Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 56
Tð 56 ð8ei aaaMaaaa ís fluoA.craaouaj ,qlaAjamjofiOf MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Raunsær og fagur óður til íslenska hestsins Hestar Valdimar Kristinsson Hestar vetur, sumar, vor og hausL Höfundar Sigurgeir Sigurjónsson, Kristín Þorkelsdóttir og Ragnar Tómasson. Útgefandi Ysja. Eftir langa bið getur loks að líta- bókina „Hestar", myndabók sem er óður til íslenska hestsins. Sigurgeir ljósmyndari hefur í all mörg ár unnið við að taka myndir í þessa bók og voru menn orðnir langeygir eftir þessu verki því það eru í það minnsta fjögur ár síðan hann var að taka síðustu myndirnar í bókina. En alltaf teygðist á þessu og mun ástæðan vera sú að markið var sett sífellt hærra. Þegar svo kom að því að fá bókina guggnuðu allir útgefend- ur á verkinu, töldu það of dýrt. En ekki var til baka snúið eftir þá miklu fyrirhöfn sem fylgdi Ijósmyndun og annarri undir- búningsvinnu og niðurstaðan i varð sú að þau þrjú sem ofan eru nefnd stofnuðu útgáfufyrirtækið Ysju í þeim tilgangi að gefa bók- ina út. Eins og áður segir er það Sig- urgeir sem tekur myndirnar en Ragnar Tómasson semur textann og Kristin Þorkelsdóttir hannaði útlit. Það tíðkast sjálfsagt ekki að tala um hönnuði bóka sem höfunda bóka en þar sem um er að ræða myndabók að megin stofni, er þáttur hönnuðar það mikill í sköpun verksins að ekki er annað verjandi. Einnig á kunnur hestamaður, Jón Sig- urðsson bóndi í Skollagróf, nokk- urn þátt í þessu verki en hann orti ferskeytlur þær sem fylgja myndum bókarinnar. Að því er mér skilst átti að setja þarna eldri vísur en erfiðlega gekk að finna kveðskap sem „harmóner- aði“ við myndefnið og var því kveðskaparjöfurinn úr Skolla- gróf fenginn með stuttum fyrir- vara til að bæta þar úr. Var hann „lokaður" inni í andlegri smiðju og bregst honum ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Myndir bókarinnar eru bæði svart/hvítar og litmyndir. Á saurblöðum eru gamlar myndir frá því fyrir aldamót og sú yngsta frá kappreiðum á gamla Fáksvellinum árið 1930. Setur þetta óneitanlega skemmtilegan svip á bókina og ekki spillir að prentun á þessum myndum hefur tekist með miklum ágætum. Sýna myndirnar hestinn í ýms- um hlutverkum sem hann gegndi á þessum tíma. Fremst í bókinni er formáli sem Kristín skrifar en síðan kemur texti Ragnars þar sem hann í stuttu máli gerir grein fyrir sögu íslenska hestsins og kostum hans og varpað er ljósi á sérkenni þessa harðgera og fótfima snillings sem á engan sinn líka meðal hesta heims eins og Kristin orðar það. Textinn er birtur á fjórum tungumálum að íslenskunni meðtaldri og ber hann það óneitanlega með sér að hann er fyrst og fremst sam- inn fyrir erlendan markað. Þó má hann teljast gagnlegur fyrir þá Islendinga sem ekki hafa uppgötvað íslenska hestinn. Ekki kemur þetta að sök fyir aðdáend- ur íslenska hestsins hérlendis því ærið lesefni er í mörgum mynd- um sem á eftir að koma. Þeim hluta bókarinnar sem inniheldur litmyndir er skipt í fimm hluta ,þ.e. árstíðirnar, og einn kafli fjallar um ferð á hest- um yfir hálendið. í þessum hluta fer fyrst að reyna verulega á Kristínu sem hönnuð og má segja að hún fari á kostum. Einn besti hluti bókarinnar er tvímælalaust „stóðrétta-þemað". Þar sýnir Sigurgeir hæfni sína við lítið ljós og virðist það vera sérgrein hans. Um haustið og stóðréttir yrkir bóndinn í Skollagróf: Haustið strenKÍr hélubönd, hleður snjó í fjöllin. Senn eru að baki sumarlönd, sölna grös um völlinn. Lokið er fjalla frelsinu, fátt um spretti snjalla. Líður haust að heísinu, hljóðnuð gleðibjalla Einnig eru hestamenn teknir fyrir í bókinni og eru það fjöl- skrúðugar mannlífsmyndir. Ber þar hæst mynd framarlega í bókinni af Símoni Hartmanns- syni í Kolkuósi. Er myndin tekin í stóðréttum og fer ekki milli mála að þar fer kóngur í ríki sínu. Ekki fer milli mála að bókin hefur að geyma margar góðar myndir en þar innan um eru einnig hreinustu perlur. Má þar nefna myndina af Nös frá Urr- iðavatni sem tekin er á Melgerð- ismelum og með henni mælir Jón í Skollagróf: Nös Fasið villt og flugið hratt, fer sem ör af boga. Hún er meira en geðið glatt, gneistuð augun loga. Með bók þessari hefur verið kveðinn einn fegursti óður til íslenska hestsins í formi myndaogljóða. Vegur og virðing starfa í sjávarútvegi — eftir Sigurð Tómas Garðarsson 5 ára ísbjarnarblús Fyrr á þessu ári hélt Bubbi Morteins upp á 5 ára afmæli kveð- skapar síns um f sbjarnarblús. Mér þykir tilhlýðilegt að minnast þess nú, er ísbjörninn hefur hætt starf- semi, enda hefur þessi plata haft óbein áhrif á málalok. Lífskrafturinn og ferskleikinn sem fylgdu þessu timamótaverki eru óumdeilanleg. Þarna koma fram ótvíræðir listamannshæfi- leikar Bubba. Væntanlegur lista- mannalaunþegi, ef svo mætti segja. Tónlistin á plötunni ber sterk merki þeirrar stefnu sem þá var í tísku í poppheiminum. Höfundur OK fylgjendur eiga skilið fimm stjörnur fyrir smíðina og flutning- inn því frumkvöðlar pönksins hefðu ekki gert betur. Þarna smell- ur allt saman, lagaval, textar og túlkun. Hin klassíska uppreisn einhvers af þessum þrem grunn- um, sem ávallt setur tímamót í „Það kom fram í fjöl- miðlum síðastliðið vor að framhaldsskólanem- ar í Keykjavík vilja ekki vinna við sjávarsíðuna. Neikvætt viðhorf og jafnvel andúð ríkir meðal þessa unga fólks til fískvinnslu og sjó- sóknar. Það gengur frek- ar um atvinnulaust en fara vestur á firði eða austur á land í sumar- vinnu. Þetta eru árgan- garnir hans Bubba.“ alþýðutónlistina kemur þarna fram í textum Bubba og ásamt góðum melódíum og framsetningu verður til þess að þeir áhrifagjörn- ustu falla fyrir því, en hinir viður- kenna gott verk og njóta þess sem slfks. Þeir unglingaárgangar sem fylgt hafa Bubba síðustu fimm ár eiga frá honum minningar, sem aðeins tíminn segir til um hvort verða góðar eða slæmar. Óharnaðir og áhrifagjarnir gleyptu þeir í sig boðskapinn og ísbjarnarblús, án þess að gera sér grein fyrir því að þarna er aðeins verið að færa í stílinn sögur og skoðanir um rumpulýð, sem þrífst á svikum og undirferli. Það er ekki góður mál- staður að verja, en auðvelt að hrella saklaus barnshjörtu með þessum viðbjóði, þó svo að raun- veruleikinn sé annar. Það kom fram í fjölmiðlum síð- astliðið vor að framhaldsskóla- nemar í Reykjavík vilja ekki vinna við sjávarsíðuna. Neikvætt viðhorf og jafnvel andúð ríkir meðal þessa unga fólks til fiskvinnslu og sjó- sóknar. Það gengur frekar um atvinnulaust en fara vestur á firði eða austur á land í sumarvinnu. Þetta eru árgangarnir hans Bubba. Nú er mikið talað um að flytja út hugvit. Láta útlendinga borga okkur fyrir íslenskar hugmyndir. Skaðinn er skeður og útlendingar Sigurður Tómas Garðarsson munu ekki borga okkur fyrir hug- vit áróðursins í ísbjarnarblús, eða afleiðingar hans, en á fimm ára afmæli gæti það verið verðugt verkefni fyrir Bubba að stefna að útflutningi hugvits síns og hæfi- leika. Byggja upp í stað þess að rífa niður. Ráðstefna um að auka veg og virðingu starfa í sjávarútvegi Nýlega hélt menntamálaráð- herra ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu. Málefnið er allra góðra gjalda vert og vafa- laust tímabært, á afmælisárif ísbjarnar-„blúsins“. Hinsvegar er fleira en íslenska tungan á undan- haldi í þjóðlífi okkar, eins og dæmin sanna. 2. október síðastliðinn birti stjórn Fiskiðnar, fagfélags fisk- iðnaðarins, þáverandi mennta- málaráðherra opið bréf í Morgun- blaðinu. Ég minni á þetta hér, því varðveisla og efling ylhýra málsins er háð því að áfram verði dreginn fiskur úr sjó. Ráðuneytið er þar borið þungum sökum og í bréfinu dregin fram nöpur mynd af fjár- hags- og menntunarlegum tengsl- um þess við fyrirvinnu menningar- innar. Þekkingarskortur, skilnings- leysi og neikvæð athygli á sjávar- útvegi í vitund þjóðarinnar er orðið áhyggjuefni. Því er ekki síður ástæða til að safna saman á einn stað fólki og hefja stórsókn í að auka veg og virðingu starfa í sjáv- arútvegi. Meðferð og framsetning Bubba Morteins á íslenskri tungu bendir til þess að ekki skorti þekkingu ungs fólks á tungunni, hinsvegar kemur skýrt fram alvarlegur skortur á þekkingu þess og um- gengni um störf í sjávarútvegi. Ef afleiðing þess að húsfyllir í Þjóðleikhúsinu einn dag í tilefni vegs og virðingar starfa í sjávarút- vegi, gæti leitt af sér þá verðmæta- aukningu, sem þarf til að greiða stórsókn sem varðveisla og efling íslensku tungunnar mun kosta, þá er vel af stað farið. Að öðrum kosti er hætt við að krossfarar tungunn- ar verði fjárvana á miðri leið. Ilöfundur er framk væmdasíjórí Fi.skvinnslu í Vogum. Brids Arnór Ragnarsson Opiö hús Opið hús lauk starfsemi sinni fyrir jól sl. laugardag. Spilaður var að venju tvímenningur og urðu úrslit í keppninni þessi (efstu pör): N/S: Lárus Hermannsson — Sygmar Jónsson 189 stig Helgi Skúlason — Vignir Bjarnason 187 stig Björn Hermannsson — Gústaf Björnsson 184 stig A/V: Hrannar Erlingsson — Matthías Þorvaldsson 200 stig Helgi Samúelsson — Stgurbjörn Samúelsson 198 stig Eyjólfur Magnússon — Hólmsteinn Arason 170stig Alls urðu spilakvöldin 14 hjá Opnu húsi og meðalþátttaka á dag 20 pör. Óvíst hvort/hvenær Opið hús hefur starfsemi sína eftir ára- mót. Umsjónarmenn þakka þátt- tökuna fyrir jól og óska bridge- áhugafólki árs og friðar. Jólastórmót BH og Sparisjóös HafnarfjarÖar Vegna jólahlés bridsfélaganna vill BH með góðum stuðningi Sparisjóðs Hafnarfjarðar leggja sitt af mörkum til þess að menn ryðgi ekki í íþróttinni um hátíð- irnar. Haldið verður jólamót í Flensborgarskóla laugardaginn 28. desember og hefst keppni kl. 13 og lýkur um kl. 18. Spilaður verður tölvu-Mitchell, þar sem Vigfús Pálsson kemur við sögu og kemur víst ekki á óvart. Þátt- tökugjald verður aðeins 300 kr. á mann og veitt verða þrenn verðlaun „í allar áttir" samtals að upphæð 29.000 kr. Unnt verð- ur að spila á rúmlega 30 borðum. Hægt er að tilkynna þátttöku í síma 52818 (Guðni) og 52248 (Þórarinn Andrewsson) en tekið verður við þátttökutilkynningum á spilastað, eins lengi og pláss við grænu borðin leyfa. Allir velkomnir í Flensborg. Annað hvort vinna menn eða verða teknir í kennslustund. Reykjavíkurmót í sveitakeppni Minnt er á að Reykjavíkurmót- ið í sveitakeppni hefst mánudag- inn 6. janúar nk. Skráning stend- ur yfir í öllum bridgefélögum á Reykjavíkursvæðinu, en auk þess geta væntanlegir fyrirliðar haft samband við: ólaf Lárusson 16538 — Hermann Lárusson 41507 — Esther Jakobsdóttur 82486 — Hjálmar S. Pálsson 76834 eða Anton R. Gunnarsson 71465 til skráningar um hátíðirn- ar. Reykjavík á að þessu sinni 12 sveitir til íslandsmóts (Reykja- víkurmótið er jafnframt úrtöku- mót fyrir íslandsmótið í sveita- keppni) þannig að líkurnar á að komast í íslandsmótið að þessu sinni eru verulegar. Spilarar eru eindregið hvattir til að hafa samband sem fyrst við einhvern af ofantöldum. Bridsfélag Akureyrar Skráning í jólamót Bridsfélags Akureyrar stendur yfir. Henni lýkur á Þorláksmessu. Þegar eru yfir 40 pör skráð til leiks og er búist við að enn fjölgi verulega. Hægt er að hafa samband við stjórnarmeðlimi BA. Jólamótið verður spilað í blómaskálanum Vín v/Hrafnagil á sunnudeginum 29. desember, og hefst kl. 9.30 árdegis. Spilaður verður Mitchell-tölvuvædd tví- menningskeppni (Vigfús Pálsson mun annast útreikning) tvær umferðir. Þátttökugjald er kr. 1.500 pr. par, innifalinn er hádeg- ismatur. Spilað er um silfurstig, auk góðra verðlauna. Föstudaginn 13. desember sl. spiluðu Akureyringar við Brids- félag UMSE (sem nýgengið er í Bridssambandið) á 16 borðum. Akureyringar báru sigur úr být- um, 256 stig gegn 209. Ætlunin er að keppa innbyrðis tvisvar á ári í framtíðinni og verður næst spilað í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.