Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLADID, LAUG ARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
J
Samstaða í borgarstjórn
Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld
var samhljóða samþykkt tillaga frá
fulltrúum Alþýóubandalagsins meó
smávægilegum oróalagsbreytingum
þar sem segir m.a. að borgarstjórn
samþykki að leita eftir því við Starfs-
mannafélag Reykjavflnirborgar, að
samningsaðilar kanni sérstaklega
röðun þeirra starfsbeita í launa-
ftokka, sem að meirihluta eru skipuð
konum. Verði launaflokkaröðun
þeirra starfsheita borín saman við
röðun annarra starfsheita. Niður-
stöðurnar verði síðan grundvöllur
viðræðna aðila í næstu sérkjara-
samningum.
Guðrún Jónsdóttir (Kvennafram-
boði) sagði í umræðum um tillöguna
að hún sé það „opin og lauslega
orðuð“ að hægt sé að ýta henni til
hliðar. Ekki hafi samt verið hægt að
standa gegn henni. Sigurður E.
Guðmundsson (Alþýðuflokki) og
Sigrún Magnúsdóttir (Framsóknar-
flokki) tóku ennfremur til máls og
lýstu yfir stuðningi við tillöguna.
Á þessum sama fundi var sam-
þykkt tillaga með öllum greiddum
atkvæðum að beina því til Aiþingis
að það samþykki breytingar varð-
andi álagningu útsvars. f tillög-
unni segir „að ákvæði um álagn-
ingu útsvars verði á þann veg, að
ákvörðunarvaldið verði algjörlega
í höndum sveitarfélaganna í
landinu en ekki takmarkað eins
og nú er með ákvörðun um há-
marksútsvar“. Ennfremur segir,
að sami hundraðshluti skuli lagður
á alla menn í hverju sveitarfélagi.
Viðbótartillaga Kvennafram-
boðsins var einnig samþykkt sam-
hljóða á fundinum. í henni segir:
Ákvæði um álagningu fasteigna-
gjalda verði rýmkuð þannig að
sveitarstjórnir fái aukið svigrúm
til að veita tekjulitlum hópum
afslátt af fasteignagjöldum.
*
Ur borgarstjórn:
Ársskýrsla Félagsmálastofnun-
ar og fréttabréf fyrir aldraða
NOKKRAR umræður áttu sér stað
á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld
um ársskýrslu Félagsmálastofnunar
fyrir árið 1985.
Guðrún Ágústsdóttir (Alþýðu-
bandalagi) sagði i ræðu sinni að
skjólstæðingabeiðnum hefði fjölg-
að mikið. Ríkisstjórnin þyrfti að
fá þessa skýrslu í hendur með
„nokkrum vel völdum orðum", því
„fátækt hefði verið innleidd inn í
landið á ný“.
f máli Ingibjargar Rafnar, for-
manns Félagsmálaráðs, (Sjálf-
stæðisflokki) kom fram, að aukn-
ing í skjólstæðingafjölda á milli
áranna 1982—1983 hafi verið 29%
en 9% á milli áranna 1984—1985.
Ingibjörg kynnti ennfremur hug-
myndir að útgáfu Fréttabréfs Fé-
lagsmálastofnunar, sem dreift yrði
til aldraðra í Reykjavík. Frétta-
bréf þetta yrði fyrst og fremst
upplýsingamiðill um starf fyrir
aldraða í borginni. í því yrði m.a.
að finna upplýsingar um vetrar-
og sumarstarf fyrir aldraða, lífeyr-
isréttindi o.fl.
Guðrún Ágústsdóttir sagði í
máli sínu að samstaða rikti innan
Félagsmáiaráðs um að auka fram-
boð á starfi fyrir aldraða í borg-
inni. Öll starfsemi af þessu tagi
væri vel sótt en ekki væri um
nægilegt framboð að ræða. Brýnt
væri að bæta þetta. Páll Gíslason
(Sjálfstæðisflokki) tók í sama
streng og minnti á að starf á þess-
um vettvangi þyrfti góðrar kynn-
ingar við.
Sýningin „Elvis
í Las Vegas“
á Broadway
„ELVIS í Las Vegas“ er yfirskrift sýningar, sem sett verður á svið í
veitingahúsinu Broadway dagana 6. og 7. desember næstkomandi. Þar
verður í aðalhlutverki Liberty Mounten og átta manna hljómsveit hans
„De Soto“, en Liberty Mounten hefur getið sér frægð vestan hafs fyrir
túlkun sína á lögum og framkomu hins látna rokkkóngs.
Að sögn Björgvins Halldórs-
sonar, sem annast framkvæmd
að uppfærslu sýningarinnar, vill
Broadway með þessu heiðra
minningu Elvis Presley, sem
orðið hefði fimmtugur á þessu
ári. Björgvin sagði, að sýning
Liberty Mounten spannaði aðal-
lega tímabil Elvis er hann kom
fram í Las Vegas hin síðari ár,
en á efnisskránni væru flest af
þekktari lögum hans. „Sam-
kvæmt því sem við heyrum af
Liberty frá Bandaríkjunum hef-
ur sýning hans notið mikilla
vinsælda og þá jafnt hjá táning-
um sem fullorðnum. Hins vegar
er viðbúið að sannir Elvis-
aðdáendur séu þar í miklum
meirihluta og þar sem vitað er
að þeir eru margir hér á landi
töldum við vel við hæfi að bjóða
upp á þessa sýningu nú á fimm-
tugsafmæli rokkkóngsins," sagði
Björgvin.
Samkvæmt erlendum blaða-
ummælum er Liberty Mounten
talinn einn besti Elvis-ieikari
sem fram hefur komið á seinni
árum og hefur hann farið víða
um heim með sýningu sína og
hvarvetna fengið frábærar við-
tökur. Sumir gagnrýnendur telja
hann jafnvel hafinn yfir aðra
Elvis-leikara, en hann þykir hafa
sérstakan sviðspersónuleika og
kvað eiga afar auðvelt með að
láta áhorfendum líða vel á tón-
leikum. I þeim efnum er honum
gjarnan líkt við konunginn sjálf-
an. Liberty þykir mjög líkur
Elvis á sviði hvað varðar fram-
komu og söng og kom hann sterk-
lega til greina þegar valið var í
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
„This is Elvis". Liberty Mounten
hefur komið fram með mörgum
stórstjörnum rokksins og má þar
nefna Neil Sedaka, Poul Anka
og Oliviu Newton John.
Akranes:
íslenzka hljómsveitin heldur
tónleika til heiðurs konum
ÖNNUR efnisskrá íslensku hljóm-
sveitarinnar á fjórða starfsári, sem
féll niður sl. sunnudag sökum óveð-
urs, verður flutt í Bíóhöllinni á
Akranesi á sunnudag, 24. nóvember,
kl. 15.30. Tónleikarnir bera yfir-
skriftina „Konur í íslensku tónlLstar-
lífi“ og eni haldnir til heiðurs ís-
lenskum tónlistarkonum í lok ára-
tugs kvenna. Guðmundur Emilsson,
aðalstjórnandi hljómsveitarinnar,
stjómar í forföllum Jean-Pierre
Jacquillat. Aðgöngumiðar verða seld-
ir við innganginn.
Anders Josephsson baritón-
söngvari syngur þrjú sönglög eftir
Jórunni Viðar við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Hljómsveitin leikur fimm lög fyrir
kammerhljómsveit eftir Karólínu
Eiríksdóttur og Davíð 116 eftir
Mist Þorkelsdóttur, en bæði þessi
tónverk voru samin að tilhlutan
íslensku hljómsveitarinnar og
frumflutt af henni á sínum tíma.
Anders Josephsson syngur einsöng
í síðara verkinu. Karólína og Mist
munu kynna verk sin í upphafi
tónleikanna. Á síðari hluta tón-
leikanna leikur Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanókonsert í C-dúr
(K 415) eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, en píanókonsert þessi er
einn þeirra er Mozart tileinkaði
konu.
Rauðhóla-Ransí
og hringglíma
HlTT leikhúsið er þessa dagana
að taka nýtt verk til æfinga, sem
ber það sérstaka nafn „Rauðhóla-
Ransí“, á frummálinu „Trafford
Tanzi“. Tveir Bretar, Cliff Twelmo
og Brian Vite, komu gagngert
hingað til lands fyrir helgi til að
kenna leikurunum hringglímu, eða
,;,wrestling“ eins og íþróttin er
nefnd á ensku. Hafa þeir sett upp
hringglímusvið í Likamsr ogjieiisu-
ræktinni í Borgartúni. Þar er æft
af miklum eldmóði alla daga fyrir
hádegi.
Bretarnir Vite og Twelmo
munu halda sýningu í Líkams-
og heilsuræktinni í dag, laugar-
dag, klukkan 14. Hringglíma er
mjög vinsæl, sérstaklega í
Bandaríkjunum en hefur ekki
verið stunduð hér á landi.
Frá æfingu Hins leikhússins í Líkams- og heilsuræktinni í Borgartúni. Annar Bretanna, lengst til vinstri, fylgist
með þegar Edda Heiðrún Bachmann er tekin á loft. ___
I minningu rokkkóngsins:
Liberty Mounten í hlutverki rokkkóngsins Elvis Presley.