Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
25
Guðmundur Hallvarösson
Strikaóa svæóiö er þaö sem hugmyndir eru um aö fylla upp og komi þá að
notum sem aukið athafnasvæöi við höfnina.
Horfum fram á við,
tryggjum stórt hafnar-
svæði inn við Sund
— eftir Guðmund
Hallvarðsson
ÖR ÞRÓUN á sviði farmflutn-
inga á sjó hefur átt sér stað á
undanförnum árum og hefur hún
eflaust ekki farið framhjá nein-
um, sem fylgst hafa með þeim
málum. Áður þótti æskilegt að
byggja vöruskemmur sem næst
bryggjubrún, nú þykir það óhent-
ugt. Þess í stað er talið heppi-
legra að hafa opinn hafnarbakka
með miklu upplandi vegna stór-
aukinna gámaflutninga, sem
krefjast mikils athafnasvæðis.
Sé litið til gömlu hafnarinnar
í Reykjavík hefur mjög verið að
henni þrengt, meðal annars
vegna umferðar og fyrirtækja,
sem ekki geta talist hafnsækin.
Víða í Evrópu hafa sömu vanda-
mál komið upp, svo ekki er um
einsdæmi hjá okkur að ræða. Það
líður ekki á löngu þar til sú starf-
semi, sem nú á sér stað í Austur-
höfninni vegna losunar og lest-
unar kaupskipa, minnkar veru-
lega og verður um síðir aflögð.
Vandinn er einkum vegna
flutningslínu vegakerfisins við
gömlu höfnina, sem Reykvíking-
um er ljóst orðið, enda horfa
skiplagsyfirvöld nú mjög á
breytta umferðarskipan vegna
uppbyggingar Kvosarinnar. Er
þá áætlað að umferð verði beint
fyrir norðan Hafnarhúsið, yfir
hluta miðbakkans og þannig létt
á umferðarþunga um Tryggva-
götu.
Hugmyndir eru uppi um að
tengja saman hafnarsvæðið milli
Kleppsbakka og Holtabakka, en
við það myndast um 70 hektara
uppland, sem nýtist vel sem
athafnasvæði.
Árið 1980 voru skipakomur til
Reykjavíkurhafnar 2.928 en 1984
2.558. Þótt skipakomum hafi
fækkað verður ekki það sama
sagt um vöruflutninga. 1980 voru
flutt til hafnarinnar 849.137 tonn
af ýmis konar varningi, en 1984
1.028.612 tonn og flutningur frá
höfninni á sömu árum er 143.588
tonn og 294.025 árið 1984. Af
þessu má ljóst vera hve mikil
nauðsyn er á heildarskipulagi
Reykjavíkurhafnar inn við Sund
með miklu athafnasvæði og góðri
tengingu við helstu umferðaræð-
ar borgarinnar og nágranna-
byggðarlaga. Þá er mikil nauð-
syn á staðsetningu kjarna þjón-
ustustöðva inni við Sund, þar
sem verða skrifstofur skipafélag-
anna, bankar og tollgæsla svo
þeir innflytjendur, sem eiga
vörur þar innfrá, þurfi ekki að
sækja þessa þjónustu í hjarta
borgarinnar með þeim annmörk-
um, sem fylgja hinum mikla
umferðarþunga um Tryggvagötu.
Höíundur er íormaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur.
Anna K. Jónsdóttir
varaborgarfulltrúi
gegnlr eftirtöldum
trúnaöarstörfum fyrir
Reykvíkinga:
Formaður
stjórnarnefndar
dagvista,
fulltrúi
í félagsmálaráði,
æskulýðsráði
og stjórn
veitustofnana.
Tryggjum henni
öruggt sœti
Stuðningsmenn
Templarasundi 3
Sími. 628877
Selen er án efa eitt umtal-
aðasta snefilefnið nú á
tímum.
Rannsóknir á Selen sem
fœðuaukaefni hófust fyrir
alvöru þegar menn komust
að því að jarðvegur á þeim
svœðum í heiminum þar
sem fólk nœr hœstum aldri
átti það sameiginlegt að
vera mjög selenríkur.
Nú er viðurkennt að samspil
Selen, A, C og E vítamín-
anna hefur fyrirbyggjandi
áhrif á marga nútímasjúk-
dóma, eins og t.d. liðagigt,
hjarta- og œðasjúkdóma
og krabbamein.
o Nulntioruií tablets lor
natufa»h«aiminsuranc0
Multiron inniheldur 11 víta-
mín sem er blandað í ná-
kvœmum hlutföllum við lífs-
nauðsynleg málmsölt,
Ginseng, zink, E-vítamín og
blómafrjó. Þetta fœðu-
bœtiefni inniheldur einnig
3 mismunandi járnsölt, sem
tryggir betri nýtingu líkam-
ans á járninu án þess að
það trufli meltinguna.
V. ■
idHt m>Hrns .suf>m.Y>-
M ultiR9,w
„ vtTAMINS - » MtNERAlS
„aonísium-zinc
vouc ACIO - VIT
^ca*’**™
1 *
SeleniumACE
ÍSf|N«^36“'U
Food Supple">»f’l \>S5/
V
Það er talið að blómafrjó
hafi örvandi áhrif á endur-
nýjun líkamsvefja og auki
viðnámsþrótt líkamans
gegn sýkingu.
Þeir sem taka inn blóma-
frjó reglulega fullyrða að
þau hafi yngjandi og skerp-
andi áhrif á alla líkams-
starfsemina, dragi úr áhrif-
um aldurs og háralitur, húð
og vöðvar haldi unglegu
útliti sínu lengur,
Það er mjög nauðsynlegt
að taka blómafrjó inn á
fastandi maga annaðhvort
strax á morgnana, 30
mínútum áður en borðað
er eða á kvöldin 3 klukku-
stundum eftir máltíð, því
magasýrur geta skemmt
enzim og önnur virk fœðu-
bœtiefni sem eru í blóma-
frjóum.
.**•
.*••
..*•
•••*
o
Pollen-B
esCTwnbala'iO*1
^/^uglýsinga- síminn er 2 24 80 o ► ^ O/ Food Supp**'™"’1 Net *i (V
Fœst í apótekum. midas