Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 17 I — Fritz Oidtmann og Gerður Helgadóttir að vinna að gerð glugganna í Kópa- vogskirkju. Elín með kaffikvörn heimilisins í sínu horni íbúðarinnar. Þetta eru einu myndirnar sem til eru af heimili þeirra Gerðar í París. Þær eru því miður dálítið óskýrar. ' vogi, þá lét hún sækja þessa fallegu konumynd úr leir sem hún hafði unnið á Ítalíu, til vinar Snorra í Reykjavík. sem hafði hana að láni og sagði við mig rétt si svona: „Taktu myndina, þú átt að eiga hana, og segðu ekki orð.““ Gipsmynd sem Elín hefur látið steypa í brons vann Gerður meðan þær Elín bjuggu saman í París. „Hún gaf mér hana eftir fyrstu sýn- ingu sína í Listamannaskálanum 1952. Myndina kallaði hún „Ab- straktion" en ég kalla hana „Lamb- ið“, hún minnir mig alltaf á lamb sem dinglar vingjarnlega dindlin- um. Ég á líka litla járnmynd sem hún gerði sérstaklega handa mér á afmælinu mínu. Ég hafði sagt við hana að stórar járnmyndir væru ekki hentugar f venjulegum húsa- kynnum. Myndina ágirntist síðar listmálarinn Deyrolle. Hann varð fúll þegar hann fékk hana ekki og sagði að hún væri gerð af mikilli ást. Sjálfur var hann homosexual og skildi ekki ómengaða íslenska vináttu eins og var á milli okkar Gerðar. Við urðum hræðilega reiðar við þessar aðdróttanir hans. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem við sættum slíku í listamannahverfi Parísar, þar sem slík sambönd eru ekki óalgeng. Líklega vegna þess að Gerður gekk æfinlega í síðbuxum en ég kom alltaf úr minni virðulegu sendiráðsvinnu kvenlega klædd í pilsi eða kjól.“ „Hvenær fórstu að starfa í utan- ríkisþjónustunni?" „Eftir að ég varð stúdent frá MR 1947 fór ég í Háskólann til að nema ensku og frönsku. Um svipað leyti fór ég að vinna í utanríkisráðuneyt- inu. Ég fór svo til Sameinuðu þjóð- anna í New York og vann þar í eitt ár sem almennur starfsmaður, á þeim árum þegar enn var þar fólk sem trúði á að við værum að skapa nýjan heim þar sem aldrei yrði stríð. Það hafði mikil áhrif á mig. Þremur mánuðum eftir að ég kom heim var ég send til Parísar sem starfsstúlka í sendiráði íslands, og þar með var ég dottin út úr háskóla og komin í skóla lífsins." „En hvað kom til að þú fórst út í blaðamennsku?" „Ég kom heim frá París vegna þess að veikindi sem móðir mín hafði lengi átt við að stríða höfðu ágerst. Ég ætlaði ekki að vera lengi. Ég fór að þýða og vinna hjá Vik- unni. Það hentaði mér ákaflega vel að hafa sveigjanlegan vinnutíma. Fyrr en varði var ég komin á kaf í blaðamennskuna og þar festist ég, ef svo má segja, þegar Sigurður Bjarnason ritstjóri bað mig um að koma á Morgunblaðið í frétta- mennsku. Ég hélt samt í tíu ár að ég myndi fljótlega fara út, en þá gerði ég mér loks ljóst að blaða- mennskan var orðin lífstarf mitt, næstum án þess ég vissi af.“ í samtalinu við Elínu er auð- fundið að hún vill miklu heldur ræða um Gerði, verk hennar og vináttu heldur en sjálfa sig. Ég skrifa og skrifa og Elín horfir með vaxandi áhyggjum á blaðabunkann. Blaðamaðurinn kemur upp f henni og hún spyr hvort þetta verði ekki alltof langt. En ég vil ekki hætta fyrr en lesendur fá að vita örlítið um bakgrunn Elínar, fjöldskyldu og heimili: „Faðir minn er Pálmi Jóns- son fyrrum skrifstofustjóri í Kveld- úlfi en móðir mín var Tómasína Kristín Árnadóttir," segir Elín. „Ég er næstelst í hópi fimm systk- ina. Elstur er Pétur, hálfbróðir minn, sem ólst upp á Kjalarnesi en var hjá okkur sína skólatíð. Helga, sú yngsta, var að töluverðu leyti alin upp hjá móðursystur okkar, því mamma fékk MS-sjúkdóminn og byrjaði að lamast þegar Helga var smábarn. Móðir min lamaðist smátt og smátt algjörlega á 18 árum. Við systkinin sem heima vorum, ég, Sólveig og Árni vorum þá í skóla. Mamma stjórnaði sínu heimili þrátt fyrir veikindin. Við og pabbi hjálp- uðumst öll að og höfðum líka oftast húshjálp. Mamma fór aldrei á sjúkrahús og engum datt í hug að hún ætti að vera annars staðar en á sínu heimili, þar sem hún var alla tíð veitandi, bæði gagnvart okkur og þeim fjölda gesta sem sóttu hana heim öll þessi ár.“ Elín á því ekki langt að sækja tilhneigingu sína til að veita öðrum af því sem hennar er. Árum saman hefur hún með greinum sínum og viðtölum veitt okkur hlutdeild í sínu sjónarhorni af tilverunni og nú síðast með bók sinni um Gerði Helgadóttur. Listakonunni sem Elín batt un'g svo mikla vináttu við í París. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Þorsteinn Matthíasson HRAFNISTUMENN Bókaflokkurinn Hrafnistumenn geymir nokkra minningaþætti úr lífssögu íslenskra sjómanna, — og kvenna sem staðið hafa við hlið þeirra í landi og nært við brjóst sín ung sjómannsefni og búið þau undir framtíðar- störfin. Það má því segja að hlutur þeirra hafi verið nokkuð jafn — hans sem á hafið sækir og hennar sem annast heimili þeirra á ströndinni. Engum íslendingi er starfssaga þessa fólks óviðkomandi. Sjómannadagsráð. Rödd Einars hefui' náð eyrum fólksins vegna opinskárrar og væmnislausrar boðunar. Hann segir hressi- lega frá með tungutaki sjómannsins og Eyjapeyjans. Þessi bók geymir endurminningar Einars frá Vestmannaeyjum. Einar segir frá bernskuheimili sínu, uppvexti á krejtpuárunum, atvinnu- og mannlífi i Eyjum, bátasmíði, útgerð og sjósókn. Hann greinir frá merkilegum trúarreynslum, persónulegri sorg og dapurri lífsreynslu. Lesandinn fær að skyggnast inn í huga sálusorgarans, sem verður að veita huggun og ráð á erfiðum stundum. Frásögnin er lífleg og krydduð skemmtilegum sögum eins Hátúni 2, 105 Reykjavík, símar 91 -20735/25155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.