Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 11

Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 11 ÉG HELD GLAÐUR JÓL Hljómplötur Egill Friöleifsson Nýlega kom út hjá Erni og Örlygi hljómplata er ber heitið „Ég held glaður jól“, en þar er að finna jólalög og sálma úr ýmsum áttum. Flytjendur eru Kristinn Sigmundsson og Mót- ettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Auk þess koma einnig við sögu Ásgeir Steingrímsson trompetleikari, Marteinn H. Friðriksson organ- isti, Szymon Kuran konsert- meistari ofl. Eins og sjá má er hér um úrvalsflytjendur að ræða enda árangur víða góður. Mót- ettukórinn hefur aðeins starfað í þrjú ár, en náði á furðu skömm- um tíma tökum á hinum hreina tóni. Á þessari plötu gerir hann margt mætavel, ekki síst í þeim tveimur lögum er hann syngur einn án undirleiks, en það er í hinum gullfallega „Jólasöng frá Coventry" á hlið I og „Einu sinni í ættborg Davíðs" á hlið II. Þó mætti gjarnan styrkja tenórinn nokkuð, svo jafnvægi milli radda væri enn betra. Um ágæti Kristins Sigmunds- sonar þarf varla að fjölyrða. Hann hefur skipað sér á bekk meðal okkar fremstu söngvara og virðist í stöðugri framför. Það þýðir þó ekki að menn séu ævin- Kristinn Sigmundsson lega sammála túlkun hans á hinum ýmsu viðfangsefnum. Þannig finnst mér hann á stund- um „syngja of mikið" í lögum, sem að mínu viti hæfði alúðlegri meðferð og nægir þar að nefna fyrsta lag plötunnar, „Fögur er foldin", sem hér var flutt í snot- urri útsetningu Atla H. Sveins- sonar. Á öðrum stöðum slær hann á mildari strengi eins og t.d. í lagi Praetoriusar „Það aldin út er sprungið". En best nýtur hann sín í Bach-aríunum er hann syngur glæsilega. Upptöku ann- aðist Halldór Víkingsson, sem getið hefur sér gott orð á því sviði. Það furðaði mig því mjög hve blærinn frá einu lagi til annars var ólíkur, þar til ég las það á plötuumslagi að upptökur voru gerðar í Hallgrímskirkju og einnig í Kristskirkju, en hljóm- burður þessara kirkna er mjög ólíkur. Hvaða nauðsyn rak til þess átta ég mig ekki alveg á, og finnst þetta lýta plötuna nokkuð. Auk þess er jafnvægi milli kórs, hljómsveitar og einsöngvara sumstaðar alls ekki nógu gott eins og t.d. í laginu „Engill fór í fátækt hús“. Umslag hannaði Sigurþór Jakobsson og get ég ekki hrópað húrra fyrir því nema síður sé. Það hefði farið betur á því, að myndin á baksíðu hefði prýtt forsíðu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Margot Kidder sem söguhetjan stadfasta í kröppum leik í Louis- iana. Úr skil- vindunni Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Louisiana ★ Frönsk-kanadísk. Árgerð 1984. Handrit: Etienne Perier, Dom- inique Fabre, Charles Israel, eftir skáldsögum Maurice Denuziere. Leikstjóri: Philippe de Broca. Aðal- hlutverk: Margot Kidder, Ian Char- leson, Victor Lanoux, Lloyd Boc- hner, Andrea Ferreol, Len Cariou. Þegar tveimur þykkum skáld- sögum er pakkað niður í stutt- hund fyrir sjónvarp (miniseríu) sem síðan er pakkað niður í rúm- lega tveggja klukkustunda mynd fyrir kvikmyndahús, er óhjá- kvæmilegt að lokaniðurstaðan verði önnur en efnið stendur til. Þessi mynd hefur lent í slíkri skilvindu. Ef til vill hafa róman- arnir tveir sem byggt er á verið mjólkin, sjónvarpsþættirnir, sem fengist hafa hér á myndbanda- leigum, verið rjóminn, en svo mikið er víst að bíómyndin Louis- iana er undanrenna. Louisiana er ættardrama af því tagi sem svo mjög er algengt hrá- efni í sjónvarpssyrpur. Þar segir frá stúlku einni staðfastri sem kemur til heimabyggðar sinnar í Louisiana á fyrri hluta 19. aldar eftir dvöl í Frakklandi og hyggst verða bæði rík og hamingjusöm. Við fylgjumst með henni gegnum þykkt og þunnt, tvö hjónabönd, áföll og átök, auðlegð og efna- missi. Og í tímans straumi er aðeins eitt sem haggast ekki í lífi hennar, ást hennar á ráðsmannin- um trausta sem því miður er ófær um að elska hana líkamlega. Þetta er svosem gott og blessað sögu- efni, en ósköp hefðbundið og til- þrifalítið. 1 myndinni er því hins vegar þjappað þannig saman að atburðarás hefur enga undir- byggingu, persónur enga fyllingu og allur dramatískur taktur er fyrir bí. Sá gamli refur franskra afþreyingarmynda, Philippe de Broca, leikstýrir á eintómri rút- ínu og taka, leikur og tónlist eru sömu gerðar. Louisiana er líflaus mynd og heldur leiðinleg. Sbölláisins í Söbönea?Wiinen. 1984 Hönnuður. Vico Magistretti. Hið virta þýska húsbúnaðartímarit Schöner Wohnen valdi Veranda stólinn í fyrsta sæti í vali sínu á bestu húsgögnum ársins 1984. Sú viðurkenning segir meira en mörg orð. Veranda er stóll sem þú getur lagað eftir þörfum þínum hverju sinni. Veranda sem stóll og tveggja sæta sófi, fæst með leðri og tauáklæði. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.