Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Bardagarnir í Beirút:
30 hafa látist
og 200 særst
Beirút, Líbanon, 22. nóvember. AF.
DRÚSAR og shítar börðust á götum
í Líbanon þriöja daginn í röd og tókst
ERLENT
drúsum að ná á sitt vald svæöum í
Vestur-Beirút, sem þeir höföu verið
hraktir frá áöur.
Talsmenn lögreglu og spítala
létu hafa eftir sér að að minnsta
kosti þrjátíu manns hefðu látið
lífið og 200 særst frá því bar-
dagarnir byrjuðu á miðvikudag,
en gert er ráð fyrir að sú tala eigi
eftir að hækka þegar hægt verður
að komast inn á þau svæði sem
barist var á í dag, föstudag.
Einn íbúa Beirút-borgar reynir að koma öðrum undan
særst í bardögum drúsa og shíta.
AP/Símamynd
eftir ad sá hafði
Fjársvikari handtekinn
Grunaður um að svíkja fé af Karpov
Hamborg, 22. nóvember. AP.
HELMUT Jungwirth, vestur-þýskur
útvarps- og sjónvarpsmaður, hefur
verið handtekinn. Grunur leikur á
að hann hafi svikið 1,5 milljónir
marka (um 25,5 milljónir íslenskra
króna) af fyrrverandi heimsmeistara
í skák, Anatoli Karpov.
Peter Beck, rikissaksóknari í
Hamborg, sagði að Jungwirth, sem
starfar fyrir útvarps- og sjón-
varpsstöðina NDR, hefði verið
settur í gæsluvarðhald fyrir viku
á meðan rannsókn málsins stæði
yfir.
Jungwirth átti að koma tekjum
fyrir auglýsingar til Karpovs frá
skáktölvuframleiðanda í Hong
Kong. Að sögn Becks fékk Karpov
aldrei peningana og fékk hann
Iögfræðing til að komast að því
hvar féð væri niður komið.
Jungwirth kynntist skákmeist-
aranum á ferðum Karpovs um
Vesturlönd og heldur útvarpsmað-
urinn fram að hann hafi lagt
peningana í fjárfestingar eftir
skipun Karpovs.
Leiðtogafundurinn í Genf
Stoelí
framboði
sem flótta-
manna-
fulltrúi
RÍKISSTJÓRN Hollands hefur til-
nefnt sendiherra sinn hjá Sameinuðu
þjóðunum, Max van der Stoel, sem
frambjóðanda sinn til starfs flótta-
mannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.
Staðan losnar í lok þess árs þegar
Daninn Poul Hartling lætur af starf-
inu.
Van der Stoel, fyrrum utanríkis-
ráðherra Hollands, var opinber-
lega tilnefndur 1 síðustu viku.
Flóttamannafulltrúinn er kosinn á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna. Aðrir frambjóðendur til
starfsins eru Butros Ghali, sendi-
herra Egyptalands hjá Sameinuðu
þjóðunum, Tom Vraalsen, sendi-
herra Noregs hjá Sameinuðu þjóð-
unum, og Anders Thunborg, varn-
armálaráðherra Svíþjóðar. Talið
er að Hollendingar hafi tryggt sér
fylgi um 50 þjóða við kjör Stoels
á Allsherjarþinginu.
Aukin samskipti í
menningarmálum
Genf, 22. nóvember AP
Á FUNDI þeirra Reagans og Gorbachevs í Genf hefur tekist samkomulag
um að efla menningarleg samskipti þjóðanna, Bandaríkjamanna og Sovét-
manna, en þeim var hætt eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Með því
er einnig rudd brautin fyrir samskipti óbreyttra borgara þessara þjóða en
á það hefur Reagan lagt mikla áherslu.
AP/Símamynd
Leidtogar á fréttamannafundi
Reagan og Gorbachev á blaðamannafundi í gærmorgun eftir að fundum þeirra lauk. Þar greindu þeir frá
árangri fundanna.
í samkomulaginu, sem nær til
næstu sex ára og tekur strax gildi,
er kveðið á um samstarf og sam-
skipti á ýmsum sviðum, t.d. í list-
um, vísindum, viðskiptum og
íþróttum. í ræðu sem Reagan hélt
14. nóvember sl. komst hann
þannig að orði: „Hve miklu fengj-
um við ekki áorkað fyrir friðinn
ef einstaklingar og fjölskyldur
frá báðum þjóðunum gætu kynnst
og bundist vináttuböndum, ef við
Bandaríkjamenn gætum aftur
farið að njóta Bolshoi-ballettsins
og Sovétmenn bandarískra leik-
verka og hljómsveita á borð við
Beach Boys.“
Til að byrja með munu allt að
100 námsmenn frá hvorri þjóð
gista að hinnar en frá ýmsu á þó
eftir að ganga varðandi samning-
inn. í honum er t.d. ekki minnst
á bein samskipti einstaklinga og
fjölskyldna og því borið við, að í
rússnesku skorti orð til að lýsa
þeim með sama hætti og gert
væri í ensku.
Viðbrögð við leiðtogafundunum:
Almenn ánægja og vonir
bundnar við framhaldið
London, 22. nóvember. AP.
ALMENN ánægja virðist rfkja með leiðtogafundinn í Genf og eru nú
margir trúaðir á, að sambúð stórveldanna fari batnandi. Þjóðarleiðtogar
víða um heim segjast binda miklar vonir við framhaldið og svo er einnig
um allan almenning. Reagan var fagnað vel á bandaríska þinginu þegar
fundinum raeð Gorbachev lauk, þótt margir hafi orðið til að benda á,
að enn eigi raunverulegur árangur eftir að koma í Ijós.
„Allur heimur andaði ögn létt-
ara,“ sagði í einu Lundúnablað-
anna í gær og í einu pólsku blað-
anna sagði, að þótt vopnunum
hefði ekki fækkað virtist sem
mannkynni væri ekki jafn mikil
hætta búin og áður. Thatcher,
forsætisráðherra Breta, kvað
fundinn hafa fært mönnum
nokkra von og Mitterrand,
Frakklandsforseti, og Helmut
Kohl, kanslari Vestur-Þýska-
lands, tóku í sama streng. „Ég
held, að þjóðarleiðtogunum hafi
skilist, að þeir bera mikla ábyrgð
á örlögum alls mannkynsins og
jarðarinnar. Frammi fyrir öllum
heimi hafa þeir á sinn hátt gefið
loforð, sem við öll verðum að
hjálpa þeim til að standa við,“
sagði Nakasone, forsætisráð-
herra Japans. Willy Brandt, leið-
togi vestur-þýskra jafnaðar-
manna, sagði, að árangurinn af
tveggja daga fundi leiðtoganna
hefði orðið sá, sem hann gat
orðið. Samkomulag um að bæta
samskiptin.
Leiðtogafundinum hefur verið
fagnað í Austur-Evrópu, fylgi-
ríkjum Sovétríkjanna, og eru
vonir bundnar við, að þeir hafi
verið upphafið að bættri sambúð.
Reagan, forseta, var mjög
fagnað þegar hann greindi
Bandaríkjaþingi frá fundunum
og sagði Thomas O’Neill, þing-
leiðtogi demókrata, að hann væri
„meira en ánægður" með, að leið-
togarnir ætluðu að hittast aftur.
Repúblikinn Richard Lugar, for-
maður utanríkismálanefndar
öldungadeildarinnar, sagði, að
nú hefðu orðið veðrabrigði, nú
væri lag.
Fékk hljóm-
plötur frá
Gorbachev
St. Kranns, Wiscon.sin, Bandaríkjunum,
21. nóvember. AP.
MIKAIL Gorbachev, leiðtogi Sovét-
ríkjanna, hefur sent tíu ára gamalli
bandarískri stúlku og tónsmið fjög-
ur plötualbúm með rússneskri tón-
list. Hafði hún sent honum hljóm-
band með sínum eigin söng um frið
og farsæld í heimi.
Sherry Lynn Biedrzyki, hin tíu
ára gamla stúlka, sagði frétta-
mönnum í dag að í sumar hefði
hún sent Gorbachev snældu með
eigin söng um frið og í september
sl. hefði verið hringt til hennar
frá sovéska sendiráðinu í Wash-
ington og henni borin kveðja
Gorbachevs, sem hefði haft
ánægju af söngnum. Nú hefur
hún fengið frá honum fjögur
albúm, eitt með úrvali rússn-
eskrar tónlistar, tvö með rússn-
eskum söngvum og eitt með sov-
éskri rokktónlist.
Sherry Lynn hóf nám í píanó-
leik aðeins fimm ára að aldri og
leggur nú einnig stund á tón-
smíðar. Hefur hún komið víða
fram opinberlega og þykir hið
mesta efni. Kveikjan að söngnum
og snældunni til Gorbachevs var
grein, sem hún las í blaði, um
allar styrjaldirnar í heiminum.
Kvaðst hún einnig hafa sent tvær
snældur til Reagans forseta en
ekki fengið neitt svar.