Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Um jólasveina, Grýlu ________og Leppalúða sér á grein. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í segir svo frá því að aðaliðja Grýlu sé að afla fæðu í hinn óseðjandi maga sjálfrar sín, barna sinna og bónda. Eftirlætismatur hennar er barnaket, einkum af óþægum börnum, en einnig gat hún þegið fullvaxna menn og raunar flest það kjötmeti sem að kjafti kom. Um jólin kom hún einkum á þá bæi þar sem hún heyrði börn ærslast eða hrína og bauðst þá til að losa húsmóðurina við þau. Hins vegar var þýðingarlaust fyrir hana að ætla að ná þægu börnunum." AÞ sögn Árna á Grýla margt frænd- fólk á hinum Norðurlöndunum og suður um Evrópu, en ekkert þeirra mun þó vera eins hrikalegt eftír lýsingum að dæma. Um Grýlu er sagt að hún ha|j verið þrígift, en frægastur eigin- manna hennar var Leppalúði. í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að hann hafi verið henni samboð- inn í öllum háttum, en kannski ekki verið fullt eins skrímslislegur. Jólasveinanna er fyrst getið í fyrr- nefndu Grýlukvæði frá 17. öld og eru þeir þar taldir synir Grýlu og Leppalúða: Bornin eiga þau bæði saman brjósthörðogþrá. Af þeim eru jélasveinar, börn þekkja þá. Af þeim eru jólasveinar, jötnar á hæð. ðll er þessi illskuþjóðin ungbðrnum skæð. Símon segir frá því, að í sumum sögum sé því gert skóna að Grýla hafi átt jólasveinana áður en hún giftist Leppalúða, en ekki sé þó nánar greint frá faðerni þeirra. Á 19. öld var svo farið að efast um að þeir væru synir Grýlu, og þeir voru þá ekki lengur taldir éta börn þó þeir væru hrekkjóttir og ættu það til að vera illkvittnir. Árni Björnsson segir að þá hafi menn líka hætt að telja jólasveinana tröllslega. Þeir hafi miklu fremur verið taldir stórir, ljótir og lura- legir og helst klæddir í gamaldags og luraleg bændaföt. Níu eöa þrettán? Jólasveinarnir eru ýmist taldir vera þrettán eða níu talsins. í þjóð- sögum Jóns Árnasonar segir að því séu jólasveinar þrettán, að hinn fyrsti komi þrettán dögum fyrir jól og síðan einn á dag og sá síðasti komi á aðfangadag. Á jóla- dag haldi fyrsti jólasveinninn aft- ur til heimkynna sinna og svo hver af öðrum, hinn síðasti á þrettánda dag jóla. Jólasveinarnir hafa verið, eins og foreldrarnir, hafðir til að hræða börn með, en einkum um jólaleytið. Áttu þeir þá að koma af fjöllum ofan til mannabyggða, og höfðu í frammi þá hrekki sem ihver þeirra tamdi sér, og flest Grýla við eldamennsku. Hún var, eins og Þvörusleikir og Þvörusleikir á leið til byggða. Stúfur, fengin að láni úr Rammagerðinni. Þarna hefur Stúfur tyllt Islensku jólasveinarnir standa enn föstum fótum „Jólanissarnir“ voru afar lágir vexti og vinalegir ef vel var gert við þá. Þeir hefndu sín hins veg- ar rækilega ef svo var ekki gert. „Menn um allar jarðir hafa frá örófi alda haldið hátíð um þetta leyti árs. Á Norður- löndum hefur þessi hátíð verið kölluð jól frá því löngu fyrir kristnitöku, en það er talið að til forna hafi þessi hátíð tengst sól- hvörfum. Jólin hafi jafnvel verið haldin f tvennu Iagi: fyrri jólin hafi verið haldin til að kalla á sólina í skammdeginu og þau síðari til að fagna endurkomu hennar. Þannig hafi verið um eins konar frjósemis- hátíð að ræða. Ekki var með vissu vitað hvenær á ár- inu fæðing Krists átti sér stað og í frumkristni var meiri áhersla lögð á dauðann og upprisuna en sjálfan fæðingardaginn. Það er svo ekki fyrr en á fjórðu og fimmtu öld að kristnir menn fara að halda dag- inn hátíðlegan, fyrst þann 6. jan- úar og síðar var hann ákveðinn 25. desember. Sá dagur var sólhvarfa- dagurinn samkvæmt júlíanska tímatalinu og þannig fór fæðingar- hátíð Krists saman við hina fornu sólrisu- eða frjósemishátíð. Það yrði of langt mál að rekja þessar hugmyndir nánar hér, en óhætt er að segja að enn lifir samt mikið af fornum siðum og venjum sem heiðnum jólum tengdust." Þetta eru orð Símons Jóns Jóhannsson- ar, þjóðfræðings. Hann var feng- inn til að segja undan og ofan af Símon Jón Jóhannsson jólasiðum, þá aðailega þvi sem tengist íslensku jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða sem og jóla- nissunum" er eiga heimkynni sín á hinum Norðurlöndunum. í þess- ari grein er einnig stuðst við bækur Árna Björnssonar, þjóðháttafræð- ings, Jól á fslandi, I jólaskapi, og Sögu daganna, svo og þjóðsögur Jóns Árnasonar. „í þjóðsögunum er málum þann- ig háttað að allar vættir fara af stað þegar myndast einhvers kon- ar tómarúm milli tveggja tímabila. Alkunna er að þær fara af stað um miðnætti, og þó allar vættir fari af stað um jólin tengist það kannski frekar því að um ákveðin tímamót er að ræða. Sólin byrjar að hækka á lofti og einnig að árið er liðið og nýtt að hefjast. Þetta gengur í gegnum allar þjóðsögur," segir Símon. Mikið hefur verið ritað og rætt um uppruna orðsins jól, en ekki hefur tekist að finna neina einhlíta skýringu á frum- merkingu þess. „í þessu sambandi hafa verið nefndar nokkrar skýr- ingar. f ensku er til orðið yule, sem þýðir jól, og í gotnesku er til mán- aðarheitið jiuleis, sem er sama orðið og íslenska mánaðarheitið ýlir. Einnig hafa verið nefndar skýringar eins og sú að jól sé rót- skylt orðinu öl og merki þá veisla, og einnig hefur verið talað um að orðið sé skylt enska orðinu jolly og merki þá skemmtun," segir hann. Um íslensku jólasveinana segir Símon fyrst að þeir séu meira í ætt við tröll og álfa en rauðklæddi jólasveinninn í dag. „Upphaflega voru þeir hræðileg fyrirbæri í þjóðtrúnni — jafnvel orðaðir við mannát. Þetta hefur þó mikið breyst, þeir milduðust eins og margir gera með árunum og urðu saklausir hrekkjalómar. Þetta er þekkt fyrirbæri í þjóðtrúnni. Hún mildast gjarnan með árunum og aukinni þekkingu á hlutunum. Hins vegar er ekki vitað hvað jóla- sveinarnir eru gamlir í þjóðtrúnni, en í Grýlukvæði frá 17. öld eru þeir taldir synir Grýlu og Leppa- lúða og fram kemur að þeir hafi verið í útliti eins og hálfgerð tröll.“ Grýla og Leppalúði „í þjóðsögum Jóns Árnasonar, sem hann byrjaði að safna með Magnúsi Grímssyni um miðja síð- ustu öld og gefnar voru út á árun- um 1862—1864, segir að fyrr á öldum hafi farið miklar sögur af Grýlu og manni hennar Leppalúða, en einkum þó af henni. Þar segir að þau hjónin hafi bæði átt að vera tröll, og þá einnig mannætur, sem einkum sóttust eftir börnum," segir Símon. Um þetta segir Jón meðal annars: „En eftir að farið var að hætta að hræða börn í uppvextinum með ýmsu móti, hef- ur Grýlutrúin lagst mjög fyrir, óðal; því Grýla var mest höfð til að fæla börn með henni frá ógangi og ærslum, og því var orðið grýla þegar í Sturlungu haft um tröll- konu eða óvætt sem öðrum stendur ógn af, og grýlur um ógnanir." Skrautlegar lýsingar eru til af út- liti Grýlu og tekur Jón sem dæmi m.a. þessa þulu: „Grýla reið fyrir ofan garð, hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belgi börn tuttugu." Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, sem mikið hefur ritað um jól og jólahefðir á íslandi, segir í bók sinni I jólaskapi, sem gefin var út af bókaútgáfunni Bjöllunni árið 1983, að það hafi hins vegar ekki verið fyrr en á 17. öld sem Grýla var fyrst bendluð við jólin. Árni segir að margar herfilegar lýsingar séu til á Grýlu í þjóðsög- um og hefur hann tekið þær saman í eftirfarandi lýsingu: „Grýla hefur ýmist þrjá eða þrjú hundruð hausa og þrenn augu í hverju höfði. Hún tekur börn og stingur þeim í stóran poka eða gráan belg. Hún hefur kartnögl á hverjum fingri, helblá augu í hnakkanum og horn eins og geit. Eyrun lafa ofan á axlir og eru áföst við nefið að framan. Hún er skeggjuð um hökuna, og fer skeggið ekki betur en hnýtt earn á vef, og þar hangir auk þess við bót eða flóki. Tennur hennar eru eins og ofnbrunnið grjót. Aðrir segja að hvert þriggja höfða hennar sé eins stórt og á miðaldra kú, augun eins og elds- glóðir, kinnbeinin kolgrá og kjaft- urinn eins og á tík. Hún hefur hrútsnef, þrútið og blátt og í átján hlykkjum. Þá hefur hún hárstrý, kolsvart og kleprótt, sem nær ofan fyrir kjaft, en tvær skögultennur ná ofan fyrir höku. Samvaxin sex eyru hennar ná ofan á læri og eru sauðgrá. Hökuskeggið er útbíað í mjólk, hendurnar kolsvartar og stórar eins og kálfskrof." Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.