Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVBMBER1985
33
Barrtré elsta og stærsta
lífvera jarðarinnar
Skyndisýning í "Z
anddyri Háskólabíós M
í ANDDYRI Háskólabíós verða
haldnir á morgun, sunnudag, svo-
kallaðir Náttúrufræðidagar, sem
áhugahópur um byggingu náttúru-
fræðisafns hefur staðið að. Dagskrá-
in verður frá kl. 10.00 til 13.00.
Markmiðið er að kynna ýmsa
þætti í hugsanlegri starfsemi
væntanlegs safns og einnig að
vekja athygli almennings og ráða-
manna á því, að íslendingar, sem
byggja afkomu sína að mestu leyti
á náttúrunni, eiga ekkert boðlegt
náttúrufræðisafn. Einn þáttur í
starfsemi slíks safns er að setja
upp skyndisýningar þegar sérstakt
tilefni gefst. Slíkt tilefni er af-
hending þjóðargjafar Bandaríkja-
manna til íslendinga, en hún er,
eins og kunnugt er, sneið af 1300
gömlu rauðviðartré. Sneiðinni er
ætlað að vera til sýnis í náttúru-
fræðisafni íslendinga, en þar til
að slíkt safn rís verður hún höfð
í anddyri Háskólabíós.
Náttúrufræðidagurinn, sunnu-
dagurinn 24. nóvember, verður
einmitt haldinn þar frá kl. 10.00
til kl. 12.30. Þa rmun kenna ýmissa
grasa. Rauðviðurinn og risafuran,
frænka hans, verða kynnt.
Vitað er um risafuru sem orðin
er 3500 ára gömul og er enn að
vaxa. Broddfuran verður þó elst
allra lífvera, yfir 4000 ára gömul.
Broddfuran vex hér á landi.
Þarna verða sýnd barrtré, allt
frá fræjum og upp í stálpaðar
plöntur, ennfremur steingervingar
af íslenskri risafuru o.fl. Þeir sem
eiga plöntusteingervinga í fórum
sínum geta fengið aðstoð sérfræð-
inga við að greina þá. Haraldur
Ágústsson sýnir hluta af hinu
þekkta viðarsafni sínu. „Safnverð-
ir“ verða Sigurður Blöndal, skóg-
ræktarstjóri, Þórarinn Bendikz,
skógfræðingur, Jón Gunnar Ottós-
son, líffræðingur, Haraldur
Ágústsson, kennari, og Leifur
Símonarson, jarðfræðingur. Sýn-
ingargestir fá að sjálfsögðu sýn-
ingarskrá í hendurnar. Verið öll
velkomin.
Ahugahópur um byggingu náííúrufrauói.safn.s.
Stuttar þingfréttir:
Nefnd kanni réttar-
áhrif tæknifrjóvgunar
ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa
lagt fram í Sameinuðu þingi tillögu
til þingsályktunar um réttaráhrif
tæknifrjóvgunar.
í tillögunni segir, að Alþingi
álykti „að skora á dómsmálaráð-
herra að skipa nú þegar fimm
manna nefnd til að kanna réttar-
áhrif tæknifrjóvgunar og gera til-
lögur um hvernig réttarstaða aðila
verði ákveðin".
Gert er ráð fyrir því, að dóms-
málaráðherra skipi formann
nefndarinnar án tilnefningar,
tveir nefndarmenn verði skipaðir
samkvæmt tilnefningu Lögmanna-
félags íslands, einn samkvæmt
tilnefningu læknadeildar Háskóla
íslands og sé hann sérfræðingur í
kvensjúkdómum og fæðingarhjálp,
og einn nefndarmaður verði skip-
aður samkvæmt tilnefningu
Barnaverndarráðs íslands. Ætlast
er til þess að nefndin ljúki störfum
áður en næsta löggjafarþing kem-
ur saman.
í greinargerð með tillögunni
segir, að yfir 50 íslensk börn hafi
verið getin með tæknifrjóvgun,
langflest með sæði óþekktra
manna. Tæknifrjóvgun sé nú
framkvæmd á kvennadeild
Landspítalans og hafi Jón Hilmar
Alfreðsson, sérfræðingur í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp,
umsjón þessara aðgerða með hönd-
um.
Enn fremur segir í greinargerð-
inni: „Sú vinnuregla hefur verið
viðhöfð til þessa að aðgerðin er
einungis gerð á konum í hjóna-
bandi og með skriflegu samþykki
eiginmanns. Ástæðan fyrir því er
sú að samkvæmt íslenskum lögum
er eiginmaður konu faðir barns
h’ennar nema það sé vefengt og
annað sannað. Sú spurning hlýtur
hins vegar að vakna hver réttar-
staða aðila sé ef til vefengingar
kæmi, t.d. við skilnað hjóna eða í
erfðamáli. Á það hefur ekki reynt
og engin lög eða reglugerðir eru
til í landinu sem kveða skýrt á um
hana. Er ekki síst ástæða til að
huga að réttarstöðu þegar sæðis-
gjafi er ókunnur eða að eigin mati
óskuldbundinn."
Þá flytja þingmennirnir Jón
Baldvin Hannibalsson, Ellert B.
Schram, Guðmundur Einarsson og
Guðrún Helgadóttir frumvarp til
laga um breytingu á áfengislögum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að
ákvörðunarvald um vínveitinga-
leyfi verði lagt í hendur sveitar-
stjórna í stað dómsmálaráðherra.
Frumvarpið felur einnig í sér, að
svokölluð matsnefnd veitingahúsa
hætti störfum, enda enda séTiún
óþörf eftir að matið er lagt í hend-
ur sveitarstjórna. í greinargerð
flutningsmanna segir, að ákvarð-
anir um vínveitingaleyfi sé eðli-
legra að taka í einstökum sveitar-
stjórnum í samræmi við hug-
myndir um valddreifingu, sem nú
séu ríkjandi hér á landi. Sveitar-
stjórnir standi nær hinum al-
menna borgara en ráðherra, sem
oft á tíðum sé ókunnugur stað-
háttum.
Þá hafa verið lagðar fram þrjár
fyrirspurnir til ráðherra í Samein-
uðu þingi. Hjörleifur Guttormsson
(Abl.) spyr menntamálaráðherra:
„Hvað veldur því að frumvarp til
nýrra þjóðminjalaga, sem boðað
var að yrði flutt á 106. löggjafar-
þingi 1983—1984, hefur ekki enn
verið lagtfram?"
Kristín S. Kvaran (BJ) spyr fjár-
málaráðherra um kostnað við
utanlandsferðir alþingismanna,
ráðherra og starfsmanna ráðu-
neyta frá 26. maí 1983 til 20. nóv-
ember 1985. Óskað er eftir að
svarið sé sundurliðað eftir einstök-
úm ferðum, getið sé tilefnis ferða-
lagsins, nafna þeirra sem fóru
utan og hve lengi ferðin stóð.
Einnig að kostnaður við hverja
ferð sé sundurliðaður í ferðakostn-
að og dvalakostnað.
Loks spyr Sveinn Jónsson (Abl.)
sjávarútvegsráðherra um rekstur
Síldarverksmiðja ríkisins. Er m.a.
spurt um afkastagetu verksmiðj-
anna, afurðir og verðmæti þeirra,
endurbætur og nýjungar og starfs-
mannafjölda og heildarlauna-
greiðslur.
Fyrirspurnir
Kjartan Jóhannsson (A) spyr
samgönguráðherra, hvað heildar-
kostnaður við nýframkvæmdir í
Bakkafjarðarhöfn sé orðinn mikill,
hvernig framkvæmdir hafi verið
fjármagnaðar, hver sé áætlaður
heildarkostnaður við að ljúka
framkvæmdum?
Kjartan Jóhannsson spyr enn-
fremur viðskiptaráðherra, hvort
ráðuneytinu hafi borizt ósk frá
eigendum Sjóla GK um heimild til
kaupa á öðru skipi í stað togarans
sem gereyðilagðist í bruna og
hvort slíkri beiðni hafi verið svar-
að?
Svavar Gestsson og Skúli Alexand-
ersson (Abl.) spyrja félagsmálaráð-
herra um skerðingu á tekjum Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga vegna
Innheimtustofnunar sveitarfélaga
o.fl.?
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) spyr
menntamálaráðherra hvað líði
framkvæmd könnunar á því hvern-
ig hagkvæmast sé' að auðvelda
skólum aðgang að námsgögnum,
kennslutækjum og hjálpargögnum
íöllum fræðsluumdæmum, saman-
ber þingályktunar þar um?
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim er
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og
kveðjum á 75 ára afmæli mínu k- nóvember
si Bestu kveðjur til ykkar allra. Lifiö heil.
Ragnar Magnússon,
Víkurbraut 54, Grindavík.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu-
mér hlýhug og glöddu mig með heimsóknum,
gjöfum og heillaóskaskeytum í tilefni áttræð-
isafmælis míns 5. nóvember sl. Guð blessi
ykkur öll.
Alfons Oddsson,
Mávahlíð 8,
Reykjavík.
Söngskemmtun
í Hlégarði í dag kl. 16.00
Ólafur Magnússon syngur viö undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Menningarmálanefnd
Mosfellssveitar
KR konur
halda sinn vinsæla kökubasar í félags-
heimili KR vid Frostaskjól sunnudaginn
24. nóvember kl. 14.00.
ekinn aöeins 29.000 mílur, á álfelgum og nýlegum hjólböröum.
8 stálfelgur fylgja meö ásamt nokkrum sæmilegum hjólbörðum.
Blaupunkt-kassettutæki.
Líklega einn besti bíllinn á landinu af þessari árgerö. Bíl þennan
er hægt að fá á sæmilegum kjörum.
Kristján P. Guðmundsson,
Akureyri. Sími 96-23876.
Wagoneer 1979
Bladburóarfólk
óskast!
fHtfgmiÞIatoifc
Austurbær
Óðinsgata
Hverfisgata65—115
Vesturbær
Gnitanes, Skerjafirði
Úthverfi
Hvassaleiti 1 —117
Miðbær
Austurstræti
Hafnarstrætio.fl.