Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1985
45
listdansstjóri Þjóðleikhússins, og
einn af bekkjarfélögum hans var
hinn kunni ballettdansari, Mikhail
Baryshnikov. Blaðamanni lék for-
vitni á að fræðast nánar um dans-
feril hans og tók hann tali á dögun-
um.
„Ég fæddist á Indlandi en móðir
mín er bresk og faðir minn ind-
verskur", sagði Chinko. „Þegar ég
var rúmlega ársgamall flutti fjöl-
skyldan til Pakistan og þar bjó ég
til sjö ára aldurs. Þá fluttum við
til London og þar hefur heimili
mitt verið síðan.
Sex ára gamall byrjaði ég að
læra ballet í Pakistan, en hætti
náminu í dálítinn tíma. Byrjaði svo
aftur þegar ég var tíu ára gamall,
þá fluttu til London, og nam við
listdansskóla þar í borg til 17 ára
aldurs. Þá fór ég til Moskvu og
ætlaði að læra meira en var settur
fyrir algjör mistök með atvinnu-
dansflokki Stanislavsky leikhúss-
ins. Auðvitað gekk það ekki upp,
ég var ungur að árum og átti margt
eftir ólært. Það tók mig níu mán-
uði að fá þennan misskilning leið-
réttan. Er það dæmigert fyrir það
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig
í Rússlandi.
Ég var því orðin 18 ára þegar ég
loksins komst í ballettnám við
Kirov-skólann í Leningrad. Það
var strangur en góður skóli og
þaðan útskrifaðist ég 21 árs gam-
all. Ég hafði engan áhuga á að
starfa með dansflokki í Rússlandi
enda fannst mér alltof erfitt að
búa þar. Því hélt ég heim til Lon-
don og réð mig stuttu síðar til
Konunglega breska ballettflokks-
ins. Þar starfaði ég í þrjú ár en
kunni aldrei nógu vel við mig, enda
var þar lögð áhersla á allt annað
en ég hafði lært í Rússlandi. Eftir
að ég hætti með Konunglega
breska var ég eitt ár við Konung-
lega sænska ballettinn í Stokk-
hólmi og síðan fjögur ár sem aðal-
dansari við Zúrich ballettinn. Frá
árinu 1976 hef ég dansað sem
gestur víða um heim, auk þessi sem
ég kenni við listdansskóla í Lon-
don.“
hvar sem þeir eru og hver sem
bráðin er... Textinn við þetta lag
er bara ein málsgrein sem flutt
er af Magnúsi Ragnarssyni, leik-
ara, á dálítið sérstakan hátt. Svo
er á plötunni lag sem við köllum,
„Morgunn” og er það stef fyrir
morgunsvæfa. Við vonum að það
falli í góðan jarðveg hjá þeim. „Ég
vil vera bláu augun", heitir eitt
laganna, en við lagið „La líf“, sem
er eins konar óður til lífsins, var
gert myndband í Hollandi undir
stjórn Sigrúnar Harðardóttur,
sem búsett er í Amsterdam," segir
Pétur og bætir við að Skonrokksá-
horfendur fái að öllum Hkindum
að sjá það á næstunni.
Hann segir að þeir félagar eigi
meira en nóg efni í sínum fórum
á aðra plötu, en það verði að bíða
eitthvað þar sem þeir séu upptekn-
ir í öðrum verkefnum um þessar
mundir. Kjartan er sem fyrr segir
í tónsmíðanámi í Amsterdam, en
hann hlaut fyrir skömmu verðlaun
í tónsmíðasamkeppni Ríkisút-
varpsins fyrir ung tónskáld. Pétur
lagði stund á nám í slagverksleik
í Boston um fimm ára skeið. Hann
hefur upp á síðkastið spilað á sýn-
ingum í leikhúsum borgarinnar
auk þess sem hann kennir í tónlist-
arskóla FÍH.
Hvað geturður sagt okkur um
sýningu Íslenska dansflokksins?
„Þetta er fyrsta skipti sem ég
set upp ballettsýningu, en fyrir
tveimur árum samdi ég stuttan
dans sem íslenski dansflokkurinn
sýnir nú. Á efnisskrá sýningarinn-
ar eru atriði úr klassískum ballett-
um auk ballettsins „Paquita", sem
ekki hefur verið sýndur hér á landi
áður. Kvöldið hefst með frum-
flutningi á ballettinum eftir mig
sem saminn er við brot úr „Sil-
ungakvintettinum" eftir Schubert.
Síðan kemur Pas de deux úr öðrum
þætti ballettsins „La sylphide"
eftir Filippo Taglioni, við tónlist
eftir Schneitzhoeffer.
Þá er Pas de deux úr öðrum
þætti „Svanavatnsins" eftir Lév
Ivanov, við tónlist eftir Tchaikov-
sky, síðan er sólódans úr balletin-
um „Don Quixote" eftir Petipa, við
tónlist eftir Minkus og loks er Pas
de deux úr ballettinum „Le corsa-
ire“ eftir Mazilier við tónlist eftir
Adolphe Adam. Eftir hlé er síðan
ballettinn „Paquita" eftir Martin
Petipa, við tónlist eftir Minkus."
Hvernig hefur þér líkað að
starfa með íslensku dönsurunum?
„Meðlimir í slenska dansflokks-
ins eru allir mjög hæfileikaríkir
og æfingar hafa gengið mjög vel.
Undirbúningstíminn hefur ekki
verið mjög langur og átti ég satt
að segja ekki von á að dansararnir
yrðu svo fljótir að læra dansana.
Ég hef haft mikla ánægju af
samstarfinu við Islenska dans-
flokkinn og vona að það sé gagn-
kvæmt," sagði Chinko Rafique að
síðustu.
Chinko Rafique
-G u :i\
COSPER
Pað tekur þig ekki
langan tíma að lesa
þessa auglysingu —
en í kvöld er mikiö um aö
vera í Klúbbnum
- Alda & Co. veröa meö
annála aldarinnar
og hinar frábæru
dansstúlkur frá
Dansstudio Kollu
mæta á svæöiö.
Húsið opnað
kl 22.30-03.00
Þetta tók þig adeins 20 sek i lestri
- takk fynr.
— SJÁUMST —
Skáia
fell
eropiö
öllkvöld
Guðmundur
Haukur leikur og
. synqur í kvöld.
FLUCLEIDA ,
'HÓTEL
rcifinn
af MonteChristo
LAUGAVEGI 11 SlMI 24630
býöur ykkur velkomin á nýja
Laugaveginn nr. 11
Heigarmatseðill Greifans
Hörpuskel á teini að hætti ræningjans
Greifa nautasteik rósmarin með
bökuðum jarðeplum, sveppum og
paprikusmjöri
Borðapantanir
í síma 24630
VOLVO VOLVO VOLVO VOLVO
SALURINN
NÝIR OG NOTAÐIR
BÍLASALA - BÍLASm
1983:244 GL 1981 244 GL
Ek. 55.000. Grænn met. Sjálfsk. gk 61.500. L-blár met. Sjálfsk.
535.000. 390.000.
1982 244 GL - 1982 345 GLS
Ek. 50.000. L-blár. Sjálfsk. Ek 35 000 Rauöur met. Beinsk.
450.000. 340.000.
244 DL
Ek, 64.500. Rauöur. Beinsk.
420.000. 345 GLS
Ek. 39.000. Grænn met. Beinsk.
244 GL 320.000.
Ek 73.000. Rauöur met. Beinsk.
435.000.
245 qi. 1979 Malibu
Ek. 83.000. Beige. Beinsk. Lk. 57.000. L-blár met. V-6
^25 000 sjalfsk. 250.000.
Sfmi 35207 Suðurlandsbraut 16
Opið Irá 13.00 tll 17.00 á laugardógum.
\\