Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Minnihlutinn um fjárhagsáætlunina: „Feitu árin eru að baki“ - sagði Sigurjón Pétursson, oddviti Alþýðubandalagsins FEITU árin eru að baki, ef tekið er mið af spám um útkomu borgar- sjóðs á þessu ári, sagði Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, í ræðu í borgarstjórn í fyrrakvöld, eftir að borgarstjóri hafði lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Taldi Sigurjón niðurstöðu- tölur líðandi árs sýna, að meirihluti sjálfstæðismanna réði ekki við fjár- málastjórn í meðalári. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru Morgunblaðið/Bjarni Davíð Oddsson borgarstjóri mælir fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. í ræðustól er Magnús L. Sveinsson --- forseti borgarstjórnar. Borgarstjóri um skerðingu á framlagi Jöfnunarsjóðs: Stangast á við stefnuna um sjálfstæði sveitarfélaga SKERÐING á tekjum Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga er talin svipta sveitarfélögin rúmlega 100 millj. kr. framlagi úr sjóðnum á þessu ári. Þá eru breyttar uppgjörsreglur Trygg- ingastofnunar ríkisins við Inn- heimtustofnun sveitarfélaga taldar skerða ráðstöfunarfé sjóðsins um 130 til 140 milij. kr. Samtals nemur skerðingin þannig 230—240 millj. kr. í ár og rýra þessar aðgeröir tekj- ur borgarsjóðs Reykjavíkur um 90 millj. kr. á árinu 1985. Davíð Oddsson, borgarstjóri, gagnrýndi þessar ráðstafanir, þegar hann kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Hann sagði, að sett hefði verið þak á framlag til Jöfnunarsjóðsins á ár- inu 1984, „þegar verið var að stoppa í fjárlagagatið sem fannst snemma á því ári“, eins og hann orðaði það. Þá hefði verið tekið skýrt fram, að þessi ákvörðun væri tímabundin, tæki aðeins til ársins 1984, enda ætti Jöfnunar- sjóðurinn að lögum ákveðna hlut- deild í tekjum af söluskatti og aðflutningsgjöldum. Þrátt fyrir gefin fyrirheit, ótvíræð laga- ákvæði og allar yfirlýsingar stjórnvalda fyrr og síðar um sjálf- stæði sveitarfélaga og sjálfsfor- ræði á tekjustofnum sínum hefði aftur verið höggvið í þennan kné- runn í ár og ætti enn að gera á næsta ári. Um það, sem við blasti, sagði borgarstjóri: „Við framlagningu frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1986 er enn haldið við skerðingaráformin, þannig að þetta er að verða viðvar- andi regla. Erfitt er að meta, hver áhrifin verða fyrir borgarsjóð á Átak í ióðamálum skilað miklum árangri „FULL ástæða er fyrir okkur að vera stolt af þeim árangri sem átakið á þessu kjörtímabili í lóðamálum hefur skilaö. Lóðaúthlutun er ekki lengur eitt helsta umræðu- og deiluefni og lóðabraskið, sem aldrei var meira en eftir aö vinstri stjórnin hér innleiddi punktakerfiö fræga, er úr sögunni. Nú er litið á það sem eðlilegan hlut, að bæði íbúar borgarinnar og aðrir landsmenn geti fengið byggingarrétt á lóð, þegar leitað er eftir því,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, þegar hann lagði fram fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1986. Á þessu ári hefur dregið verulega úr eftirspurn eftir lóðum í Reykja- vík. Gatnagerðargjöld í ár skila borgarsjóði um 120 millj. kr. lægri tekjum en reiknað hafði verið með. Á næsta ári verða á boðstólum lóðir fyrir 429 íbúðir alls, þar af 363 íbúð- ir í Grafarvogi. Um er að ræða 381 lóð fyrir íbúðir í sérbýli og lóðir fyrir 48 íbúðir í sambýli, en auk þess verður unnið að því að gera byggingarhæfar á árinu 1987 lóðir fyrir 78 íbúðir í sambýli, sem vænt- anlega verða byggðar á vegum Verkamannabústaða. Lóðir þessar eru almennt þegar byggingahæfar og þarf borgarsjóður að kosta sára- litlu til að fullgera götur að þeim. árinu 1986, enda liggja ekki fyrir endanlegar áætlunartölur um inn- heimtu á söluskatti, en samkvæmt frumvarpi því að fjárhagsáætlun, sem hér liggur fyrir, verður fram- lag úr Jöfnunarsjóði sem hlutfall af heildartekjum borgarsjóðs að- eins 6,4% á árinu 1986, en á árun- um 1975—1983 var það oftast á milli 10 og 11% og um og yfir 12% sum árin. Ef hlutfall Jöfnunarsjóðs í tekjuöflun borgarsjóðs hefði hald- ið þó ekki nema 10% myndi fram- lagið 1986 nema kr. 420 millj. í stað 270 millj. kr., eins og nú er áætlað, og vera 150 millj. kr. hærra en nú má gera ráð fyrir. Miðað við 11% hlutdeild Jöfnunarsjóðs er munurinn 192 millj. kr.“ Borgarstjóri sagði alla stjórn- málaflokka tala um nauðsyn þess, að efla sjálfræði sveitarfélaganna og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Skerðingin á framlagi Jöfnunar- sjóðsins stangaðist á við þá stefnu. Hún ylli því til dæmis, að meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sem legði áherslu á að draga úr skattheimtu með lækkun útsvars og fasteignaskatta, gæti ekki gengið lengra á þeirri braut. ísfilm taki ákvörðun um eigin fjölmiðlastefnu — sagði borgarstjóri á borgarstjórnarfundi ALL SNARPAR umræður áttu sér stað á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld vegna heimildar, sem borgarráð veitti borgarstióra, til að auka hlutafé borgarinnar í ísfílm hf. allt að 8 milljónir króna. ! bókum frá Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennaframboði segir m.a. að borgarstjóri hafí ekki veitt borgarfulltrúum neinar upplýsingar um rekstur og starfsemi ísfílm hf. né um fyrirætlanir þess. Borgarstjórn hafí því enga aðstöðu til að taka málið fyrir á þessu stigi. í bókun frá fulltrúum Framsóknarflokks er tekið í sama streng. Þar segir m.a. „Vissulega er það lágmarkskrafa að upplýsing- ar um fyrirtækið liggi fyrir um leið og verið er að taka ákvörðun um að stórauka hlutaféð. Annað er móðgun við borgarfulltrúa! I máli Davíðs Oddssonar borgar- stjóra kom fram að markmiðið með rekstri ísfilm hf. væri að koma af stað sjónvarpi. Þessi fjár- hæð sem sett væri í fyrirtækið væri því til þess að koma upp bún- aði til sjónvarpssendinga. Á fund- inum var samþykkt samhljóða samþykkt borgarráðs, þar sem borgarstjóra er veitt heimild til þess að bjóða hluta hlutafjár eða allt til sölu til fyrirtækja eða ein- staklinga í samræmi við sam- þykktir ísfilm hf. Borgarstjóri sagði það ljóst, að Isfilm hf. yrði að gera það upp við sig hvort það fari af alvöru út í fjölmiðlun. Ef þetta fyrirtæki færi ekki út í sjónvarpsrekstur þá muni enginn gera það. Nauðsynlegt sé að veita ríkissjónvarpinu sam- keppni. Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði í ræðu sinni að hér þyrfti að spyrja nokkurra grundvallar- spurninga. Um hvað sé ísfilm að fara í samkeppni viö ríkissjón- varpið? Greinilegt sé að það eigi að finna eitthvað mótvægi við ríkisfjölmið- ilinn. Allir landsmenn hefðu vitn- eskju um hversu „einlit" þessi fyrirtæki væru sem stæðu að ís- film hf. Það hefði þó ekki sést á þessum ríkisfjölmiðli að t.d. sjálf- stæðismenn ættu ekki greiðan aðgang að honum. Nefna mætti að fyrir síðasta prófkjör sjálfstæð- ismanna hafi verið tekin viðtöl við rekstrarútgjöld borgarsjóðs talin verða 2.487 millj. kr. í ár eða 57 millj. kr. (2,3%) umfram áætlun, þótt launagjöld hækki um 100 millj. kr. á árinu. Sigurjón taldi ekki ástæðu til á þessu stigi að ræða einstaka liði áætlunarinnar fyrir næsta ár. Á henni ættu eftir að verða miklar breytingar fyrir síðari umræðu í borgarstjórn. Hann taldi einsýnt, að ríkisstjórnin ætti mikinn þátt í þeim vanda, sem við væri að etja í fjármálum borgarinnar. Það væri stefnu hennar að kenna, að færri lóðum hefði verið úthlutað en ráð var fyrir gert. Þá gagnrýndi hann einnig skerðingu á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði, að á þessu ári hefði borgin hlaðið upp skuldum eins og sæist á því, að gert væri ráð fyrir, að um áramót yrði yfirdráttur á hlaupareikningi í Landsbankanum nálægt 280 millj. kr., en hann hafi verið 18 millj. kr. um síðustu ára- mót. í ræðu borgarstjóra kom fram, að áætlað væri, að yfirdrátt- urinn yrði 259 millj. kr. um ára- mótin og mætti rekja 178 millj. kr. til rekstrarhalla á Borgarspít- alanum, sem yrði greiddur af daggjöldum á næsta ári. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðs, taldi nauðsyn- legt að hækka álagningarhlutfall fasteignáskatta, sem nú er 0,4%, í 0,5%. Það væri ekki rétt stefna að veita þeim, sem best eru stæðir, afslátt á fasteignasköttum. ýmsa frambjóðendur, þar sem þeir hefðu skýrt út hvar á ákveðnum svæðum væru uppi hugmyndir um að gera eitthvað. Davíð Oddsson borgarstjóri taldi þessi ummæli dæmigerð fyrir borgarfulltrúann Sigurjón Pétursson. Hann setti allt undir „hið pólitíska mæliker". Hér kæmi annað til. Stefnt skyldi að samkeppni um fréttir, dagskrá, kvikmyndir o.fl. Komið hafi enn- fremur í ljós að það blað, sem sé óhlutdrægast á hinum íslenska blaðamarkaði — Morgunblaðið — sé besta auglýsingablaðið. Vinstri pressan ætli nú að fara að „rotta“ sig saman í sameiginlega útgáfu á dagblaði með það í huga að auka lesendahópinn, án þess að líta á þá staðreynd að fólkið vill óhlut- drægni og af þeirri ástæðu séu þessi blöð ekki lesin. Gjöld á dagvist- arheimilum barna hækka um áramótin FYRIR borgarstjórn Reykjavíkur liggur tillaga um hækkun á vist- gjöldum á dagvistarheimilum borg- arinnar um 20% frá byrjun næsta árs. Eftir hækkunina verður vist- gjaldið á dagheimilum kr. 5.000 á mánuði fyrir börn hjóna en 3.300 kr. fyrir þá sem njóta forgangs um vistun. Á leikskólum verður gjaldið kr. 2.100 og 2.600 eftir lengd við- verutímans. Davíð Oddsson, borgarstjóri, skýrði frá þessu í borgarstjórn í fyrrakvöld og benti á, að hærra gjaldið á dagheimilum ætti ein- ungis við, þegar um tvær fyrir- vinnur er að ræða, en sambærilegt gjald hjá dagmóður væri mun hærra, eða frá 8.000 til 9.000 kr. á mánuði. Þá yrði gjald það, sem einstæðu foreldri verði gert að greiða mun lægra en samanlögð meðlög og mæðra- eða feðralaun eru, en lengi hefði verið við það miðað, að þessar greiðslur, sem nú eru 5.500 kr., dugi fyrir vist- gjöldum. Borgarstjóri sagði einnig, að tillagan um gjöldin miðaði ekki að því, að hlutdeild foreldra í greiðslu á kostnaði við rekstur heimilanna hækkaði, hún ætti að vera óbreytt eða um 23% á dag- vistarheimilum og 53% á leikskól- um. í lögum væri á hinn bóginn gert ráð fyrir að þessi hlutföll geti verið allt að 40% á dagheimilum og 60% á leikskólum. Borgarsjóður greiddi þannig rekstrarkostnað þessara heimila verulega niður umfram það, sem lögin mæla fyrir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.