Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 42
42 MORGDNBLAÐIÐ; LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 M HOgjgSoSS CAgSpUNNAP Ofbeldi gegn blaða- mönnum ágerist New York, 20. desember. AP. OFBELDI í garð blaðamanna vegna starfs þeirra tvöfaldaöist á árinu 1985. 30 blaöamenn voru myrtir, þrettán hurfu eða voru teknir í gíslingu og 76 voru barðir eða slasaðir á annan hátt, að því er kemur fram í nýrri skýrslu. Gerð D: Breidd 40 cm Hæö 40 cm Dýpt 25 cm Cartomobili skúffurnar eru framleiddar úr sér- staklega styrktum harð- pappa með áferðarfal- legri glanshúð. Styrkt með járnumgjörð. Gott skúffupláss. Hent- ugt við rúmið, skrifborð- ið og alls staðar þar sem geymslupláss vantar. Litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. 1stk.775kr. 3stk 2.245 kr. 6stk.(5B+1D) 2.245kr. Dreifing á Islandi: rdiopiAfi Hafnargötu 90 - 230 Keflavik Símar: 92-2652 og 92-2960 Útsölustaöir í Reykjavík: Vörumarkaöurinn Ármúla. allt íeinum dropa j Einnig er vitað til þess að ferðir 109 blaðamanna hafi verið heftar á árinu. 1984 þurftu 72 blaðamenn að láta sér slí'ct lynda. Þó náðist nokkur árangur í baráttu blaðamanna í ýmsum ríkj- um gegn því að þurfa leyfi frá yfirvöldum til að stunda iðju sína og nýjar leiðir opnaðar til að bjarga fréttamönnum í bráðri hættu. Niðurstöður þessar voru í dag birtar af Freedom House, óháðum samtökum, sem helga sig því að efla frjáls þjóðfélög. Samkvæmt skýrslunni voru 30 blaðamenn vegnir í 11 löndum á árinu, helmingur þeirra á Filipps- eyjum. Á síðasta ári var 21 blaða- maður myrtur. Ritskoðun jókst til muna í Líber- íu, Nicaragua, Panama, Paraguay, Filippseyjum, Suður-Afríku, Tai- wan og Zimbabwe, en í Nígeríu og Suður-Kóreu dró úr ritskoðun, segir í skýrslunni. Blaðamönnum, sem handteknir voru af fyrrverandi herforingja- stjórn í Nígeríu, var sleppt úr haldi í ágúst. í Suður-Kóreu fengu 28 ritstjórar og blaðamenn að hefja aftur fyrri störf eftir að þeir lentu í hreinsunum fyrir fimm árum. Aftur á móti er rétt að taka fram að a.m.k. þrír kóreskir blaðamenn voru pyntaðir á árinu. Ritskoðun hefur ekki verið strangari í Suður-Afríku undan- farin 37 ár. Stjórnin í Pretoríu bannaði fréttamönnum að fara með myndavélar inn í borgir svartra og bönnuðu blaðamönnum að fylgjast með mótmælaaðgerð- um, nema með leyfi lögreglu. Þyngsta refsing, sem hægt er að dæma blaðamenn til fyrir að fara ekki eftir reglum stjórnarinnar um fréttaflutning, er tíu ára fangelsis- vist, bæði fyrir innlenda og erlenda blaðamenn. Sandinistastjórnin í Nicaragua setti fjölmiðlum þröngar skorður á árinu þegar tjáningarfrelsi var afnumið og 80 prósent dagblaðsins La Prensa urðu fyrir barðinu á skærum ritskoðarans. Þó var til bóta 1985 að amerískur mannréttindadómstóll ákvað 14. nóvember að verið væri að meina blaðamönnum að tjá sig í viðeig- andi miðlum, með því að krefjast þess að þeir fái leyfi hjá ríkisvald- inu til að stunda iðju sína. Dómur- inn var samhljóða, en hann er ekki bindandi. Alþjóðanefnd Rauða krossins samþykkti í apríl að koma á sér- stökum neyðarsíma til að geta aðstoðað þegar blaðamaður er tekinn til fanga, myrtur eða hann hverfur. Rauði krossinn hefur þá rétt til að skerast í leikinn og leita samninga við þá stjórn eða þau samtök, sem í hlut eiga. AP/Símamynd Sameinuð stjórnarandstaða Corazon Aquino, ekkja Benigno Aquino, sem var myrtur á flugvellinum í Manilla á Filippseyjum, ætlar að bjóða sig fram til forseta Filippseyja. Ásamt Salvador Laurel ætlar hún að fella Ferdinand E. Marcos, forseta, úr sessi í forsetakosningunum 7. febrúar. Þessi mynd var tekin þegar Corazon Aquino og Salvador Laurel tilkynntu að þau ætluðu aö bjóða sameiginlega fram til forsetakosninganna, Laurel til varaforseta. Sígarettureykingar: Ekki allt fengið með því að snúa sér að pípunni — segir í nýútkominni rannsóknarskýrslu ('hk-agn, 20. desember. AP. REYKINGAMENN, sem hætta að reykja sígarettur og hefja vindla- og pípureykingar í því skyni að draga úr hættu á að fá lungnakrabbamein, bregða oft fæti fyrir, að það markmið náist, af því að þeir reykja meira og draga að sér reykinn í ríkara mæli en þeir, sem reykt hafa vindla eða pípu frá upphafi reykingaferils síns. Þetta kemur fram í rannsóknar- skýrslu, sem birt var í dag í tíma- riti bandarísku læknasamtakanna: „Sígarettureykingamönnum er ráðlegra að hætta alveg að reykja fremur en að skipta yfir í vindla eða pípu,“ sagði m.a. í niðurstöðum rannsóknarinnar. Vísindamennirnir, sem að rann- sókn þessari stóðu, höfðu fjóra viðmiðunarhópa: 192 pípu- og vindlareykingamenn, sem reykt höfðu sígarettur áður; 114 pípu- og vindlareykingamenn, sem aldr- ei höfðu reykt sígarettur; 1.197 manns, sem aldrei höfðu reykt; og 1.196 sígarettureykingamenn. Mælt var magn þeirra efna, sem reykur skilur eftir sig í blóðinu. 1 ljós kom, að í blóði þeirra pípu- og vindlareykingamanna, sem áð- ur höfðu reykt sígarettur, fannst áberandi miklu meira af blóð- vatns-þíósýanati (serum Thiocy- anate) en hjá hinum, sem haldið höfðu sig við pípu og vindla frá upphafi. í skýrslunni er áréttað, að upp- lýsingar frá bandaríska land- læknisembættinu hafi þegar leitt í ljós árið 1979, að samband væri milli pípu- og vindlareykinga og krabbameins og hættan mest á þeim stöðum, þar sem áhrifa reyksins gætti í ríkustum mæli: í munni, barkakýli, koki og vélinda. Fram kom einnig, að þeim síga- rettureykingamönnum, sem skipta yfir í pípu- eða vindlareykingar, er minni hætta búin en hinum, sem halda áfram að reykja sígarettur. Rannsóknin leiddi í Ijós, að á seinustu árum hefur þeim reykingamönnum, sem skipt hafa úr sígarettum yfir í vindla eða pípu, fjölgað því meira, sem þekk- ing á skaðsemi sígarettureykinga hefur orðið útbreiddari. „En öruggasta og besta aðferðin er að hætta alveg," sagði í skýrsl- unni. HITTU SERFRÆÐIN G AN A Sérfræðingar frá Radíóbúðinni kynna hina ódýru og handhægu hárblásara og nuddtæki frá Clairol á bensínstöðvum ESSO við Ægisíðu og í Stóragerði laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 2—5. Fyrir kropplnn þtnn. .. Clairol HM-1 líkamsnuddtaeki. Ars ábyrgð (Radíóbúðin). Hárrétt gjöf. . . Clairol WS hárblásari. Ars ábyrgð (Radíóbúðir Otíufélagið hf Athugaðu að þaðer opíð bæði á kvöldin og um helgar. Yelena Bonner: Bandaríkja- menn með megrun á heilanum Newton, Mamachuseites, 20. desember. AP. YELENA Bonner, kona sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov, sagði í samtali við fréttamann AP- fréttastofunnar, að hún væri reið og hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning vestrænna fjölmiðla af veikindum sínum. Þar með hefur hún rofið heit sitt við sovésk yfir- völd um að tala ekki við fjölmiðla meðan á ferð hennar til Vestur- landa stæði. Sagði hún sögur af veikindum hennar hefðu verið ýktar. Aldrei hefði staðið til að hún þyrfti á hjartaskurðaðgerð að halda, eins og haldið hefði verið fram. Það var hins vegar fjölskylda hennar á Vesturlöndum sem sagði í nóvem- ber að Bonner þyrfti ef til vill á aðgerð að halda. Bonner sem er læknir sagði að hún hefði sjálf fylgst með ástandi sjúkdóms síns, þar sem manni hennar hefði verið bannað að fylgja henni til læknis í Moskvu sem hún treysti. Sagði hún að myndir sem teknar hefðu verið af manni hennar með falinni mynda- vél, hjá lækni í borginni Gorki þar sem hann er í útlegð sýndu svo ekki væri um villst að þarlendir læknar væru ekki trausts verðir. Bonner sagði að fjölmiðlar hefðu ýkt reykingarvandamál hennar og þátt þess i veikindum hennar. Þá væri það tóm vitleysa að hún þyrfti að grennast, ef eitthvað væri þyrfti hún að fitna, en hún væri nú 58 kíló. Hún sagði að Bandaríkjamenn væru með megr- un og reykingarbindindi á heilan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.