Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 9 HUGVEKJA Sól og tungl mun sortna hljóta — eftir séra Heimi Steinsson Jiollt er að vita, að Guð er ekki tóm- látur. Honum stendur ekki á sama um það, hvernig við högum lífi okkar. Sælt er að vera dœmdur af honum, einnig fyrir það sem við þó þykjumst bezt gjöra. Án dómsins vœri líf okkar mark- leysa. En án fyrirgefningarinnar vœri hið sama líf vonarsnautt. Við búum að hvoru tveggja, hinni djúpu merkingu dómsins og bjartri von fyrirgefningarinn- ar. Hrelling og fagnaðarerindi „Dagur reiði, dagur bræði drekkir jörð með logaflæði votta heilög Völufræði." Kristinn maður skelfist því dómsdag, en lætur ekki hugfall- ast, þar eð hann veit, að Drottinn hyggst nýta þessa stund hinnar efstu örvæntingar til að rétta hlut barna sinna og leiða hina trúuðu til endanlegs samfélags viðGuð. Gamalt máltæki segir: „Á skammri stund skipast veður í lofti." Ætla mætti, að upprifjun þeirra orða væri við hæfi, þegar ígrundaður er boðskapur kirkj- unnar á aðventu. Fyrir einni viku fögnuðum við konunginum Kristi, honum, sem kemur hógvær og ríðandi á asna til borgar sinnar. Við gjörðum fleira: Aðventan hófst og með henni allur sá mannfagnaður til líkama og sálar, sem fara mun vaxandi á næstu vikum og ná hámarki á jólum. Það var góður dagur, bjartur og gleðilegur í kirkju Krists og í hjörtum þeirra, ernjóta vildu. En í dag, einni viku síðar. kveður við allt annan tón. I fyrsta guðspjalli dagsins segir á þessa ieið: „Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraft- ar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.“ (Lúk. 21:25-27.) Þessi eru orð Krists sjálfs. Og í tilefni dagsins leggur séra Valdimar Briem út af ummælum frelsarans: „Sól og tungi mun sortna hljóta, sérhver blikna stjarna skær, öldur hafa í æði þjóta, angist ríkja fjær og nær, alls kyns neyð og eymdir rísa, enginn þeirri býsn kann lýsa. Svo fer dagur dóms í hönd, dynur skelfingyfir lönd. Það er víst ekki ofmælt, að hér sé sköpum skipt frá því á sunnu- daginn var, þegar aðventuljósin lifnuðu og fyrsta kertið á krans- inum blikaði skærum loga í barnsauga. í dag fáum við að heyra um angist og eymdir, skelfingu — og dóm. Almennt og sérlegt Nútímamenn óttast gjöreyð- ingu og telja sig hafa ærna ástæðu tii að ala með sér þann ugg. Slíkt er þó ekki nýlunda. Á öllum öldum og að því er virðist víðast hvar um heimsbyggðina hafa menn bæði fyrr og síðar búið við þann skelfilega grun, að veröld hlyti um síðir að líða undir lok. Hin ýmsu trúarbrögð tjá þennan hroll. Sjálf eigum við lýsandi dæmi um þann geig, er birtist í orðum óviðjafnanlegs meistara á mörkum heiðni og kristni: „Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfaaf himni heiðar stjörnur." Forfeður okkar nefndu þessi yfirvofandi tíðindi „ragnarök". Við tölum um „heimsendi". Það er hræðilegt orð — eða hvað. Bjartsýni manna og vongleði lætur þó sjaldnast staðar numið við heimsslitin ein. Höfundur Völuspár er í hópi þeirra fjöl- mörgu, er eygja nýja veröld handan ragnaraka: „Sér húnupp koma öðru sinni jörðúrægi iðjagræna." Hugmyndin um endalok alls og síðan einhvers konar endur- reisn er hluti af almennum trú- ararfi mannkyns. Hana er einnig að finna víðs vegar í Heilagri ritningu. Jesús Kristur tekur þessa hugmynd upp, gjörir hana að sínu eigin viðhorfi, en gefur hugmyndinni um leið sérlega merkingu: Heimsslit verða, þeg- ar sonur Guðs kemur aftur í mætti og dýrð til að dæma lifend- ur og dauða. Vissulega vekur sá boðskapur ugg og ótta í brjóstum þeirra, sem undir hann eru seld- ir. En jafnframt er efsti dómur þverstæðukennt fagnaðarefni: Með dóminum mun Guð leiða ríki sitt í lög og skapa nýjan himin og nýja jörð, þar sem rétt- læti býr. Hvar er hið sérlega? — spyr sá, sem lesið hefur Völuspá. Hið sérlega er þetta, að einn Guð, persónulegur faðir og skapari allra hluta, notar efsta dóm til þess að snúa áformi sínu áleiðis. Dómur dynur yfir lönd af því að hann, sem öllu heldur í hendi sér, hyggst fullkomna það verk, er hann hóf í árdaga. Þegar öll kurl koma til grafar, er hið sérlega þó einkum í því fólgið, að Jesús Kristur flytur hið forna erindi í nýrri mynd og gjörist sjálfur burðarás og þungamiðja viðburðarásarinnar. Það er hann, sem koma mun og dæma mun. Kristin trú snýst um hann, Jesúm Krist. Við beygjum okkur fyrir honum og væntum efsta dóms samkvæmt orði hans. Þannig yrkir séra Matthías, er hann þýðir hinn forna dóms- dagssöng kristinnar sálumessu, Dies irae, en sú kveðandi er trú- lega mörgum þeim minnissöm, er nýverið sáu kvikmyndina „Amadeus" og heyrðu máttuga útleggingu Mozarts á þessu stefi. Hinn aðvífandi dagur Drottins, dómsdagur, hefur löngum talizt til þess fallinn að vekja með mönnum ýtrustu angist. Hér eru þó ekki öll kurl til grafar komin. Guðspjalli dagsins lýkur raunar ekki með þeim orðum, er áður var vitnað til. Framhald þeirra er m.a. á þessa leið: „En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.“ „Lausn yðar er í nánd.“ — í öðrum stað líkir Jesús Kristur dómsdegi við „fæðingarhríðar." Förunautar hans munu fæðast til nýrrar vistar. Dómurinn mun færa þeim ævarandi unað í ríki himnanna. í pistlum annars sunnudags í aðventu er áþekkur strengur sleginn: „Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir" (1. Jóh. 3:2). „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að von- inni í krafti heilags anda.“ (Róm. 15:13). Goðsögn og veruleiki Boðskapurinn um hinn kom- andi dag er myndskreyttur á marga vegu í Nýja testamentinu. „Þá munu menn sjá Mannsson- inn koma í skýi.“ Sú málsgrein ein ætti að nægja sem dæmi um hið goðsagnakennda yfirbragð þess myndmáls, er frelsarinn beitir. Menn geta haft unað af slíkum myndum ellegar vísað þeim á bug. En hvorugt skiptir máli, þegar ígrundað er innihald þeirr- ar boðunar, sem hér er flutt. Víkjum fáeinum orðum að þeim kjarna máls: Kristin trú er einkar lifandi viðhorf. Síkvik er hún og full átaka. Frelsarinn gjörir hina ýtrustu kröfu til manna sinna og slær ekki af þeirri kröfu um hársbreidd: „Elska skaltu." — Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkom- inn.“ — „Verið í mér.“ Þessa kröfu er okkur skylt að uppfylla. En hún er hverjum manni um megn. Af sjálfu leiðir, að við erum dæmd — dæmd hvern einasta dag ævi okkar frá morgni til miðrar nætur, — sakfelld af honum, sem hefur kallað okkur og gjörir til okkar hina ströngu kröfu. Við bregð- umst trausti hans án afláts, og uppskera okkar er í samræmi við þau dottinssvik: Það verður hlut- skipti okkar að eigra eftir ævigö- tunni kvalin af þeirri vitneskju, að okkur hafi mistekizt að verða fullþroska menn. I þeirri stöðu talar Kristur til okkar á ný: „Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu" (Mark. 1:15). — Fagnaðarerindið er í því fólg- ið,að frelsarinn fyrirgefur synd- ir, enda hefur hann til þess vald. (Lúk. 5:24). Þá fyrirgefningu staðfestir Jesús ekki aðeins með lífi sínu, heldur einnig með dauða sínum. „Lausn yðar er í nánd.“ Hann er kominn í heiminn til að láta lausa þá menn, er kveljast sakir eigin drottinssvika. Sjálfur kveðst hann beinlínis eiga það erindi við veröldina að „gefa líf sitt til lausnargjald fyrir marga" (Matt. 20:28). Þessu lausnargjaldi veitir þú viðtöku sem gjöf, er þú þiggur í einni saman trú. Annar pistill þessa Drottinsdags hefur að geyma eftirfarandi orð: „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna“ (Hebr. 10:38). Hér er komið að þeim hugarlétti, sem kristinn maður þekkir dýpstan: Drottinn sjálfur léttir af þér þeirri kvöl, er fylgir vanþroska þínum og mistökum. Sjálfur missir þú ævinlega marks í lífi þínu. En Guð missir ekki marks. Hann ætlar þér fullkomnun, heitir að tileinka þér fullkomnun. Tak við því fyrirheiti í trú á fyrirgefn- ingu hans og friðþægingarfórn. Tak við því í hreinni trú. Reiðarþruma á að- ventu Nú kynni einhver að ætla, að þar með væri lokið þeim síkviku átökum, er áður voru nefnd. En því fer fjarri. Krafan stendur óhögguð: „Elska skaltu." — „Ve- rið þér því fullkomnir." Kröfunni er beint til okkar sem fyrr, — og henni fylgir dómurinn, í bless- un. Hollt er að vita, að Guð er ekki tómlátur. Honum stendur ekki á sama um það, hvernig við högum lífi okkar. Sælt er að vera dæmdur af honum, einnig fyrir það sem við þó þykjumst bezt gjöra. Án dómsins væri líf okkar markleysa. En án fyrirgefning- arinnar væri hið sama líf vonars- nautt. Við búum að hvoru tveggja, hinni djúpu merkingu dómsins og bjartari von fyrir- gefningarinnar. Þess vegna kveður hún við á aðventu þessi reiðarþruma hins efsta dóms. Nú fara glaðir dagar í hönd. Vonin slær alskærum bjarma yfir komandi vikur. En dómsorð Drottins forðar okkur frá því að láta vaggast til værðar í einhverri þeirri fíflaparadís, þar sem enginn sér framar skils- mun góð og ills, þar sem rétt og rangt er hvort tveggja fyrir borð borið. ^ SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 9. DES. 1985 SpmUkiitstni bappdnatttslán og TtrSbrél Vsðsbvldabral-TOrðtryggð SOugangl Avðitun- Lánat Nafn- SOtugangi m.v. Ar-4lokkur pr.kr.100 arkrafa tNlnnl.d. 2afb. vartr méam. ávöxlunar- 1971- 1 1972- 1 23.7824» 22.966,73 áárl HLV krofu 7,50% 46 d. 12% 14% 16% 1972-2 18.300,88 7,50% 276 d 1 ár 4% 95 93 92 1973-1 13.415^5 7,50% 276(1 2ár 4% 91 90 88 1973-2 12.726,46 7,50% 46 d. 3ár 5% 90 87 85 1974-1 8.129,52 7,50% 276 d. 4 ár 5% 88 84 82 1975-1 6.738,31 7,50% 31 d. 5ár 5% 85 82 78 1975-2 4.965,90 740% 46 d. 6ár 5% 83 79 76 1976-1 4.474,06 750% 91 d. 7ár 5% 81 77 73 1976-2 3.710,67 7,50% 46 d. 8ár 5% 79 75 71 1977-1 3.196^1 7,50% 106 d. 9ár 5% 78 73 68 1977-2 2.671,68 7J5Q\ ijsa\ 271 d. 106 d. lOár 5% 78 71 66 1979-1 2.168,56 1978-2 1 706,88 7,50% 271 d 1979-1 1979-2 1.492,12 1.10*35 7,50% 750% 76 d. 276 d Veðskuldabrai - OTeiðörggð 1900-1 1.011,14 7,50% 126 d. Sðlugsngl m.v. 1900-2 768,42 Innlv. I Saolab. 25.10.85 Lánai 1 afb. áárl 2afb. áárl 1901-1 680,44 7,50% 20% 20% 20% 28% 1991-2 1902-1 497,96 469,58 7,50% 7.50% 306 d. 82 d. 1 ár 79 64 85 89 1962-2 343,75 7,50% 292 d. 2ár 66 73 73 79 1903-1 272.82 7,50% 82 d. 3ár 56 63 63 70 1983-2 173,28 7,50% 322 d 4 ár 49 57 55 64 1964-1 168,74 7,50% 1 ár 52 d 5ár 44 52 50 59 1984-2 160,18 7,50% 1 *271 d. 1964-3 154,81 7,50% 1 ár 333 d. 1965-1 139,06 7,50% 2ár 31 d. Ijarabrai Vnrðbrélaslóðsins 1975- 0 1976- M 4.072*25 3.703,77 mmv. 1 Saðiab 1905.85 8,00% 111 d. 1976-1 2.860,78 8,00% 351 d. Ganglpr 6f12 - 1,387 1977-J 1901-1FL 2.540,02 54445 84»% 8410% 142 d. Nafnvarð 5.000 Sðluvaró 6 835 1965-1 IB 92,16 11,00% 10 ár, 1 ifb á árl »000 66.350 1965-2IB 95,22 10,00% 5 4r, 1 afb. 4 *n 1905-3IB 92.43 10,00% 5 4r, 1 afb. á árl KJARABRtFIN! Á hálíu ári haía þau skilað eigendum sínum ársávöxtun umíram verðtryggingu. Spariíjáreigendur! Kynnið ykkur kosti Kjarabréfa. Verðbréfamarkaður Fjáríéstingaríélagsiiis Hafnarstræti 7, o 28566 Stofnaðili að Verðbréfaþingi fslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.