Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. DESEMBER1985 mmmn \-\\je.r~ he-fijr~ ba.cteAlt'<s — kihlumcLr rnínar ?" Ast er... ... að hjálpa hinum ferblúna að slappa af. TM Reg. U.S. Pat. Otf — all rights reserved * 1978 Los Angetes Tlmes Syndlcate HÖGNI HREKKVlSI „EKKI SEM VERSTUft... ATHVGAÞU Mv/ORT Pó GETIR EKKi N>P í HINN FyRiR /A\Cá?* Þessi mynd er tekin í Póststöðinni í Ármúla að loknu verkfalli. Póstmeistara svarað Spurningunni um það hvort í vændum væri betri tíð, betri og víðtækari póstþjónusta í Póst- húsinu við Pósthússtræti hefur póstmeistarinn svarað á þá leið að svo virðist sem það sé tómt mál að tala um, nema yfir sumarvertíð ferðamannaiðnaðarins. Það virðist sem sé ekki keppikeflið að notfæra sér bætt starfsskilyrði í endur- skipulögðu og endurbættu hús- Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundaróski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálk- unum. næði, til þess að bæta póstþjón- ustuna. Þetta gerist á svipuðum og sama tíma og bæjarbúar fjöl- menna til fundar á Hótel Borg, þar sem stofnað var félag sem hefur það að markmiði m.a. að efla og styrkja alla þjónustu fyrirtækj- Ég hefi oft rætt um vandamál æskunnar. Þau vandamál stafa öll frá hinum eldri sem gefa þeim fordæmi. Það fordæmi er ekki gott, og þó er nú ár æskunnar. En það sést ekki í hegðun foreldranna. Og ekki ganga ráðamenn á undan í góðum siðum. Skuldir og áfengi gefa þeir þeim ungu í jólagjöf. Það er heldur alls ekki tekið nógu hart á brotum af ýmsu tagi og eftirlit með eiturlyfjum er alls ekki nógu gott. Mér finnst að aldur til áfengis- kaupa eigi að vera 25 ár. anna í Miðbæ Reykjavíkur. Af- staða póstsins sýnist ekki vera á þessum nótum. Nýja félagið virðist hér fá tækifæri til að beita sér og ætti vissulega að gera það. Kaupmaður. Mér finnst að miklu meira eigi að gera að því að fræða unglingana og vara þá við þeim ógnarhættum sem af áfengi og eiturlyfjum stafa. Sekta þá ríflega sem selja ungl- ingum þetta eitur. Mætti ekki biðja ráðamenn að taka Helga Seljan sér til fyrir- myndar. Hann er þjóðhollur mað- ur og enginn hefur betur barizt gegn bjórnum. Það er réttur maður á réttum stað. Jóhann Þórólfsson, Norðurbrún 1. Fordæmi hinna eldri ræður miklu Víkverji sknfar Bókaverzlanir geta verið ákaf- lega skemmtilegar. Þegar alúð og vinna er lögð í að koma bókum fyrir á aðgengilegan hátt fyrir viðskiptavini eru bókaverzlanir einhverjar forvitnilegustu búðir, sem komið er inn í. Á þessum árs- tíma taka menn sjálfsagt meira eftir því, hvernig bókum er komið fyrir í verzlunum en ella. Ástæðan er auðvitað sá ósiður okkar íslend- inga að gefa helzt ekki út bækur nema rétt fyrir jólin og kaupa þær ekki heldur nema á þessum tíma ársins. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, er eitt þeirra fyrirtækja, sem um langan aldur hafa sett svip á höfuðborgina, enda löngum verið ein helzta bókaverzlun lands- ins. Það var Víkverja því mikið undrunarefni að koma þar inn fyrir nokkrum dögum í byrjun jólavertíðar bóksala og sjá að röðun bóka er svo óaðgengileg, að viðskiptavinur, sem helzt vill hvergi annars staðar kaupa bækur er beinlínis neyddur til þess að snúa sér annað. Það er erfitt að finna bækur í verzluninni og að því er virðist er engin tilraun gerð til þess að setja þær þannig upp, að viðskiptavininn langi til þess að kaupa þær. Eitt hið skemmtilegasta við bókaverzlanir erlendis er að bók- unum er svo vel komið fyrir, að það verður nánast ómótstæðileg freisting að kaupa þær. Öðru máli gegnir, þegar komið er inn í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar í leit að bókum. Eina tilfinningin, sem grípur mann þar er að komast út sem fyrst. Þetta er auðvelt að laga og vonandi verður ánægju- legra að koma inn í þessa verzlun á næstunni en var nú fyrir skömmu. íslenzkir bóksalar geta áreiðanlega margt lært af starfs- bræðrum sínum erlendis í upp- setningu bóka og skipulagi bóka- verzlana. XXX etta á ekki aðeins við um bók- sala heldur og bókaútgefend- ur. Útgáfa bóka virðist á margan hátt í gömlum farvegi, sem erfitt sýnist fyrir útgefendur að komast úr. Æskilegt er að vinnsla bókanna fari fram með það miklum fyrir- vara, að hægt sé að ákveða út- gáfudag nokkrum mánuðum áður. Þá er eðlilegt að gagnrýnendur fái a.m.k. meiriháttar bækur sendar áður en þær koma út, þannig að þeir hafi góðan tíma til að lesa þær og fjalla um þær og að umsögn um bók birtist sama dag og bókin kemur út. Slík vinnubrögð af hálfu bókaútgefenda mundu og auðvelda blöðum margvíslega kynningar- starfsemi í sambandi við bækur. Oft er útkoma bóka afar fréttnæm en þegar enginn fyrirvari er á út- komu bóka og það virðist einna helzt fara eftir því hvað öngþveitið er mikið síðustu vikurnar fyrir jól, hvenær bókin kemur út, verður erfitt fyrir fjölmiðla að sinna þessu kynningarstarfi sem skyldi og af þeirri alúð, sem hæfir mörg- um bókum og höfundum þeirra. En vonandi stendur þetta allt til bóta. XXX Eitt virtasta dagblað í heimi, Wall Street Journal, sem nú er gefið út í Bandaríkjunum, Ev- rópu og Asíu, hefur af einhverjum ástæðum fengið rangar hugmyndir um afstöðu okkar íslendinga til kjarnorkuvopnalausra svæða á Norðurlöndum. í forsíðufrétt í blaðinu föstudaginn 29. nóvember sl. er fjallað um ráðstefnu, sem þann dag var að hefjast í Kaup- mannahöfn og íslenzkir stjórn- málamenn sátu. Þar segir að hug- myndin um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum hafi komið fram á árinu 1963 og njóti stuðn- ings Svíþjóðar, Finnlands og ís- lands, en aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins, Noregur og Dan- mörk, séu þessum hugmyndum andvíg nema til komi viðtækara samkomulag stórveldanna. Þetta er að sjálfsögðu alrangt að því er ísland varðar og til lítils sóma fyrir svo merkt blað að fara ekki réttar með staðreyndir. En hvað skyldi valda þessum misskilningi? Það skyldi þó ekki vera samþykkt Alþingis frá sl. vori, sem samstaða tókst um milli allra flokka, sem veldur þessum misskilningi Wall Street Journal um afstöðu ís- lands?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.