Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 289. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Hagvöxtur á niðurleið Washington, 20. de9ember. AP. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum nemur 2,4% á þessu ári og er Tölva hlýðir munnlegum fyrirmælum London, 20. desembcr. AP. RITVINNSLUTÆKI, sem tekur við skipunum í mæltu máli og gerir lyklaborð og ritara þar með óþarfa milliliði, er nú f deiglunni í Bret- landL í gær kynnti Plessey-rafeindafyr- irtækið tilraunir, sem það vinnur að á þessu sviði ásamt sérfræðing- um úr háskólunum í Edinborg og Loughborough, svo og Imperial College í London. „Takmark okkar er nú i sjónmáli,“ sagði sir John Clark, stjórnarfor- maður fyrirtækisins. „Okkur ætti að takast að sigrast á þessu við- fangsefni á næsta áratug, þannig að lyklaborð verði úr sögunni." það minnsti vöxtur frá því 1982, en þá varð 2,1% samdráttur í bandarísku efnahagslífi, að sögn stjórnvalda. Hagvöxturinn í ár er langt undir hagvexti síðasta árs, sem mældist 6,6%, að sögn við- skiptaráðuneytisins, og undir opinberum spám, sem gerðu ráð fyrir 2,7% hagvexti. Bráða- birgðatölur um hagvöxt síðustu þrjá mánuði þessa árs sýna 3,2% hagvöxt, miðað við 12 mánaða tímabil. Verðbólga jókst um 0,6 pró- sentustig í nóvember og er það mesta mánaðarhækkun í tvö ár. Mánaðarleg hækkun á tímabil- inu maí til september nam 0,2 stigum og 0,3 stigum í október. Að meðtalinni nóvemberhækk- uninni er verðbólga ársins 1985 3,6% og ef engar hækkanir mælast í desember verður það lægsta ársverðbólga frá 1967, en þá mældist hún 3%. AP/Símamynd Einn byssumannanna f Nantes, Fransarinn Georges Courtois, skýtur af byssu á hóp blaðamanna fyrir utan dóms- húsið f Nantes í gær. Engan sakaði, en kvikmyndavél BBC-sjónvarpsins skemmdist Til vinstri er Cominique Baelhache, aðaldómari, en hann er hlekkjaður við Courtois. Byssumennirnir gáfust upp í gærkvöldi og slepptu öllum gíslunum. Ræningjar gáf- ust upp í Nantes Naates, 20. deaember. AP. Misheppnuð valda- taka í Nígeríu Abidjan, FflabeÍBMtrttadiniii, 20. desember. AP. DOMKAT BALI hershöfðingi, innanrfkisráðherra Nfgerfu, skýrði vestrænum sendifulltrúum í Lagos frá þvf f dag að tilraun til stjórnarbyltingar hefði verið brotin á bak aftur á miðvikudag. Bali sagði „fjölda herforingja hafa verið handtekinn vegna bylt- ingartilraunarinnar”. Tilraunin var gerð í norðurhluta landsins en ekki skýrt hverjir stóðu að verki. Talið er að um sé að ræða uppgjðr ætt- flokks, sem óánægður er með að hafa einingis fengið tvo fulltrúa i herráðinu, sem telur 28 menn. Muhammadu Buhari hershöfðingi, sem steypt var 27. ágúst sl., var af þessum ættflokki. Ibrahim Ba- bangida, hershöfðingi, er leiðtogi herforingjastjórnarinnar f Nígeríu. MENNIRNIR þrfr, sem geróu uppsteyt f réttarsal í borginni Nantes, gáfust upp klukkan 19:35 að fslenzkum tíma f kvöld og slepptu um leið gfshmum tveimur, sem þeir héldu enn í haldi. Ræningjarnir gáfust upp eftir langa samningafundi við lögreglu úti á brautarenda flugvallarins í Nantes. Þeir kröfðust þess að fá að fara úr landi og hótuðu að Iffláta gfslana og fremja síðan sjálfsmorð, ef för þeirra yrði heft Víkingasveit lögreglunnar um- kringdi bifreið ræningjanna, sem lögreglan lagði þeim til, þar sem hún stóð á flugbrautarenda, og markskyttur komu sér fyrir á hús- þökum. Ræningjarnir, sem eru tveir Frakkar og einn Marokkó- maður, Abdel Karim Khalki, sem losnaði úr fangelsi fyrir þremur vikum, þar sem hann afplánaði dóm fyrir vopnað rán, báðu um að fá að fara til Marokkó. Samningatilraunir stóðu dag- langt og gáfust ræningjarnir loks upp eftir að myrkur var skollið á, en þá voru 35 stundir liðnar frá því Khalki ruddist inn i dómshúsið í Nantes. Annar gíslanna kvað ræningj- ana hafa verið „kaldrifjaða" og kvaöst hann hafa óttast mjög um líf sitt, þvf ræningjarnir hafi hótað öllu illu, m.a. að skjóta sjálfa sig ef með þyrfti. Tveir byssumannanna, Frakk- arnir Geroges Courtois og Patrick Thiolet, voru í hópi fjögurra ræn- ingja, sem voru fyrir rétti vegna ráns, er Khalki braut sér leið inn í dómsalinn vopnaður byssum og handsprengjum. Courtois og Thiol- et hlupu til og afvopnuðu lögreglu- menn, sem voru f dómsalnum, en hinir tveir ræningjarnir tóku ekki þátt í aðgerðunum og sitja nú á bak við lás og slá. Tóku þremenn- ingarnir 32 gísla en slepptu þeim smátt og smátt þar til tveir aðal- dómaranna voru eftir. Svíþjóð: Læknir vill merkja alnæmissjúklinga StokkhAlmi. 20. Hesemher. AP. ^ Stokkhólmi, 20. desembcr. AP. JONAS Blomsterberg, næstæðsti læknir héraðssjúkrahússins f Lundi í Svíþjóð, lagði til í dag að alnæmissjúklingar verði merktir, til dæmis með húöflúri f handarkrika, og erlendir ferðamenn skyldaðir til að fara f læknisskoðun til staðfestingar á því hvort þeir séu haldnir sjúk- dómnum eða ekki. Ummæli Blombergs birtust í sænska dagblaðinu Arbetet segir læknirinn þar orðrétt: fyrsta lagi á að athuga hvort allir Svíar, ferðamenn og inn- flytjendurgangi með alnæmi." Blomberg spáir því að 100 þús- und Svfar verði komnir með alnæmi innan fimm ára, ef ekki verði hafður varinn á. Blomberg sagði i dag í viðtali við sænska útvarpið að það myndi hjálpa bæði starfsfólki á sjúkrahúsum og lögreglu, ef al- næmissjúklingar væru merktir á einhvern hátt. Hann sagðist ekki ganga þess dulinn að það gæti haft í fðr með sér ofsóknir á hendur alnæmissjúklingum, ef þeir væru merktir, „en hið sama getur einnig gerst, ef haldin er skrá yfir alnæmissjúklinga,“ sagði Blomberg. „Það er mun hagkvæmara að marka hvern einstakan sjúkl- ing,“ sagði Blomberg og bætti við: „Markið yrði þannig úr garði gert að aðeins mætti greina það með sérstökum búnaði.“ Blomberg lagði til að alnæmis- próf færu fram um gervalla Sví- þjóð og væri hægt að framkvæma hana í sérstökum rannsóknarbíl, svipaða þeim, sem notaðir eru til gegnumlýsingu á bringum. „Ferðamenn og innflytjendur ættu að fara í alnæmispróf á sænsku landamærunum," hafði dagblaðið eftir Blomberg. Bretland: íhaldsflokkur nær forystu í könnun London. 20. desenber. AP. ÍHALDSFLOKKURINN breski hef- ur nú tveggja prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í dag. Þetta bendir til þess að fýlgi stjórn- arflokksins sé að aukast, en merki þess sáust fyrst fyrir mánuði. Skoðanakönnunin frá Marplan- stofnuninni birtist í dagblaðinu Guardian og kemur þar fram að íhaldsflokkur Margrétar Thatcher njóti 35 prósent fylgis, Verka- mannaflokkurinn 33 prósent fylgis og Kosningabandalag frjálslyndra og sósialdemókrata 30 prósent fylgis. Aðrir fengu 2 prósent fylgi. Guardian birti f september Marplan-skoðanakönnun þar sem íhaldsflokkurinn hafði 31 prósent og Verkamannaflokkurinn 32 og í októberkönnun þar sem stóð 32 prósent gegn 34 prósentum fyrir Verkamannaflokkinn. Grænland: Vopnaö rán Kftupmannahorn, 20. donember. PrA Nita Jorpen Bruun, frétUnUra MorgunbtaOoina. VOPNAÐ rán var framið á dögunum í fyrsta sinn á Grænlandi. Tveir menn frömdu þetta rán í Nuuk (Godtháb) með því að ógna afgreiðslustúlku með riffli. Höfðu þeir jafnvirði 78.000 fsl. kr. upp úr krafsinu — en lögreglan hafði hendur í hári þeirra strax sama kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.