Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 12

Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 „Frekar að sökkva með Tý“ Sveinn Sæmundsson: Guðmundur skipherra Kjærnested. Síðara bindi, 279 bls. Örn og Örlyg- ur. Undir lok siðasta árs kom út fyrra bindi ævisögu Guðmundar Kjærnested eftir Svein Sæmunds- son. Það var ekki vel heppnuð bók, sakir þess hve litlu nær maður var um Guðmund eftir lesturinn. Hún var fremur eins og skýrsla um feril hans og ætti að vera óþarfi að taka fram að sá ferill er glæsilegur. En þetta var í fyrra. Nú er komið síðara bindi ævisögunnar. Þetta síðara bindi æviminninga einnar mestu sjóhetju okkar fs- lendinga á þessari öld tekur hinu fyrra mjög fram. Það virðist betur skrifað, betur undirbúið og um- fram allt, ekki eins fleytifullt af mannanöfnum og hið fyrra. Þetta bindi er mun meira spenn- andi en hið fyrra. Hér segir frá átökunum við útlenska landhelgis- brjóta og hinn fína flota hennar hátignar Bretadrottningar fyrst í 50 mílna stríðinu og síðan í 200 mílna stríðinu. Ég segi stríðinu, því auðvitað var þetta stríð og ekkert annað og hafi einhver hald- ið að ásiglingar bresku herskip- anna á íslensku varðskipin væru bara dálitlir pústrar munu þeir sannfærast um annað við lestur þessarar bókar. Það er algerlega rétt sem segir í undirtitli á bókar- kápunni: „Saga hatrammra átaka, taugastríðs og ofbeldisverka." Við samningu þessarar bókar hefur verið meira efni að moða úr, að því er virðist. Hún er þriðjungi lengri en fyrri bókin, en eins og stundum er sagt á íþróttamáli: Munurinn hefði getað verið meiri. Þó ekki þannig að þessi hefði átt að vera lengri. Hin hefði getað verið styttri. Á sínum tíma fannst manni fjölmiðlar fullir af efni tengdu landhelgisstríðunum um 50 og 200 mílurnar, en eitt af því athyglis- verða sem fram kemur í þessari bók er það, hve ráðamenn voru seinir að átta sig á gildi þess að leyfa fjölmiðlum að fylgjast með því sem var að gerast. Manni virð- ist sem þeir hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir því hve staða okkar var sterk 1 áróðursstríðinu sem hlaut að fylgja þessum átök- um. Þá er einnig hollt að rifja upp hvernig hin virta útvarpsstöð BBC hagaði sér í fréttaflutningi af þessum málum. Guðmundur Kjærnested Það er enginn vandi að benda á hvar hápunkt bókarinnar er að finna. Hann er tvímælalaust lýs- ingin á ásiglingum bresku freigát- unnar Falmouth F113 á varðskipið Tý, fimmtudaginn 6. maí 1976, en þar kemur fram, að sára litlu munaði að breski bryndrekinn sökkti varðskipinu í tveimur til- Sveinn Sæmundsson raunum. En Guðmundi og hans mönnum tókst engu að síður að klippa á báða togvíra bresks tog- ara sem herskipamenn reyndu að vernda með þessum hætti. Frá- sögnin af þessum atburðum er hre'rn spennusaga og sönn í þokka- bót. Og það er ótrúlegt að hugsa til þess að Bretarnir ætluðust beinlínis til að dráttarbáturinn Statesman sökkti varðskipinu, tækist herskipinu að stöðva það. Elti Statesman Tý inn fyrir 12 mílna mörkin í þessum tilgangi, en gafst þá upp. Ekki er víst að Bretar geri sér grein fyrir því hve heppnir þeir voru þar. Við skulum grípa niður í þennan spennukafla og sjá hvað gerðist þegar varð- skipsmenn halaklipptu breska togarann eftir fyrstu ásiglingu Falmouth, rétt eins og ekkert hefði í skorist, þótt varðskipið hefði þá nánast lagst á hliðina: Glæfralegt á Grænavatni Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitta H. Halldórsdóttir: Gættu þín, Helga, skáldsaga Útg. Skjaldborg 1985 Það vantar ekki atburðina og ævintýralegar uppákomur í þess- ari sögu Birgittu og tekur hún Hveravallaháskanum þar fram. Maður má hafa sig allan við til að innbyrða þráðinn sem er eins og standi í höfundi sjálfum á stundum, vegna þess hversu mikið honum er niðri fyrir. Helga verður fyrir slysi með Rúnari unnusta sínum. Hún brýt- ur á sér fót og fær nokkra skurði í andlitið. Rúnar er nauðaómerki- legur maður: hann svíkur unn- ustuna snarlega f tryggðum og vill ekki eiga ljóta eiginkonu með ör tvist og bast um andlitið. Helga fer sér til hressingar að Græna- vatni til föðursystur sinnar og manns hennar. Þau hjón reka ferðamannaþjónustu á bóndabæn- um sínum, en yfirleitt er heldur fáförult yfir vetrartímann. En varla er Helga sloppin þar inn úr dyrunum en húsið fyllist af gest- um; listmálarinn Halla og bróðir hennar Elfas rithöfundur, dular- fullur maður að nafni Ragnar sem hefur einhvern (sjúklegan?) áhuga á Helgu. öldruð hjón og sauðmein- laus(?) Marteinn og Fríða og loks rfkisfólkið Daniel og Karen. Og dularfullir atburðir gerast, um miðja nótt stendur allt f einu maður í dyrunum hjá Helgu. hefur hann farið herbergjavillt eða ætl- aði hann að gera Helgu mein? Einhver snaróður maður (konur eru líka menn) reynir að eyðileggja málverk Höllu, dyr skellast aftur í hesthúsinu — eða var það f fjós- inu. Stunur heyrast, þar sem engar stunur eiga að heyrast. „Plumer skipherra varð óður af bræði. Þessa skyldi hefnt. Nú skyldi þessi maður, sem var orsök alls ófarnaðar, á botninn! Hann gaf skipun um fulla ferð áfram. Stál- drekinn tók kipp, skalf undan þrjá- tíu þúsund hestöflum vélanna sem nú var beitt til hins ýtrasta og hraðaaukn ingin var geivænleg. Aðeins örskotsstund síðar, þegar freigátan hafði náð Tý á fullri ferð, gaf hann snögga skipun: Þrjátíu gráður í stjór! Guðmundur og aðrir á stjórnpalli Týs sáu herskipið beygja og æða að varðskipinu á fullri ferð. Það hófst í öldunni og skall á bakborðshlið Týs á sama stað og áður. Eini mun- urinn aö nú vantaði stefnið á her- skipið. Aftur lagðist varðskipið und- an högginu og þunganum. Fal- mouth, sem fylgdi eftir og nú betur en áður — ýtti varðskipinu á undan sér, lagði það gjörsamlega á hliðina — sjórinn upp á brúarglugga uns það snerist og byrjaði að rétta sig. Guðmundur skipherra Kjærnested hafði skorðað sig við stjórnborðið. Týr lá á hliðinni. Um huga hans fóru ótal hugsanir samtímis. Myndi skipið sökkva? Hverjar voru líkurn- ar á að skipshöfnin bjargaðist? Ætti hann að gefa fyrirmæli um að yflr- gefa skipið? Hann sjálfur? Um borð í breska herskipið færi hann aldrei. Frekar að sökkva með Tý.“ Guðmundur skipherra Kjærne- sted er svo sannarlega þess verður að minningar hans séu skráðar. Á glæsilegum ferli sínum hefur hann verið í þeirri atburðarás miðri sem hvað mestu máli hefur skipt fyrir þessa þjóð og störf hans á þeim vettvangi ómetanleg. Þetta hefur nú verið gert. Þáttur bókanna tveggja er ekki jafn- merkur í bókmenntasögunni og þáttur Guðmundar í lífsbaráttu þjóðarinnar, enda sem kunnugt er, langt um liðið síðan ómetanlegar bækur voru færðar í letur hér á landi. Birgitta H. Halldórsdóttir. Og gestunum er ekki farið að lítast á blikuna og hver farinn að tortryggja hinn. Ekki bætir úr skák, þegar gamli unnusti Helgu, Rúnar, mætir á svæðið, örugglega snaróður og vill fá sína heittelsk- uðu aftur, því að hann hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að hún mini ekki sitja uppi með nein teljandi ör i andlitinu. Og spennan eykst og óhugnaðurinn magnast og til þess að kóróna allt er þeim Helgu og Karen ríkiskonu rænt og ræningjarnir krefjast þess að fá fjórar milljónir í lausnargjald. Fyrir áhugasama lesendur á svo auðvitað ekki að skýra frá sögulok- um, en vonandi að allt fari vel. Birgitta hefur sem fyrr augljósa ánægju af að skrifa og söguþráður- inn framan af — þótt dulftið frá- leitur sé á köflum — er snöfurlega og oft haglega spunninn. Persónu- sköpun er ekki svo að eftirminni- legt geti talist, en undir lokin var ég þó að minnsta kosti hætt að rugla öllum saman við alla. Og þó að lausnirnar — því að þær eru bara heilmargar — séu sumar dá- lítið langsóttar, er þetta öldungis sómasamleg afþreyingabók og Birgitta sækir stöðugt í sig veðrið. Prófarkalestur hefði að skaðlausu mátt vera betri. GLÆSILEG BOK M ■ Æ 1 | j L W'%i, S m IWI £, ':y_ ’ '}■ ':Í.' > § mj % < m m PL A ALD^r^ Komin er út bók í tilefni af aldarafmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu - eins stórbrotn- asta og jafnframt umdeildasta stjórnmála- manns síðari tíma. Fjallað er um einstaka þætti í lífi hans og starfi, skólastarf, stjórn- málabaráttu og persónulega hagi. Menn, sem þekktu Jónas vel, rifja upp kynni sín af honum, og frásögn margra þeirra er opinská og krydduð gamansögum. Þetta er bók, sem hefur sögulegt heimiIdargiIdi, en er jafnframt skemmtileg aflestrar og prýdd fjölmörgum myndum. BÓKIN ER GEFIN ÚT í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI. HÚN FÆST HJÁ I FLESTUM BÓKSÖLUM, EN EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ HANA í FRÆÐSLUDEILD SAMBANDSINS, LINDARGÖTU 9A, SÍMI 26344.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.