Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 63

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nvujvun^-uM-u if Aldraðir á fundi með félagsmálaráðherra Einn 73 ára skrifaði. „Ég mælist til þess að Yngvi Hrafn Jónsson fréttastjóri komi á óformlegum fundi aldraðra í sjón- varpssal með Alexander Stefáns- syni félagsmálaréðherra líkt og gert var nýlega með unglingum. Það er ýmislegt sem bjátar á hjá gamla fólkinu t.d. það að aldraðir geta ekki fengið krítarkort því að greiðsla ellilauna fer ekki fram fyrr en eftir 10. hvers mánaðar. Þetta er ekki það eina sem þarf skjótrar úrlausnar við og ég er viss um að okkur tækist að leysa ýmsan vanda ef við fengjum að funda með Alexander fyrir framan alþjóð." Vesælt velsæmi Áhorfandi skrifar: Ég vil af heiium hug taka undir með einhverjum, sem nýlega sendi bréf til Velvakanda til að lýsa óánægju með sýningu finnsku myndarinnar í sjónvarpinu hinn 25. nóv. sl. Þessi mynd var soraefni og átti ekkert erindi til hinna almennu áhorfenda, íslenskra fjölskyldna, sem vilja nota kvöldið sér til af- þreyingar í helgi heimilisins. Sjónvarpið er raunar orðið svo samdauna öllu því er varðar klám, ógeðfelldar lýsingar á einkalífi manna og dýra, að leitun mun á sjónvarpsdagskrá annars staðar sem fengi að fara óáreitt og sam- þykkt „í loftið" til almennra not- enda, nema sem einhvers konar „næturdagskrá" fyrir þá hópa, sem hafa einhverjar sérþarfir fyrir óeðli. Auðvitað þýðir ekkert að spyrja að því hver stjórni eða beri ábyrgð á þeirri lágkúru sem ræður vali á þessum sérstöku myndum, þar sem t.d. menn með álappalegar hreyf- ingar og framgöngu kynna „menn- ingu“ sína og „list“. Það er ekki furða þótt almenn- ingur vilji fremur horfa á þætti eins og Dallas eða aðra vinsæla afþreyingarþætti bandaríska, því þar er hvergi vikið að klámi á jafn berlegan máta og í mörgum hinna skandinavísku eða þýsku mynda. í Bandaríkjunum er lagt bann við að sýna kynlíf eða annað því viðkomandi, nema eftir mjög • ströngum reglum og slíkt kemur t.d. hvergi fram í öllum þeim Dallas-þáttum, sem hingað til hafa verið sýndir. Þar vestra er einnig mjög strangt eftirlit með sýningu sjón- varpsefnis og vafasamar myndir með efni sem öll fjölskyldan getur ekki horft á, frá siðferðilegum ástæðum, eru ekki sýndar fyrr en eftir miðnætti undir heitinu „late show“. — Þetta eru allir sammála um þar vestra og hafa sjálfir sjón- varpsnotendur þar lagt drög að. Það ætlar að verða æ vesælla þetta sjónvarp okkar eftir því sem lengra líður. Enn er það lokað fimmtudaga eins og í frumbernsku og enn er verið að leiða fram vesl- ings stúlkur á skjáinn til að til- kynna dagskrá, sem hefur verið margtuggin í hljóðvarpi og blöð- um, allt frá því kl. sjö á morgnana. — Það er eins og ríkisútvarpið haldi að fólk geti ekki borið sig eftir dagskránni sjálft! — Og dagblöðin eru svo um helgar full Landinn lifír flott Landinn jafnan lifir flott, læsteisjáneinn vanda. Ber hann vel sitt breiða glott á bðrum sólarlanda. Hákur. Sakharov sex man-1 uöi i hun|^nerkfalli| af „dagskrá ríkisfjölmiðlanna"! Hvaða dagskrár-„manía“ er þetta? Sennilega enn eitt einkennið af smáborgaraskapnum, sem fylgir einangruðum eyþjóðum! — Vesælt velsæmi sjónvarpsins ætti þó ekki að þurfa að auðkenna það enn frekar. Skyldi þessi herramaður eiga eftir að ræða við félagsmálaráðherra í sjónvarpi. Þessir hringdu . . Hér með læt ég í Ijósi aðdáun mína á hinum aldna smábátasjó- manni á Akranesi, Skarphéðni Árnasyni, fyrir þann kjark og fórnfýsi, að láta varðskip ríkisins taka sig að veiðum í banni sjá- varútvegsráðherra. Afleiðing- arnar urðu þær að Skarphéðinn varð að láta af hendi þriðjung árstekna sinna fyrir verknaðinn, sem gerður er í þeim tilgangi einum, að sýna alþjóð það rang- læti sem þessi stétt manna verð- ur fyrir af hendi Alþingis, og ríkisstjórnar. Obbinn af stærri skipum flot- ans virðist geta verið að veiðum allt árið eftir þörfum, til að ná þeim afla sem þeim hefur verið úthlutað. Sumir geta jafnvel selt öðrum af veiðileyfum sínum, svo öfgafullt sem það nú er, en ekki mega smábátasjómenn kaupa slík veiðileyfi, eftir því sem upplýst er. Minnstu bátarnir mega ekki fara í róðra þegar best gefur og straumar eru hagstæðir. Þeir fá mjög takmarkað starfsleyfi eftir dagsetningu sem ráðherra ákveður, án tillits til árstíða eða annarra aðstæðna. Stéttabræður þessa dugmikla baráttumanns um land allt ættu sannarlega að styðja við bakið á honum þegar að því kemur að greiða sektina. Olafur Á. Kristjánsson Vlí) REIKNUM MEPftÐSLETTFi ÞETTH SVO- SEM 100 MILLJÓNUM TILHÐ BYIPJH MED HlUTRFÉLH&fl SKRÓNINö HLUTflFJflR SÖFNUNEÍ? HflfllN... Þflfl NV'JH TEKUI? Þfl Vl£> ÞflR SEM PflÐ GflMLfl HÆTTI OG UMTflLSVERÐ LOFORÐ LIGGJfl NÓ ÞE6RR FVRU? II L ÉLRGR NING I ii" »i /CTLR RÐ FF) } RÐ SHILR ÞESÍ.U RFTUR ad<ERT « I BKar ,lhoð stærðirt50/200/85 crn. Verö Kr. 49A20.- saiaa**' s,.,» "%*'■* Verö Kr. 68.360. Vid tökum að sjálfsögðu viö kreditkort- um bæði sem staðgreiðslu og útborgun á kaupsamninga. Og nú skaltu bregðast ffljótt við því þessi horn seljast upp fyrir jól. SDS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.