Morgunblaðið - 06.12.1985, Síða 11

Morgunblaðið - 06.12.1985, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 11 Paul B. Taylor prófessor afhendir Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði handritagjöf. Með þeim á myndinni er Grímur M. Helgason forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafnsins. Merk handrit gefin Landsbókasafni íslands PAUL B. Taylor prófessor við Gen- farháskóla í Sviss færði Landsbóka- safni nýlega að gjöf ýmis gögn varð- andi þýðingu sína og breska Ijóð- skáldsins W.H. Auden á eddukvæð- um. í fréttatilkynningu frá Lands- bókasafninu segir að Paul B. Tayl- or hafi skrifað doktorsritgerð um hetjukvæðin í Eddu árið 1961 og þá hafi áhugi hans að þýða eddu- kvæði vaknað. Hann var Ful- bright-prófessor í ensku við Há- skóla íslands veturinn 1963-64 og hitti þá W.H. Auden er hann var hér á ferð vorið 1964. Skáldið hafði komið hér áður, sumarið 1936, og ritaði ásamt Mac Neice fræga bók um þá för, Letters from Iceland, sem kom út í London 1937. Þessi kynni þeirra leiddu síðar til samvinnu þeirra um enska þýð- ingu eddukvæða fyrir meðalgöngu prófessors Peters Salus í New York. Fyrsti árangur samvinnu þeirra birtist í útgáfu á Völuspá “The Song of the Sybil" sem prent- uð var á vegum Iowa-háskóla 1968. Ári síðar kom út 1 London úrval eddukvæða “The Elder Edda, A Selection" í þýðingu þeirra Taylors og Auden. Taylor og Peter Salus rituðu formála, en Salus samdi einnig skýringar. Verkið kom einn- ig út í New York 1970. Meðal þeirra gagna sem Taylor afhenti Landsbókasafninu eru nokkur bréf frá Auden auk margra bréfa frá Peter Salus. Þau og önnur gögn sýna að samvinna þeirra tók til fleiri kvæða en birt- ust í áðurnefndum ritum. Þær þýðingar, m.a. á Sólarljóðum, komu fram í ritinu Norse Poems sem kom út í London 1981. Taylor lýsir því hve Auden var heillaður af Sólarljóðum í greinargerð sem fylgir handritagjöfinni. Skíðagallar Barnatvískiptirmeö smekkbuxum. Str. 98, 105,110,120,130 sm. Litir: Grátt/svart. Rautt/grátt. Verö 2.795,-. Skíðagallar Barna- og unglinga tví- skiptir meö smekkbux- um. Str. 128 til 164 sm. Litir: Grátt/rautt. Rautt/grátt. Verð 3.750,-. Skíða- og úti- samfestingar barna Str. 90smtil 128 sm. Litir: Grátt/rautt. Blátt/grátt. Rautt/blátt. Verö 2.450,-. Póstsendum 5% staðgreiðsluafsláttur VtSA J hunMneP? <C@p£»ö(sXtf)(30Ca)» Ármúla 38. Sími 83555. kápur og jakkar í úrvali Lod- og vattfóðraöar Austurstnxti 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.