Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 71 Minning: Asta Norðmann listdansarí Á morgun mánudaginn 9. des- ember verður útför Ástu Norð- mann listdansara gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Ásta til- heyrði þeirri kynslóð í landinu sem veitti nýjum menningarstraum farveg í þjóðlífinu. Gleggsta dæmið um hversu ungt islenskt samfélag er í mörgu tilliti er, að á því árabili sem nú er falla í valinn brautryðjendur margra fagurra lista hér á landi, listgreina sem eiga sér aldagamlar hefðir með skyldum menningarþjóðum. Ég leyfi mér að draga í efa að nútímafólk hafi öðlast sýn á hversu mikið allur fjöldinn á að þakka þeim fáu sem fóru fyrir á því sviði sem öðru. Nýútkomin bók Konur hvað nú? er þó lýsandi vottur þess að tekið er að halda nafni frumherjanna á loft. Þar er Ástu Norðmann getið og starfs hennar við að grundvalla æðri danslist á íslandi. Við Ásta Norð- mann vorum venslaðar á þann hátt að eiginmaður hennar var einn minna nánustu vandamanna og milli mín og hennar var ævinlega hlýtt vinarþel. Vildi ég við fráfall hennar minnast þess með nokkr- um orðum. Ásta fæddist á Akureyri 26. ágúst 1904. Hún var af góðu bergi brotin og að henni stóðu traustar ættir. Faðir hennar var Jón Steindór kaupmaður og útgerðar- maður á Akureyri sonur séra Jóns Norðmanns sem lengst var prestur að Barði í Fljótum og Katrínar Jónsdóttur prests að Undirfelli Eiríkssonar. Þess má geta að talið var að Margrét móðir séra Jóns væri laundóttir séra Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá. Jórunn móðir Ástu var dóttir Einars Bald- vins bónda og hreppstjóra á Hraunum í Fljótum Guðmunds- sonar og fyrstu konu hans Kristín- ar Pálsdóttur prests í Viðvík Jóns- sonar. Ásta var næstyngst sjö systkina, yngri er Jórunn búsett í Reykjavík. Eldri voru Katrín Við- ar sem býr hér í borg í hárri elli, Jón sem lést ungur við tónlistar- nám, Kristín er féll frá á besta aldri, Einar Baldvin dó ungbarn og óskar stórkaupmaður í Reykja- vík látinn fyrir nokkru síðan. Föðursystur Ástu voru Freyja sem gift var Rögnvaldi Björnssyni í Réttarholti og Evgenía sem átti Dúa Grímsson á Krakavöllum, þeirra sonur var Jón Dúason fræðimaður. Börn Einars á Hraun- um, móðursystkin Ástu, voru Jón og Sveinn sem ráku verslunarfyr- irtæki á Raufarhöfn, Guðmundur faktor á Siglufirði, Bessi búsettur á Akureyri, Páll borgarstjóri í Reykjavík og síðar hæstaréttar- dómari, ólöf sem giftist Guðmundi Davíðssyni frá Hofi og bónda á Hraunum, Helga gift Árna Thor- steinsson tónskáldi; hálfsystkinin Baldvin lengi fulltrúi hjá Eimskip í Reykjavík, Magna starfsmaður þess fyrirtækis í Kaupmannahöfn og Nikólína gift í Danmörku. Enda þótt Ásta væri aldrei sjálf marg- mál um skyldfólk sitt þá er hennar ættarrannur þessi og vissulega mat hún mikils að telja til þeirra sem settu metnað í að byggja upp íslenskt samfélag og stuðla að sjálfstæði þess. Alkunnugt er að af Hraunafólki er Baldvin Einars- son sem í störfum sínum var undanfari Fjölnismanna og hefur verið kallaður fyrsti islenski stjórnmálamaðurinn á nútíma- vísu. Bernskuheimili Ástu stóð á Akureyri og þar steig hún sin fyrstu spor í glöðum hópi systkina sinna. Hagur fjölskyldunnar var góður, faðirinn dugmikill ogefnað- ist vel. Sólin virtist skína í heiði þegar skugga bar yfir. Ásta var aðeins fjögurra ára þegar faðir hennar veiktist alvarlega og fór til Danmerkur til lækninga. Þar lést hann 1908 og var kona hans þá úti hjá honum. Ólöf á Hraunum íét sækja systurbörn til Akureyrar og hjá henni dvöldust þau uns móðirin kom heim aftur. Ári síðar fluttist Jórunn með börn sín til Reykjavíkur, hefur hún án efa talið meiri möguleika þar til að mennta börn og hún talið sig hafa styrk af nágrenni við þau systkini sín sem þar bjuggu. Þess má geta að meðan fjölskyldan bjó á Akur- eyri missti hún heimili sitt í mikl- um eldsvoða 1903 þegar sjö hús brunnu þar samtímis. Sigurbjörn Sveinsson höfundur Bernskunnar og fleiri rita fellir þá atburði inn í frásagnir sínar og getur við- bragða litlu systranna í húsi Norð- manns kaupmanns. í Reykjavík bjó Jórunn með börnum sínum lengst í húsinu Ásbyrgi við Kirkjustræti. Þar er nú bifreiðastæði, milli Herkastal- ans og Skjaldbreið en var áður reisulegt tvílyft timburhús sem varð eldi að bráð fyrir allmörgum árum. Þarna var æskuheimili Ástu i hjarta bæjarins, hún stundaði venjulegt barnaskólanám og sem unglingur verslunarnám. Líkt og systkin hennar var Ásta listelsk og listhneigð og sér í lagi heillaði dansinn hana. Stefanía Guð- mundsdóttir leikkona hafði kynnt sér danskennslu erlendis og rak ásamt Guðrúnu Indriðadóttur dansskóla í Iðnó. Þar lærði Ásta barna- og samkvæmisdansa. Ásamt dætrum Stefaníu og öðrum jafnöldrum sínum tók hún þátt í sýningum þar sem dansatriði til- heyrðu. Man ég mynd á póstkorti af skrautatriði úr barnaleiksýn- ingu sem Stefanía stýrði við há- tíðahöld 19. júní 1916. Þar er Ásta í hlutverki álfameyjar með stjörnu í hári og töfrasprota í hendi tilbúin til að vekja af værum blundi kon- ungssoninn sem Anna Borg lék. Ásta þráði að halda áfram á þess- ari braut og tækifærið kom upp í hendurnar á henni þegar Kristín systir hennar þá gift Páli ísólfs- syni var á förum með honum til Leipzig 1921. Ásta var aðeins 17 ára og móðir hennar treystist ekki til að senda hana eina út í hinn stóra heim en í öruggri umsjá eldri systur var fararleyfi auðsótt. Leip- zig er borg mikillar tónmenningar og lista og þar stundaði Ásta nám í listdansi í eitt ár. Heimkomin stofnaði hún haustið 1922 dans- skóla sem var til húsa í Bárunni fyrir börn og fullorðna. Hún kenndi barnadansa sigilda sam- kvæmisdansa svo sem Lancier einnig nýjustu dansana eins og þeir voru í Evrópu á fyrstu árum eftir fyrra stríðið. Hún stóð fyrir danssýningum í Iðnó þar sem nemendur hennar komu fram og hún æfði úrvalsflokka sem sýndu margs konar dansa. Danssýningar frá skóla Ástu Norðmann voru nýr þáttur í menningarlífi höfuðstað- arins og færði bæjarbúa nær nú- tíðinni. Fyrir sumum voru þær IKURINN Christine Nöstllnger —Óborganleg barnasaga Dag nokkurn kemur pakki með póstinum til Bertu Bartolotti. í honum er niðursuðudós og I henni sjö ára drengur, verk- smiöjuframleiddur, kurteis og hlýðinn.Eiginlega alltof hlýðinn. Leiftrandi fjörug barnasaga, sögð af næmum skilningi á draumum og tilfinningum barna. — Valdís Óskarsdóttir þýðir söguna. Verö kr. 588.00 'EKKERT' STRlÐ Tilman Röhrig —í þágu friöarins — Þrjátíu ára stríöið er i algleymingi. Börn og unglingar skilja ekki lengur merkingu orðsins friður. Jockel er 15 ára og ástfanginn í fyrsta sinn. En í stríði er ekki tími fyrir slík ævintýri.— Bókin hlaut Þýsku barna- og unglingabókaverðlaunin árið 1984. — Þorvaldur Kristinsson þýðir söguna. __ Verð kr. 680.00 1 •*»*i i ^KERT STRÍÐ 4.1 "LEYSIÐ GtTU NA SJÁLF Martln Waddell —Ertu góö leynilögga? Nýr flokkur leynilögreglusagna fyrir böm og unglinga. Leynisveitin er fjórir unglingar: Kalli, Smári, Anna og Bogi. Lesandinn á sjálfur aö ráöa gát- una með þeim og fær margar visbend- ingar. Að sögulokum reiknar spæjar- inn ungi út stigafjölda sinn fyrir frammistööuna. Jafnast hann á við Derrick eöa er hann byrjandi i Ustinni? Fyrstu sögurnar um leynisveitina heita: LEYNISVEITIN OG BRAGÐA- REFURINN BRELLNI LEYNISVEITIN OG BÓFARNIR Á BLÍSTURSEY. Verö kr. 394.00. “DURAN--------KULDA”“—K4STALA------------- DURAN STRIÐIÐ DR4UGURINN Saga þessarar heimsfrægu hljómsveitar í mynd og máh. Meira en sjötiu Ut- myndir. Plötu- og mynd- bandaskrá hljómsveitar- innar. Verð kr. 400.00. Tfeiknimyndasaga um leyni- þjónustumanninn 421. Miskunnarlausir heimsvalda- sinnar sprengja sprengjur svo aUs staöar fer að snjóa. 421 fer á stúfana . . . Verð kr. 375.00. Spennandi teiknimyndasaga um Yoko Tfeuno. í gömlum kastala í Skotlandi er ekki aUt með feUdu. Yoko leggur saman tvo og tvo . . . Verð kr. 300.00. Áskriftarsíminn er 83033 85 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.