Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 Stavanger efst í Noregi — Jakob Sigurðsson skoraði 7 Frá Bjarna Jóhannssyni, fréttamanni Morgunblaósins í Noregi. ÍSLENDINGALIÐIN gera það gott I son þjálfar, vann stórsígur á í handboltanum I Noregi. Sta- fimmtudagskvöld gegn Rapp, vanger, liðið sem Helgi Ragnars- j 30-18, á heimavelli. Jakob Sig- Iþróttir helgarinnar MIKIÐ er um aö vera í íþróttum nú um helgina. Handknattleikur, körfuknattleikur, sund, blak, badminton og borðtennis bera þar hæst hór á landi og auðvitað er mikiö um aö vera erlendis eins og venja er. Golfsveit Golfklúbbs Reykjavíkur keppír í dag í Evr- ópukeppni félagsliöa á Spáni og er síðasti keppnisdagurinn í dag. Auk þess má minna á að í dag verður sýndur leikur Bayern MUnchen og Werder Bremen í sjónvarpinu og er þaö bein út- sending. HANDBOLTI: I dag er stórleikur í 1. deildinni og hefst hann klukkan 16.30 í íþróttahúsi Digraness. Þar munu liö Stjörnunnar og Víkings reyna meö sér og er þetta leikur sem getur haft mikla þýðingu fyrir bæöi liðin. Þrír leikir eru í dag í 2. deild karla í handknattleik. I Vestmannaeyjum leika Þórarar viö HK klukkan 13.30 og hálfri klukkustund síöar hefjast tveir leikir á meginiandinu. Grótta og ÍR leika á Seltjarnarnesi og Aft- urelding tekur á móti Breiðabliks- mönnum aö Varmá. Einn leikur er í 2. deild kvenna og hefst hann klukkan 14 í Digra- nesi. HK og ÍBV leika. Fjórir leikir eru í 3. deild karla í dag. Sunnudagur: Tveir leikir í 1. deild karla og báó- ir í Laugardalshöllinni. Fyrst leika Fram og FH og hefst leikurinn klukkan 20. Strax aö þeim leik lokn- um leika síóan KR og Þróttur. Báóir leikirnir ættu aö geta oröiö nokkuö spennandi því Fram og FH eru á svipuöum slóðum á töflunni og Þróttur er í neösta sæti en KR í því næstneösta. Hjá kvenfólkinu eru fjórir leikir, tveir í 1. deild og jafnmargir í 2. deild. Haukar og KR leika klukkan 15.15 í Hafnarfiröi en Víkingur og Fram í Laugardalshöll klukkan 16.30. Báöir leikirnir eru í 1. deild. Leikur Vikinga og Fram veröur eflaust spennandi því hvorugt liöió hefur enn tapaö stigi í deildinni. f 2. deildinni leika Þróttur og ÍBV kfukkan 15.15 t Laugardalshöll en Keflavík og Afturelding leika í Kef la- vik klukkan 20 annaö kvöld. KARFA: Aöeins einn körfuknattleiksleik- ur er í dag. Þór og Grindavík leika í 1. deildinni á Akureyri og hefst leikur þeirra klukkan 14. Sunnudagur: Fjórir leikir í körfuknattleiknum og ( sitthvorri deildinni. KR og Haukar leika í úrvalsdeildinni klukkan 14 og síöan leika Léttir og Ármann i 2. deild karla. Klukkan 17 hefst síöan leikur KR-a og ÍS-a i lá- varðadeildinni og lokaleikurinn í Hagaskólanum er viöureign Fram og Breiöabliksí 1. deildinni. Mánudagur: Valur og ÍR leika i Seljaskólanum klukkan 20 í úrvalsdeildinni og strax aö þeim leik loknum hefst leikur ÍR og KR í 1. deild kvenna. Síðari leikurinn ætti aó geta oröiö skemmtiiegur og spennandi en lik- legt veröur aö teljast aö Valsmenn séu sterkari en ÍR ífyrri leiknum. BLAK: Þrír leikir eru í karladeildinni í dag. Á Neskaupstaö leika heima- menn viö HSK klukkan 16 og þar veröur örugglega hart barist. Bæöi þessi lið léku í 2. deild í fyrra og leikir þeirra þá voru oft skemmtileg- ir. I Hagaskólanum ieika Þróttur og KA í kvennaflokki klukkan 14 en sömu liö í karlaflokki klukkan 15.15. Síöasti blakleikur dagsins er síöan Fram og Víkingur í karlaflokki. Hörkuleikur þar sem allt getur gerst. Sunnudagur: HK og KA leika í karlaflokki klukkan 14 í Digranesi og síðan Breiöablik og KA í k vennaf lokki. SUND: Unglingameistaramótiö í sundi fer fram nú um helgina í Sundhöll Reykjavíkur. Mótiö hófst reyndar í gærkvöldi en því veröur framhaldiö ídagogámorgun. BORÐTENNIS: Stjarnan gengst fyrir borötennis- móti í tilefni af 25 ára af mæli félags- ins. Mótiö veröur í dag og hefst klukkan 11 árdegis í íþróttahúsi þeirra Garöbæinga, Ásgaröi. Keppendur veröa nærri eitt hundr- aö og þar eru allir sterkustu borö- tennismenn landsins samankomn- ir. BADMINTON: Bikarmót unglinga veröur á Akureyri um helgina. Þaö hófst í gær og lýkur á morgun, sunnudag. urðsson var markahæstur og geröi 7 mörk. Fredensborg/Ski, sem Gunnar Einarsson þjálfar, vann Nord- strand, 23-13, á útivelli. íslendinga- liöin eru nú í tveimur efstu sætum 1. deildarinnar í Noregi, þegar níu umferöir eru búnar í deildinni af 22. Stavanger er efst meö 16 stig, Fredensborg/Ski er meö 15 og Urædd meö 14 stig. Þessi þrjú liö skera sig nokkuö úr í deildinni, því næstu lið eru meö minna en 9 stig. Stavanger er líka í 4-liöa úrslitum norsku bikarkeppninnar og á aö leika gegn Urædd á heimavelli sín- um á sunnudag. Þaö má því búast viö aó Helgi og félagar komi til meö aö leika til úrslita um bikarinn, því liöiö er mjög sterkt á heimavelli og vinnur alltaf meö miklum mun. Jón vann Kjartan Um síðustu helgi var haldin aö Borg í Grímsnesi Fjórðungsglíma Suðurlands og jafnframt var hald- in þar Drengjaglíma Suöurlands. Mðtið fór hið besta fram en fjórð- ungsglíman hefur legið niöri í nokkur ár en var nú endurvakin. Allir keppendur voru úr HSK á þessu móti og sigurvegari varö Jón ívarsson. Kjartan Lárusson varö annar en þeir félagar hlutu báöir 3'A vinning en Jón haföi betur í úrslita- glímunni. Trausti Sigurjónsson varð þriðji i glímunni meö 2 vinninga, Geir Guömundsson fjóröi með 1 vinning en Gunnar Gunnarsson rak lestina meö engan vinning. Höröur Ó. Guömundsson varö fyrsti drengjameistari Suöurlands í glímu en hann hlaut 1Vi vinning í þessu fyrsta móti drengja á Suöur- landi. Jóhannes Sveinbjörnsson varö annar meö 1 vinning og Helgi Kjartansson þriöji meö V4 vinning. • Sigurður Pétursson, GR, hefur leíkíö vel í sveitakeppninni á Spáni og er hann í 6.—7. sæti einstaklinga á mótinu. Evrópukeppni félagsliða í golfi: GR-sveitin í fimmta sæti — Siguröur er í 6. sæti einstaklinga ÞAÐ gekk ekki alveg eins vel í gær og í fyrradag hjá sveit Golf- klúbbs Reykjavíkur, sem nú keppir á Evrópumeistaramóti fé- lagsliða í golfi, sem fram fer á Völler og Lerby á skjánum í dag útsending frá leik Bayern og Bremen BEIN útsending veröur frá leik Bayern MUnchen og Werder Bremen í sjónvarpinu í dag. Leik- urinn fer fram á Oiympíuleikvang- inum í MUnchen. Þessi lið eru í efstu sætum Bundesligunnar í knattspyrnu. Bremen efst með 23 stig og Bayern í öðru til þriöja sæti meö 20 stig. Þetta er í fyrsta sinn í vetur sem sjónvarpið sýnir beint frá leik í Bundesligunni í knattspyrnu í Vest- ur-Þýskalandi. i þessum liöum eru margir frábærir knattspyrnumenn. Stærsta nafniö er sennilega, lands- liösmaöurinn, Rudi Völler, sem leik- ur meö Werder Bremen, hann hefur átt viö meiösli aö stríöa, en lék aftur á miðvikudagskvöld og skoraði þá mark í sínum fyrsta leik. Meö hon- um í framlínunni er gamalreyndur- kappi, Manfred Burgsmúller, sem nýlega var keyptur til liösins. Hann er 35 ára gamall og skoraöi í sínum fyrsta leik gegn Giadbach á miö- vikudag, sitt 180. mark í Bundeslig- unni. I liöi Bayern Múnchen eru einnig frægir kappar. I markinu stendur engin annar en belgíski markvörö- urinn, Jean Marie Pfaff, danski landsliösmaöurinn, Sören Lerby, sem lék tvo leiki í sitt hvoru landinu á sama degi fyrir stuttu, stjórnar leik iiösins á miöjunni. I síöustu viku lék hann meö danska landsliöinu í írlandi og flaug svo meö einkaþotu til Vestur-Þýskalands og lék þar meö Bayern Munchen um kvöldið. Vestur-þýski landsliösmaöurinn, Lothar Mattháus, sem lék sinn fyrsta leik eftir meiösli fyrir stuttu og stóö sig vel og verður með í dag og í fremstu víglínu er bróöir Karl Heinz Rummenigge, Michael. Knattspyrnuáhugamenn fá þarna örugglega aö sjá tvö bestu liö Vestur-Þýskalands í dag. Útsend- ing hefstkl. 14.20. Spaói. Sveitin er í fimmta sæti eftir þriðja dag keppninnar. Þeir léku í gær á 155 höggum. Sigurður Pétursson haföi besta skorið, kom inn á 77 höggum. Hann er í 6. - 7. sæti eínstaklinga í keppn- inni, en í henni taka þátt 63 kylf- ingar. Fyrsta dag keppninnar léku þeir á 157 höggum, næsta dag lóku þeir svo best allra og komu inn á 148 höggum og í gær lóku þeir á 155 höggum. Siguröur lék á 77 höggum, Ragn- ar á 78 og Hannes á 80, sem telst ekki meö þar sem tvö bestu skor eru reiknuð. Eins og áöur segir er Siguröur í 6. til 7. sæti einstaklinga með 229 högg og Ragnar í 9. til 10. sætimeö231 högg. Staöan er nú þannig í eftir 54 holur: Frakkland,454. Spánn,455. Danmörk,455. Belgía, 459. ísland,460. jrland, 462. V-Þýskland,462. Næstu liö koma nokkuö á eftir. Keppni lýkurídag. Daníel æflr í Svíþjóð DANÍEL Hilmarsson, skíöakappi frá Dalvik, hefur æft mjög vel að undanförnu. Hann er nú að æfa í Idre í Svíþjóð. Hafsteinn Sigurös- son, landsliðsþjálfari, er með honum og sér um þjálfunina. Daníel er eini keppandinn í ís- lenska karlalandsliöinu. Hann og Hafsteinn dvöldu í Austurríki viö æfingar í októbermánuöi og nú eru þeir komnir út aftur. Þeir ætluðu aö vera í Geilo i Noregi, en þar sem ekki var srjór þar fóru joeir yfir til Svíþjóöar og eru þar í litlum skíöabæ, sem heitir Idre. Hafsteinn og Dapíel veröa úti fram að jólum og mun Daníel taka þátt í mörgum skíöamótum í des- ember, bæöi í Svíþjóö og Noregi. Kvennalandsliöiö fer út í des- ember, en í því eru Guörún H. Krist- jánsdóttir, Tinna Traustadóttir og Snædís Úlriksdóttir. Þær munu f ara til Geilo og þjálfa þar og keppa. Daníel hefur veriö í mikilli fram- för, aö sögn Hafsteins, þjálfara. Hann mun veröa meira og minna úti í allan vetur og keppa í mörgum mótum jafnf ramt því aö æfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.