Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Bandarísk flugöryggisstofnun: Vill breyta stél- hluta Boeing-747 New York, 6. desember. AP. BANDAKÍSK stofnun, sem fjallar um öryggi í samgöngum, NTSB, leggur til aö stélhluta á júmbóþot- um af geróinni Boeing-747 veröi breytt. Vill ráöiö aö dregið veröi úr líkum á að slys af því tagi er þota japansks flugfélags, JAL, fórst í ágúst sl., en sérfræðingar telja að þrýstingsskilrúm í búk flugvélarinn- ar hafi brostið og stélið rifnað af þotunni af þeim sökum. Stofnunin leggur til að hinu fjór- falda vökvakerfi þotunnar verði breytt þann veg að þau bili ekki öll ef skyndileg og mikil þrýstings- aukning á sér stað í stélhlutanum, sem loftþrýstingur er alla jafna ekki í. Einnig verði þrýstingsskilrúmið aftast í farþegaklefa endurhannað, aðferðir við viðhald á skilrúminu endurskoðaðar og það skoðað reglulegar og ítarlegar en nú er gert. Þá leggur stofnunin til að fordyr verði settar á lúgu, sem flugvirkjar fara um er þeir þurfa að komast inn í stélhluta þotunnar, en Boeing-flugvélaverksmiðjurnar hafa nýlega lagt að flugfélögum að gera þá breytingu á þotunum. Vínflaska seld á 157 þús. London, 5. deoember. AP. HEIMSMET var sett er flaska af 18. aldar rauðvíni var keypt á 157.000 dollara (um 6,5 milljónir ísl. kr.) en vínið hafði á sínum tíma verið framleitt sérstaklega fyrir Thomas Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna. Vínið var keypt á uppboði hjá Christie’s í London, en kaupandinn var Forbes-tímaritið í New York. „Það er gott til þess að vita að eitthvað af víni herra Jeffersons sé loksins á leið heim aftur,“ sagði Christoper Forbes sem er þrjátíu Páfa hótað banatilræði dollara og fimm ára gamall. Hann sagði að vínflaskan yrði sett í fjölskyldu- safnið þar sem fyrir eru ýmsir hlutir úr eigu fyrrverandi Banda- ríkjaforseta. „Það er meira gaman að þessari vínflösku en leikhúskík- inum sem Lincon hélt á þegar hann var skotinn — en við erum með hann í safninu," sagði Forbes. Aðspurður hvort einhver myndi drekka vínið svaraði hann: „Núver- andi eigendur munu vissulega ekki gera það.“ Jefferson var á sínum tíma sendiherra í Frakklandi og hafði þá pantað vínið en fékk það aldrei afhent af einhverjum ástæðum. Bretland: Lögðust saman undan snjóþunganum Eftir síðustu helgi blotaði í Danmörku og hafði það m.a. í för með sér þær afleiðingar, sem sjá má á þessari mynd. Átta bifreiðir, sem stóðu við Kristjánsborgarhöll á mánudagsmorgun, í sundinu milli hallarinnar og Thorvaldsenssafnsins, gereyðilögðust, þegar snjó- skriða féll á þær ofan af hallarþakinu. Lagði dyngjan þök bílanna ýmist alveg saman eða að hluta, braut rúðurnar og fyllti hvern krók og kima af rennvotum snjó. Bombay, Indlandi, 5. desember. AP. BLAÐ á Indlandi hefur tilkynnt að því hafi borist bréf þar sem hótað er að ráða Pál páfa annan af dögum ef hann stendur við fyrirhugaða ferð sína til Indlands í febrúar nk. „The free press journal” segist hafa feng- ið afrit af bréfinu sem hafi verið stflað á Vatíkanið í Róm. í bréfinu segir m.a.: „Virðulegi herra, viljirðu þjóna kristindómn- um áfram skaltu ekki heimsækja Indland. Þú ættir að hætta við ferð þína í febrúar 1986 ... Ef þú heimsækir Indland skaltu vara þig, þú verður ráðinn af dögum." Blaðið segir að bréfið sé undirritað orðunum Sudarshan chakra, nafni hjólsins sem hindúaguðinn Krishna ber til þess að berjast á móti hinu illa. Verkamannaflokkurinn hélt þingsæti í aukakosningum — dræm kjörsókn olli vonbrigdum Newcastle upon Tyne, 6. desember. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn hélt þingsæti sínu í aukakosningunum í Tynebridge á Norðaustur-Englandi sem fram fóru í vikunni. Dræm kjör- sókn, 38 prósent, olli leiðtogum Verkamannaflokksins vonbrigðum og þykja aukakosningarnar ekki benda til þeirrar miklu sóknar Verkamannaflokks- ins sem þeir höfðu vonast eftir að héldist allt fram til þingkosninga á miðju ári 1988. Sósíaldemókratar voru í öðru beggja vegna árinnar Tyne. Þetta sæti í aukakosningunum en svæði var áður þekkt fyrir öflugt íhaldsflokkurinn hafnaði í þriðja viðskiptalíf, námavinnslu og sæti. Tynebridge-kjördæmið er þungaiðnað en að undanförnu hefur verið þar mikill samdráttur og atvinnuleysi. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins í aukakosningunum, David Celland, hlaut 57,9 prósent atkvæða í kosningunum en flokk- urinn hlaut 56,5 prósent atkvæða í kjördæminu í þingkosninunum 1983. Aukakosningarnar voru haldnar vegna andláts fulltrúa Verkamannaflokksins, Harry Cowans, sem áður skipaði þingsæt- ið. Flugmaður Air France tekinn fyrir heróínsmygl París, 5. desember. AP. FLUGMAÐUR hjá franska flugfé- laginu Air France haföi vart lokið flugi frá Hong Kong um Bombay er hann var handtekinn fyrir fíkni- efnasmygl. Fundust 10 kfló af heró- íni í farangri hans. Láta mun nærri að söluverð- mæti heróínsins, sem flugmaður- inn reyndi að smygla, sé um 15 milljónir franskra franka, eða jafnvirði 80 milljóna íslenzkra króna. Franskir tollverðir virtust hafa fengið góðar upplýsingar um áform flugmannsins, því þeir handtóku flugmanninn áður en hann sté frá borði og gengu síðan rakleitt í þá farangurslest þotunn- ar, þar sem töskur hans voru og lögðu hald á heróínið. Atburðurinn átti sér stað á Charles de Gaulle-flugvellinum á þriðjudagsmorgun. Þetta er í fyrsta sinn sem flugverji hjá Air France er tekinn fyrir fíkniefna- smygl. ■ ■■ \Y/ ERLENT, Júgóslavía: 78 prósent verðbólga Belgrad, JúgósUvín, 6. desember. AP. VERÐBÓLGA var 78 prósent á síðustu 12 mánuðum í Júgóslav- íu og vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði um 104,4 prósent á sama tíma, samkvæmt hag- skýrslum sem júgóslavneska hagstofan birti á föstudag. Verð iðnaðarvöru hækkaði um 84,2 prósent. Júgóslavía á nú í miklum efnahagsörðugleikum, þeim verstu síðan í síðari heims- styrjölinni. Erlend skuidabyrði hefur farið vaxandi og er nú um 20 milljarðar dollara. At- vinnuleysi í landinu er 15 pró- sent. Tilraunir í erfðatæknifræði: Verður uppskerubrest- ur óþekkt fyrirbæri? Erfðatæknifræðingar eru nú á fullri ferð við að breyta erfðaeigin- leikum nytjaplantna, og e.t.v. verð- ur uppskerubrestur óþekkt fyrir- bæri í framtíðinni. í lok desem- bermánaðar eða byrjun næsta árs munu ræktunarmenn sprauta ósýnilegum vökva á ríflega 800 fermetra stóran jarðarberjaakur í Kaliforníu. Ef tilraun þeirra heppnast mun árangurinn marka söguleg þáttaskil. Vökvinn, sem sprautað verður á yfir 2.400 jarðarberjaplöntur, er ættaður úr tilraunaglösum erfðatæknifræðinganna og á - fyrir milligöngu ummyndaðra baktería - að gæða plönturnar nýjum eiginleika: Frostþoli, þ.e. þær verða ónæmar fyrir frosti. Þegar umhverfisyfirvöld í Bandaríkjunum veittu leyfi fyrir þessari tilraun brugðust um- hverfisverndarsinnar þar ókvæða við. Þrátt fyrir 15 metra breitt öryggisbelti umhverfis til- raunaakurinn kváðust þeir ótt- ast, að tilraunin gæti haft „hrikalegar afleiðingar" í för með sér, ef eitthvað af bakteríun- um bærist út í náttúruna. Eins og börn í sælgætisverslun „Erfðatæknifræðin hefur opn- að svo marga nýja möguleika, að okkur líður svipað og börnum í sælgætisverslun," segir Robert Fraley, sérfræðingur hjá banda- ríska efnagerðarfyrirtækinu Monsanto. — Markmið okkar erfða- tæknifræðinganna á sviði land- búnaðarins er að flytja „áhuga- verða“ arfbera yfir í „áhugaverð- ar“ plöntur - þær sem eru eftir- sóknarverðar frá efnahagslegu sjónarmiði, segir Vestur-Þjóð- verjinn Heinz Saedler, sem starf- ar hjá Max-Planck-stofnuninni. Yfirburðaplöntur Hagsmunaaðilar í landbúnaði gera sér vonir um, að starf „plöntuhönnuðanna" geti af sér hinar harðgerustu jurtir. Þær eiga að dafna í söltu vatni, þola þurrk og frost og standa af sér sjúkdóma. A síðastliðnum tveimur árum hafa spámenn „erfðabyltingar- innar“ færst æ nær markmiðum sínum, svo að um raunar. Sam- eindafræðingurinn Ernest Jaw- orski, sem starfar hjá Mons- anto, segir, að nú sé mögulegt að flytja hvaða arfbera sem er yfir í plöntufrumurnar og möguleik- Hrísgrjónaakur í Malaysíu. Verður köfnunarefnisáburður óþarfur í framtíðinni? Munu plönturnar vinna köfnunarefnið úr andrúmsloftinu? arnir í þessu efni verði nánast ótæmandi þegar á næsta áratug. Tilbúinn áburður óþarfur Unnið er að því að „búa til“ kornafbrigði, sem sjá munu sjálf fyrir köfnunarefnisþörf sinni. Eiga plönturnar að vinna köfn- unarefnið úr andrúmsloftinu. Þá verður ekki lengur þörf fyrir dýran, tilbúinn áburð. Undir- búningsstarfið er vel á veg komið bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi og segja vísinda- mennirnir, að árangurs megi vænta af þessum tilraunum inn- an tíu ára. (Byggt á danxka blaóinu Aktuelt.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.