Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
29
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐMUND PÁL
ARNARSON
að skuldir Hafskips við Otvegs-
bankann vegna íslandssiglinganna
væru um 15 milljónir dollara (625
milljónir króna) og Ragnar Kjart-
ansson, stjórnarformaður Haf-
skips, hefur sagt þær vera 650
milljónir króna. Sumir segja að þær
séu enn meiri.
En hvert er raunverulegt verð-
mæti eigna Hafskips: skipanna
Lögmæti kaupa íslenska skipafélagsins hf. á eignum Hafskips:
Kröfuhafar eiga jafnan rétt
á þeim verðmætum sem
í viðskiptasamböndum eru
MENN velta því mjög fyrir sér þessa dagana hvort kaup hins nýstofnaöa
íslenska skipafélags hf. á eignum Hafskips fái stadist lögum samkvæmt.
Getur eignalaust félag „keypt“ á pappírunum eignir annars félags sem gjald-
þrot vofir yfir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru í kaupsamningnum
ákvæði um að hann sé afturkallanlegur ef ekki náist samningar milli íslenska
skipafélagsins og Útvegsbankans um yfirtöku skulda Hafskips við bankann.
Að auki eru ákvæði í gjaldþrotalögunum sem kveða á um að rifta megi slíkum
samningi að uppfylltum ákveðnum skilyröum.
En hvaða skilyrði þurfa að koma
til svo hægt sé að rifta samkvæmt
gjaidþrotalögunum? Það fer eftir
ýmsu, segja lögfræðingar, og benda
á að í riftunarreglum gjaldþrota-
laganna sé sú meginregla, að rifta
megi ýmsum tegundum ráðstafana
sem reynsla er fengin fyrir að sé
tortryggileg. Eru nánari ákvæði um
þetta í gjaldþrotalögunum. Ekki
má raska lögmætum rétti kröfu-
hafa til fullnustu krafna sinna,
h”orki með því að skjóta undan
eignum, né með því að færa eignir
skuldara frá einum kröfuhafa til
annars. Ef það sannast að þessi
„pappírsviðskipti" raski rétti kröfu-
hafa, þá eru verulegar líkur á því
að megi rifta, annars ekki.
Er kyrrsetning skipa
erlendis enn möguleg?
var stofnað í þeim tilgangi að
komast hjá því að lögmætar kröfur
lánardrottna nái fram að ganga og
valda þeim þannig tjóni tel ég vafa-
samt að slíkar ráðstafanir standist
fyrir dómstólum.“
Fyrst er því að athuga í hvaða
tilgangi nýja félagið var stofnað.
Það liggur á borðinu og hefur
margoft verið ítrekað af forsvars-
mönnum Hafskips og Útvegsbank-
ans: Meðal annars til að forðast það
að erlendir kröfuhafar gætu kyrr-
sett skip félagsins í erlendum höfn-
um og gert kröfu um gjaldþrota-
skipti - eða þvingað Útvegsbank-
ann, sem stærsta lánardrottin og
forgangskröfuhafa, til að „leysa
skipin út“. M.ö.o., félagið er sam-
kvæmt þessu, að því er best verður
séð, m.a. stofnað til að hindra að
kröfur erlendra lánardrottna nái
fram að ganga. Að mati Stefáns
Más kynnu erlendir kröfuhafar því
eftir sem áður að geta gert kröfu
um kyrrsetningu skipanna til að
knýja fram greiðslu. Það gæti hins
vegar kostað dómsmál. í gær sönn-
uðust þessi orð Stefáns Más áþreif-
anlega, þegar skipamiðlarar í Ant-
werpen kyrrsettu Selá, eins og lesa
má um á baksíðu blaðsins.
Er veriö aö skjóta
undan verömætum?
En er með þessum við eigenda-
skiptum verið að skjóta undan
verðmætum, eða færa verðmæti
milli skuldara?
Lítum fyrst á fyrri spurninguna:
Hún er spurning um það hvort
Hafskip fái sömu verðmæti inn f
búið þegar upp er staðið og út úr
því fór. Það eru allir sammála um
það að með því að yfirtaka veð-
skuldir Hafskips, og hugsnlega
aðrar skuldir Hafskips vegna Is-
landssiglinganna, hafi lslenska
skipafélagið hf. „greitt“ mun hærri
upphæð fyrir eignir og viðskipta-
sambönd Hafskips en raunverulegt
verðmæti þeirra er. Lárus Jónsson,
bankastjóri Útvegsbankans, sagði
fjögurra, fasteigna, gáma, véla og
tækja, auk viðskiptasambandanna?
Það er erfitt að fullyrða nokkuð um
þá tölu, því hún er samningsatriði
og háð mati. En það má styðjast
við mat Eimskipafélagsins sem
viðmiðun; það bauð á tímabili 9,5
milljónir dollara í „pakkann".
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru eignirnar metnar á
5,5 milljónir dollara, en viðskipta-
samböndin á 4,0. Það er því ljóst
að „kaupverð” íslenska skipafélags-
ins hf. á eignum og viðskiptasam-
böndum Hafskips er Hafskipi hag-
stætt, séð frá þessu sjónarmiði; það
er síður en svo verið að selja eign-
irnar sömu eigendum undir nýju
nafni á „slikk“.
Hins vegar hefur verið bent á að
raunverulegt kaupverð hins nýja
eiganda skipti e.t.v. ekki svo miklu
máli vegna eignaleysis hans. Það
mikilvægasta sé að ef ekkert í
kaupsamningnum sýni að gagn-
gjald eigi að renna til Hafskips
fyrir viðskiptasamböndin, þá sé
hann þar með tortryggilegur og því
hugsanlega ólöglegur. Stefán Már:
„Svo virðist sem það sé ekkert í
þessum fyrsta gerningi milli Haf-
skips og tslenska skipafélagsins
sem bendi til þess að Hafskip eigi
að fá gagngreiðslu fyrir viðskipta-
samböndin. Það eru vissir hlutir
afhendir gegn yfirtöku veðskulda.
Það er allt og sumt. En hvað kemur
til Hafskips fyrir viðskiptasam-
böndin almennum kröfuhöfum til
góða? Það liggur ekki ljóst fyrir,“
sagði Stefán Már.
Er verið að miliifæra
eignir?
Þá er það seinni spurningin: Er
verið að færa eignir á milli lánar-
drottna? Það virðist í fljótu bragði
ekki geta verið, því Útvegsbankinn
á samningsveð í öllum skipum og
sumum öðrum fastafjármunum
Hafskips, og Hafskip - og nú tsr
lenska skipafélagið hf. - skuldar
Útvegsbankanum mun hærri upp-
hæð en eignir eru til fyrir. Útvegs-
bankinn hlýtur því alltaf að fá þá
peninga upp I skaðann, sem til
falla ef fyrirtækið verður gert upp,
og aðrir lánardrottnar að verða
úti í kuldanum.
En bíðum við. Á Útvegsbankinn
veð í viðskiptasamböndum Haf-
skips? Varla, því samkvæmt heim-
ildum blaðamanns er tæpast eða
ekki kunnugt um tilvik af því tagi.
En eigi að síður eru þau metin til
verðmæta og eins og áður var getið
var Eimskip tilbúið til að greiða
fyrir þau 4,0 milljónir dollara, eða
rúmar 200 milljónir króna. Útvegs-
bankinn á því ekkert frekar en
aðrir lánardrottnar forgangskröfu
I þau verðmæti sem felast í við-
skiptasamböndum félagsins.
En er þá verið að ívilna Útvegs-
bankanum á kostnað annarra lán-
ardrottna með stofnun íslenska
skipafélagsins og kaupum þess á
eignum og viðskiptasamböndum
Hafskips? Það á í raun eftir að
koma í ljós. Það fer m.a. eftir því
hvernig til tekst með samningavið-
ræður milli SÍS og íslenska skipa-
félagsins. Ef samkomulag næst o£'
samið er við Útvegsbankann um
greiðslu skulda á tilteknu tímabili
- en aðrir lánardrottnar látnir
sigla sinn sjó - þá væri hugsanlega
komin upp sú staða að verið væri
að hygia bankanum á kostnað
annarra lánardrottna.
Hin almenna spurningin stendur
því um það hvort með þessum
kaupsamningi sé verið að raska
rétti kröfuhafa. Stefán Már Stef-
ánsson, prófessor við Háskóla Is-
lands og sérfræðingur í hlutafé-
laga- og gjaldþrotarétti, segir: „Ef
það er upplýst að nýja fyrirtækið
Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi
Hamrahlíðarkórsins.
borg í sumar, þar sem kórinn kynnti
islenska tónlist. Þorgerður sagði að
nóg væri framundan hjá kórnum.
Nú eru að hefjast æfingar á tónlist
tengdri aðventu og jólum. I mai i
vor flytur kórinn „Dafnis og Klói“
eftir Ravel á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskólabíói,
og í ágúst nk. tekur kórinn þátt í
listahátíð i Aberdeen þar sem kór-
inn kynnir íslenska tónlist.
Á tónleikaárinu 1986-87 hefur
Hamrahlíðarkórnum verið boðið til
ísrael. Þar mun kórinn halda tiu
tónleika í öllum helstu borgum ísra-
els. Boðið kemur frá Prima, sem er
aðaltónleikaskrifstofan i Israel og
mun Prima skipuleggja tónleika-
ferðina.
Jóhannes S. Kjarval og Þorvaldur Þorvaldsson bflstjóri hans í Listamannaskilanum í febrúar 1961, en þá hélt Kjarval síðustu einkasýningu sína.
„Þingvellir voru uppá-
haldsstaður Kjarvalsu
— segir Þorvaldur Þorvaldsson bflstjóri meistarans
ÞORVALDUR Þorvaldsson hóf störf
sem leigubflstjóri hjá Bifreiðastöð
íslands árið 1946, en hann er einna
kunnastur fyrir ferðir sínar með
meistara Jóhannes 8. Kjarval á árun-
um er hann fór um landið í leit að
„mótívi“.
Blaðamaður ræddi stuttlega við
Þorvald í vikunni, en nú stendur
einmitt yfir sýning á Kjarvalsstöð-
um í tilefni aldarafmælis listmálar-
ans, sem fæddur var árið 1885.
„Þingvellir voru uppáhaldsstaður-
inn hans,“ sagði Þorvaldur. „Hann
þekkti Þingvallasvæðið allt mjög
vel. En við fórum saman í ferðir
víða annað svo sem á Snæfellsnes
og Borgarfjörð eystri og oft fórum
við í sumarhús hans hjá Ketilstöð-
um í Hjaltastaðaþinghá austur á
Héraði. Þar héldum við gjarnan til
og málaði Kjarval þar í grenndinni.
Sumar þessar ferðir okkar voru
dagsferðir en öðrum stundum lág-
um við í tjaldi á næturna ef lengri
vegalengdir voru farnar.”
Þorvaldur sagðist vera fæddur
og uppalinn á Þóroddsstöðum í
Hrútafirði, en fluttist til Stykkis-
hólms árið 1942 þar sem hann bjó
til ársins 1946. Þá fluttist hann til
Reykjavíkur og hóf þá strax að aka
eigin bíl hjá BSR og er enn að, 64
ára gamall.
„Kjarval var ákaflega duglegur
ferðamaður. Hann ferðaðist allt
árið og eru til margar vetrarmyndir
eftir hann. Hann fór yfirleitt ein-
samall, en ég man eftir að hann tók
stundum son sinn, Svein, með I
ferðirnar. Kjarval fannst mér alla
tíð vera stórkostlegur persónuleiki,
ljúfur og almennilegur i daglegum
samskiptum," sagði Þorvaldur Þor-
valdsson bílstjóri.
Þorvaldur Þorvaldsson er enn leigu-
bflstjóri hjá BSR síðan 1946. Mynd-
in er tekin fyrir framan íþróttahús
Jóns Þorsteinssonar, en þar hafði
Kjarval aðstöðu um 20 ára skeið,
1945—1965.