Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Læknishjónin Sigurður Magnússon og Esther Helga Magnússon (G.Jens- en). Læknishjónin á Patreksfirði ásmt börnum sínum. Synirnir (f.v.) Haraldur, Magnús og Sverrir, og dæturnar (f.v.) Esther Helga og Lára. SigurAur Magnússon var starfandi læknir á Ólafs- firði þegar nýskipaður landlæknir, Vilmundur Jónsson, sótti hann heim sumarið 1932, en áður hafði Sigurður gegnt hér- aðslæknisembætti á Þing- eyri og Patreksfirði í þrjá áratugi. Þeim stéttarbræðr- um varð skrafdrjúgt, enda var Sigurður viðræðugóður í besta lagi og sagði hinum nýja oddvita læknastéttar- innar margt frá námi sínu í Læknaskólanum á árun- um 1887-1891, læknis- reynslu og starfskjörum lækna fyrir og eftir alda- mótin síðustu. Lét Vil- mundur þess þá þegar get- ið „að fróðleikur sá ætti skilið að skrásetjast“. Síð- ar tók hann þann þráð upp aftur og með þeim árangri að haustið 1939 hafði Sig- urður lokið minningum sínum. Kitaði Vilmundur þá þegar fyrir þeim for- mála. Þar segir m.a. á þessa leið: Er hér ritaður þáttur í menningarsögu vora, sem mér er ekki kunnugt um, að áður hafi verið færður í letur, og af þeim manni, að ég ætla ekki annan núlifandi manna til þess kjörnari. Nefni ég þar einkum til frásöguna um læknisnámið og undirbúning lækna undir lífsstarf- ið, áður en hófst hin nýja öld læknismenntarinnar hér á landi, svo og starfsskilyrði lækna á þeim tímum, að ógleymdum erfiðleikum þeim að vera uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á ann- arri. Ætla ég höfundinn valinn fulltrúa þeirra tímaskiptamanna. Auk þessa og annars menning- arsögulegs fróðleiks, sem í bókina má sækja, hefur hún að geyma skemmtilega mynd af höfundin- um, hégómalausum, undir niðri skákímnum, ekki sízt á eigin kostnað, óklökkum gagnvart ann- arra dómum, manna ólíklegustum til að leggjast lágt til að elta vin- sældir almennings, sem læknar hafa öðrum fremur ærin tækifæri til — en allt eru þetta eiginleikar, sem læknar á öllum öldum þurfa á að halda, ef vel eiga að reynast, en suma okkar kann að vanta, þó að kallaðri þykjumst til læknis- starfa en Sigurður Magnússon lætur í veðri vaka, að hann hafi verið." Sigurður Magnússon andaðist ári síðar en hann lauk ritun minn- inganna án þess að ráðin hefði verið útgáfa verksins. Aðstand- endum hans þótti þegar til kom orka tvímælis að þær væru gefnar út að svo stöddu, enda þótt Vil- mundur Jónsson hvetti mjög til úgáfunnar allmörg næstu árin. Sigurður er mjög hispurslaus og hreinskilinn í öllum frásögnum sínum og var jafnvel íhugað ali- mörgum árum síðar að prenta minningarnar með ýmsum úrfell- ingum. Af því varð þó ekki sem betur fór. Þær birtast nú algerlega óstyttar og eins og höfundurinn gekk frá þeim fyrir 46 árum. — Utgáfuna annaðist Hannes Pét- ursson skáld með góðum stuðningi Benedikts Tómassonar læknis. Kaflinn sem hér birtist segir frá því þegar Sigurður kemur til starfa á Þingeyri, ungur og alger- lega óreyndur læknir: Eg get heldur ekki sagt, að Dýr- firðingar tækju vel á móti mér, varla laust við að þeir áliti, að ég hefði rekið Odd í burtu frá emb- ættinu, en honum var, samkvæmt ósk nokkurra mikilsmetinna manna, vikið frá vegna drykkju- skapar. Það leit næstum út sem almenningur hefði enn meiri trú á læknisdómum hans, þegar hann var fullur en ófullur. Hann var bráðgáfaður maður og vel að sér í sinni mennt og ég tel víst, að héraðsbúar hafi ekki verið hrifnir af að fá annan eins þöngulhaus af lækni sem mig í hans stað. Hann kunni áreiðanlega að tala við sjúklinga sína, en það er mikils virði. Skurðlæknir held ég hann hafi alls ekki verið. En þótt almenningur hefði horn í síðu minni, voru eins og venju- lega, undantekningar, fáar en góð- ar. Fólkið á Mýrum reyndist okkur ágætt, svo og yfirmaðurinn á hvalveiðastöðinni í Framnesi (Höfða), Berg að nafni, og fjöl- skylda hans. Af ágætishjónunum á Söndum, séra Kristni Daníels- syni og frú, höfðum við enn engin kynni. Um haustið fengum við húsnæði á hvalveiðastöðinni, tvö allgóð herbergi og eldhús og vorum þar til næsta vors, að læknisbú- staðurinn, sem var eign Grams- verslunar, losnaði. Berg hvalveiðaforstjóri réð mig fyrir ákveðið árgjald, 200 krónur, sem lækni fyrir stöðina og heimil- ið; mun það hafa verið eitthvað nálægt 100 manns á sumrum, að meðtöldum skipshöfnum hval- veiðiskipanna, og hefur þetta sjálf- sagt mátt heita góð borgun á þeim dögum, enda hafði fyrirrennari minn aðeins 100 krónur um árið. Stundum höfðu þau Berg og fjölskylda hans veturvist í Fram- nesi, og svo var haustið og veturinn 1894, en frúin, sem þá var 42 ára, var vanfær að sjötta barni og voru þá liðin 11 ár frá síðustu fæðingu, svo að nokkur uggur var í fjöl- skyldunni, þar sem hún ekki treysti ljóðmóðurinni og traustið á lækninum langt frá því að vera óyggjandi. Þegar að fæðingu kom, var ég hjá þeim í vikutíma og varð, á endanum, að taka barnið með töng, því fátt var um meðul þá til þess að herða á hríðum. Þetta gekk nú allt slysalítið, kona og barn lifðu og Berg rétti mér 100 krónur fyrir hjálpina og minnist eg ekki að hafa fengið læknisverk betur borgað annað sinn. í fyrstu snjóum um veturinn, sem eg var í Framnesi, er eg sóttur til Flateyjar í Önundarfirði. Úr þeirri ferð, sem var mín fyrsta vetrarferð á Vestfjörðum, man eg það, að bætt hafði á fönnina meðan eg stóð við í Önundarfirði, svo að talsverður þæfingur var kominn, en eg var óvanur öllum göngum og þá ekki síst fjallgöngum í snjó- ófærð og auk þess mæðinn mjög, því svo mátti heita, að eg hefði ekki nema annað lungað til að anda með. Mér sóttist heimferðin mjög örðuglega, sérstaklega yfir Gemlufallsheiði, sem var ófærðar- kista. Þegar eg var kominn upp fyrstu — og lengstu — brekkuna, lagðist eg niður í fönnina og fannst sælt að mega sofna, en fylgdar- maður harðbannaði og lét mig engan frið hafa. Þegar eg svo loks kom heim eftir óralangan tíma, að mér fannst, varð mér fyrst fyrir að leggjast aftur á bak á gólfið og steinsofna í snjóugum fötunum. Eftir þessa ferð leist mér ekki á blikuna, að eiga að þjóna embætti í þessu fjallalandi og eiga fyrir hendi margar slíkar ferðir, ef ein- hverjir vildu nota hjálp mína; það var næsta óskemmtileg tilhugsun. En öllu má venjast og einnig illu. Eg þurfti ótal ferðir að fara yfir fjöllin þau 30 ár, er eg var á Vest- fjörðum, allar götur milli ísafjarð- ardjúps og Breiðafjarðar, alltaf gangandi á vetrum, jafnvel stund- um á sumrum líka, því vegir voru víða vondir og fremur lítið um nýtilega hesta, og skal eg segja eitt dæmi þess, hvernig hestar gátu verið. Eg var á heimleið úr Önundar- firði, gangandi eins og oftast, en færð var sæmileg; mér var þá boðinn hestur á bæ einum í Bjarnadal, 1 og tók eg því boði feginsamlega. Ekki fékk eg klárinn til þess að fara nema fót fyrir fót upp undir heiði, þó eg notaði svip- una óspart. Upp brekku, eða neðan brekku, eins og Vestfirðingar segja, varð eg að fá fylgdarmann- inn til þess að reka á eftir. Þannig gekk það nokkurn spöl, en þá fór klárnum að leiðast það og gerði verkfall, hvernig sem hann var laminn. Var þá eftir síðasta ráðið, sem sé, að fylgdarmaður teymdi undir mér; var það að vísu ekki neitt sérstaklega höfðinglegt ferðalag, en eg varð þarna að lúta æðra afli, ef eg vildi hvíla fætur mína. Eftir litla stund gerir samt klárinn algert verkfall, svo eg varð að fara af baki, fylgdarmaður að teyma, en eg að reka á eftir. Síðar frétti eg, að klárinn hafi verið sá besti heim á leið, með fylgdar- manninn á bakinu. í marsmánuði þennan fyrsta vetur, í Framnesi, ól kona mín fyrsta barn okkar, sem í skírninni hlaut nafnið Laura eftir móður- föður sínum, en hún er nú læknis- kona í Ringsted á Sjálandi. Eins og eg áður drap á, hafði eg mjög lítið að starfa sem iæknir, af því að Oddur sat á Þingeyri. Einn góðan veðurdag, mig minnir í febrúarmánuði, koma tveir menn róandi í ákafa á flat- bytnu (doríu) handan frá Þingeyri; erindi þeirra er að biðja mig koma til sængurkonu vestur í Arnar- fjarðardölum, en það var í héraði Davíðs Scheving, sem þá sat á Brjánslæk. „Þið hafið náttúrlega átt að sækja Odd,“ segi eg. „Já, en hann getur ekki kornið," Skemmtiferð í Ólafsfirði við Patreksfjörð. Sigurður læknir er annar frá hægri á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.