Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 39

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 39 J[vennaframboóskonur hafa áður mótmslt því sem viðkemur fegurðar- samkeppnum. Myndin er af þeim Magdalenu Schram og Guðrúnu Jónsdóttur borgarfulltrúum frá því í júní í sumar. |;Iii ftiq „Kvenlíkam- inn ekki söluvara“ — Kvennaframboðið á borgarstjórnarfundi Á borgarstjórnarfundi í fyrra- kvöld lýsti Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins, yfir furðu sinni á frétt úr Morgunblaðinu, þar sem sagt er frá drögum að samningi milli aðstandenda Miss World-keppn- innar og ýmissa íslenskra fyrir- tskja þ. á m. Reykjavíkurborgar. Eins og fram kom í fréttinni er hér um að ræða samning, sem veitir þessum íslensku fyrirtækj- um rétt á að nota nafn Hólmfríðar Karlsdóttur, ungfrú heims, til kynningar á íslandi og íslenskum vörum. Sagði hún að ekkert hefði verið látið uppi um þessi mál hjá borginni. Lýsti hún ennfremur yfir andstöðu Kvennaframboðsins við þessi drög. Hún sagði m.a. í ræðu sinni: „l'að er ekki sæmandi fyrir líkama kvenna að auglýsa vöru eða þjónustu.“ í máli Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, kom fram, að þessi drög verði ekki samþykkt, fyrr en að minnsta kosti ferðamála- ‘nefnd borgarinnar hefur sam- þykkt þau. Varðandi andstöðu Kvennaframboðsins gegn þeirri hugmynd að nota sigur Hólm- fríðar til að kynna ísland og íslenskar vörur, sagði borgar- stjóri m.a. að staðreynd sé að sigur Hólmfríðar sé án efa góð landkynning. Hólmfríður komi vel fyrir og sé glæsileg. Ekkert sé óeðlilegt við það að hún kynni ísland og íslenskar vörur líkt og forseti Islands hafi gert með miklum glæsibrag. Að lokum sagði borgarstjóri um andstöðu Kvennaframboðsins: „Þetta eru afturhalds kreddufordómar sem énginn maður skilur." Itolsk'birta í IslenskLL skammdegl Úrval af ítölskum borölömpum. íbúðin fær hlýja birtu og blæ meö Ijósi frá okkur. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.