Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 62 Hjáseta, í blóra við stefnu íslendinga — eftir Vigfús Geirdal Fimmtudaginn 12. desember sl. sat ísland hjá i atkvæðagreiðslu allherjarþings Sameinuðu þjóð- anna um tillögu Sviþjóðar o.fl. þjóða þess efnis að risaveldin lýsi yfir „annað hvort samtímis með einhliða yfirlýsingum eða sameig- inlegri yfirlýsingu, tafarlausri frystingu kjarnavopna . . .“ Þetta var gert þrátt fyrir að þingmenn hefðu vakið athygli á því að hjá- seta væri f andstöðu við ályktun Alþingis frá 23. maí sl. um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum. Að öðru leyti er óþarft að rekja frekar það grátbroslega sjónarspil sem átti sér stað um þetta mál. En hvers vegna sat íslands hjá eitt Norðurlanda? Og hvað þýðir hjásetan? „Rök“ Geirs Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra réttlætti afstöðu sina til tillögu Svíþjóðar með því að hún gengi ekki nógu langt miðað við ályktun Alþingis að því leyti að (1) hún tekur ekki til allra kjarnorku- veldanna, (2) hún gerir ekki ráð fyrir reglubundinni fækkun kjarnavopna og (3) hún tryggir ekki nægilega traust alþjóðlegt eftirlit. Engin þessara raka stand- ast við nánari skoðun. í frystingartillögu Svíþjóðar er skýrt tekið fram að hér er um að ræða „fyrsta skref i átt til alls- herjaráætlunar um afvopnun". Samkvæmt henni yrði allsherjar- bann við tilraunum með fram- leiðslu á og uppsetningu kjarna- vopna „hjá viðeigandi eftirlits- ráðstöfunum og reglum, svo sem þeim er þegar hefur orðið sam- komulag um í SALT I og SALT II samningunum, svo og þeim sem grundvallarsamstaða hefur náðst um í undirbúningsviðræðum þri- hliðasamninganna um allsherjar- bann við tilraunum sem haldnar eru í Genf.“ Geir telur þetta ekki nægilega traust eftirlit en hann hefur alveg brugðist þeirri skyldu að skýra hvað í þessum eftirlitsráðstöfun- um felst. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 „Því miður bar Alþingi ekki gæfu til að fá utan- ríkisráðherra ofan af því að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu allsherj- arþingsins um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar.“ Tæknilega tiltæk ráð í SALT samningunum hafa Bandaríkin og Sovétrikin orðið ásátt um að ráðstafanir til eftirlits með framkvæmd þessara sáttmála skuli ráðast af „national technical rneans", tæknilega tiltækum ráð- um þjóðanna. Með þessu er átt við njósnahnetti, könnunarflugvélar, fjarskiptanjósnastöðvar á sjó og landi, ratsjárstöðvar og annan eftirlitsbúnað sem risaveldin ráða ein yfir. Geir Hallgrímsson getur einfaldlega ekki bent á traustara eftirlit. Þríhliðasamningarnir Með þríhliðasamningunum um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn er átt við samkomulag sem náðist í grundvallaratriðum milli Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og birt var í sameig- inlegri skýrslu þessara ríkja 30. júlí 1980. Svíþjóð hefur síðan lagt innihald þessarar skýrslu fram í tillöguformi fyrir afvopnunar- nefnd Sameinuðu þjóöanna sem 40 þjóðir eiga aðild að. Þessi samningsdrög gera ráð fyrir (1) sams konar eftirlits- aðferðum og SALT samningarnir, (2) alþjóðlegu samstarfi um jarð- skjálftamælingar og mælingar á geislavirkni í andrúmslofti og (3) rétti hvers aðildarríkis til að krefj- ast upplýsinga frá öllum öðrum aðildarríkjum ef grunur leikur á að tilraun hafi verið gerð með kjarnorkusprengju. Ef viðkomandi riki veitir ekki heimild til skoðun- ar skal það færa skýr rök fyrir ástæðum þess. í drögunum er ennfremur gert ráð fyrir að þrír prótókollar fylgi samkomulaginu. I þeim fyrsta er fjallað um alþjóðlegar ráðstafanir til að auðvelda eftirlit, m.a. staðl- aðar jarðskjálftamælistöðvar í einstökum löngum og alþjóðlegar upplýsingamiðstöðvar. 2. prótókoll fjallar um alþjóðlegt eftirlit á vettvangi og 3. prótókoll gerir grein fyrir starfsreglum þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar verða á laggirnar um leið og samkomulagið tekur gildi, svo sem samráðsnefndar, sérfræðilegrar tækninefndar og aðalskrifstofu. Hugmyndin er að þetta sam- komulag tæki gildi um leið og a.m.k. 20 þjóðir staðfestu það, þeirra á meðal Bretland, Banda- ríkin og Sovétríkin. Frakkland og Kína hafa hingað til neitað að vera með en bæði þessi ríki hafa lýst því yfir að Bandaríkin og Sovétrík- in eigi að hafa frumkvæði í að stöðva tilraunir, þróun og fram- leiðslu kjarnavopna. Þau segjast tilbúin að gerast aðilar að alls- herjarbanni þegar bilið milli vopnaforða risaveldanna og þeirra hefur minnkað verulega (Kína talarum50% fækkun). Það er í ljósi þessa sem menn verða að skoða ályktunartillögu Svíþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarnavopna en þær eru í fyrstu miðaðar við fimm ára tímabil „með fyrirvara um framlengingu eftir að kjarnorkuvopnaríki gerist þátttakendur í slíkri frystingu." Ekki nægilega traust eftirlit, segir Geir, Rússar geta auðveld- lega farið á bak við svona sam- komulag og vígvæðst á laun. Ekki hægt að vígvæðast á laun Noel Gayler, fyrrum fjögurra stjörnu aðmíráll í bandariska sjó- hernum, var á árunum 1969—1972 forstjóri öryggisstofnunar Banda- ríkjanna, NSA (National Security Agency), leynilegustu og umfangs- mestu njósnastofnunar veraldar, og síðan æðsti yfirmaður alls her- afla Bandaríkjanna á Kyrrahafs- svæðinu til ársins 1976. Hann er einn fjölmargra bandarískra her- foringja sem hafa fullyrt að lok- inni herþjónustu að notagildi kjarnavopna ( hernaði sé minna en ekki neitt. Gayler segir að hvorugt risaveldanna geti náð umtalsverðum yfirburðum: Ég held við verðum að viður- kenna að það sem við þurfum að vita eru í rauninni ekki lögfræðileg frávik samninga, heldur frávik sem skipta sköp- um. Samkvæmt víðtækri reynslu minni að málefnum eftirlits með vopnabúnaði og viðhorfum fleira fólks sem einnig hefur gegnt æðstu trún- aðarstörfum, þá held ég að við getum fullyrt með mikilli vissu að sérhver tilraun til að auka hernaðarmátt á laun, svo að um munar, myndi örugglega komast upp. Það er ekki víst að við komum auga á öll minni- háttar brot. Við getum verið viss um að snúist þau um túlk- un eða séu tæknilegs eðlis, þá munum við ævinlega hafa rök á reiðum höndum. En við getum einnig verið viss um að ef brot- in eru svo alvarleg að um munar, þá sjáum við þau. (N. Gayler; A Commander-in- ChieFs Perspective on Nuclear Weapons í The Choice bls. 26) Því miður bar Alþingi ekki gæfu til að fá utanrikisráðherra ofan af því að sitja hjá við atkvæða- greiöslu allsherjarþingsins um frystingu kjarnorkuvígbúnaðar. Atómskatturinn Hvað þýðir hjáseta íslands? Islenska þjóðin hefur samþykkt að greiða atómskatt sem Hafskips- skatturinn er aðeins örlítið brot af. Árleg útgjöld Bandaríkjanna til hermála hafa undanfarin ár verið u.þ.b. 30% af fjárlögum þeirra (útgjöld Sovétmanna eru sennilega enn meiri hlutfallslega) og á sama tíma hefur fjárlagahall- inn orðið sífellt meiri. Næstu fimm árin er áætlað að Bandaríkin verji nærri 2000 milljörðum dollara til vígbúnaðar, 80 þúsund milljörðum íslenskra króna eða sem svarar fjárlögum íslenska rikisins næstu 3000 árin. Áætlaður fjárlagahalli Bandaríkjanna á þessu ári er á þriðja hundrað milljarðar dollara þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð á nær öllum liðum bandarískra fjárlaga öðrum en til hermála. Til að ná endum saman hefur verið gripið til þess ráðs að hækka vexti og það hefur laðað að erlent fjár- magn, 600 milljarða dollara árið 1984 að sögn franska blaösins Le Monde, sem síðan hefur valdið hinu háa gengi Bandaríkjadollars undanfarin ár. Hátt gengi dollars og háir vextir af dollaralánum er ástæðan fyrir því að mörg ríki þriðja heimsins ramba á barmi gjaldþrots. Á íslandi er hver tog- arinn af öðrum boðinn upp, fyrir- tæki eru að fara á hausinn og fjöldi manns er að missa heimili sín. Þetta er blóðskatturinn sem við greiðum vegna vígbúnaðar- kapphlaupsins. Höíundur er sagníræóingur að mennt. Hann er einn aíforrígis- mönnum Samtaka herstöðvaand- stæðinga og i sæti í fjölþjóðlegri stjórnarnefnd Friðarsambands Norðurhafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.