Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. DESEMBER1985 47 • Kveðja frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ „En þegar öflgir ungirfalla sem sígi í ægi sól á dagmálum* (Bjarni Thorarensen) Djúpur söknuður og sár tregi hvílir yfir. í dag kveðjum við ungan mann, sem svo skjótt var hrifinn brott af þessu lífssviði. Hugurinn leitar vítt og breitt, skynsamleg rök virðast víðs fjarri. Sláttumaðurinn slyngi hefur höggvið þungt og skjótt, en það er nokkur huggun harmi gegn að minnast orða Bjarna Thorarensen: „Engan ofsnemma hinn alvitri kallar, sá ungur andast er ungur fullorðinn" Lárus Jón Thorarensen var nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann var sonur hjón- anna Boga Thorarensen og Lilju Sæmundsdóttur, Ásgarði 2, Garðabæ, yngstur í hópi níu systk- ina. Lárus var fjörmikill drengur, skýr f spurningum og tilsvörum. Hann vakti snemma athygli mina fyrir það, hversu auðvelt honum virtist að koma sér beint að efninu hverju sinni. Hann átti auðvelt með að læra, sótti skólann vel, enda samviskusamur að eðlisfari. En krafturinn var mikill og þurfti því víða að fá útrás. Það var spenn- andi fyrir ungan dreng að fá bíl- próf og eignast sinn eiginn bíl. Sjaldnast kemur boð á undan kallinu, en Lárus var skyndilega gripinn sterkri löngun til að hitta frændfólk sitt og vini vestur f Maríus var einn þeirra sem gengu fram fyrir skjöldu í barátt- unni gegn berklaveikinni. Hann veiktist sjálfur af berklum 1938 en eftir að hann náði heilsu varð það keppikefli hans að vinna gegn útbreiðslu þessa sjúkdóms sem herjaði svo grimmilega á þjóðina. Og árangurs þessa starfs, hans og annarra, njótum við nú er berkla- veikinni hefur verið útrýmt á Is- landi. Maríus var forseti SÍBS árin 1946 til 1956 þegar hann fluttist til ísafjarðar. Maríus var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigríður Carlsdóttir Berndsen. Börn þeirra eru tvö, Baldur og Erna. Maríus og Sigrfð- ur slitu samvistir. Síðari kona hans var Bergþóra Eggertsdóttir. Þau voru barnlaus en dóttir Berg- þóru frá fyrra hjónabandi, Elín Valgerður Berg, ólst upp á heimili þeirra. Þegar ég, undirrituð, kynntist Maríusi voru tímamót í lífi hans. Hann átti aðeins tvö ár eftir i starfi sínu sem umdæmisstjóri og var mikið að draga sig i hlé frá fyrri félagsstörfum. Hann hafði fengið nýtt áhugamál — dýra- vernd. Þegar Dýraverndunarfélag Akureyrar var endurreist árið 1974 var Marius kosinn formaður þess. Hann var farsæll í því starfi og lagði góðan grunn að starfsemi félagsins. Formaður var hann til ársins 1982 en þá hafði heilsu hans hrakað mjög. Það var ákaflega gott að vinna með Maríusi að dýra- verndunarmálum svo skjótur til og ráðagóður sem hann var. Ég minnist kyrrlátra stunda er ég sat við sjúkrabeð Mariusar í tíðum legum hans á Vífilsstöðum. Þá var það ég sem sótti styrk og ráð i nægtabrunn þessa reynda manns. Ég minnist einnig samtala okkar i símanum á síðkvöldum og bréfa fullum hlýju og vináttu. Þrátt fyrir að Maríus væri farinn að heilsu og kröftum var andlegt atgervi hans með ólikindum og það eru ekki margir dagar síðan við töluð- um síðast saman og hann var að segja mér frá öllu því sem hann áttieftiraðgera. Það er genginn góður maður. Maríus Helgason fáum við ekki aftur en alla þá vináttu, styrk og hlýju sem hann gaf okkur af sjálf- um sér getur enginn tekið. Eiginkonu hansog börnum votta ég innilega samúð. Jórunn Nörensen Dölum, þar sem hann hafði nánast öll sumur verið í sveit. Athafna- samur unglingur lét hendur standa fram úr ermum, fór vestur, hitti og kvaddi fólkið sitt, en hann kom ekki til okkar aftur. Kraftmikill og bjartur drengur var kallaður til starfa á öðru lífssviði. Þeim, er stóðu Lárusi næstir, finnst harmur sinn bótalaus. Megi minningin um góðan dreng vera þeim huggun. Ég votta foreldrum hans, systk- inum og öðrum ástvinum innilega samúð okkar allra í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. „Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið.“ (Jónas Hallgrimsson) Þorsteinn Þorsteinsson Kúnígúnd flutt Verzlunin Kúnígúnd hefur flutt starfsemi sína úr Hafnarstræti 11 í nýtt eigið húsnæði að Skólavörðu- stíg 6. Opnað var í hinu nýja hús- næði fimmtudaginn 7. nóvember. Mikil stækkun er við þessar breyt- ingar og því hefur vöruval verið aukið. Eigendur Kúnígúnd eru hjónin Sigurveig Lúðvíksdóttir og Ásgeir S. Ásgeirsson. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurveig Lúðvíks- dóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Guðrún Bjarnadóttir. Nú bjóðum víð karíaílökin líka hraðtryst Hvert flak í plastumslagi, þá þarf ekki að þíða þau öll í einu. 340 g i hverjum pakka. Á pakkanum eru prentaðar leiðbein- ingar um einfalda matreiðslu þessa bragðgóða fisks. Þar má lesa um ofnbökun, pönnusteikingu, djúpsteik- ingu og bökun í örbylgjuofni. Þér er því í sjálfsvald sett hvenœr fjölskyldan fœr að njóta karíasteikur -óháð aflabrögðum, gœftum og búsetu. GRANDIHF roólaus». IVA^beinl^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.