Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 28

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. DESEMBER1985 Blönduós: Kirkjuafmælis minnst Ný kirkja í byggingu Kveikt á norska trénu á sunnudaginn Blönduósi, 5. desember. ÞAÐ var sumarið 1981 sem fyrsta skóflustungan að nýrri kirkju á Blönduósi var tekin. Árin 1982 og 1983 var kjallari steyptur en í haust var hafist handa við að steypa upp burðarvegg og skrúðhús. Fullgerð á hin nýja kirkja að rúma 300 manns en auk þess verður í kirkjunni safn- aðarheimili og skrifstofur sóknar- prests og safnaðarstjórnar. Arkitekt þessarar nýju kirkju er Maggi Jóns- son en hann gaf jafnframt frum- teikninguna. Að 3ögn séra Árna Sigurðssonar sóknarprests á Blönduósi gekkst safnaðarstjórn fyrir skemmtun til styrktar kirkjubyggingunni. Þar komu fram séra Gunnar Björnsson sellóleikari og frú Ágústa Ágústs- dóttir sem söng einsöng við undir- leik David Knowles. Var listafólk- inu forkunnar vel tekið. Stuðmað- urinn Valgeir Guðjónsson og tískusýningarfólk undir stjórn Kristínar Mogensen komu einnig fram og hlutu óspart lof við- staddra. Á vegum kirkjubygging- arsjóðsins voru nú í vetur gefin út jólakort hvar á er mynd af altaris- töflu Blönduóskirkju. Myndin á altaristöflunni er eftir Jóhannes Kjarval og eru 30 ár síðan hún var settupp í kirkjunni. Sunnudaginn 8. desember kl. 14. verður 90 ára afmæli Blönduós- kirkju minnst í guðþjónustu í kirkjunni. Séra Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup Hólastiftis flytur prédikun en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Aðventukvöld verður í Þingeyr- arkirkju sunnudagskvöldið 8. des- ember kl. 20.30. Þar munu koma fram kirkjukór Þingeyrar- og Undirfellssókna svo og unglinga- kór sömu sókna undir stjórn Sig- rúnar Grímsdóttur. Ennfremur flytur Sverrir Friðriksson settur sýslumaður hugvekju og Guðrún Bjarnadóttir les jólasögu. — Jón. Sig. Á morgun, sunnudaginn 8. desemb- er, verður kveikt á jólatrénu á Aust- urvelli. Tréð er að venju gjöf Ósló- borgarbúa til Reykvíkinga, en Ósló- borg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borg- arbúum vinarhug með þessum hætti. Athöfnin hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en ljós- in á trénu verða tendruð kl. 16.00. Sendiherra Noregs á íslandi, Niels L. Dahl, mun afhenda tréð, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgar- búa. Athöfninni lýkur með því að Dómkórinn syngur jólasálma. Að því loknu hefst barna- skemmtun á Austurvelli. Hin nýja kirkja Blönduóssóknar er að rísa frá grunni. Mon?unbla»ift/J6n Sir. Unnið að uppsetningu trésins fyrr í vikunni. HOLLUSTUBYLTINGIN Jón Óttar Ragnarsson Blóðleysi og bætiefni Ef undan eru skildir þeir sem eru með blátt blóð í æðum — eins og Karl og Díana til dæmis — erum við meðaljónarnir með þennan vökva rauðlitaðan. Litarefnið kallast blóðrauði (hemoglóbín) og inniheldur járn. Eru hvorki meira né minna en 13 til 15 g af blóðrauða í 100 ml í blóði heilbrigðs manns. Hlutverk blóðrauðans þekkja allir. Hann er burðarkerra fyrir súrefni sem hann sækir í lung- unum og flytur til vefja líkam- ans, t.d. til hjartavöðvans. Lélegt fæði getur valdið blóð- leysi, þ.e. of litlura blóðrauða í blóðinu. Þá fá frumurnar of lítið súrefni og geta ekki framleitt næga orku. Blóðleysi er ótrúlega algengur kvilli á Vesturlöndum, einkum hjá konum á barneignaaldri. Helstu- einkenni eru magnleysi, stöðug þreyta og slen. Tíu bætiefni Það gefur augaleið að úr því að blóðrauðinn inniheldur járn verðum við að fá nægilegt járn úr matnum. Járnskortur veldur því blóðleysi. Blóðleysi vegna járnskorts kall- ast smákornótt vegna þess að blóðkornum fækkar ekki aðeins, heldur verða þau jafnframt óeðlilega smá. Alls getur skortur á a.m.k. 8 bætiefnum valdið smákornóttu blóðleysi (sbr. töflu). Skortur á fólasíni og B12-vítamíni veldur hins vegar stórkornóttu blóðleysi. Hvað er blóðleysi? í líkama heilbrigðs manns eru ura 4 grömm af járni. Um það bil 80% af því eru í blóðinu. Liggur líkaminn á því eins og ormur á gulli. Fyrir bragðið tapast afar lítið járn úr líkamanum nema við blæðingar. Konur á barneigna- aldri tapa því sínu járni nærri því helmingi hraðar en karlmenn- irnir. Aðeins um8% af járninu í matnum nýtist að meðaltali. Er það flutt frá iðrum í vefi (þ. á m. í beinmerg) með sérstöku burðar- efni, svokölluðu transferríni. í beinmergnum er járnið notað til að smíða blóðrauða handa rauðu blóðkornunum. Blóðkornin eru síðan send út í hringrás blóð- straumsins. Ævi rauðu blóðkornanna er stutt, aðeins um 120 dagar, en eftir það sía lifrin og miltað þau úr blóðinu. Hirða þau aðeins jár- nið og senda það aftur til bein- mergsins. Einkenni blóðleysis eru ávallt svipuð hver sem orsökin er: stöð- ug þreyta, syfja og slen, skert vinnuafköst, höfuðverkir, fölvi á húð og hjartsláttur. Járnskortur Járnskortur í líkamanum er algengasta orsök blóðleysis og á hann yfirleitt rætur að rekja til blæðinga, m.a. vegna tíða, barn- eigna, slysa og skurðaðgerða. Járnskortur er algengur í börn- um, hjá unglingsstúlkum sem eru að byrja tíðir og konum á með- göngutíma og með barn á brjósti, einkum við endurteknar barn- eignir. Af þessari ástæðu er RDS af járni nær helmingi hærri fyrir konur (18 mg) en karla (10 mg). Er torsótt að fá fullan kvenna- skammt úr fæði eingöngu. En löngu áður en járnskortur veldur blóðleysi koma fram önn- ur einkenni, þ.á.m. hækkun í transferríni og einkenni frá tauga- kerfi og heila, þ. á m. óværð í börnum. Fólasínskortur Fólasin er eitt B-vítamínanna og hefur því svipuð áhrif á tauga- kerfi, tungu og húð og önnur vítamín úr þessum flokki (sjá fyrri grein um taugavítamin). En aðaleinkenni fólasínskorts, sem ekki verður rakið til annarra B-vítamína (nema e.t.v. B12- vítamíns), er blóðleysi sem ekki læknast með járngjöf. Talið er að fólasínskortur sé mjög algengur á Vesturlöndum. Finnst fólasín-blóðleysi einkum í börnum og i konum á meðgöngu- Hvaöa bætiefnaskortur veldur blóðleysi? Bætiefni Hlutverk Tejfund Járn hluti hemoglóbíns smákornótt Fólasín myndar ný blóðkorn stórkornótt B12-vítamín heldur fólasíni virku stórkornótt B6-vítamín myndun hemoglóbíns smákornótt E-vítamín heilbrigði blóðkornshimnu smákornótt C-vítamín nýting járns í meltingarvegi smákornótt A-vítamín myndun rauðra blóðkorna smákornótt kopar flutningur járns i beinmerg smákornótt kóbalt hluti B12-vítamíns stórkornótt mangan eðlileg járnefnaskipti smákornótt molybden eðlileg járnefnaskipti smákornótt Ertu blóðlaus? tíma, en þá aukast þarfirnar mjög. Auk þess gildir um fólasín eins og járn að einkenni sjást frá taugakerfi og heila (minnistap, rugl og vægt þunglyndi) löngu áður en blóðleysis verður vart. B12-skortur Skortur á B12-vítamíni í heil- brigðum, öfugt við fólasín- og járnskort, er afar fátíður nema hjá grænmetisætum sem hvorki neyta mjólkur né eggja. B12-vítamínskortur getur átt sér ýmsar orsakir, þ. á m. erfða- galla (þá vantar burðarefni í magavökvann), myndun sérstakra mótefna og magaskurð. Sem betur fer er alvarlegur B12-vítamínskortur mjög sjald- séður, en hann veldur banvænu blóðleysi með mænurýrnun og fleiri hörmulegum einkennum. Þar sem fólasín eyðir einkenn- um B12-vítamínskorts í blóði, en ekki taugakerfi, er magn fólasíns í vítamínpillum takmarkað við RDS, þ.e. 0,4 mg. Mataræði og blóðleysi Besta leiðin til að forðast blóð- leysi er að borða fæði sem inni- heldur nægilega mikið magn af öllum bætiefnum í töflunni hér á síðunni. Blóðrauði (hemoglóbín) og ná- skylt efni, vökvarauði (myoglób- ín), sem er í kjöti og fiski, nýtist 3 til 6 sinnum betur en annað járn í matvælum. Bestu járngjafarnir eru því blóðmör, innmatur, kjöt (því dekkra því betra) og fiskur. Aðrar járnuppsprettur eru dökkt grænmeti, t.d. spínat og grænar baunir. Bestu fólasíngjafarnir er einnig innmatur, en einnig dökkt græn- meti og laufgrænmeti, kál, app- elsínur, en einnig mjólk og heilt korn. B12-vítamín kemur hins vegar úr öllum dýraafurðum. Heilbrigt fólk sem ekki er hreinar græn- metisætur þarf því alls ekki að óttast skort.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.