Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
53
mökkurinn hættur að liggja yfir
bænum.
Helga átti garð fyrir sunnan
Pálmalund og hún var ekki fyrr
komin norður fyrir ána en farið
var að koma þar upp vísi að gerði
í skjóli íbúðarhúss og útihúsa. Hér
höfðu menn yfirleitt kýr og kindur.
Bæði var það til að létta lífsbarátt-
una og af illri nauðsyn þar sem
litla sem enga mjólk var að fá úr
sveitum þar til mjólkurbúið var
sett á stofn eftir stríð. Þessum
peningi varð að afla heyja. Það
kom mikið í hlut Helgu að stjórna
því verki því Steingrímur var
langtímum saman fjarverandi að
sumrum en hann var vegaverk-
stjóri hér í sýslu.
Eftir að þau hjón fluttu suður
vildi hugur löngum dvelja hér fyrir
norðan þar sem mikið lífsstarf
hafði verið unnið. Þau höfðu ávallt
haft mikinn áhuga á skógrækt.
Þau áttu jörðina Gunnfríðarstaði
þar sem Helga var fædd. Þessa
jörð gáfu þau skógræktarfélagi
sýslunnar. Hafa þarna verið gróð-
ursettar um 70 þús. plöntur með í
flestum tilfellum ágætum árangri.
Þarna er því að rætast gamall
draumur frumherjanna, um að
klæða landið skógi að nýju.
Ég kynntist Helgu lítið meðan
þau hjón áttu heima fyrir norðan.
Það var kynslóðabil þá eins og nú.
Hún var móðir leikfélaga minna
og ég bar óttablandna virðingu
fyrir henni. Það sópaði að henni
og ekki var reynt að mögla eða
hafa á móti því sem hún bauð.
Þegar svo við hjónin stofnuðum
heimili hér tók hún komu minni
af hlýju svo vináttubönd tengdust,
sem síðan hafa haldist.
Ef til vill fylgir ættrækni og
tryggð við heimahagana ættum.
A.m.k. heimsóttum við Helgu fyrir
nokkrum vikum og hún afhenti
hingað á skjala- og ættfræðisafnið
myndir af gömlum Húnvetningum
er mágkona hennar hafði sent
heim til íslands að bróður hennar
Jóni Pálma ljósmyndara, látnum,
en hann fór til Ameríku nokkru
eftir aldamót. Og það eru ekki
fyrstu myndirnar sem hún sendir
á safnið.
Þau Helga komu upp stórum
barnahópi. Nú eru afkomendur
þeirra yfir eitthundrað. Hún ber
mikla umhyggju fyrir fjölskyldu
sinni og hún hefir einnig veitt
henni margar gleði- og ánægju-
stundir. En auðvitað hafa einnif
komið erfiðleikar. Þá hefir Helga
verið hin styrka stoð, bjargið sem
ekki haggaðist. Og ég veit að nú
getur hún horft ánægð um öxl.
Lífsstarf hennar hefur borið ríku-
legan ávöxt.
Þótt heimili Helgu væri stórt
var þar þó alltaf pláss ef á þurfti
að halda, bæði fyrir unga sem
gamla. Nokkur gamalmenni áttu
skjól hjá henni síðustu æviárin,
svo tók hún og nokkra unglinga,
sem ekki áttu í annað hús að
venda. Það sannaðist þar sem oft
áður að það er ekki húsrýmið sem
ræður heldur hjartarýmið.
Þegar Helga og Steingrímur
fluttu suður keyptu þau íbúð á
Hófteigi 18. Þar bjó Helga þeim
hlýlegt og notalegt heimili. Hún
býr þar áfram eftir lát Steingríms
og getur að mestu hugsað um sig
sjálf. Nú sem fyrr er létt yfir henni
og það sér ekki á henni að hún
hafi lagt 90 ár að baki. Ef ókunnug-
ur vissi ekki um aldur hennar,
myndi hann giska á að hún væri
um sjötugt.
Það er oft gaman að heimsækja
gamalt fólk, sem er þrátt fyrir
aldurinn í fullu fjöri. En langlífið
getur líka verið kvöl, bæði þeim
sem gamlir verða og nánustu ætt-
ingjum. Við hjónum árnum Helgu
heilla á níræðisafmælinu og eigum
þá ósk heitasta henni til handa að
hún megi áfram uns yfir lýkur
njóta góðrar heilsu, andlegrar og
líkamlegrar, svo hún geti hugsað
um sig sjálf og verið áfram gefandi
eins og hún hefir ætíð verið, en
ekki þiggjandi. Það á ekki við
hennar skapgerð.
Lifðu heil.
Jón ísberg
BURT MEÐ AUKAKÍLÓ - ÆFIÐ 5 MÍN. Á DAG MEÐ
FJÖLSKYLDUTRIMMTÆKINU
Undirritaöur pantar har mað
----- *th. F|Olakyldutrimmtaak
| á kr. 1990 pr. atkr
Ha.mili:
M
nælonhjól
fest með stál-
fjöðrum.
Mikið öryggi
Inní sterkum stái
fjöðrunum er
band.
Póatn........ Bær .........
| ; Sendtal i poafkodu
Poatkortuk 107 kr
I
Avisun aanðrst meö
| Engtnn sondmgarkostn
... . . | Pöntunarsími91*651414
Misstu aukakiló með þvi I alla dagatráki. 9-22.
aö æfa 5 mín. á dag. Burt | smdnt tii:
með kílóin og sentimetr- | Pðatvwslunin Prlma
ana Bo*S3
Leggðu fljótt af
Enginn líkami er góður
án vöðva i brjósti
maga og bakhluta
Kulumagi. fitukeppir, slöpp brjóst,
slappur bakhluti o.s.frv.
Allt þetta sýmr
Brjóstvöðvar slappa vöðva
I vefi.
\ / Byrjaðu strax
) / að stækka og
Magavoðvar slVrkia vöe,v'
Slappir vöövar
ir
STERK HÖNNUN
með stálrörum-130 x 37 x 24 cm.
með mjúkri bolstraðri setu.
Rennur létt á massívum
nýlonhjólum.
Leggið fljótt af
FJÖLBREYTTAR
NOTKUNARREGLUR FYLGJA
Slapptr vöðvar
ana þina með
þessari
árangursriku
og eðlilegu
aðferð
ssvöövar
Æfðir voðvar
222 Hafnarfiröi
►LAGJAFAVER
tækjum
Þau hefðu átt að hækka
um síðustu mánaðamót,
en við frestum því fram
yfir áramót.
Grípið tækifærið.
Við höfum ákveðið
að hafa
S 'S' ■ X N-.' '"