Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 73
73 mikið var klappað, þá heyrðist oft yfir lófatakið: „Bravó“ eða „Da Capo“, og þá var þar engin önnur en Ásta, sem lífgaði enn betur upp á stemmninguna. Þegar við stofnuðum Félag ís- lenskra listdansara árið 1947, var Ásta nokkuð farin að draga sig í hlé, þó að hún ætti reyndar enn eftir að vinna að Nýársnóttinni. Þrátt fyrir það, var stofnfundur- inn haldinn á heimili hennar, Fjölnisvegi 14, og hún lét það eftir okkur að verða fyrsti formaður félagsins, enda þótti okkur hinum, öllum sem einni, hún vera sjálf- kjörin til þess. Það er lítill vafi á því að við völdum rétt, því að hún var eldri og veraldarvanari og hafði meiri persónuleika til að bera en við hinar, enda komu þessir eiginleikar að góðu haldi við að ryðja félaginu braut inn í bandalag ísl. listamanna strax á fyrsta ári. Það var ekki auðunnið verk, en var auðvitað ómetanleg viðurkenning á félaginu og dansin- um sem sjálfstæðri listgrein. Með stofnun félagsins var auðvitað að því stefnt að komið yrði upp flokki vel menntaðra listdansara, og þann draum sá Ásta rætast. Ásta varð svo fyrsti og eini heiðurs- félagi Félags ísl. listdansara fram til þessa. Eg held ég mæli örugglega fyrir munn allra íslenskra listdansara ef ég segi að við áttum öll Ástu skuld að gjalda og viljum öll votta henni látinni djúpa virðingu okk- ar. Sérstaka virðingu vottum við, þær sem höfðu nánasta samvinnu við Ástu á fyrstu árunum eftir stríðið og stofnun Félags íslenskra listdansara, Sigríður Ármann, Sigrún Ólafsdóttir og Ellý Þor- láksson. Kveðja: Elín S. Aðal- steinsdóttir Fædd 10. júní 1938 Látin 28. nóvember 1985 Kvödd hefur verið hinstu kveðju Elín Sigrún Aðalsteinsdóttir. Kynni okkar hófust er Elín hóf störf í kjötdeild Miklagarðs. Elín var einstök starfsmanneskja hvað snertir dugnað, vandvirkni og vinnuþrek. Enn það sem fyrst og fremst gerði Elínu vinsæla var framkoma hennar við samstarfs- fólk sitt. Til Elínar var leitað í gleði og sorg, og öllum gat hún einhverju miðlað. Stunduð hagnýt- um ráðum, stundum móðurlegri hlýju. Elín hafði mikla hæfileika til að miðla af verkkunnáttu sinni. Sú hugsun hvarflar óneitanlega að okkur að skarð hennar verði vandfyllt, bæði sem starfsmanns, góðs vinar og félaga. Á þessum hljóðu og döpru dög- um hefur okkur oft verið hugsað til ástvina hennar. Við vitum að orð mega sín lítils fyrir þá sem mikið hafa misst og sorgin nístir, en máske hlýjar hugsanir og heitar bænir megi milda þá raun. Ástvinum hennar sendum við samúðarkveðj ur. Blessuð sé minning Elínar S. Aðalsteinsdóttur. Samstarfsfólkið, kjöt- deild. Miklagarði MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Börnum hennar og venslafólki öllu sendum við hjónin hugheilar samúðarkveðjur. Sif Þórz Kveója frá Félagi ís- lenskra listdansara og ís- lenska dansflokknum. LISTDANSINN er sú listgrein hér á landi sem hefur einna fæstum á landi sem hefur einna fæstum liðsmönnum á að skipa en hefur þó náð einna lengst. Við lát Ástu Norðmann er stórt skarð höggvið í þann fámenna hóp sem starfað hefur að uppbyggingu og þróun þessarar listgreinar hér, því hún var einn af frumherjunum. Árið 1947 stofnaði Ásia ásamt nokkrum öðrum dönsurum Félag íslenskra listdansara og var kjörin fyrsti formaður þess. Það var meðal annars fyrir hennar atorku að sama ár fékk félagið aðild að Bandalagi ístenskra listamanna og þar með var listdansinn viður- kenndur sem jafningi annarra list- greina. Markmið félagsins frá upphafi var stofnun atvinnudansflokks og að búa þannig um hag listdansara að þeir gætu lifað af listgrein sinni, en Ástu dreymdi um að það yrði að veruleika skömmu eftir opnun Þjóðleikhússins árið 1950. Ásta vann sitt síðasta verkefni sem danshöfundur við vígslu Þjóð- leikhússins þar sem hún samdi dansa á Nýársnóttina, eftir Ind- riða Einarsson, en J)að var hins vegar ekki fyrr en Islenski dans- flokkurinn var stofnaður í maí 1973 sem draumur hennar rættist. Eftir að Ásta lét af störfum fylgdist hún náið með því sem var að gerast í listgreininni og veitti allan þann stuðning sem henni var unnt. Undirritaður minnist þess er Íslenski dansflokkurinn frum- sýndi sinn fyrsta heilskvöldsball- ett, Coppeliu, árið 1975, dreymdi hann nóttina áður að Ásta stæði í anddyri Þjóðleikhússins með fangið fullt af blómum og afhenti dansflokknum. Ásta Norðmann var fyrsti og til þessa eini heiðursfélagi Félags íslenskra listdansara. Að lokum vil ég fyrir hönd Fé- lags íslenskra dansara og íslenska dansflokksins og annarra þeirra sem unna listdansinum þakka Astu fyrir ómetanleg störf hennar í þágu listgreinarinnar. Þau störf munu verða skráð í sögu félagsins sem og í sögu dansflokksins og að sjálfsögðu í sögu listdans á Islandi. Ættingjum hinnar látnu send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. f.h. Félags íslenskra listdansara og Islenska dansflokksins, Örn Guðmundsson. t Útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, KRISTJÁNS KRÖYER frá Stóru-Brekku, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. desember kl. 15.00. Malen Kröyer, Guðlaug Kröyer, Jón Björnsson, Elín Kröyer, Þorsteinn Þórarínsson, Sigrún Kröyer, Jón Haraldsson, og barnabörn. Útför t frú Ástu Norömann verður gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. desember kl. 10.30. Kristín Egilsdóttir, Dorette og Árni Egilsson, Guörún og Mér Egilsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö útför ÞORSTEINS BJARNASONAR fré Neöri-Miövík í Aöalvik. Bestu kveöjur. Dætur og aörir vandamenn. t Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför SIGMARS BRYNJÓLFSSONAR. Esther Jóhannesdóttir, Sveinn Jensson og fjölskylda, Kjartan Jensson og fjölskylda. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa BORGARS GUOMUNDSSONAR. Jensey Kjartansdóttir, synir, tengdadœtur og fjölskyldur. t Þakka auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fósturföö- ur míns, SIGURÐAR ÁSGEIRSSONAR, Skipholti 18. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Valdimarsdóttir. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem meö blómum, skeytum og nærveru sinni auösýndu mér samúö og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, JÓNASAR E. I. HELGASONAR, fré Trostansfirði. Guö blessi ykkur öll. jris Anja Honkanene. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÓSKARS R. MAGNÚSSONAR, Hringbraut 90. Sígrún Ágústsdóttir, Skúli Óskarsson, Birna Ólafsdóttir, Sigmar Óskarsson, Elísabet Snorradóttir. t Alúöarþakkir til allra þeirra er sýnt hafa viröingu, samúð og vinarhug viö andlát og útför, VÍKINGS JÓHANNSSONAR, fyrrv. tónlistarskólastjóra og amtsbókavaröar, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir eru til félaga Lúörasveitar Stykkishólms og kirkjukórs Stykkishólmskirkju. Sigurborg Skúladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Kæru vinir og vandamenn, viö þökkum innilega allan hlýhug og þá samúö sem okkur hefur veriö sýnd viö andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, STEINARS SKÚLASONAR. Erla Vilhjélmsdóttir, Skúli G. Jóhannesson, Vilhjálmur Skúlason, Unnur Steinsson. T. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GERDUSTEFÁNSSON, Brekkugötu 12, Akureyri. Stefén Jónsson, Magnea Kristjénsdóttir, Sveinn Óli Jónsson, Anna Lilja Kvaran, Geröa Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Jóhannesson og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR DAVÍO VILHJÁLMSSON, Stórholti 24, Reykjavík, verður jarösunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 9. des. kl. 15.00. Sígríöur Björg Ólafsdóttir, Oddgeir Ólafsson, Guóbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.