Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 54
S4__________ Norræna húsið: MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Píanótón- leikar MARTIN Berkofsky og Anna Mál- fríóur Siguróardóttir halda aóra píanótónleika sína í Norrsna hús- inu á morgun, sunnudag, 29. des- ember kl. 20.30. Á efnisskránni verða fjórhent píanóverk eftir Franz Schubert. Miðasala er við innganginn í Nor- ræna húsinu og er miðaverð 300 krónur. Verð fyrir nemendur er 200 krónur. Þessir tónleikar koma I stað þeirra, sem vera áttu laugar- daginn 14. desember sl. og fresta varð vegna veikinda. Toppurinn ídag Það má treysta sem bera TISSOT •15 Jón Bjarnason, úrsmiöur. Sími 96-24175. i Akureyri. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KARL BLÖNDAL Valdatafl í Washington ÞAÐ gildir einu hvort þeir sitja við skrifborð forsetans, eóa í sóffanum vió arininn; hvort þeir koma inn um dyrnar úr garóinum, eóa askvaó- andi inn um dyrnar af ganginum: Þeir hafa völd þegar þeir sitja í skrif- stofu Bandaríkjaforseta. Einn valdamesti maður í stjórn Ronalds Reag- an um þessar mundir er talinn vera Donald T. Regan, starfsmannastjóri Hvíta hússins. En Regan heimtar að fá að vera sitja alla fundi forsetans og sem starfsmannastjóri krefst hann að hafa áhrif á hverja ákvörðun hans. Til þess er fátt vænlegra til árangurs, en vera viðstaddur, þegar forsetanum eru kynntar staðreyndir þær og forsendur, sem ákvörðun skal reist á. Áhrif og völd Þeir embættismenn, sem hafa aðgang að í Hvíta húsinu, hafa áhrif á gang heimsmálanna. Þeir fá áheyrn forsetans. Einn valda- mesti maður í heimi hér styður sig við ráðgjöf þeirra, þegar hann tekur ákvarðanir. Og það er erf- itt að ná lengra í Washington. Metorðin aukast eftir því sem skrifstofa embættismannsins liggur nær skrifstofu forsetans. Smákompa í vesturálmu Hvíta hússins er meira virði, en rúmgóð skrifstofa í Old Executive Build- ing, sem telst annars flokks skrifstofuhúsnæði, þrátt fyrir að neðanjarðargöng liggji þaðan til Hvíta hússins. Það er táknrænt fyrir valda- baráttuna, að George Bush, vara- forseti, skuli kjósa að hafa aðset- ur í vesturálmu Hvíta hússins. Skrifstofa hans er svo lítil að danskir sjónvarpsmenn áttu í erfiðleikum með að athafna sig þegar kvikmynda átti handaband Pouls Schluters og næstæðsta manns Bandaríkjanna. Nálægð við forsetann veitir aðgang að honum og sá aðgangur veitir völd. En það gengur ekki átakalaust að komast inn á tepp- ið hjá Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseta og fyrrum leikara. Meðleikararnir berjast um áheyrn með pústrum og ýfingum til að komast á sjónarsviðið. Bak við tjöldin Almenningur fékk ávæning af því, sem gerist bak við tjöldin í Hvíta húsinu í síðustu viku, þegar Robert C. McFarlane, ör- yggisráðgjafi Reagans, sagði af sér á blaðamannafundi, augun blóðhlaupin og tungan treg. Sjálfur kvaðst öryggisráðgjafinn ætla að róa á ný mið og leita krefjandi verkefna, en aðrir vissu betur um ástæður afsagn- arinnar: Valdatafl í vesturálmu Hvíta hússins hafði dregið úr McFarlane allan mátt. Þrándur í götu McFarlanes var starfsmannastjóri Reagans, Donald T. Regan. Regan var áður forstjóri fjárfestingafyrirtækis- ins Merrill Lynch og á glæstan feril að baki á Wall Street í New York. „Regan heldur augljóslega að hann sitji enn í framkvæmda- stjórasæti gamla fyrirtækisins. Þar gat hann skipað fyrir og allir hlýddu. En þannig ganga hlut- irnir ekki fyrir sig í Hvíta hús- inu. Þar verða menn að vinna saman og geta ekki hegðað sér eins og lénsherrar," segir einn fyrrum starfsmaður viðskipta- ráðuneytisins. Donald Regan hefur svo sannarlega beitt áhrif- um sínum í valdapíramídanum i Hvíta húsinu. Það eru aðeins eftir örfáir menn í æðstu stöðum, sem ekki eiga stöðu sína Regan að þakka. Hann hefur breytt valdskiptingunni og situr nú sjálfur á tindinum. Áður en Regan gerðist starfs- mannastjóri í janúar var McFarlane vanur að ganga á fund forsetans á hverjum morgni og ræða við hann um öryggis- og utanríkismál. James Baker, fyrrverandi starfsmannastjóri, var samvinnuþýðari, en Regan, og hafði ekkert út á það að setja. „Blessaður Bud“ Robert „Bud“ McFarlane kapp- kostaði að ná til forsetans án þess starfsmannastjórinn væri viðstaddur. Á fundi fyrir nokkru síðan sagði Reagan, gamansam- Myndin af Ronald Reagan, Donald Reagan og Mikahil Gorbachev, er talinn hafa fyllt mælinn hji McFarlane og leitt til afsagnar hans. Þaó er Donald Reagan, sem hvflir fram i bak sóffans og fylgist grannt með viðræðum leiðtoganna. ur að vanda: „Hvert skipti, sem síminn hringir klukkan þrjú að morgni, tek ég einfaldlega upp símtólið og segi: „Blessaður Bud.“ Viðstaddir sáu að Donald Regan þótti lítið til þessarar fyndni koma og honum gramdist augsýnilega athugasemdin. „Ég held að Donald hafi á þessum fundi ákveðið að losa sig við McFarlane," sagði einn fund- armanna síðar. Þegar eftirmaður McFarlanes, John Poindexter, tók við embætti lagði Regan honum lífsreglurnar: „Þú færð beinan aðgang að for- setanum, en ég vil fá að vita allt, sem gerist. Bæði góðar og slæm- ar fréttir. Og ég þoli ekki þegar eitthvað kemur mér í opna skjöldu." Hinir ýmsu starfsmannastjór- ar í Hvíta húsinu hafa haft mismunandi mikil völd. Donald Regan hefur meiri völd, en flestir forverar hans. Annars vegar sökum metnaðargirndar sinnar, hins vegar vegna stjórnarfyrir- komulags Reagans, forseta. Meira að segja hægra blaðið Washington Times (að sögn, fyrsta dagblaðið sem forsetinn les á morgnana) skrifaði í síðustu viku að Reagan stjórnaði með fjarstýringu. Donald Regan hefur nú það frjálsar hendur að hann gengur undir nafninu „forsætisráðherr- ann“. Sem slikur áskildi Regan sér rétt til að taka sér stöðu í þungamiðju leiðtogafundarins í Genf, þótt McFarlane ætti mest- an heiður af því að fundurinn átti sér stað. Það var augljóst að McFarlane féll illa að Donald Regan settist við hlið Ronalds Reagans meðan á viðræðum Ieið- toganna stóð, enda reynsla starfsmannastjórans í utanríkis- Robert McFarlane lýsir yfir afsögn sinni i Hvita húsinu. Ronald Reagan og John Poindexter, eftirmaður McFarlanes, fylgjast með. En er fórnarlömbunum vork- un? Ekki virðist það vera. Einkafyr- irtæki slást um þekkingu þeirra og hæfileika. David Stockman, fyrrverandi fjármálaráðherra, fær tvær miljónir dollara greidd- ar fyrirfram fyrir að skrifa endurminningar sínar og hann hefur einnig tryggt sér starf í Wall Street með eina miljón dollara í árstekjur. Maður, sem þekkir innviði Hvíta hússins, er tilvalinn ráð- gjafi í atvinnulífinu. Henry Kiss- inger hefur gert góð ráð sín að féþúfu og stofnað fyrirtæki, sem veitir ráðgjöf í utanríkismálum. McFarlane kveðst ekki vita hvert nú skuli haldið, en haft er fyrir satt að hann gangi til liðs við fyrirtæki Kissingers í New York. Stendur Regan hölhim fæti? Það var McFarlane, sem fór frá. En víst er að framtíð Regans verður ekki dans á rósum. Sagt er að Nancy Reagan falli ekki alls kostar uppgerð og sýndar- mennska starfsmannastjórans. Og Nancy Reagan, sem réttilega veitti blaðamönnum ákúrur fyrir innihaldslítinn fréttaflutning af leiðtogafrúnum og klæðaburði þeirra, hefur ugglaust þótt nóg um niðrandi ummæli Regans um kvenmenn. Regan sagði á leið- togafundinum í Genf eitthvað í þá veru að konur hefðu meiri áhuga á klæðnaði Nancy Reagan og Raisu Gorbachovu, en flókn- um málaflokkum á borð við af- vopnun, ógnarjafnvægi, Afgan- istan og mannréttindi. Regan hefur reynt að draga orð sín til baka, en það kann að reynast of seint. Starfsmannastjórinn á ekki aðeins við Nancy að etja. Hryss- ingslegar umgengnisvenjur Reg- ans, óþolinmæði hans og til- hneiging til að safna um sig hirð trygglyndra og undirgefinna embættismanna, tilhneiging sem Regan neitar alfarið að blundi í brjósti sér, hafa gert hann að helsta skotmarki gagnrýnenda i stjórninni og Hvíta húsinu. Gagnrýnenda, sem síður vilja beina skeytum sínum að vinsælli yfirmanni Regans. Ýmsir þingmenn Repúblikana- flokksins efast einnig um kunn- áttu og hæfni Regans á vandröt- uðum refilstigum stjórnmálanna og hafa ofangreind ummæli Regans um kvenfólk til marks um það. lleimildir: The Keoaomist, IntenuUioatl Her- mM Tribune, Berlingske Tidende og AP. málum fráleitt samanburðarhæf við reynslu öryggisráðgjafans. Þegar eftir Genfarfundinn birtist mynd frá Hvíta húsinu af Reagan, Regan og Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, í öllum helstu blöðum heims. Þetta var mikilvægt augnablik á fundinum og Donald Regan lét það engum vafa undir- orpið hver væri helsti ráðgjafi forsetans á slíkum stundum. Þessi ljósmynd var McFarlane sönnun þess að öll samvinna við starfsmannastjórann væri fyrir- fram dauðadæmd. Fleiri fórnarlömb Robert McFarlane er hæst- setta fórnarlamb valdabarátt- unnar í Washington, en fráleitt það fyrsta. Á valdaskeiði Regans hefur David Stockman, yfirmað- ur fjárlaga- og hagsýsludeildar, látið af störfum, Margaret Hec- ker, félagsmálaráðherra, var gerð að sendiherra í Dyflinni og Ed Rollins, pólitískum ráðgjafa Reagans, sagt upp. Willam Clark lét af embætti öryggisráðgjafa og McFarlane tók við. Clark tók við innanríkis- ráðuneytinu af James Watt og var opinbera skýringin á því að Watt fór frá sú að hann hefði ekki gætt tungu sinnar í ummæl- um um minnihlutahópa, en í raun var Watt útkeýrður af 80 klukkustunda vinnuviku og stöð- ugum erjum við Michael Deaver, þáverandi einkaráðgjafa forset- ans. Vitnum aftur í eftirlætis morgunlesningu Bandaríkjafor- seta, Washington Times: „Robert McFarlane var ekki sá fyrsti og hann verður ekki sá síðasti, sem lætur af embætti áður en for- setatíð Ronalds Reagans er á enda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.