Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Pálmi Jónsson formaður fjárveitinganefndan Rætur fjárlagavandans Kafli úr þingræðu við Miklir erfiöleikar Væntanlega dylst engum að á síðustu árum hafa erfiðleikar farið vaxandi við það að ná saman endum við afgreiðslu fjárlaga og í ríkisbúskapnum. Þessi staöreynd haggast ekki við það, þó vel hafi tekist til um afkomu ríkissjóðs á árinu 1984. Þá var vissluega mjög sparsamlega haldið á málum varð- andi ríkisútgjöld, en það gerðist líka að óraunsæjar, erlendar lán- tökur ollu þenslu í efnahagskerf- inu, sem átti verulegan þátt í að auka tekjur ríkissjóðs umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Það frumvarp, sem hér er til 2. umræðu, og öll vinna fjárveitinga- nefndar við undirbúning að af- greiðslu fjárlaga bera merki þess- ara erfiðleika í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Sumir láta svo sem orsakir þessara erfiðleika séu tiltölulega einfaldar og þeirra sé að leita hjá núverandi hæstvirtri ríkisstjórn og jafnvel hjá einstök- um ráðherrum. Aðrir tala um einfalda lausn á þessum málum öllum og standa á götuhornum og hrópa á niöurskurö ríkisútgjalda. Þrenns konar rætur Ég ætla mér ekki þá dul að greiða hér í sundur alla þá þætti, sem sameiginlega hafa orðið til þess að valda þeim miklu erfiðleik- um sem nú er við að fást í fjármál- um ríkisins. Að minni hyggju eiga þeir sér þó einkum þrenns konar rætur. í fyrsta lagi áföll þjóðar- búsins, sem hófust á miðju ári 1982, með minnkandi þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekjum. í öðru lagi utgjöld ríkisins og þjóðar- búsins umfram efni á ýmsum timum, sem leitt hafa til sívaxandi greiðslubyrði vegna vaxta og af- borgana. í þriðja lagi sú pólitíska stefna okkar íslendinga, sem borin hefur verið uppi af ýmsum ríkis- stjórnum og Alþingi í langan tíma, að koma hér upp þjónustukerfi á vegum hins opinbera, velferðar- kerfi, sem líkist því sem best gerist hjá hinum auðugustu þjóðum. Þessir þrír þættir eru að mínum dómi veigamestir af ýmsum fleiri, sem eru undirrót þeirra miklu erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir f fjármálum ríkisins um þessar mundir. Ég mun þá fara örfáum orðum um hvern þessara þriggja þátta fyrir sig. Áföllin og ríkissjóöur Við 2. umr. fjárlaga fyrir ári gerði ég grein fyrir því í samræmi við upplýsingar frá starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar, á hvern hátt áföllin í þjóðarbúskapnum, sem hófust á miðju ári 1982, hefðu komið fram í tekjutapi ríkissjóðs. Niðurstaða þeirra athugana var, að ríkissjóður hefði að sínum hluta tekið á sig þessi áföll þjóðarbúsins eða sem svaraði 2.800 millj. kr. tekjurýrnun, en jafnframt hefði verið gefið eftir af skatttekjum ríkissjóðs samkv. ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um 1.200 millj. kr., þannig að í heild var þessi tala nálægt 4 milljarðar kr. Þess er naumast að vænta, að á þessum niðurstöðum hafi orðið miklar breytingar á því ári sem síðan hefur liðið, þó vissulega hafi greiðst nokkuð úr með þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekjur, þá er það litlu meira en svo, að þessar magntölur hafi staðið í stað milli ára miðað við mannfjölda. Þetta er hér rifjað upp til þess að minna á það tekjutap sem ríkissjóður hefur orðið fyrir af þessum sökum. Vextir og afborganir Varðandi annan liðinn þykir mér rétt að vekja athygli á því aðra umræðu fjárlaga hversu vaxta- og afborgana- greiðslur ríkissjóðs aukast ár frá ári og eiga veigamikinn þátt í þeim erfiðleikum sem nú er við að fást i ríkisfjármálum. Rétt er að minna á, að hér er um greiðslur að ræða sem ekki er hægt að fresta. Breytt framsetning fjárlagafrumvarps fyrir árið 1986 gerir samanburð við fyrri ár erfiðari. Hins vegar liggja þessar tölur ljóst fyrir mið- að við eldri framsetningu á A-hluta ríkissjóðs. Samkvæmt því myndu vextir og afborganir nema 4.595 millj. kr. árið 1986, en í ár eru þessar greiðslur áætlaðar 3.490 millj. kr. Aukningin stafar að verulegum hluta af því, að áætlun um sölu Kröfluvirkjunar er miðuð við það, að ríkissjóður yfirtaki allar skuldir hennar og eru endur- greiðslur af þeim áætlaðar alls um 969 millj. kr. á árinu 1986. Rétt er að geta þess að gert er ráð fyrir að selja Kröfluvirkjun fyrir 1170 millj. kr. með útgáfu skuldabréfs, sem ríkissjóður fær fyrstu greiðslu af á árinu 1986 og er hún áætluð 95 millj. kr. Árið 1981 voru vextir og af- borganir ríkissjóðs alls 434 millj. kr., árið 1983 var þessi tala komin upp í 2.075 millj. kr. og reiknað er með á sambærilegri uppsetn- ingu að á næsta ári verði þessi tala komin upp í 4.595 millj. kr., eins og áður sagði. Raungildis- hækkun þessara gjalda nemur u.þ.b. 102% á tímabilinu 1981 til áætlunar 1986. Rétt er að vekja athygli á því að hér er ekki eingöngu um greiðsl- ur af skuldum ríkissjóös að ræða, sem teknar hafa verið til að mæta fjárþörf hans, því hann hefur á undanförnum árum yfirtekið skuldir af framkvædum til að mynda við byggðalínur, virkjana- rannsóknir auk Kröflu, sem áður er getið. Þá þykir mér rétt að vekja at- hygli á því að samkvæmt þeirri uppsetningu sem nú er á fjárlaga- frumvarpinu eru brúttó-útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta og afborg- ana á næsta ári áætluð 7.184 millj. kr. Að vísu er áætlað að á móti komi innheimtir vextir og afborg- anir sem nema 4,7 milljörðum kr. Eigi að síður er ljóst að fjármagns- útgjöld eiga nú orðið veigamikinn þátt í þeim erfiðleikum sem við er að fást, þegar ná skal endum saman í ríkisbúskapnum. Félagsleg þjónusta Þá kem ég að þriðja og síðasta meginþætti þessara mála. Á undanförnum árum og áratug- um höfum við íslendingar verið að byggja upp félagslega þjónustu á vegum ríkisins í líkingu við það, sem gerist hjá þeim þjóðum sem hvað auðugastar eru og gera mest- ar kröfur í þessum efnum. Einu nafni má nefna þetta velferðar- kerfi. Okkur hefur orðið vel ágengt í þessum efnum og á ýmsum svið- um njóta fslendingar mikils fé- lagslegs öryggis og góðrar heil- brigðisþjónustu og menntunar og svo dæmi sé tekið þá er heilbrigðis- þjónustan í því horfi hér á landi að við fslendingar lifum nú orðið hvað lengst allra í heiminum. Allt er gott um þetta að segja í sjálfu sér og ákjósanlegt að geta búið sem allra best að borgurunum hvað þessi atriði snertir. Hér hafa allir flokkar unnið að og margar ríkisstjórnir á liðnum árum. Á síðustu árum hafa útgjöld til svokallaðra velferðarmála farið enn vaxandi sem hlutfall af út- gjöldum ríkissjóðs. Þannig hefur hlutdeild þeirra vaxið í ríkisút- gjöldum til að mynda frá árinu 1983—1985 um 3,6% á sama tíma sem til að mynda vaxta- og af- borgunargreiðslur hafa einnig þyngst mjög. Er þá átt við mennta- Pálmi Jónsson mál, menningarmál og kirkjumál, heilbrigðismál, tryggingamál og félagsmál, sem ég hef leyft mér að kalla hér einu nafni velferðar- mál. Það er tiltölulega sjaldan sem stjórnmálamenn leyfa sér að láta uppi áhyggjur sínar yfir því hvert stefni í þessum efnum, hvort þær undirstöður sem þjóðfélagið hvílir á geti risið undir sívaxandi út- þenslu þessa félagslega kerfis. Augljóst ætti þó að vera að haldi þetta kerfi áfram að auka hlut- deild sína í ríkisútgjöldum ásamt vaxtagreiðslum og afborgana- greiðslum verður eitthvað annað að þoka. Þetta sjáum við gerast nú á síðustu árum. Að minnsta kosti er það svo, að þessi mál valda mér nokkurri umhugsun og ekkert síður fyrir það, þó að ég heyri iðulega virta alþingismenn halda fram nauðsyn þess að verja velferðarkerfið og hrósa sér af því að það hafi ekki verið skert. Svo mælti talsmaður AlþýÓubandalags Til eru þó fleiri en ég, sem hafa nokkrar áhyggjur af mikilli úþenslu velferðarkerfisins og hafa látið það koma fram opinberlega. Þessu til staðfestingar langar mig til þess að vitna í þann alþingis- mann, sem lengst allra núlifandi þingmanna hefur sýslað um fjár- mál ríkisins af hálfu Alþingis, án þess þó nokkru sinni að setjast á ráðherrastól. Hér á ég við háttvirt- an 5. þm. Reyknesinga, Geir Gunn- arsson, en hann hefur nú senn setið 23 ár í fjárveitinganefnd. í ræðu sem þessi ágæti samstarfs- maður minn í fjárveitinganefnd flutti fyrir 4 árum við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1982 sagði hann m.a. orðrétt, með leyfi hæstvirts forseta. „En skyldi samt sem áður ekki vera orðið tímabært að huga að því hver er stefnan í þjóðfélaginu með rekstrarútgjöldum ríkissjóðs og lesa þann mæli sem fjárlög eru i þeim efnum. Við höfum á undan- förnum árum í mjög ríkum mæli notað verulegan hluta af afrakstri þjóðarbúsins til að byggja upp þjónustustofnanir og efla hvers kyns þjónustu og félagsleg rétt- indi. I þeim efnum hefur markið verið sett hátt og fyrirmyndir sótt- ar til þeirra þjóða sem ríkastar eru og gera mestar kröfur." Enn sagði háttvirtur þingmaður í þessari sömu ræðu: „Undirstaða allrar getu til að standa undir félagslegri þjónustu í landinu, hvort heldur er í skóla- málum, heilbrigðismálum eða öðr- um efnum er verðmætasköpunin í þjóðfélaginu, undirstöðufram- leiðslan, og því aðeins er unnt að auka sífellt við þjónustuþættina að verðmætaöflun aukist að sama skapi, eða í einhverju sé dregið úr þeirri sóun sem kann að eiga sé stað á ákveðnum sviðum, t.d. í verslun hér á höfuðborgarsvæðinu. Ef við leggjum fjármagnið fyrst og fremst í þjónustustofnanir án þess að efla grundvallarfram- leiðsluna veltur þessi sístækkandi yfirbygging fyrr eða síðar, hversu nauðsynlega og óhjákvæmilega sem menn telja hana. Hún stendur ekki ein sér.“ Eftir að háttvirtur þingmaður hefur drepið á útþenslu nokkurra slíkra félagslegra liða segir hann enn, með leyfi forseta: „Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru bætt lífskjör. En á hvern veg reiknast það þegar borinn er saman kaupmáttur launa frá einu tímabili til annars? Eg er ekki að benda á þessa rekstrarliði sérstak- lega vegna þess, að ég telji þá ekki eiga rétt á sér, heldur nefni ég þá til að mönnum sé ljóst, að það eru takmörk fyrir því hversu skip verður hlaðið án þess að menn stækki það og það eru takmörk fyrir því hver stóran hlut þjóðar- teknana við getum notað ár eftir ár til að auka þjónustuþáttinn, og þá um leið þjónustuútgjöldin í framtíðinni án þess að raunveru- legur verðmætisauki sé fyrir hendi. Ef við höldum áfram að hlaða lífsgæðapinklum á skipið, án þess að stækka það og bæta, gæti svo farið, ef gáraði sjó, að við yrðum að kasta einhverju af þess- um farmi útbyrðis eins og þær þjóðir eru farnar að gera, sem við tókum okkur helst til eftirdæmis þegar leitað var fyrirmynda um þær ströngu kröfur sem fundust um þjónustugæði." (Tilvitnun lýk- ur.) Undirstaðan Mér þykir efni til að vitna í þessa ræðu háttvirts þingmanns, Geirs Gunnarssonar, ekki síst vegna þess að reynsla hans og þekking á þess- um málum er ótvíræð. Svo var ekki síst á þessum tíma vegna þess að þá var hann formaður fjárveit- inganefndar Alþingis. Það er athyglisvert að ræðan er flutt í lok eins lengsta hagvaxtar- skeiðs okkar íslendinga. Þá var ekki tekið að kræla á þeim áföllum sem síðar dundu yfir þjóðarbúið og hófust á miðju ári 1982. Þrátt fyrir það leyna sér ekki áhyggjur háttv. þm. Hann bendir réttilega á að verðmætasköpunin, undir- stöðuframleiðslan, verði sífellt að aukast til þess að hægt sé að halda í við þjónustuútgjöldin. Hann bendir á að svo gæti farið að eitt- hvað gáraði í sjó og þá gætum við ekki sífellt haldið áfram að hlaða lífsgæðapinklunum á skipið, þjóð- arskútuna, og svo kynni þá að fara, og væri raunar óhjákvæmilegt, að við yrðum að kasta einhverju af farminum útbyrðis, eins og þær þjóðir væru þegar farnar að gera, sem við hefðum tekið okkur helst til fyrirmyndar um ströngustu kröfur sem fundust um þjónustu- gæði. Ég bið háttvirta alþingismenn að hugleiða með mér hvað síðan hefur gerst. Hefur undirstöðu- framleiðslan, verðmætasköpunin í þjóðfélaginu, aukist? Nei, svo er því miður ekki. Síðan þetta var talað hafa þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur minnkað sem svarar um 8—10% á mann. Það hefur sem sagt gárað í sjó, það hefur orðið öldugangur. En höfum við valið þann kost, eins og háttvirtur þm. taldi að yrði óhjákvæmilegt, að kasta ein- hverju af lífsgæðafarminum út- byrðis? Nei, það höfum við ekki gert. Þvert á móti höfum við haldið áfram að hlaða lífsgæðapinklun- um á skipið, jafnvel í sumum greinum með meiri hraða en fyrr. Það þarf því engan að undra þó að nú sé veltingur. Og að þessir þættir segi til sín með vaxandi þunga þegar við stöndum frammi fyrir þeim vanda að ná saman endum í ríkisrekstri eða afgreiða fjárlög hér á hinu háa Alþingi. Háttv. þm. Geir Gunnarsson nefndi í þessari ræðu sinni nokkur dæmi um útgjöld til félagslegra þátta, sem væru mjög að aukast. Hann nefndi til að mynda greiðsl- ur til tannlækninga og fæðingaror- lofs, hann nefndi vissa þætti heil- brigðismála og hann nefndi Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Ég mun ekki rekja mörg dæmi um það hvað síðan hefur gerst. Ég tek þó tvö dæmi, fyrst um málefni fatlaðra, kannski vegna þess, að hér er um ákaflega mikilvæga fé- lagslega þjónustu að ræða. Þau mál eru viðkvæm og framlögum á vegum þessa málaflokks er ætlað að bæta úr brýnni þörf og oft og tíðum miklum sársauka. Frá og með 1981—1985 hafa framlög til þessa málaflokks nálega þrefald- ast að raungildi. Og í fárlagafrum- varpinu nú, sem hér er til umræðu, er gert ráð fyrir að þau vaxi enn um 20% að raungildi miðað við verðlagsforsendur frumvarpsins. Ég ítreka það að hér er um eitt hið brýnasta mál að tefla. Eigi að síður tel ég rétt að staldra við og athuga hvert við viljum stefna. Viljum við t.d. auka útgjöld til þessa málaflokks á næstu 5 árum þannig að þau þre- faldist að raungildi, eins og gerst hefur síðustu 5 árin? Og hvað annað á þá að víkja eða hvar ætl- um við að afla tekna? Er til að mynda ástæða til að endurskoða þessi lög og gæta að því hvort eitthvað megi betur fara? Lánasjóður námsmanna og fleiri útgjaldaþættir Lánasjóður ísl. námsmanna bíð- ur afgreiðslu fjárveitinganefndar til 3. umræðu. Eigi að síður vil ég rifja það upp að við umræður um fjárlagafrv. fyrir ári gat ég þess, að það væri gott að geta búið veí að námsmönnum. Én ég benti jafnframt á nauðsyn þess að staldra við og hugleiða hversu langt skyldi ganga og hvort ekki væri tímabært að endurskoða lög sjóðsins og reglur um lánveitingar. Nú er ég enn sannfærðari en fyrr um að orð mín fyrir ári voru tíma- bær. Árið 1982 námu lánveitingar sjóðsins um 200 millj. kr. Sú tala hækkaði um 236 millj. kr. eða 118% á árinu 1983 og varð því 436 millj. kr. 1984 námu lánveitingar 635 millj. kr og hækkuðu því um 45,6%. Á þessu ári segja áreiðan- legar heimildir að til lánveitinga muni renna 1.098 millj. kr. Eg endurtek: einn milljarður og 98 millj. kr., og er það hækkun um 463 milljónir króna eða 72,9% milli ára. Á árunum 1982 til 1985 hækka því lánveitingar sjóðsins um 450% en á sama tíma hækkar fram- færsluvísitala u.þ.b. um 215%. Lánveitingar sjóðsins hafa því hækkað um 75% að raungildi á undanförnum 4 árum. Skyldi háttvirtan fv. form. fjár- veitinganefndar hafa órað fyrir þessari framvindu þegar hann tók Lánasjóð ísl. námsmanna sem dæmi í umræðum um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1982? Hér skal ekki um það spáð né krafist svara. Hitt erum við sam- mála um, við þessir tveir fjárveit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.