Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 Suður-Afríka: Orðrómur um að Mand- ela verði látinn laus Jóhannesarborg, 22. nóvember. AP. ÞRETTÁN blökkumenn létu lífid í átökum lögreglu og aests múgs í borgarhverfí svartra nálægt Pretóríu og hundruð særðust að sögn lögregl- þetta ein hæsta dánartala á einum degi í Suður-Afríku frá því ókyrrðin hófst þar. Sá orðrómur er á kreiki að Nel- unnar. Atökin hófust í gær og er son Mandela, leiðtogi Afrískaþjóð- Flick-réttarhöldin: Lambsdorf játar að FDP hafi þegið fé arráðsins, verði bráðlega látinn laus úr fangelsi, þar sem hann hefur setið frá því snemma á sjö- unda áratugnum. Hann ræddi í þrjár klukkustundir í gær við lög- fræðinga sína í fangelsinu, en þeir vildu ekkert láta hafa eftir sér að fundinum með Mandela loknum. Talsmaður Afríska þjóðarráðsins sagðist ekki hafa neina vitneskju um fyrirætlanir um að láta Mand- ela lausan, en sagði að væru ein- hver skilyrði fyrir lausn hans, eins og það að flytja hann strax úr landi, þá væru þeir á móti öllum slíkum skilyrðum. Rainbow Warrior í höfninni í Auckland eftir að sprengja sprakk um borð. Sprengingin um borð í Rainbow Warrior: Frakkarnir dæmdir í tíu ára fangelsi Bonn, 22. nóvember. AP. OTTO Lambsdorff, fyrrverandi fjár- málaráðherra í Vestur-Þýskalandi, bar því vitni á fimmtudag að Flick- samsteypan hefði greitt flokki sínum (FDP) 1,4 milljónir marka (um 24 milljónir íslenskra króna) á tíu ára tímabili. Flick-réttarhöldin hafa nú stað- ið í tuttugu daga. Lambsdorff og forveri hans í embætti, Hans Fri- edrich, eru sakaðir um að hafa þegið fé af Flick í skiptum fyrir skattaívilnanir til handa móður- fyrirtækinu á áttunda áratugnum. Flick-samsteypan er félag um hlutabréfaeign í fyrirtækjum, sem það ræður yfir í krafti hlutafjár- ins. Lambsdorff, sem var frammá- maður í evrópskum stjórnmálum, sagði að Flokkur frjálsra demó- krata (FDP) í Nord-Rhein West- falen hefði þegið greiðslur frá Flick, sem samanlagt námu 1,4 milljónum marka frá 1970 til 1980. Lambsdorff var féhirðir flokks- ins áður en hann settist í ráð- herrastól. Hann sagði því embætti af sér þegar sýnt var að honum yrði stefnt fyrir rétt. Lambsdorff játti því að féð hefði verið greitt gegnum stofnanir, sem væru ekki reknar í gróðaskyni og undanþegnar skatti. Þessar stofn- anir væru nátengdar FDP. Lambs- dorff taldi upp nokkrar stofnanir, sem tóku við fé frá Flick, en sagð- ist ekki muna frekari atriði varð- andi greiðslurnar. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Lambsdorff, Friedrich og Eber- hard von Brauchitsch, fyrrverandi yfirmaður Flick, sem er kærður fyrir að múta ráðherrunum fyrr- verandi, halda allir fram sakleysi sínu. Ef þeir verða dæmdir sekir, þurfa þeir að sitja allt að fimm ár í fangelsi. París og Auckland, 22. nóveraber. AP. FRAKKARNIR tveir, sem hafa játað á sig manndráp, er þeir sprengdu upp skip Greenpeace-samtakanna, Rainbow Warrior, voru dæmdir til tíu ára fangelsis hvor um sig. Dómar- inn sem kvað upp dóminn sagði við það tækifæri að hann væri að aðvara þá sem stæðu fyrir hryðjuverkum af þessu tagi, svo þeir mættu vita að slíkir verknaðir myndu kalla á hörð viðbrögð. Til viðbótar fengu þeir sjö Kóngafólk í fullum skrúða FURSTINN af Qatar í fjögurra daga opinberri heimsókn í Stóra-Bretlandi í síðustu viku. Elísabet Englands- drottning bauð til veizlu í Buckingharahöll í tilefni heimsóknarinnar. Lengst til vinstri er drottningarmóðirin og við hlið hennar er Filippus prins, þá Al-Thani og lengst til hægri drottningin. ára fangelsi hvor fyrir að eyðileggja skip Greenpeace-samtakanna. Ljósmyndari að nafni Fernando Pereira lést í sprengingunni. Gre- enpeace hafði sent skipið til Suð- ur-Kyrrahafsins til að standa að mótmælum gegn kjarnorkutil- raunum Frakka á þessu svæði. Það var í höfn í Auckland er það var sprengt í loft upp. Frakkarnir hafa játað að hafa verið á vegum frönsku leyniþjónustunnar. Lögfræðingur Frakkanna sagði of snemmt að segja um það hvort dóminum yrði áfrýjað, en tíu daga frestur er gefinn til þess. Dom- inique Prieur, annar Frakkanna, sagði að hún hefði búist við þessum dómi, en sér fyndist hann ef til vill svolítið harður. Hún sagði að hún væri foringi í franska hernum og hefði einungis gert það sem henni var sagt að gera. Breiðþota nauð- lenti á Azoreyjum London, 21. nóvember. AP. BREZK júmbótþota, með 351 mann innanborðs, nauðlenti á Azoreyjum í dag eftir að Ijós í mælaborði gáfu til kynna að eldur væri kviknaður í vörulest. Aðeins leið um ein mínúta frá því þotan staðnæmdist á flug- brautinni þar til allir höfðu yfir- gefið hana um neyðarútganga. Tveir farþegar hlutu smávægilega áverka, skrámur og mar, er þeir yfirgáfu flugvélina. í ljós kom strax eftir lendingu að viðvörunin um eld átti ekki við rök að styðj- ast, heldur var um bilun að ræða. Þotan, sem er af gerðinni Boeing 747, var á leið frá Barbados til London. Lenti hún á flugvellinum á eynni Terceira í Azoreyjaklasan- um stundarfjórðungi eftir að við- vörunarljósið kviknaði. Um borð voru 334 farþegar og 17 manna áhöfn. CHRYSLEFL Opið í dag kl. 1—5. SK$DA JÖFUR HF LJ Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Notaðir Daihatsu Charmant 1977 Ekinn 100.000 km. Huggulegur bíll í góöu standi. — Góðkjör. í sérf lokki c = e Wartburg 1979 Lítiö ekinn. Hörkubíll. Út- borgun aöeins 5.000,- og veröið bara 40.000,-. Ford Bronco 1966 Óvenjugott eintak í mjög góöu lagi. 6 cyl. Bein- skiptur. — Hagstæö kjör. Ford Cortina 2000 S1978 Sjálfskiptur, sportfelgur, útvarp, sumar og vetrar- dekk.Góöurbíll. Skoda Rapid 1983 Ekinn 30.000 km, rauöur, sumar og vetrardekk. Sportfelgur. — 6 mánaöa ábyrgö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.