Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 23 unnið að verkefnum og fylgst með þeim; allt þetta fólk hefur vitnað um að það hafi séð peningana verða að lífi.“ — Söfnun ykkar um þessi jól snýr fyrst og fremst að Afganistan annars vegar og Eþíópíu hins vegar. Orð um þessi verkefni. „Ef við tökum fyrst til Eþíópíu, þá er það alveg ljóst að þar berum við feykilega mikla ábyrgð, sem við biðjum landsmenn að hjálpa okkur til að bera. Það eru 250 börn munaðarlaus í Eþíópíu á öðru þeirra svæða, sem hjúkrunarfræð- ingarnir okkar hafa unnið. Þessi börn eru á lífi í dag hreinlega fyrir tilstilli þess starfs, sem við unnum þarna. Og nú getum við að sjálf- sögðu ekki hlaupið frá þeim og skilið þau eftir. Þetta eru börn sem við þekkjum með nafni. Þetta eru einstaklingar. Þau ganga mörg hver í íslenskum fötum og eru okkar starfsfólki afskaplega kær. Við höfum þá ábyrgð að annast þessi börn áfram. Við erum að byggja þeim framtíðarheimili og sjá um rekstur þess í þrjú ár, að beiðni kirkjunnar í Eþíópíu. Og þessa ábyrgð ætlum við að axla og höfum þegar fundið að íslend- ingar taka undir þetta verkefni með okkur af heilum hug. Og við erum farin að sjá fram á, að við getum hafist handa um byggingu heimilisins strax með nýju ári. Þar munar ef til vill ekki minnst um framtak íslenskra hljómlistar- manna og plötunnar þeirra sem sérstaklega er helguð þessu verk- efni, þó raunar meira þurfi að koma til. En ég sé fram á að við náum markmiðum okkar með öðr- um framlögum. 250 íslensk/ eþíópísk börn Þessi 250 börn sem við viljum hlúa að eru allt frá eins árs aldri og til ellefu, tólf ára aldurs. Mest þó þarna á milli. Þessi börn komu til starfssvæðisins, þar sem þau eru núna. Sum hver misstu for- eldra sína, nokkur týndu pabba og mömmu, önnur voru bókstaflega skilin eftir af foreldrum til að það mætti bjarga þeim og það sýnir betur en margt annað hversu ör- vinglan og uppgjöf foreldranna var mikil og hversu ástandið var gifur- lega erfitt. Það er alveg ljóst að hjúkrunar- fólkið okkar og annað starfsfólk hefur nánast gengið þessum böm- um í foreldrastað og það er vafa- laust erfitt fyrir okkar hjúkr- unarfólk, þegar það hefur komið heim, að skilja við þessi börn ytra, bðrn sem það hefur tengst tilfinn- ingaböndum. Og ég veit að hjúkr- unarfólkinu er það mikið hjartans mál að þessum börnum sé veitt aðhlynning áfram og að umrætt heimili fyrir þau verði byggt og að við íslendingar sjáum um að annast þessi börn áfram. Á þessu ári hafa samtals unnið um 30 hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk í Eþíópíu og unnið sleitulaust að verkefnum þar ytra. Og einmitt núna eru þrír hjúkr- unarfræðingar og tveir aðrir starfsmenn að vinnu þarna og stefnt að því að senda þrjá hjúkr- unarfræðinga til viðbótar upp úr áramótum. Og vinnan og verkefnin eru næg. Um það er engum blöðum að fletta. Það er dálítið fróðlegt að skoða tölur í þessu sambandi. Isiending- ar eru samtals um 250 þúsund og þarna eru 250 börn. Og þó við gerðum ekki annað, en að sættast á að þessi börn lifðu fyrir tilstilli Íslendinga, þá getum við sannar- lega fagnað sigri. Við sjáum árang- urinn ekki síst kristallast í þessum börnum." ÞjóÖ rænd frelsi — Hvað með Afganistan? Hvað réð því verkefnavali? „Það er fyrst og fremst sú stað- reynd, að fólk á Vesturlöndum virðist vera farið að líta tilvist afganskra flóttamanna í Pakistan sem sjálfsagðan hlut. Staðreynd sem ekki verði breytt. Við heyrum um það daglega og höfum heyrt það í fimm ár að þarna sé fólk sem þjáist og lifir við ótrúlegar hörm- ungar á flótta og eftir flótta frá eigin heimalandi vegna stríðsá- taka. Við hér á íslandi komum til hjálpar 1980 með þriggja milljón króna framlagi þá og ásamt öðrum hjálparstofnunum var unnið geysi- lega mikið og gott starf; komið upp flóttamannabúðum og margvísleg önnur aðstoð veitt. Síðan er það óneitanlegt að áhugi manna fyrir þessu verkefni hefur farið minnk- andi um heiminn. Vegna þess að fólk verður sljótt við sífelldan fréttaflutning; það er eins og fólk fari að líta á ástandið eins og lögmál og venjist því. Það sem veldur því að við veljum þetta verkefni núna, er ekki síst það, að við íslendingar erum full- valda og sjálfstæð þjóð og lifum við frelsi, sem er þó ungt fyrir þjóðina. Við vitum hvers virði það er að búa við frelsi. 1 Afganistan horfum við hins vegar upp á þjóð, sem er rænd frelsi sínu, hrakin úr eigin landi og lifir við hörmungar. Þetta er stolt fólk, tiltölulega vel menntað fólk og upplýst. Og okkur rennur blóðið til skyldunnar að gleyma því ekki, heldur sýna því að við, sem njótum frelsi og erum þakklát fyrir það höfum við skyld- ur við fólk sem hefur verið svipt frelsinu. Við eigum að standa við bakið á því og efla það í þeirra frelsisbaráttu. Þarna er mannleg þjáning. Það vantar tilfinnanlega læknisaðstoð, hjúkrunaraðstoð, kennslu, ábreið- ur og fleira og fleira. Það vantar einnig matvæli fyrir það flóttafólk sem er nýkomið og hefur straum- urinn aukist hinar síðustu vikur. í Afganistan er sannarlega verkefni, sem við íslendingar, frjáls og fullvalda þjóð, eigum að taka að okkur með fullri einurð. Ég vil geta þess, að þegar starfsmaður okkar fór þarna niður eftir fyrir stuttu, fann hann fyrst og fremst löngun þessa fólks og gleði yfir þeirri athygli sem íslendingar væru að sýna þeim. Það gladdist yfir þeirri fullvissu, að afganska þjóðin væri ekki gleymd, heldur væri fólk uppi á íslandi sem myndi eftir afganska flóttafólkinu og stæði við bakið á því.“ Fimm spennandi ástaisögui Theresa Chailes Skin eítix skúi Dixie ei ung munaðcnlaus stúlka íögui og sjálístœd. Hún lekui ásamt tiœnku sinni dvalaiheimili á Helgavatni. Dixie hieiíst mjög aí hinum vinsaela sjónvaipsmanni Pétií en tiœnku hennai lízt lítt á hann Sídan hittii Dixie Adam Lindsay Goidon dulaitullan mann sem óvœnt biitist á Helgavatni Báðii þessii menn eni giunaðii um að hala íiamið aíbiot og einnig Patrik íiœndi Dixie. Hveit vai leyndaimálið, sem þessii þríi menn vom ílœktii í og hveis vegna laðaðist Dixie svo mjög að Adam? MOHIMU -m i Gartland Erík Neilöe Láttu hjartað ráða Toisten vai leyndaidómsfullui um naín sitt og upp- mna og það vai Maríanna einnig. Það vai leikui þeina - í kjánaskap þeina og kátínu œskunnai. En sá dagui kom að Maríanna skildi snögglega að áhyggjulaus leikurinn vai allt í einu oiðinn öriaga- rík alvaia og að Toisten heíði eí til vill svikið hana og vœri í launinni hœttulegasti óvinui hennai og sjúks íöðui hennai. Og samt vai Maríanna tní bjöit- um diaumi sínum - diaumnum um hina miklu ást Láttu hjartaö ráða Bœkui Theresu Chcnles og Barböru Cartland haía um mörg undanlarin ór verið í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauðu óstarsögumar haí a þar fylgt f ast á eftir, enda skrif- aðar aí höfundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri baekui þessara vinsœlu höfunda eru enn fáanlegar í flestum bókabúðum eða beint frá forlaginu. Baibaia Caitland Veðmál og ást Biock heitogi veðjai við vin sinn um það, að hann geti íarið einsamall ríðandi tiá London til Yoik án íylgdailiðs og án þess að þekkjast Á kiá nokkum á leiðinni hittii hann hina fögiu Valoiu sem ei ung og saklaus stúlka en stjúpmóðii hennai œtlast til þess að Valoia giítist gegn vilja sínum gömlum baión Biock heitogi hjálpai Valoiu að flýja fiá stjúpmóðui sinni og þau lenda í ýmsum hœttum og œvintýium áðui en þau ná til Yoik HÁLF- SYSTURNAR Else-Maríe Nohi Hálísystumar Eva ei á leið að dánaibeði íöðui síns, þegcu hún hittii litla telpu eina síns liðs, sem haíði stiokið at bamaheimili Eva ákveðui að hjálpa henni en með því leggui hún sjálla sig í lflshœttu Faðii litlu stúlkunncn ei eítiilýstui aí lögieglunni og svílst einskis. Öilög Evu og telpunncn em samtvinnuð fiá þeiira fyista tundi Eva Steen Sara Konungssinnainii drápu eiginmann Söiu þegcu hún vcn bamshaíandi og síðan stálu þeii bami henncn. Piátt fyrii það bjargai hún lííi konungssinna sem ei á flótta og kemst að því að hann ei sonui eins morðingja manns hennar. En þessi maðui getui hjálpað Söm að komast í gegnum víglínu konungs- sinna Hún ei ákveðin í að hefna manns síns og enduiheimta bam sitt en í ringulieið byltingaiinnai á ýmislegt eftii að geiast sem ekki vai fyriiséd. EwSkm SARA Já, þœi eru spennandi ástaisöguinai íiá Skuggsjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.