Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Áramótahugleiðingar fyrrum útvarpsstjóra gefnar út í bók TÖLUÐ ORÐ nefnist bók eftir Andrés Björnsson, fyrrum útvarps- stjóra, sem Bókaútgáfa Menningar- sjóós hefur gefiö út. í bókinni eru birtar sautján áramótahugleiðingar sem höfundur flutti í útvarpi og sjónvarpi gamlárskvöldin 1968— 1984 meðan hann var útvarpsstjóri. A bókarkápu segir m.a. um höfund og bókarefni: „Þjóð veit að Andrés Björnsson er mæltur vel. Áramótahugleiðingar hans í út- varpi og sjónvarpi á meðan hann var útvarpsstjóri þóttu hið besta fluttar. Nú koma þær hér á prenti og sannfæra lesendur um að hann sé einnig hagsmiður máls og stíls. Hugvekjur þessar sverja sig víða í ætt við ágætar riterðir og fagrar bókmenntir. Þær hefjast yfir stað og dægur þó oft sé lagt út af tilefni líðandi stundar, knýja til um- hugsunar, víkka andlegan sjón- deildarhring og marka tímabæra stefnu. Andrés Björnsson ræðir meginatriði islenskrar menningar af athygli og einurð og minnir iðulega á hversu okkur beri að varðveita hana og efla. En jafn- framt sér hann og heyrir út í heim og hyggur að málefnum veraldar og mannkyns enda víðförull og margfróður." Andrés Björnsson sagði á fundi með fréttamönnum, sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnar, að í gegnum árin hefði hann oft- sinnis verið beðinn að birta ára- mótahugleiðingar sínar í blöðum en aldrei látið þær af hendi rakna. Einnig hefðu ýmsir viðrað þá hugmynd við hann að hann gæfi þætti sina út í bók. Kvaðst Andrés í fyrstu hafa verið mótfallinn þeirri hugmynd enda hefðu hug- leiðingarnar verið skrifaðar með útvarp og sjónvarp eingöngu í huga. Hefði hann þó á endanum látið tilleiðast að gefa þættina út í bók. í formála bókar sinnar kemst höfundur svo að orði: „Heitið TÖLUÐ ORÐ hefur bókinni verið MorKunblaðið/Ólafur K. Magnússon Andrés Björnsson, fyrrum útvarps- stjóri. valið til að leggja áherslu á að hugleiðingar þessar væru fremur ætlaðar hlustendum en lesendum. Á þessu tvennu er alltaf munur, mikill eða lítill. Ræðumaður sem skilar efni í framsögn beint til áheyrenda skipar og miðlar efni sínu með öðrum hætti en sá er semur bók.“ Töluð orð er 213 bls. að stærð. Bókin er unnin í Odda en Sigurður Örn Brynjólfsson teiknaði kápu. JNNLENT Ragnar Axelsson, Ijósmyndari, með tvö veggspjaldanna. Tíu veggspjöld með myndum eftir „RAX“ — þar af tvö með Ijóðum eftir Matthías Johannessen ÚT ERU komin tíu íslensk veggspjöld, plaköt, með Ijósmyndum eftir Ragnar Axelsson, (RAX) Ijósmyndara á Morgunblaðinu. Á tveimur spjaldanna eru Ijóð, sem Matthías Johannessen skáld og ritstjóri, orti við myndir Ragnars. Ljóðin eru prentuð með eigin hendi skáldsins. Veggspjöldin eru 50x70 cm á stærð, spjöldin með ljóðunum þó örlítið stærri. Verð hverrar myndar út úr verslun verður 600—700 krónur, eða sambæri- legt við verð á erlendum vegg- spjöldum. „Þessar myndir eru afrakstur sunnudagsbíltúra undanfarna mánuði," sagði RAX í suttu spjalli við blm. Morgunblaðsins. „Ég hef lengi haft það fyrir tóm- stundagaman að taka myndir, sem eru öðruvísi en hinar dag- legu fréttamyndir, og þegar hugmyndin að þessari útgáfu varð til fór ég að velja úr mynd- um, sem ég átti í fórum mínum. Aðeins þrjár þessara mynda hafa birst — hér í Morgunblaðinu. Höfuðástæðan fyrir því að þetta er gefið út er þó sú, að mér hefur þótt vanta íslensk plaköt á mark- að hér. Maður þarf ekki að fara víða til að sjá hversu mikið fram- boð er af erlendum plakötum með erlendum áritunum í verslunum hér. Það má því segja, að þessi útgáfa sé framlag í þá umræðu um íslensku og íslenskt mál, sem farið hefur fram að undanförnu. Ef þetta gengur vel, þá gæti orðið um frekari útgáfu að ræða og þessa dagana er verið að kanna möguleika á að selja myndir eftir mig og fleiri — með erlendum texta — í útlöndum." Ásgeir Bergmann, starfsmað- ur auglýsingadeildar Morgun- blaðsins, hannaði útlit spjald- anna. Þau eru prentuð í Svans- prenti í Kópavogi. Rekstur bflaferju yfír Hvalfjörð við Gnmdartanga: Aætlaður stofnkostn- aður 200 milljónir — reiknað með tveimur ferjum í stöðugum siglingum Borgarstjóm: Hótel og skemmti- staður í Ármúla 9 ÓLAFI Laufdal veitingamanni hefur verið veitt leyfi til að reisa hótel og skemmtistað við Ármúla 9. Var þetta samþykkt á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöld. Guðrún Jónsdóttir (Kvennaframboði) lagði fram tillögu um frestun á afgreiðslu málsins vegna þess að áætlaður fjöldi bflastæða við hótelið væri ekki nægilega mikill. Hilmar Guðlaugsson (Sjálfstæð- isflokki) formaður bygginganefnd- ar sagði í ræðu sinni að bygginga- nefnd hefði fjallað um þetta ítar- lega og ekki væri því ástæða til að fresta málinu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (Sjálfstæðisflokki) formaður skipulagsnefndar benti á í ræðu sinni að vissulega væri rétt að bílastæði við hótelið væru færri en venjulega gerðist. óeðli- legt væri þó að krefjast þess af hóteli að það hefði jafn mörg bíla- stæði og annars konar þjónustu- starfsemi. Hér væri um algera sér- stöðu að ræða. Hótel þyrftu yfir- leitt mun færri stæði fyrir sína starfsemi. Fékk tillaga Kvenna- framboðsins einungis atkvæði minnihlutans og var því felld. Maríus Helgason Maríus Helga- son látinn MARÍUS Helgason fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri er látinn. Maríus fæddist á Stokkseyri þann 22. desember 1906. Foreldrar hans voru Helgi Halldórsson bóndi og síðar trésmiður og kona hans Guð- rún Benediktsdóttir. Maríus gerðist umdæmisstjóri Pósts og síma á ísafirði árið 1956 og starfaði þar til ársins 1966 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann var umdæmisstjóri næstu 10 árin. Umdæmisstjóri fyrir allt Norð- urland var hann frá júlí það ár til ársloka er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Maríus var tvígiftur. Fyrri kona hans var Sigríður Pálína Carlsdótt- ir. Síðari kona hans er Bergþóra Eggertsdóttir. Hann eignaðist tvö börn. Útför Maríusar var gerð frá Akureyrarkirkju í gær. ÚTREIKNINGAR íslenzka járn- blendifélagsins á hagkvæmni rekst- urs bflaferju yfir Hvalfjörð við Grundartanga sýna, að reksturinn mun þegar við upphaf geta skilað arði og greitt niður lán með eðlileg- um hætti. Áætluð fjárfesting vegna þessa er um 200 milljónir króna. Niðurstöður þessar voru á föstudag kynntar stjórn Skallagríms, útgerð Akraborgarinnar, samgönguráðu- neytinu og Vegagerðinni. Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að útreikn- ingarnir væru meðal annars byggðir á tölfræðilegri úttekt á umferð fyrir Hvalfjörð og með Akraborginni. Fyrirkomulagið yrði með þeim hætti, að tvær ferj- ur yrðu í stöðugum siglingum ákveðinn hluta sólarhringsins, þannig að bið eftir þeim ætti aldrei að verða meiri en 20 mínutur eða svipuð eða minni en það tæki að aka fyrir Hvalfjörðinn. Biðin yrði því frá því að vera nánast engin og að meðaltali um 10 mínútur, sem yrði siglingartíminn á milli. Afkoma miðaðist við ferjutoll að upphæð sem svaraði til bensín- kostnaðar við að aka fyrir fjörðinn. Jón sagði, að leitað hefði verið eftir notuðum ferjum erlendis, sem hentuðu þessu verkefni, en þær hefðu ekki fundizt. Því væri miðað við að þær yrðu sérstaklega byggð- ar og tækju 30 til 40 bíla hvor. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun til alþingis- manna, sem samþykkt var á fundi stjórnar Starfsmannafélags Haf- skips hf. „Stjórn Starfsmannafélags Haf- skips hf. skorar á alþingismenn að sjá til þess, að skipuð verði nú þegar rannsóknarnefnd úr hópi þingmanna, sem rannsaki án tafar málsmeðferð máls Hafskips hf. og Útvegsbanka íslands að því marki að nefndin geti staðfest, að sá valkostur, sem nú virðist líklegast- Nauðsynlegt yrði að sérhanna þær og bjóða smíðina út, en eðlilegast væri að þær yrðu byggðar hér á landi. ur meo yfirtöku Eimskipafélags Islands á eigum Hafskips hf. og íslenzka skipafélagsins hf. sé ótví- rætt sá hagkvæmasti með tilliti til hagsmuna Útvegsbanka f slands og Ríkissjóðs og þar með þess virði að leggja algjörlega niður þá við- skiptavild, sem felst í vönu starfs- fólki og þar með starfsvettvang fjölmargra, sem fyrirsjáanlega fá ekki aftur starf í sínu fagi. Ennfremur að ekki verði gengið frá samningum um mál þetta fyrr en niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir.“ Starfsmannafélag Hafskips hf.: Þingmannanefnd rannsaki yfirtöku Eimskips á Hafskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.