Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 67

Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 67 • Guðmundur Arnar Jónsson markvörður varöi mjög vel í fyrsta leik íslenska unglingaliösins í handknattleik gegn ítölum. Hann varöi vítakast á síöustu sekúnd- unum og tryggöi sigur íslenska liðsins. íþróttir helgarinnar STÆRSTU íþróttaviöburöir helgarinnar veröa án efa landsleikirnir í handknattleik viö Vestur-Þjóöverja. Vestur- Þjóðverjar eiga á aö skipa einu besta handknattleiksliði heims í dag. Fróölegt veröur aö sjá hvernig íslensku lands- liösmönnunum gengur gegn þessu sterka liði. Um helgina tekur íslenska unglingalands- liöið, skipaö leikmönnum 21 árs og yngri, þátt í heims- meistarakeppni unglinga sem fram fer á Italíu. Handknattleikur: íslendingar og Vestur-Þjóö- verjar leika annan leik sinn af þremur á Akureyri í dag kl. 13.30. Á morgun leika þessi lið síöan aftur í Laugardalshöll og hefst leikurinn kl. 20.00. Allir okkar bestu handknattleiks- menn, sem leika meö erlend- um liöum, leika meö íslenska liöinu i þessum leikjum. Körfuknattleikur: Einn leikur fer fram í úrvals- deildinni í dag, laugardag. KR og Njarövík eigast viö i Haga- skóla kl. 14.00. i 1. deild kvenna veröa tveir leikir í dag, ÍA og KR leika á Akranesi kl. 14.00 og ÍBK og iS leika í Keflavík kl. 15.30. Tveir leikir veröa í 2. deild karla, ÍA og Selfoss leika á Akranesi kl. 15.30, og á sama tíma leika Esja og ÚÍA í Hagaskóla. Á sunnudag veröur einn leikur i 1. deild karla, Fram og Reynir leika í Hagaskóla kl. 20.00. fR og Njarövík leika í 1. deild kvenna kl. 15.30 í Seljaskóla. Loks leika Árvakur og ÚÍA í 2. deild karla í Selja- skólakl. 14.00. Glíma: Flokkaglíma Reykjavíkur fer fram i dag, laugardag, kl. 15.00 i Melaskóla. 20 keppendur taka þátt i þessu móti. Blak: i dag fara fram tveir leikir á islandsmótinu í karlaflokki í blaki. Á Akureyri leika KA og HSK kl. 14.00. og á Neskaup- staö leika heimamenn viö Fram og hefst hann kl. 16.00. Á morgun, sunnudag, leika ÍS og Þróttur í kvennaflokki kl. 14.00. Þessi sömu liö leika í karlaflokki kl. 15.15 og Víking- ur og HK leika kl. 16.30. Allir þessir leikir fara fram í Haga- skóta. HM U-21 árs: Guðmundur varði vítakast á síðustu sekúndum leiksins ÍSLENDINGAR unnu ítali, 16-15, í fyrsta leik heimsmeistarakeppn- innar, sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri, á Ítalíu í gaar. Leíkurinn var mjög haröur og varnir og markvarsla beggja liða góðar. íslendingar höföu tvö mörk yfír í hálfleik, 10-8. Guömundur Arnar Jónsson markvöröur var hetja íslenska liðsins og varöi vítakast á síöustu sekúndum og varöi alls 20 skot í leiknum. íslendingar voru meö forystu í leiknum frá upphafi, skoruöu fyrsta markiö, og ítölum tókst aldrei aö jafna í leiknum. Þó var munurinn aldrei mikill og mátti varla á milli sjá hvaða liö færi meö sigur af hólmi í lokin. Fyrri hálfleikurinn var nokkuö jafn og var munurinn þetta eitt til tvö mörk. Staöan í hálfleik eins og áður segir 10-8 fyrir íslandi. í seinni hálfleik náöu íslending- arnir aö halda þessum mun og er fimm mínútur voru til leiksloka, höföu þeir náö þriggja marka for- ystu, 16-13. Þá náöu ítalir aö klóra í bakkann og minnkuöu muninn í eitt mark, 16-15, og fiskuöu víta- kast er 10 sekúndur voru til leiks- loka. En Guömundur Jónsson geröi sér lítiö fyrir og varöi víta- kastiö og bjargaði báöum stigun- umfyrirísland. Bestu leikmenn íslands voru eins og áöur segir Guðmundur markvöröur og svo var Geir Sveinsson mjög sterkur í vörninni og þeir Jakob Jónsson og Valdi- mar Grímsson stóöu einnig vel fyrir sínu eins og aörir leikmenn liösins. Mörk íslands:Jakob Jónsson 5/1, Valdimar Grímsson 5/2, Her- mundur Sigmundsson 3, Geir Sveinsson, Árni Friöleifsson og Sigurjón Guömundsson eitt mark hver. islendingar leika viö Egypta í dag. í gær unnu Vestur-Þjóöverjar Egypta, 29-23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.