Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 27
Hungursvæðin í Afríku
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
27
Hörmungarnar
heimatilbúnar
— segja kanadískir vísindamenn
New York, 21. oóvember. AP.
BANDARÍSKIR vísindamenn halda
því fram að hörmungarnar á hungur-
svsðunum í Eþíópíu séu að miklu
leyti heimatilbúnar, en ekki vegna
þurrka. Þeir segja neyðarhjálp að-
eins til að gera illt verra.
Vísindamennirnir segja ástand-
ið á þurrkasvæðunum svo slæmt
að útilokað sé að landið geti brauð-
fætt íbúana. Ástand svæðanna
geti hugsanlega valdið veðurfars-
breytingum.
Að sögn vistfræðinganna Anthi-
onys Sinclair og Johns Fryxwell
frá háskóla Bristish Columbia í
Vancouver í Kanada er vandi
þurrkasvæðanna sá að þar búa
miklu fleiri menn og skepnur en
landið getur hugsanlega borið.
Þurrkasvæðin séu ofbitin og þar
engan gróður lengur að finna.
“Það leysir engan vanda að gefa
fólkinu að borða. Það gerir í raun
illt verra, því hætt er við að íbú-
arnir færi sig aðeins um set og
raski gróðurfari þar. Neyðin mun
því breiðast til nýrra svæða. Það
verður að gripa til annarra ráð-
stafana samtimis, og þar er fyrst
að nefna gróðurinn. Það verður að
rækta graslendið upp, koma gróðr-
inum af stað aftur. Það verður því
að fækka fólki á svæðunum, flytja
það brott, og létta álaginu á
landinu," segja vísindamennirnir í
grein um ástandið á hungursvæð-
unum sunnan Sahara í Afríku,
einkum í Eþíópíu.
Svíþjóö:
Gervihjarta-
þeginn látinn
Stokkhólmi, 21. nóvember. AP.
LEIF Steinberg, sænski kaupsýslu-
maðurinn sem varð fyrstur manna
utan Bandaríkjanna til að fá gervi-
hjarta, lést í morgun.
Steinberg var 53 ára að aldri og
gekkst undir hjartaaðgerðina á Kar-
olinska- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
á síðustu páskum. Hann hafði a.m.k.
einu sinni fengið heilablóðfall.
Steinberg, sem var umdeildur
mjög í Svíþjóð, var fjórði maður-
inn í heiminum til að fá bandarískt
Jarvik-7-hjarta. Eftir að hann
hafði fengið heilablóðfall í sept-
embermánuði síðastliðnum, fór
honum best fram allra þeirra, sem
fengið höfðu slíkt hjarta. Síðan
versnaði líðan hans smám saman.
Síðdegis í gær átti Steinberg við
öndunarerfiðleika og blóðrásar-
truflanir að stríða og lést hann
um hádegisbil.
Þessi stórglæsilegu borðstofusett eru nú komin
og6stólaráaöeinskr. 37.500.-S^L
Viö bjóðum einnig hagkvæm greiðslukjör.
Húsgagnasýning sunnudag 1—4
Bláskógar
Ármula «. S. 686080 — 886244.'—'
Noregur:
Kafbátshvarf upp-
lýsist eftir 42 ár
Osló, 22. nóvember. l'ri Jan Erik Laure, frétta ritara Morirunblaósins.
Vitað er nú hver urðu örlög
norska kafbátsins „Uredd“, sem
hvarf á stríðsárunum. Kafarar
fundu hann fyrir skömmu á fjarðar-
botni suðvestur af Bodö í Norður-
Noregi.
Um borð í kafbátnum voru 33
menn, þrír Bretar, sex skemmd-
arverkamenn úr norska „Linge-
herflokknum" og einn maður frá
norsku leyniþjónustunni. Var
ætlunin að læðast inn fjörðinn
og koma skemmdarverkamðnn-
unum á land en þeir áttu að
sprengja upp orkuver. Til bátsins
spurðist hins vegar aldrei og
norsku andspyrnumennirnir i
Bretlandi voru vissir um, að hann
hefði lent á þýsku tundurdufli.
Þeir höfðu rétt fyrir sér í því.
Kafarar frá sjóhernum hafa
fundið bátinn á 100 metra dýpi
og er stórt gat á síðunni.
Á sínum tíma voru menn ekki
á eitt sáttir um að senda kaf-
bátinn inn fjörðinn. Það var
nefnilega vitað, að Þjóðverjar
ætluðu að girða hann af með
tundurduflum en flestir hölluð-
ust að því, að þeir hefðu ekki
gert það enn. Á þýskum kortum
frá stríðsárunum sést þó, að
fjörðurinn var rammlega girtur
þegar báturinn hvarf.
Staðurinn þar sem „Uredd"
liggur verður nú færður inn á
sjókort sem „stríðsgröf" og segir
yfirmaður norska sjóhersins, að
hinir látnu muni áfram fá að
hvíla í sinni votu gröf. í mars
nk. verður haldin minningar-
guðsþjónusta um borð í skipi á
firðinum og ættingjum kafbáts-
mannanna boðið.
Auðugar gullnámur
finnast í Súdan
Khartoum, Súdan, 21. nóvember. AP.
AUÐUGAR guilnámur bafa fundist í austurhéruðum Súdan, sem gera þaó
að verkum að landið verður í hópi með auðugum Afríkuríkjum í framtíðinni
aó sögn ráðherra í súdönsku ríkisstjórninni.
Frá þessu er skýrt í stuðnings-
blaði ríkisstjórnarinnar, Al-Ayan,
í viðtali við orku- og námumála-
ráðherrann, Abdul-Aziz Osman.
Sagði Osman að vinnsla i námun-
um myndi hefjast eftir fjögur ár,
en hann sagði ekki frá því hversu
auðugar þær væru taldar, né hvar
þær væru nákvæmlega. Sagði
hann að súdönsk fyrirtæki yrðu
fengin til námugraftarins I sam-
vinnu við ríkisstjórnina og Súdan-
ir myndu sjálfir vinna þær án
aðstoðar erlendis frá.
Súdan er víðlendasta ríki Afríku
með 22 milljónir íbúa. Þar ríkir
óskapleg fátækt vegna þurrka og
efnahagslegrar óstjórnar. „Fund-
urinn mun hleypa lífi í hagkerfi
Súdan og koma því í röð ríkra
Afríkuríkja.
Prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjavík
dagana 24. og 25. nóv. ’85
Atkvæðisrétt etga:
Allir íélagsbundnir sjálfstæöismenn í Reykjavík
sem þar eru busettir og náö hafa 16áraakfrí próf-
kjörsdagana.
Þeir stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins sem eiga
munu kosningarétt í Reykjavík viö borgarstjómar-
kosningar, þ.e. veröa 20 ára 31. maí 1986 og
undirritað hafa inntökubeiöni i sjálfstæöisfélag fyrír
lok kjörfundar.
Hvemigáaðkósa:
Kjósa skal fæst 8 frambjóöendur og flest 12. Skal
það gert meö því aö setja tölustaf fyrir framan
nöfn frambjóöanda í þetrrí röö sem óskaö er aö
þeir skipi endanlegan framboöslista
Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess
frambjóöanda sem óskaö er aö skipi fyrsta sæti
framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess
frambjóöanda sem óskaö er aö skipi annað sæti
framboöslistans o.afrv.
Kjósið í því hverfi sem þér hafið nú búsetu L
Ef þér hafiö flutt til Reykavíkur eftir 1. des. 1984 og aetliö aö gerast flokksbundin, þurfiö
þér aö framvísa vottoröi frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavik.
KJÖRSTAÐIR VERÐA OPNIR SEM l€R SEGIR:
Sunnudaginn 24. nóvember á 4 kjörstöðum í 5 kjörhverfum fiá kl. 10-20.
1. kjörhverfi:
Nes- og Mela-, Vestur- og Miöbæjar-, Austurbæjar- og
Norðumiýrarhverli. öll byggö vestan Rauöarárstigs aö
MMubrauL
KJÖRSTAÐUR HÓTEL SAGA — LÆKJARHVAMMUR.
2. kjörhverfc
Hlíöa- og Holta-, Laugames og Langholtshverfi. Ö« byggö
er afmarkast af 1. kjörtrverfi í vestur og suöur. 0« byggö
vestan Knngkjmýrarbrautar og noröan Suðuriaxte-
brauta'
KJÖRSTAÐUR VALHÖLL, HÁALEmSBRAUT 1,
VESSTURSALUR, 1. HÆÐ.
3. kjörtiverfi:
Háaleitis- og Smáíbúöa-, Bústaöa- og Fossvogshverfi.
Hverfiö afmarkast af Kringtumyrarbraut í vestur og Suö-
uriandsbraut í noröur.
KJÖRSTAÐUR VALHÖLL, HAALEITtSBRAUT 1,
AUSTURSALUR. 1. HÆO.
4. kjörtiverfc
Arbæjar- og SeÉáshverfi, Artúnshoit og Grafarvogur og
byqqö Reykjavókur noröan Bfcöaáa
K JORSTAÐUR HRAUNBÆR KBB, SUÐURHUÐ.
5. kjörhvertc
Breiöhoitshverfin.ÖllbyggðíBreiöhoiti.
KJÖRSTAOUR MENNMGARMÐSTÖÐM
VtÐ GERÐUBERG.
Muniö! Númera skal viö fæst 8 og
flest 12 frambjóóendur.
Mánudagmn 25. nóvember frá kL 14-21 í Valhofl, Háalertisbraut 1. CHI kjörtiverfin saman.