Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 77
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR8. DESEMBER 1985 77 áþekkar því, sem að ofan getur. Upphafið var á fjórða áratugnum. Á Menntaskólanum á Akureyri, því merka menntasetri, var margt efnilegra meyja og sveina. I huga unglings beint úr sveitinni var þetta mannval. Þetta voru menntamenn er gnæfðu upp yfír fjöldann. Þeir, sem í efri bekkjum sátu, stóðu hæst. Ég minnist systra tveggja, sem þá sátu í stærðfræðideild, Kristínar og Rannveigar Kristjánsdætra, fyrst- ar kvenna til að leggja út á hála og bratta braut stærðfræðilegra viðfangsefna við þessa stærstu menntastofnun Norðurlands. Brautin sú varð þeim þó ekki svo erfið, sem mörgum öðrum. Frá- bærar námsgáfur og skýrleiki í hugsun skipuðu þeim í efstu sætin. Stærðfræði og greinar sem henni tengjast gjarnan í námi, efnafræði og eðlisfræði, voru Kristínu mjög hugleiknar og leiddi til þess að hún hélt utan til Kaup- mannahafnar að loknu stúdents- prófi og nam efnaverkfræði við tækniháskólann þar og lauk prófi þaðan árið 1945. Á fyrstu áratug- um þessarar aldar var nám í verk- fræði, ekki sízt efnaverkfræði, næsta fátítt. Starfandi í þeirri grein, hérlendis, voru þá innan við tugur manna. Engin kona var í þeim hópi. Kristín Kristjánsdóttir var fyrsta íslenzka konan til að ljúka verkfræðinám. Hún valdi efnaverkfræðina, en þar er víð- feðmið kannski hvað mest, eða var á þessum tíma. Möguleikarnir ótæmandi, verkefnin tröllaukin. Við heimkomu frá námi hóf Kristín fljótlega störf í þágu ís- lenzkra atvinnuvega. Hún starfaði um tveggja ára bil hjá Fiskimála- nefnd með aðstöðu á rannsóknar- stofu iðnaðardeildar Atvinnu- deildar háskólans og síðar, árin 1948—1954 á búnaðardeild At- vinnudeildarinnar. í starfi Krist- ínar á þessari stofnun kynntist undirritaður viðhorfum hennar og starfshæfni vel, bæði sem sam- starfsmaður og sem nágranni. Fyrri kynni frá Akureyri höfðu að sjálfsögðu sitt að segja, en viðmót Kristínar, hlýja, létt lund og hjálp- semi, leiddi fljótt til vináttu. Kristín var ættuð og alin upp í sveit, á höfuðbólinu Dagverðareyri við Eyjafjörð. Það var því eðlilegt að áhugi hennar beindist að rann- sóknum á sviði jarðræktar. Búnað- ardeild Atvinnudeildar var þá i ióaf meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80 örum vexti og jarðvegsrannsókna- deild, undir stjórn dr. Björns Jó- hannessonar, þegar með fjölþætta starfsemi. Á því sviði vann Kristín. Tvö siðustu starfsárin stundaði hún, í tengslum við starf sitt á búnaðardeild, rannsókn á sérverk- efni við rannsóknarstofnun um jarðræktarvísindi í Aberdeen í Skotlandi. Hún hafði hlotið British Counsil styrk til þessarar dvalar og rannsóknarstarfa. Eftir fráfall systur sinnar, Rannveigar, hvarf Kristín frá rannsóknarstörfum og tók að sér umsjá heimilis og fjölskyldu syst- urinnar. Hún giftist um það leyti Peter Hallberg, prófessor í Gauta- borg, og settist að þar ytra. Þó starf Kristínar, í beina þágu íslenzkra atvinnuvega, yrði ekki nema nær því áratugur var það giftudrjúgt. Hún hélt og áfram að iðka sín fræði sem kennari í efna- fræði í Gautaborg. Kristín hélt tengslum við föðurlandið og átt- hagana og þau hjón bæði áttu hér mörg spor. Að leiðarlokum vefst manni gjarnan tunga um tönn. Glæsileg- ur persónuleiki er horfinn, hug- þekkur einstaklingur hniginn í valinn. Kristín var sterkur ein- staklingur með hugrekki braut- ryðjandans sem fyrsta íslenzka konan. Hún vinnur merkilegt starf á sínu sviði. Hún berzt hetjulegri baráttu, á annan áratug, við erfið- an sjúkdóm án þess að bugast. Á stundum nær því að sigra. Það eru góðar minningar við hana tengdar. Virðing og þakkir stéttarbræðra hennar og -systra eru okkur efst í huga. Eg færi eiginmanni og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Jóhann Jakobsson Islandsk-Norsk Ordbok eftir Ivar Orgiand og Frederik Raastad. Handhæg íslensk-norsk orðabók í þægilegu broti. f bókinni er að finna 15 þúsund íslensk orð og orðatiltæki og þýðingu þeirra bæði á nýnorsku og bókmáli. Auk daglegs máls nær orðaforðinn einnig yfir algenga málnotkun á sviði menningar og almennra greina. Bók sem skort hefur tilfinnanlega hingað til. BOK AUÐVTTAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. AUSTURSTRÆTI 18, SÍMI 25544. AIWA AIWA Vorum aö fá 30% lægra verö frá framleiöanda á einni sendingu af þessari stórglæsilegu hljómtækjasamstæðu V-900 B. Útvarp: LB, MB, FM-stereo meö sjálfleitara og tólf stööva minni, klukku og tímastilli fyrir upptöku eöa afspilun. Magnari: 2x90 wött. 5 banda tónjafnari, jafnt á upptöku sem afspilun. Segulband: 20-18000 riö, metal, lagaleitari, 2 mótorar, sjálfvirkt val á norm- al, CrO2 og Metal spólur. Auto record mute, samhæfö tenging viö útvarp og plötuspilara Plötuspilari: Sjálfvirkur eöa manual, linear tracking. Þetta er einstakt tækifæri til aö eignast frábæra hljómtækjasamstæöu á veröi sem á sér enga hliöstæöu miöaö viö gæöi. Verö kr. 47,280 stgr. án hátalara. Bjóöum einnig kr. 10.000,- útb. og eftirstöðvar á allt að 8 mán. D i. . i íxaaio i r Ármúla 38, Garðakaupum/Garöabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.