Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 PlnrfMi Utgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, st'mi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 450 kr. á mánuö eintakiö. innanlands. í lausasölu 40 kr. Frysting vopna og stjórnarsamstarfið Frá nágrannalöndum okkar Noregi og Danmörku hafa þær fréttir verið að berast um nokkurt skeið, að samsteypu- stjórnir borgaraflokkanna eigi undir högg að sækja í utan- ríkismálum, af því að einstakir stuðningsmenn þeirra á þingi hlaupi í fangið á vinstrisinnum í hvert sinn, sem þeir minnast á kjarnorkuvopn. Norska og danska ríkisstjórnin sitja áfram við þau skilyrði, að utan- ríkisráðherrar þeirra greiða atkvæði þvert gegn betri vitund í ýmsum mikilvægum málum til dæmis á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins og Samein- uðu þjóðanna. Ástæða er til að furða sig á langlundargeði ráð- herranna, en vandræði þeirra eru á stundum höfð í flimting- um í fjölmiðlum, þótt flestir geri sér grein fyrir því, að hér er um furðulega stöðu að ræða, þegar þing og ríkisstjórn í sama ríki greinir á um þann þátt öryggismála, sem lýtur að kjarnorkuvopnum. Flokkar jafnaðarmanna í Noregi og Danmörku sátu í ríkisstjórn 1979, þegar hin tví- þætta ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins um Evrópueld- flaugarnar var tekin. Nokkru síðar lentu flokkarnir í stjórn- arandstöðu og snerust þá gegn eigin stefnu í þessu máli. Töldu forystumenn jafnaðarmanna, að þeir myndu slá sér upp meðal kjósenda með þessari afstöðu. Það mat þeirra hefur reynst rangt. Hvorki í Danmörku né Noregi hefur þessi tvöfeldni dugað vinstrisinnum til að ná völdum af borgaraflokkunum. Hins vegar hafa ríkisstjórnir í öðrum vestur-evrópskum lönd- um, sem hafa fylgt ákvörðun- inni frá 1979 fram, náð endur- kjöri í kosningum og sama er að segja um borgaraleg öfl í Noregi og Danmörku. Eftir sig- ur norsku borgaraflokkanna í kosningunum nú í september saxaðist þó svo af fylgi þeirra, að vinstrisinnar á Stórþinginu hafa getað myndað meirihluta með aðstoð fáeinna stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar, þeg- ar tekin en afstaða um mál eins og það, hvort Noregur eigi að styðja tillögu frá Mexíkó og fleirum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um frystingu kjarn- orkuvopna. Áhugi vinstrisinna hér á landi á þessu máli er ekki meiri en svo, að þeir hreyfðu engum andmælum, þegar frá því var skýrt í utanríkismáianefnd Alþingis síðastliðinn mánudag, að fulltrúi Islands myndi sitja hjá, eins og áður, við atkvæða- greiðslu um Mexíkó-tillöguna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það var ekki fyrr en eftir þennan fund, sem Hjörleifur Guttorms- son og félagar tóku við sér og heimtuðu að íslendingar skiptu um skoðun, af því að Norðmenn höfðu gert það! Þetta er furðu- leg röksemd, ekki síst hjá þeim, sem eru alltaf með það á vörun- um í hinu orðinu, að við eigum að fylgja sjálfstæðri utanríkis- stefnu. í umræðum á Alþingi á fimmtudaginn kom fram, að utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra eru sammála um, að ástæðulaust sé að breyta at- kvæði íslands í þessu máli. Það kvað hins vegar við annan tón hjá Páli Péturssyni, formanni þingflokks Framsóknarflokks- ins. Hann er forystumaður þeirra í liði stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, sem fyrstur hleypur í fang Alþýðubanda- lagsins, ef það opnar faðminn með gagnrýni á stjórnina. Þótt Ólafur R. Grímsson skammi Pál fyrir að gegna ekki skyldum sínum sem nefndarformaður á þingi, er Páll tilbúinn til að fyrirgefa kommúnistum allt, þegar að öryggismálum þjóðar- innar kemur. Ur því að Hjörleif- ur Guttormsson taldi utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra á rangri hillu var Páll Pétursson ásamamáli. Þingflokkur sjálfstæðis- manna hittist á stuttum fundi eftir þetta síðasta daður Páls Péturssonar við Alþýðubanda- lagið. Þar var ákveðið að líta á það sem tilefni til stjórnarslita, ef stefna utanríkisráðherra og forsætisráðherra í þessu máli næði ekki fram að ganga vegna andstöðu einhverra þingmanna Framsóknarflokksins. Flutti Þorsteinn Pálsson þessi boð til Steingríms Hermannssonar. Formaður Framsóknarflokks- ins hefur hins vegar ekki látið ræða þau enn formlega í þing- flokki framsóknar, og er niður- stöðunnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ætlar Páll Pét- ursson, formaður þingflokksins, að beita sér fyrir því að fram- sóknarmenn styðji vantrausts- tillögu á ríkisstjórnina um þetta efni? Af framvindu þessa máls er ljóst, að sjálfstæðismenn ætla ekki að líða það, að ríkisstjórn íslands lendi í sömu aðstöðu og ríkisstjórnir Noregs og Dan- merkur í málum af þessu tagi. Hér er einvörðungu verið að nota óskhyggjumál í svonefndri friðarbaráttu til að stofna til ófriðar á pólitískum vettvangi heima fyrir. Frumkvædi mennta- mála- ^ rádherra Islenzk tunga hefur verið til umræðu að undanförnu. Marg- ir bera ugg í brjósti þegar vikið er að framtíð hennar. Erlent fjölmiðlaefni þrýstir sér inn í stofu flestra íslendinga, nánast viðstöðulaust, og stór spurning hvort við stöndumst þessa ásókn til lengdar. I þessum efnum sem öðrum er sókn bezta vörnin. Þess vegna hafa umræður þessar verið af hinu góða og þá ekki sízt ráðstefna Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra um íslenzka tungu á fullveldisdaginn. Hún var mikilvægt framlag í þeirri gagnsókn sem nú er hafin fyrir varðveizlu tung- unnar. Ráðstefnan var jafn brýn og hún var ánægjuleg. Málflutningur unga fólksins vakti ekki sízt gleði og vonir. Hann var sérvizkulaus. Nú kemur til kasta þings og fjárveitingavalds að láta verkin tala. Sú hugmynd er allrar íhug- unar verð að helga 1. des. ár hvert ís- lenzkri tungu og málsmenningarhefð okkar. Þessi vakning verður að ná inní þingsalina. Og til ríkisfjölmiðlanna. Og þá ekki sízt skólanna. Það mætti hefja framsagnar- og framburðarkennslu í neðri bekkjum en gert er ráð fyrir í ályktunum ráðstefnunnar. Það þarf að hlú að rótunum í því ræktunarstarfi sem nú verður hafizt handa um. Menntamálaráðherra hefur áður skorið uppi herör í þingsölum og látið til sín taka. Þannig hefur hann síður en svo einskorðað málflutning sinn við deilurnar um setuna þótt setuáhugi hans hafi orðið hvað kunnastur. Ýmsir mæltu setunni bót en hún fór fyrir brjóstið á öðrum. En setan er aukaatriði. Varð- veizla íslenzkrar tungu skiptir aftur á móti sköpum. Með ráðstefnunni á full- veldisdaginn hefur menntamálaráð- herra lagt á það áherzlu og tekið forystu um viðnámið. Hann er vel í stakk búinn, svo gott tungutak sem hann hefur sjálf- ur úr vestfirsku æskuumhverfi sínu. Litríktmál Það er rétt hjá menntamálaráðherra að nauðsynlegast er nú að efla þekkingu íslendinga á bókmenntum sínum, forn- um og nýjum, því að þær eiga undir högg að sækja í sterkasta fjölmiðlinum, sjónvarpinu. Þar eiga þær að vera hátt á hrygginn reistar, ekki síður en í öllum skólum landsins. Þá er framsögnin, skýr framburður, eitt mikilvægasta atriðið, þótt hitt skipti engu hvort menn nota norðlenzkan, vestfirzkan, sunnlenzkan eða skaftfellskan framburð. Það væri út í hött að krefjast þess að einungis væri notaður einhver samræmdur framburð- ur á opinberum vettvangi. Slíkt leiddi einungis til andúðar og óánægju, auk þess sem fjölbreytni í tungutaki er jafn skemmtilegur og mikilvægur þáttur í þjóðlífinu og hvað annað. Litrík fjöl- breytni er okkur eiginleg því að hún er eitt helzta einkenni náttúrunna og við erum hluti af henni. En það á að kenna mönnum réttar áherzlur í töluðu máli, hvort sem þeir tala norðlenzku eða sunnlenzku. Sú tilhneiging, ekki sízt innan þingsala því miður, að nota rangar og útlenzkulegar áherzlur á íslenzk orð gæti reynzt okkur sá skaðvaldur sem úrslitum réði. Það er því nauðsynlegt fyrir íslendinga að vita að aðaláherzla á önnur atkvæði er hið fyrsta í hverju orði er röng. Slíkt tungutak stafar af útlendum áhrifum og gæti orðið til þess að kippa stoðunum undan málkerfi okkar. Á þetta eiga allir kennarar að leggja áherzlu, ekki sízt þeir sem kenna erlend tungumál. Það er mikilvægasti þáttur tungumálakennslu að kunna ís- lenzku svo að vel fari. Því eiga tungu- málakennarar að leggja áherzlu á móð- urmálið jafnframt því sem þeir kenna sín fög. Arfurinnfrá Bessastöðum Tungumálakennsla á ekki sízt að miða að því að menn hugsi betur á eigin máli og komi þessari hugsun skýrt og skorin- ort á íslenzka tungu. Við blaðamenn erum í glerhúsi, hvað þetta snertir. Is- lenzk setningaskipan er sífelldlega að bögglast fyrir brjóstinu á fjölmiðlafólki. Það snarar alltof oft erlendum texta á einhvers konar íslenzkt hrognamál sem er fremur enska eða danska en ástkæra ylhýra málið. Lesendur eiga að vera kröfuharðir við okkur blaðamenn. Við eigum að hafa hitann í haldinu. Og það á að gagnrýna okkur harðlega þegar við látum undir höfuð leggjast að vinna úr erlendum heimildum með þeim hætti sem til skammar er. Það vill þó alltof oft brenna við. Og það gerist raunar ekkert síður þegar unnið er með íslenzk- an texta frá grunni og engum þýðingum er til að dreifa. Islenzk tunga var höfuð- prýði Bessastaðaskóla. Þar var hún kennd með eftirminnilegum árangri i öllum kennslustundum, hvort sem um var að ræða grísku — eða latínutíma, eða þá kennslu í einhverjum öðrum fögum. Alltaf var verið að kenna móður- málið og áherzla á það lögð, enda voru kennarar Bessastaðaskóla mikilhæfir sérfræðingar í íslenzkri tungu og menn- ingu. Kennarar nú um stundir ættu að til- einka sér andann í Bessastaðaskóla. Þar var íslenzk tunga í tízku. Oft var þörf en nú er nauðsyn að íslenzk tunga komizt aftur í tízku. Það kom í veg fyrir að við glötuðum íslenzkunni á síðustu öld að danskan varð ekki tízkufyrir- brigði, jafnvel ekki í Reykjavík sem var þó harla maðksmogin að þessu leyti. Því miður eru flestir slagarar á ensku. Og þeir eru í tízku. Þó heyrast dægurlög með sæmilegum íslenskum textum, sem betur fer. En þau eiga því miður undir högg að sækja. Allt. skal koma úr enska blýmótinu. Vonandi að þessi hrina gangi einhvern tíma yfir eins og aðrar nátt- úruhamfarir. Erlendáhrif Það er rétt hjá menntamálaráðherra þegar hann sagði í ræðu sinni á fyrr- nefndri ráðstefnu að það sé raunalegt hve margir skelli skollaeyrum við þeirri alvarlegu staðreynd „að erlend máláhrif á íslandi færast mjög í vöxt. Af þeim vonda draumi þarf að vekja þjóðina. Um þetta þarf ekki að deila. Dæmin glymja í eyrum daglangt. Þarf ekki að skunda á vinnusvæði flugliða til að færa sönnur á þá köldu staðreynd". Hér skírskotar ráherrann til flugliðamáls sem kynnt var í Reykjavíkurbréfi ekki alls fyrir löngu og vakti mikla athygli. Sumir virðast jafnvel hafa vaknað. Forystu- menn í flugi hafa sett á laggirnar mál- nefnd og vonandi á hún eftir að áorka miklu fyrir góðan málstað. Heiður sé þeim og öðrum sem að slíku standa. Það er rétt hjá ráðherranum að við þurfum fleiri málnefndir. Sú varð einnig niður- staða ráðstefnunnar og nú er að taka til hendi. Svefngenglar vanans verða að breytast í eldhuga og hugsjónamenn. Þá verður íslenzk tunga aftur að tízku- fyrirbæri. Það yrði bezti bandamaðurinn í þeirri styrjöld sem nú er að hefjast við erlenda ásókn í gervi framandi fjöl- miðlunar. íslendingar hafa alltaf verið opnir fyrir erlendum áhrifum en þeir hafa einnig ávallt breytt þessum áhrifum í íslenzkan veruleika. Vonandi tekst þeim að halda þessari mikilvægu menningar- starfsemi áfram, að vinna úr erlendu efni en verða því ekki að bráð. Þegar mest hefur verið um að vera í íslenzkri menningu hefur landið verið deigla. Þannig var unnið á íslandi fram á 14. öld en þá lagðist einangrun og drungi yfir landið og hægt og bítandi varð þjóðin andlegum doða að bráð. Þá var oft hætta á ferðum. En við stóðumst þessa erlendu áþján. Við stóðumst hana MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 4L REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 7. desember „Þess vegna hafa umræður þessar verið af hinu góða og þá ekki sízt ráðstefna Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra um íslenzka tungu á fullvcldisdaginn. Hún var mikilvægt framlag í þeirri gagnsókn sem nú er hafin fyrir varðveizlu tungunnar." CRYMOGAEA RERUm’iSLAN* D 1 C A R V M L I B R I III. Per MRNGRIMl^M ] ONAM l S L A N D y M Provtrb. 11. Dtvci &paupcr obviavcrunt filii: utrÍM^ cpcrj. tor cfi 'Dom'tnM. HAMBUKGI, Tjfi P h i l i r r t si 0 h m. „Allt leiðir þetta hugann að nýútkominni bók sem hlýtur að teljast hnýsilegur viðburður á bókamark- aði nú fyrir jólin. Það er Crymogæa eftir Arngrím Jónsson lærða, þættir úr sögu íslands, í þýðingu Jakobs Benediktssonar sem einnig samdi inngang og skýringar.“ „Sú hugmynd er allrar íhugunar verð að helga 1. des. ár hvert ís- lenzkri tungu og - málsmenningar- hefð okkar. Þessi vakning verður að ná inni þingsalina. Og til ríkisfjölmiðl- anna. Og þá ekki sizt skólanna. Það mætti hefja framsagnar- og framburðar- kennslu í neðri bekkjum en gert r; er ráð fyrir í ályktunum ráð- stefnunnar. Það þarf að hhi að rótunum í þvi ræktunarstarfi sem nú verður hafizt handa um.“ jafnvel á 16. öld þegar erlendir sálmar voru þýddir með svipuðum árangri og erlent fjölmiðlaefni nú um stundir. Þá reis íslenzk menning í öllu sínu veldi og braut sér nýjan farveg í biblíuþýðingum Odds Gottskálkssonar og Guðbrands byskups. Við stóðumst þenna doða einn- ig á 18. öld þegar hér var einungis gefið út tímarit á dönsku. Þá braut íslenzk menning sér enn nýjan farveg í ritum lærdómslistamanna og skáldskap höfuð- snillinga á borð við Bjarna Thorarensen og Bólu Hjálmar. Þessi saga endurtók sig einnig á 19. öld, eins og kunnugt er. Þá urðu áhrif Magnúsar Stephensens undir en gunnfána Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar var brugðið á loft. Undir forystu Bessastaðamanna og Fjölnishópsins, ekki sízt Jónasar Hall- grímssonar, lögðum við enn til atlögu við dönsk áhrif. Og enn höfðum við sigur. Það var ekki ónýtt að eiga Sigurð Breiðfjörð þá, svo vinsæll sem hann var og alþýðlegur og mikilvægur hlekkur í samhengi íslenzkrar menningar og þró- un íslenzkrar tungu. Nú er enn að okkur vegið. Sem betur fer erum við vel í stakk búin til að stand- ast ásóknina. Við höfum átt sterkar bókmenntir á þessari öld, íslenzk menn- ing hefur enn brotið sér nýjan farveg. Ef skólarnir þekkja sinn vitjunartíma ættum við að geta unnið enn einn frægan sigur í þessari eilífu baráttu fyrir ein- kennum okkar og tilverurétti. Menntamálaráðherra ætlar ekki að láta deigan síga í þessari baráttu. Hann sagði í ræðu sinni að „af hálfu mennta- málaráðuneytisins verður nú þeim ráð- um beitt sem tiltæk eru. Fyrst og fremst verður það á vegum skóla og fjölmiðla. Kennsla í íslenzku í skólum verður aukin og efld að því er varðar mælt mál, fram- burð og framsögn. Til þess að árangurs megi vænta þarf að endurmennta kenn- arastéttina og verður Kennaraháskólinn að gegna því forystuhlutverki. Fjölmiðl- um, útvarpi og sjónvarpi, verða falin ný og stóraukin verkefni, þar sem þeir verða til fyrirmyndar um meðferð máls- ins og opna íslenzkar bækur, fornar og nýjar, fyrir ungu fólki... íslenzk tunga á í vök að verjast. Enn mun að henni sótt af auknu afli þegar grúi vígahnatta tekur að sveima yfir höfðum okkar og spú yfir okkur lágmenningu ómældri á erlendum tungum. En — það hefir áður verið sótt að íslenzkri tungu ...“ Crymogæa Allt leiðir þetta hugann að nýút- kominni bók sem hlýtur að teljast hnýsi- legur viðburður á bókamarkaði nú fyrir jólin. Það er Crymogæa eftir Arngrím Jónsson lærða, þættir úr sögu íslands, í þýðingu Jakobs Benediktssonar sem einnig samdi inngang og skýringar. Arngrímur lærði samdi rit sín gegn erlendu slúðri um ísland. Þau voru mikil kynningarrit um sögu íslands og menn- ingararfleifð og þau höfðu mikil áhrif á sínum tíma. Það var kominn tími til að almenningur kynntist Crymogæu, þessu stórmerka riti og miklu málsvörn fyrir ísland og íslendinga. En ritið er ekki sízt áskorun til okkar sjálfra. Ef við drögum réttar ályktanir af þessu hug- sjónastarfi Arngríms lærða ætti okkur ekki að verða skotaskuld úr að lifa af þá válegu tíma og þær ógnlegu hættur sem að steðja. Tvö stórskáld, Bjarni Thorarensen og Bólu Hjálmar, fullyrtu á sínum tíma að betra væri að landið sykki í sjó en það glataði einkennum sínum og arfi. Yrði erlendri tízku að bráð. Þetta eru stór orð en íhugunarefni, ekki sízt nú. Arngrímur Jónsson skrifar sérstakan kafla um tunguna. Menn ættu að kynna sér hann. Þar segir hann m.a.: „Samskipti við útlendinga hafa ekki aðeins spillt tungu Norðmanna nú á dögum (Crymogæa var samin á latinu og kom út 1609; innskot) heldur svift þá henni (aðrir skuli líta í eigin barm). Frægir höfundar segja eitthvað svipað um ltalíu og Grikkland þar sem tung- urnar varðveittust óspilltar og dreifðust um allan heim. En síðan, eftir að Skýþar og Gotar réðust inn í þessi lönd, varð á tungunum þvílík breyting að hvorki Róm né Aþena nútímans virðast hafa átt sér nokkra fortíð ...“ Eigum vér fortíð — eður ei?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.