífeyrisþega,
BSRB, ASÍ, Stéttarsamband bænda, Sjómannadagurinn í Reykjavík og
Hafnarfirði, Reykjavíkurborg og Þjóðkirkjan. Ágóði af sölu hvíta pennans
á Stór-Reykjavíkursvæðinu rennur óskiptur til heimilisins en sölu hans
verður haldiö áfram til styrktar málefninu.
Hjúkrunarheimilið Skjól mun
rúmá 90 manns og auk þess
verður þar dagvistun fyrir 15—
20 manns og skammtímavistun
fyrir 7. Til sparnaðar í fjárfest-
ingu og rekstri verður matur
fenginn úr eldhúsi Hrafnistu og
þvottur þveginn í þvottahúsinu
þar.
Markmiðið með framkvæmd
þessari er að leysa þann mikla
vanda sem margir aldraðir búa
við, einkum þeir sem þurfa á
umönnun og hjúkrun að halda.
Sá hópur er stór á höfuðborgar-
svæðinu og í mörgum tilfellum
er um hreina neyð að ræða.
„Hjúkrunarheimilið Skjól rís
ekki nema fyrir samstillt átak
allra þeirra sem vilja ljá málefn-
inu lið og stuðla að lausn þess
vanda sem steðjar að öldruðu
sjúku fólki,“ sagði séra Sigurður
Guðmundsson fylltrúi Þjóðkirkj-
unnar í byggingarnefndinni. „Tré
hefur verið valið sem einkenni
Skjóls. Á það að minna á lífsins
tré eða ask Yggdrasils ef menn
vilja heldur. Með því er lögð
áhersla á mikilvægi allrar heild-
arinnar. Eins og tréð saman-
stendur af rótum, stofni, grein-
um og blöðum, og hver hluti þess
er mikilvægur fyrir heildina,
samanstendur þjóðfélagið af
fólki á öllum aldri og mikilvægi
eins hópsins verður ekki gleymt
án þess að öll heildin líði fyrir
það.
Líkan af tré verður á vegg í
anddyri hússins — greinar gerð-
ar af smíðajárni en blöðin úr
kopar. Á blöð trésins verða rituð
nöfn þeirra einstaklinga og fyrir-
tækja sem ljá málinu stuðning
og Iiðveislu. Þegar hafa margir
einstaklingar, félög, fyrirtæki og
stofnanir veitt loforð um stuðn-
ing og allmargir þegar innt fram-
lög af hendi. Nokkrir aðilar hafa
þegar lofað framlögum til að
kosta eitt eða fleiri sjúkrarými.
Það er von allra þeirra sem að
hjúkrunarheimilinu Skjóli
standa að menn taki saman
höndum um að hrinda í fram-
kvæmd þessu þýðingarmikla
máli,“ sagði Sigurður.
Séra Sigurður H. Guðmundsson
Páll Gíslason formaður byggingarnefndar:
Skortur á sjúkrarými fyrir
aldraða tilfínnanlegastur
„Á undanfornum árum hefur
borgin byggt mikið af ibúðum fyrir
aldraða þar sem fólk fær alhliða
þjónustu og nú í vetur verður lokið
við nokkrar skíkar byggingar,“
sagði Páll Gíslason formaður bygg-
ingarnefndar umönnunar— og
hjúkrunarheimilisins Skjóls.
„Húsnæði þetta nýtist þó ekki
fólki sem á við veruleg veikindi
að stríða. Borgin hefur líka byggt
vistheimili þar sem aldraðir fá
meiri þjónustu, heimilishjálp og
mat, en það er ekki reiknað með
því að fólk liggi þar rúmfast.
Við höfum því miður alltof fá
pláss fyrir aldraða hjúkrunar-
sjúklinga, þó borgin reki að vísu
deildir fyrir þá á Droplaugarstöð-
um, í B—álmu Borgarspítalans, á
Hvítabandinu og ennþá í Hafnar-
búðum. Það má því segja að þó
víða vanti þjónustu við aldraða
sé skorturinn á sjúkrarými fyrir
aldraða hjúkrunarsjúklinga til-
Páll Gíslason
finnanlegastur. Við sem vinnum
að þessum málum hjá borginni
erum því mjög ánægð með að
samstaða margra aðila hafi náðst
um að hefja byggingu hjúkrunar-
heimilis fyrir aldraða.
Líkan af hjúkrunarheimilinu Skjóli sem risa mun á Kleppsvegi 64
Guðmundur Hallvarðsson í byggingarnefnd:
Þörfin fyrir
húsnæöiö fer
ekki á milli mála
Það er líka í anda okkar stefnu
að reyna að ná samvinnu við félög
og samtök um þessi mál, því ef
borgin og ríkið ættu að vera ein
um þetta er hætt við að fram-
kvæmdir myndu ganga hægt.
Reykjavíkurborg hefur verið í
samvinnu við bæði Verslunar-
mannafélagið og samtök aldraðra
um byggingu íbúða fyrir aldraða
og hefur gengið mjög vel. Það er
alveg í sama anda að við tókum
upp samvinnu við Dvalarheimili
aldraðra sjómanna, ASÍ, Stétta-
samband bænda og fleiri samtök,
sem vilja vinna að þessu máli.
Og við munum fylgja því eftir að
okkar hlutur verði þar verulegur.
Eg ber fullt traust til forystu-
manna þessara samtaka sem hafa
lagt mikla vinnu í að koma þess-
um samtökum af stað og er þess
fullviss að þeir muni standa fast
saman um að koma málinu fram,“
sagði Páll.
„Þörfin fyrir húsnæði sem þetta
fer ekki á milli mála eins og sést
á því að 98 manns hafa þegar sótt
um vist á hjúkrunarheimilinu
Skjóli," sagði Guðmundur Hall-
varðsson fulltrúi Sjómannadags-
ráðs í byggingarnefndinni í samtali
við Morgunblaðið. „3. nóvember
samþykkti haustfundur Sjómanna-
dagsráðs tillögu þar sem fagnað
er því átaki sem unnið er með
byggingu hins nýja umönnunar- og
hjúkrunarheimilis við Kleppsveg
og hlotið hefur nafnið Skjól. í til-
lögunni segir m.a.:
„Sérstaklega fagnar fundurinn
undirtektum annarra launþega-
samtaka og einstakra fyrirtækja,
sem hafa sýnt áhuga sinn og
skilning með fjárgjöfum og fjár-
mögnun einstakra íbúða. Fund-
urinn skorar sérstaklega á eig-
endur og stjórnendur fyrirtækja
og stofnana að beita sér fyrir
fjármögnun ibúða handa göml-
um starfsmönnum sem á sér-
stakri umönnun og hjúkrun
þurfa að halda. —
Sjómannasamtökin gera sér
ljósa grein fyrir þeim alvarlega
vanda sem fjölmargir aldraðir
standa frammi fyrir, einkum og
sér í lagi hvað hjúkrun og
umönnun varðar. Viðhorf okkar
sést kannski best á því að við
afhentum bestu byggingarlóð
Guðmundur Hailvarðsson
sem fyrirfinnst í Reykjavík undir
húsið. Það mun hafa verulegt
hagræði í för með sér að að húsið
er á þessum stað því þar verður
hægt að samnýta ýmsa þjónustu
sem fyrir hendi er á Hrafnistu,
s.s. eldhús og þvottahús. Þarna
er um geysilegan sparnað að
ræða og eykur þetta fyrirkomu-
lag verulega á nýtingu nýja húss-
ins,“ sagði Guðmundur.
Tvær sýningar í Norræna húsinu:
Samískur listiðnaður
og bókin sem listaverk
í NORRÆNA húsinu verða tvær sýningar opnaðar í dag, laugardag.
í tilefni 40 ára afmælis Norræna myndlistabandalagsins verður sýning
opnuð kl. 14.00. Sýningin er tvíþætt: í anddyri verða til sýnis bókverk ís-
lenskra listamanna, en í bókasafninu verða sýndar norrænar listaverkabækur
og sýningarskrár. Sýningin er úrtak úr tveimur sýningum sem voru árið
1983 í New York og Amsterdam með styrk frá menntamálaráðuneytinu.
Meðal þeirra sem eiga verk á
sýningunni eru Helgi Friðjónsson,
Daði Guðbjörnsson, Ingólfur Örn
Arnarson, Guðrún Hrönn Ragn-
arsdóttir, Kristján Guðmundsson
og Dieter Rot, sem telst frumkvöð-
ull að framsetningu listaverka í
bókaformi hér á landi. 1 tengslum
við sýninguna verður haldinn fyr-
irlestur 2. desember nk. kl. 20.30.
Aðalsteinn Ingólfsson talar um
bókverk Dieters Rot og Gunnar
Harðarson talar um bókverk ís-
lenskra myndlistarmanna.
Bandalagið hefur m.a. haldið
stórar samsýningar í aðildarlönd-
um. Á áttunda áratugnum lagði
síðan Norræna myndlistabanda-
lagið drög að stofnun Myndlistar-
miðstöðvarinnar á Sveaborg í
Finnlandi, sem tók að sér að halda
samnorrænar sýningar jafnframt
því sem listamörtnum býðst vinnu-
aðstaða þar og gefið.verður út
kynningarrit um norræna mynd-
list 1986.
Frá vinstri á myndinni eru: Jónína Guðnadóttir með-
stjórnandi norræna mvndlistarbandalagsins, Valgerður
Bergsdóttir formaður Islandsdeildar sama félags, Knut
Ödegárd forstjóri Norræna hússins og Guðrún Magnús-
dóttir bókavörður Norræna hússins.
Bandalagið hefur hin síðari ár
haft með höndum ráðstefnur um
málefni sem varða myndlist svo
sem opinberar listskreytingar,
myndlist í sjónvarpi, myndlistar-
menntun á Norðurlöndum og
myndlist í byggingarlist.
Norræna myndlistabandalagið
stendur nú fyrir myndlistarsýn-
ingu á Prins Eugens-safninu í
Morgunbladið/Júlíus
Hluti þeirra bókverka er á sýningunni verða í Norræna
húsinu.
Heiti sýningarinnar er „Samískur
listiðnaður".
Maja Dunfjeld Aagard, sem er
Sami og setti sýninguna upp, held-
ur fyrirlestur kl. 17.00 á sunnudag
með litskyggnum um samískan
listiðnað, sögu hans, þróun og
stöðu nú. Fyrirlesturinn verður
fhittur á norsku í fyrirlestrasal
Norræna hússins og eru allir vel-
komnir.
Stokkhólmi. Sýnendur eru tveir
frá hverju Norðurlandanna og eru
þar verk eftir Jóhannes S. Kjarval
og Jón Gunnar Árnason frá ís-
landi.
Hin sýningin verður opnuð f
kjallara Norræna hússins kl. 15.00
I dag, en það er farandsýning frá
Samtökum Sama í Noregi og List-
iðnaðarsafninu í Þrándheimi.