Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 44

Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 44 Tony Curtis orðinn afi „íslendingar geta verið stoltir af íslenska dansflokknum“ — segir ballettdansarinn Chinko Rafique, en hann stjórnar og dansar í sýningu flokksins sem frumsýnd verð- ur í Þjóðleikhúsinu næsta miðvikudag „ISLENDINGAR geta verið stoltir af íslenska dansflokknum, dansar- arnir eru mjög góðir en þyrftu þó að fá fleiri sýningar," sagði ballett- dansarinn Chinko Rafique í sam- tali við blaðamann, en hann stjórnar og dansar í ballettsýningu sem íslenski dansflokkurinn frum- sýnir í Þjóðleikhúsinu 27. nóvem- ber nk. Einungis eru fyrirhugaðar þrjár sýningar á þessari upp- færslu. Chinko, sem er af breskum og indverskum ættum, nam listdans við Kirov-skólann í Leningrad á sama tíma og Nanna Ólafsdóttir, „Ekki kalla mig afa, mér fínnst ég þá vera orðinn svo hræðilega gamall,“ segir leikarinn kunni Tony Curtis. Vart verður þó hjá því komist að kalla Curtis afa, því nýlega eignaðist dóttir hans Alexandra tvíbura. Sést „afínn“ hér stoitur með barnabörnunum Blue Moon og Lindu. I i 1 ('hinko Kafique og Guðrún Pálsdóttir \ innfelMu og (Mafsson „Skiptum hljóðfæra- leiknum bróðurlega á milli okkar* M Rætt við Pétur Grétarsson slagverksleikara „Smartband“ heitir hljómplata sem nýkomin er á markaðinn. Á plötunni eru fjögur lög eftir Kjart- an Ólafsson. en um hljóðfæraleik- inn sjá að mestu leyti tveir menn, þeir Kjartan og Pétur Grétarsson. Kjartan er í tónsmíðanámi í Amsterdam, en við náðum tali af Pétri og spurðum hann frétta af plötunni. „Við skiptum hljóðfæraleiknum bróðurlega á milli okkar og gerð- um þetta allt saman sjálfir að því undanskildu að Skúli Sverrisson ieK meó uKKur á bassa í tveimur lögum og Kristján Eldjárn á gítar í einu lagi. Hann er án efa yngsti stúdíógítarleikari landsins, aðeins 14 ára gamall," segir Pétur. Platan var tekin upp í Mjöt síðla sumars af Sveini Ólafssyni. „Kjartan sá alveg um sönginn, en Illugi Jökulsson samdi texta við tvö og háift þeirra fjögurra laga sem á plötunni eru. Um lögin má segja margt. Eitt þeirra, „Veiði- maðurinn", er til dæmis helgað öllum veiðimönnum á landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.