Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 43 Minning: Víkingur Jóhannes- son, Stykkishólmi Fæddur 28. júlí 1921 Dáinn 15. nóvember 1985 Hann fæddist á Eskifirði. Þar óx hann úr grasi. Hann var sonur sæmdarhjónanna Halldóru Helgadóttur og Jóhanns Þorvalds- sonar útgerðarmanns og skip- stjóra. Þau hjón settu góðan svip á Eskifjörð á þeim tíma og verða mér ógleymanleg. Fermingarárið mitt 1928 hittumst við Víkingur í fyrsta sinn svo ég muni, en eftir það skildu leiðir ekki nema stund og stund og þegar ég flutti til Stykkishólms árið 1942, fann ég og hann líka að vináttuböndin voru það sterk að þau myndu ekki slitin og gerði ég þá ráðstafanir til þess að hann kæmi hingað og útvegaði honum hér atvinnu. Þetta varð báðum til góðs. í stuttu máli er ég í vanda með að lýsa vini mínum og hvað þá segja okkar sameiginlegu sögu. Við voru báðir félagslyndir. ósjálfrátt vorum við komnir á fulla ferð í félagslífinu á Eskifirði, í skólan- um, í barnastúkunni okkar, í leik- starfsemi og í lúðrasveitinni svo nokkuð sé nefnt. Víkingur varð snemma hljóðfæraleikari. Orgel og harmonikku lærði hann á með lítilli tilsögn og mest af sjálfum sér og var mjög áhugasamur og vandvirkur og gagnrýninn á sjálf- an sig. Snemma kom hann svo upp á leiksviðið og þar var hann eins og fæddur leikari og eftirsóttur. Léttlyndi hans og gamansemi hafði góð áhrif á mig og aðra sem þess nutu. Um líkt leyti gengum við í Lúðrasveit Eskifjarðar sem Auðbjöm Emilsson, kunnur lúðra- þeytari, stýrði þá. Fórum marga ferð saman með félögum okkar og skemmtum bæði heima og í ná- grenni. Ekki leið á löngu en Vík- ingur var eftirsóttur til að leika á dansleikjum og oft pantaður á aðra firði. Man ég göngurnar yfir til Neskaupstaðar og Fáskrúðsfjarð- ar með harmonikkuna á bakinu, langan fjallveg. Síðan leikið fram á nótt og jafnvel til kl. 6 að morgni og þá var haldið heim og oft verið lengi á leiðinni. Víkingur kom svo til Stykkis- hólms í okt. 1942 eða 8 mánuðum seinna en ég. Þá var lítið um hús- næði og tók ég hann inn í mitt litla leiguherbergi, en hvað um það, það fór vel um okkur og ekki man ég eftir að talað væri um þrengslin. Auðvitað kom Víkingur með harm- onikkuna með sér. Hún var fyrir- ferðarmest í farangri hans, sem ekki var mikill að vöxtum þá. Við höfðum báðir alist upp við að hafa ekki of mikið í kringum okkur af slíku, en því meira af gleði og þakklæti. Ekki var hann búinn að vera lengi hér áður en bæjarbúar fengu að heyra í harmonikkunni, enda lítið um spilamennsku þegar hann nam hér land. Hann lék á hótelinu á kvöldin fyrir gesti og margir komu þangað til að fá sér snúning. Og svo komu dansleikirn- iro.fl. o.fl. Ekki leið á löngu áður en við settum með fleirum upp sjónleiki og var Víkingur jafnan aðalleikar- inn. Honum verður ekki gleymt í séra Sigvalda í Manni og konu og fleiri leikritum. Þá sömdum við revíur sem voru árvissar á skemmtunum og þar var hann aðalleikarinn. Svo kom að því að við söknuðum lúðrasveitarinnar okkar að austan. Þá réðumst við í að stofna Lúðrasveit Stykkishólms 1944 sem enn starfar og hefir um áraraðir sett menningarsvip á bæinn okkar. Söfnuðum við lúðr- um hvaðanæva að og eins nótum, því slíkt fékkst ekki í verslunum. Víkingur var sjálfsagður stjórn- andi og kennari um leið og varð undraverður árangur strax fyrsta árið. En það er önnur saga. Þá varð hann seinna organisti í kirkj- unni okkar, beitti sér af krafti fyrir nýju og góðu pípuorgeli og söfnun meðal bæjarbúa til að fjár- magna það. Tónlistarfélag var stofnað og þar var hann í fremstu röð og vann því lengi, hljómskálinn var byggð- ur í sjálfboðavinnu að miklu leyti og þar dró hann ekki af sér og svona mætti áfram telja. Starfa hans mun lengi getið hér í Hólmin- um. Vörðurnar sjást. Árið 1945 flutti Víkingur úr herberginu frá mér en þá hafði hann líka náð sér í konu og varð þannig á undan mér og sat ég því um sinn eftir en ekki lengi. A því ári giftist hann Sigurborgu Skúladóttur skipstjóra frá Fagur- ey og konu hans Guðrúnar Jóns- dóttur. Hús byggðu þau inn á Tanga og þar stóð heimilið alla tíð. En ekki vorum við Víkingur skildir að skiptum þótt hann yfir- gæfi litla herbergið okkar, því í annað hús en hans hefi ég ekki komið jafn oft. Og um hver jól og áramót höfum við verið 1 fagnaði hvor hjá öðrum. Víkingur var sannarlega heppinn með sitt kvon- fang ■ og barnalán hafði hann. Fimm voru börnin, Jóhann vinnur á skattstofu Reykjavíkur, við- skiptafræðingur, kvæntur Guðnýju Óladóttur. Guðrún, hjúk- runarfræðingur, Akranesi. Henn- ar maður er Viðar Vésteinsson. Skúli, jarðfræðingur, kvæntur Ingibjörgu Kaldal. Halldór, hljóm- listarmaður, og Ingvar auglýsinga- teiknari. Víkingur hóf hér störf hjá Sig. Ágústssyni, svo varð hann starfsmaður á sýsluskrifstofunni, skólastjóri Tónlistarskólans og síðast bókavörður Amtbókasafns- ins. Margt fleira væri freistandi að minnast á og af mörgu er að taka en stutt þakkargrein leyfir það ekki. Hún á fyrst og fremst að vera til að þakka allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, minnast góðs drengs og fölskvalausrar vináttu sem Félag áhugamanna um heimspeki: Fyrirlestur um hug- hyggju Berkeleys WILLIAM Boos flytur fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heim- speki á morgun, sunnudag, kl. 15.00 í Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn nefnist „An Interpretation of Berke- leys Unseen Tree“ og fjallar um nokkrar forsendur sem liggja til grundvallar hughyggju Berkeleys. Boos sækir í smiðju stærðfræði- legrar rökfræði og notar dæmi þaðan til að varpa ljósi á heim- speki Berkeleys. I fyrirlestrinum mun hann einkum taka tvö slík dæmi til athugunar og sýna með þeim að Berkeley hafi haft rangt fyrir sér um að óhugsandi sé að einhver skynji, eða hafi hug- myndir, hluti sem enn eru til óháð því hvort nokkur skynjar þá, eða hefur hugmyndir um þá. William Boos lauk doktorsprófi í stærðfræði frá Wisconsin há- skóla árið 1971 og doktorsprófi í heimspeki frá Chicago háskóla árið 1981. Hann hefur birt fjölda tímaritsgreina um heimspeki og rökfræði. Hann lét nýlega af störf- um sem heimspekikennari við Nýja-Mexíkó háskóla og dvelur nú hér á landi um stundarsakir. entist svo vel. Við hjónin og börnin blessum minningu Víkings og sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning okkar góða vinar og félaga. _ Árni Helgason Hinn 15. nóvember 1985 andaðist í Stykkishólmi Víkingur Jóhanns- son, fyrrverandi sýsluskrifari og bókavörður. Víkingur var fæddur á Eskifirði 28. júlí 1921, sonur hjónanna Halldóru Helgadóttur og Jóhanns Þorvaldssonar, for- manns og útgerðarmanns. Á upp- vaxtarárum sínum á Eskifirði vann Víkingur öll algeng störf til sjós og lands, eins og aðrir ungir menn þess tíma. Meðfæddir tón- listarhæfileikar hans komu fljótt í ljós, og hann stundaði nám i orgelleik um skeið. Víkingur flutt- ist til Stykkishólms árið 1942 og hóf þá störf sem skrifstofumaður og gjaldkeri hjá Sigurði Ágústs- syni. Árið 1957 varð hann sýsluskrif- ari við embætti sýslumannsins í Stykkishólmi, og gegndi því starfi til ársins 1964, er hann varð fyrsti skólastjóri, og jafnframt aðal- kennari, Tónlistarskóla Stykkis- hólms, sem stofnaður var það ár. Árið 1977 lét hann af skólastjórn tónlistarskólans og gerðist bóka- vörður við Amtbókasafnið í Stykk- ishólmi, unz hann lét af því starfi nú í ár vegna heilsubrests. Víking- ur var fjölhæfur tónlistarmaður og vann mikið og merkilegt starf í tónlistarmálum Stykkishólms, og segja má að hann hafi borið uppi tónlistarlíf staðarins um langt árabii. Hann stofnaði Lúðrasveit Stykkishólms árið 1944, og var stjórnandi hennar til 1978. Enn- fremur var hann í áraraðir orgel- leikari í kirkjunum á Helgafelli og í Stykkishólmi, og einnig fylgdi hann Stykkishólmsprestum við kirkjulegar athafnir á Breiðaból- stað og í Bjarnarhöfn. Víkingur var skipaður hreppstjóri í Stykkis- hólmshreppi árið 1971 og gegndi hann því starfi til síðustu stundar. Þegar vinur er kvaddur hinstu kveðju vill kenna þyngsla í brjósti og orð verða léttvæg og innantóm. Svo fer mér nú, er ég minnist míns góða vinar, Víkings Jóhannssonar. Kynni okkar hófust er ég varð fulltrúi í sýsluskrifstofunni í Stykkishólmi síðla vetrar árið 1962. Víkingur var þá gjaldkeri og bókhaldari embættisins. Hann tók mér strax afar vel og kynni okkar og samskipti urðu fljótlega að ná- inni vináttu. Það var sérstaklega ánægjulegt að vinna með Víkingi. Hann var skjótvirkur og vandvirk- ur og hlífði sér aldrei. Og eftir langan og strangan vinnudag í skrifstofunni tóku iðulega við æfingar með lúðrasveitinni eða kirkjukórnum á kvöldin. Víkingur var skemmtilegur maður, fjöl- hæfur, greindur og vel að sér um margvíslegustu hluti. Það var gaman að heyra hann segja frá ýmsum broslegum atvikum, sem fyrir hann komu, bæði í starfi og utan. Margar skemmtilegar smá- sögur kunni hann af sérkennileg- um mönnum, og sagði vel frá spaugilegum atvikum, sem þá höfðu hent, og hnyttnum tilsvörum þeirra. Eðlislæg glaðværð hans naut sín vel í vinahópi á gleði- stundum. Og gott var að sækja hann heim á Tangagötuna, og njóta samveru við fjölskyldu hans og vinafólk. Víkingur kvæntist árið 1945 Sigurborgu Skúladóttur, skip- stjóra, frá Fagurey á Breiðafirði. Indælli konu en Sigurborgu er vart hægt að hugsa sér, enda var hjóna- band þeirra afar farsælt. Heimili þeirra Víkings og Sigurborgar hefur alla tíð verið með einstökum menningarblæ. Þar hefur tónlistin verið í öndvegi og fornar dygðir í hávegum hafðar. Þau hjónin eign- uðust fimm börn: Jóhann, við- skiptafræðing, fæddan 30. júní 1946, kvæntan Guðnýju Óladóttur, Guðrúnu Lovísu, hjúkrunarfræð- ing, fædda 5. desember 1947, gifta Viðari Vésteinssyni, Skúla, jarð- fræðing, fæddan 13. janúar 1949, kvæntan Ingibjörgu Kaldal, Hall- dór, hijómlistarmann, fæddan 5. júní 1957 og Ingvar, auglýsinga- teiknara, fæddan 22. júlí 1960. Minn góða vin kveð ég með söknuði og votta fjölskyldu hans allri innilega samúð okkar Katrín- ar. Jón S. Magnússon W'Ö' Greiðshikorta- viðskipti Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meö VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn auglýs- ingar, gefiö upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARD. VfSA L. fUnOCAHD Um leiö og þessi þjónusta er tekin upp veitum viö þeim sem staögreiöa aug- Iýsingar5%afslátt. Auglýsingadeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.