Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 6
6 MÖRGUN&LAÐJÐ, UA'UGARDAGUR 21. DESEMBER1985 3 rit- stjórar Og sé ekki ástæðu til að fjalla frekar um fimmtudagsleikrit- ið að þessu sinni þar sem verkið er endurflutt og það í þriðja sinni en þess í stað vil ég minnast á fimmtudagsumræðuna á rás I sem var ansi athyglisverð því þar var spjallað um framtíð hinna svoköll- uðu vinstri blaða á íslandi. Til leiks í þularstofu hjá Hallgrími Thorsteinssyni mættu að sjálf- sögðu ritstjórar vinstri blaðanna á Islandi, þeir Árni Gunnarsson frá Alþýðublaðinu, Helgi Péturs- son frá NT og Össur Skarphéðins- son frá Þjóðviljanum. Þeir félagar voru hvergi bangnir og hrutu spaugsyrði af vörum sérstaklega þeirra Helga og Össurrar — já það hlýtur að vera gaman að vera rit- stjóri. Árni var öllu alvarlegri og ábyrgðarfyllri í máli enda ekki af „fyndnu kynslóðinni" Eldjárns og Péturs Gunnarssonar. Undirritað- ur er víst af þeirri kynslóð þótt hann hafi ekki ætíð náð að greina fyndnina hjá þeim fóstbræðrum enda ekki fóstraður innan Hring- brautar þar sem þinglýsing brandaranna fer fram. Samfylking? Að öllu gamni slepptu þá var þeim þremenningum mikið niðri fyrir. Ossur: Það hefir verið rætt um þrjá leiðara í blaðinu og ég hef viljað nefna þetta geðklofa ófreskju eða þríhöfða þurs... Þjóðviljinn á sér merka sögu ald- argamall og það er ekki til umræðu að leggja hann niður, þetta er mikið tilfinningamál, við höfum fundið það hjá lesendum blaðs- ins ... Við teljum að það þurfi að stemma stigu við ofurveldi íhalds- ins í fjölmiðlum. Sjónvarpið er orðið útibú frá íhaldinu eða hvað um borgarstjórnarkjörið haldið fyrir opnum tjöldum í sjónvarp- inu. Helgi: Dagblaðsrekstur er viðkvæmur atvinnuvegur. Hér er annars um að ræða 20 ára gamla hugmynd, spurningu um samein- ingu sem alltaf kemur upp við og við þegar erfiðleikar í rekstri gera vart við sig. Þjóðviljinn er til dæmis rekinn með happadrætti (Össur býður alþjóð miða. Fyndna kynslóðin!) Árni: Vinstri flokkarnir eru sundraðir þessa stundina en ég held að sameining blaðanna verði hluti þeirrar þróunar sem á eftir að verða. Að hér verði styrkara og öflugra þingræði þegar tveir sterkir flokkar takast á um völdin. En menn verða að gera sér grein fyrir því að tími flokkspólitísku blaðanna er liðinn. Morgunblaðið varð fyrst það stórveldi i blaða- heiminum sem það er í dag þegar menn á þeim bæjum gerðu sér grein fyrir þessari staðreynd. Fé- lagshyggjufólk þarf að sameinast um að gefa út stórt og vandað blað opið fyrir flestum skoðunum svona álíka og Morgunblaðið. Mat undirritaðs Eins og ég sagði þá fannst mér býsna fróðleg umræða ritstjór- anna þriggja um framtíð vinstri- blaðanna enda er hér aðeins um einn anga af fjölmiðlaþróuninni að ræða en mér fannst dálítið hvimleitt þetta stagl um íhaldið. Ég veit ekki betur en að íhaldssem- in blómstri hvergi eins og í aust- antjaldslöndunum þar sem ailt er keyrt niður á klafa miðstýringar- innar. Sennilega er frjálshyggjan róttækasta stjórnmálaaflið í dag en hún boðar í raun ekkert annað en stjórnleysi eða anarkisma þegar til lengri tíma er litið. Vandamál dagsins í dag er náttúrulega fyrst og fremst valdssöfnunin. íhalds- söm öfl til hægri og vinstri vilja halda sem fastast um valdatau- mana hvað sem það kostar og það er gegn slíkum öflum sem róttækir menn til vinstri og hægri verða að berjast — því valdið spillir jafnvel hinum bestu mönnum. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Jómfrúarfæðing 20 1B „Jómfrúarfæð- 3Q ing“ — smásaga I— eftir Færeying- inn Heinesen verður flutt í útvarpi, rás 1, kl. 20.30 í kvöld. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Steinunn Sigurðar- dóttir les. Smásagan gerist seint í desember árið 1919. Gufu- skipið Botnía er á siglingu yfir hafið milli íslands og Noregs og hreppir vonsku- veður á leiðinni. Meðal farþeganna er Einar Ben- ediktsson. Hann og tveir aðrir íslendingar og Fær- eyingar una glaðir við drykkju og söng á meðan flestir samferðamanna þeirra verða sjóveikinni að bráð. Þá ber svo til að skipsjómfrúin, 17 ára ís- lensk stúlka, fæðir son í káetu sinni á jólanóttina. Sagan birtist í smá- sagnasafninu „Fjandinn hleypur í Gamalíel" sem út kom hjá Máli og menn- ingu árið 1978. Hún er örlítið stytt í flutningi. Heimurinn hans Áka — sænsk bíómynd ■ „Heimurinn jj hans Áka“, ný — sænsk bíómynd gerð eftir þekktri barna- bók eftir Bertil Malmberg, er á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 í kvöld. Leikstjóri er Allan Edwald og með aðalhlutverk fara Martin Lindström, Loa Falkman og Gunnel Fred. Áki er sex ára snáði, sem elst upp í smábæ í Svíþjóð þar sem faðir hans er læknir. Móðir Áka, systir, geðbiluð frænka, nágrannar og amma, sem segir hrollvekjandi sögur og ævintýri, koma einnig við sögu. Þetta er heimur- inn, sem Áki reynir að gera sér grein fyrir og stundum hleypur ímynd- unaraflið með hann í gön- ur. Þýðandi er Jóhanna Jó- hannsdóttir. Stundin okkar ■I Meðal efnis í 0Q barnatíma — sjónvarpsins, Stundinni okkar, á morg- un kl. 18.00, verða úrslit í spurningakeppni. Teikni- myndasagan Móði og Matta eftir Guðna Kol- beinsson verður lesin en myndir eru eftir Aðal- björgu Þórðardóttur. Þá verður lesin sagan Flugan eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Hún hefur einnig gert teiknimyndir við söguna. Sigurður Skúlason segir jólasögu og túlkar hana á táknmáli. Ragnhildur Gísladóttir syngur lagið um litla trommuleikarann, Gísli Guðmundsson syngur lag af Óla prik-plötunni sem heitir Börn, og krakkar úr dansskóla Sigurðar Há- konarsonar sýna dans og fleira. Barbara Stanwyck í hlutverki Thelmu og Wendell Corey sem saksóknarinn. Sagan af Thelmu Jordan ■I Bandaríska 00 sakamála- — myndin „Sagan af Thelmu Jordan" er seinni bíómynd kvöldsins og hefst hún í sjónvarpi kl. 23.00. Myndin er frá árinu 1949. Leikstjóri er Roberd Siodmak og með aðalhlutverk fara Barbara Stanwyck og Wendell Corey. Sambad aðstoðarsak- sóknara eins við fagra konu kemur honum í erf- iða aðstöðu þegar morð er framið og grunur beinist að ástkonu hans. Kvik- myndahandbókin gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu af alls fjórum. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. ÚTVARP 7 LAUGARDAGUR 21. desember 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr torustugreinum dagblaöanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 11.00. Bókaþing. Gunnar Stet- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 15j40 Fjölmiðlun vikunnar. Esther Guðmundsdóttir tal- ar. 15.50 Islenskt mál. Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tilkynningar. Tónleikar. 16.40 Listagrip. Sigrún Bjðrns- dóttir kynnir hátlðardagskrá Rlkisútvarpsíns, hlóðvarps og sjónvarps, um jólin. 17.00 Leikrit barna og unglinga: .Dreki á heimilinu" eftir Birg- itte Bohman. Leikritið er byggt á sögu eftir Mary Catheart Borger. Þýðandi: Ingibjðrg Jónsdóttir. Leik- stjóri: Stetán Baldursson. Leikendur: Þóra Friðriks- dóttir, Þórhallour Sigurðs- son, Sólveig Hauksdóttir, Guðmundur Pálsson, Stefán Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Randver Þorlákssonn og Valdimar Helgason. Aðurútvarpað 1976. 17JO Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Elsku pabbi. Þáttur I umsjá Guðrúnar Þórðardóttir og Sögu Jónsdóttir. LAUGARDAGUR 21. desember 14.45 Manchester United — Arsenal. Bein útsending leiks I ensku knattspyrnunni. 17.00 Móðurmálið — Fram- burður. Endursýndur lokaþátturinn. 17.10 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pólós. (La Pietra di Marco Polo). Þrettándi þáttur. (talskur framhaldsmyndaflokkur um ævintýri nokkurra krakka I Feneyjum. Þýðandi Þurlður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.00 Harmonlkuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.30 .Jómfrúfæöing", smá- saga eftir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Steinunn Jóhannesdóttir les. 21.15 Islenskir tónlistarmenn a. Olafur Magnússon trá Mosfelli syngur Islensk og erlend Iðg. Jónas Ingimund- arson leikur á planó. b. Jónas Ingimundarson leik- ur planólðg ettir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og sónðtu eftir Baltasarre Galuppi. c. Kristinn Sigmundsson syngur jólalög með Mótettu- 20.25 Auglýsingarog dagskrá. 20.40 Staupasteinn (Cheers). Tlundi þáttur. Bandarlskur gamanmyndatlokkur. Þýö- ■ andi Guðni Kolbeinsson. 21.15 Heimurinn hans Aka. (Áke och hans várld). Ný sænsk bfómynd gerð eftir þekktri barnabók eftir Bertil Malmberg. Leikstjóri Allan Edwald. Aðalhlutverk: Mart- in Lindström (Aki), Loa Falk- man og Gunnel Fred. Aki er sex ára snáði, sem elst upp I smábæ I Svlþjóð þar sem faðir hans er læknir. Móðir Aka, systir, geðbiluð frænka, nágrannar og amma. sem segir hrollvekj- andi sögur og ævintýri koma einnig við sögu. Þetta er heimurinn, sem Aki reynir kór Hallgrlmskirkju og kammersveit undir stjórn Harðar Askelssonar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veöurfregnir. Orö kvölds- ins. 22.25 A ferö með Sveini Einars- syni. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Orn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. að gera sér grein fyrir og stundum hleypur Imyndunar- afliö með hann I gönur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 23.00 Sagan af Thelmu Jordan. (The File on Thelma Jordan) s/h. Bandarlsk sakamálamynd frá 1949. Leikstjóri Roberd Siodmak. Aðalhlutverk: Bar- bara Stanwyck og Wendell Cory. Samband aöstoöarsaksókn- ara eins við fagra konu kemur honum I ertiða að- stööu þegar morð er framið og grunur beinist að ástkonu hans. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.50 Daaskrárlok. LAUGARDAGUR 21. desember 10Æ0—12:00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður Blöndal. Hlé 14KX)—16:00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16:00—17:00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.-00—18.-00 Hringborðið Stjórnandi: Sigurður Einars- son. Hlé 20.00—21:00 Hjartsláttur Tónlist tengd myndlist og myndlistarmönnum. Stjórnandi: Kolbrún Hall- dórsdóttir. 21:00—22:00Dansrásin Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefásnsson. 22:00—23:00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverris- son. 23:00—24:00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 24.-00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.