Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Hjónaminning: Björn Sigurðsson og Sigríður Gunnarsdóttir, Stóru-Okrum, Skagafirði Á síðastliðnu hausti létust með skömmu millibili hin öldnu heið- urshjón á Stóru-Ökrum í Blöndu- hlíð í Skagafirði, þau Sigríður Gunnarsdóttir og Björn Sigurðs- son. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þeirra með fáeinum orð- um, þar sem Sigríður var föður- systir mín, og bæði voru þau hjón fædd og uppalin hér í Syðra-Vall- holti. Þau voru búin að lifa langa ævi og kvænturíka, í sátt og sam- lyndi ævilangt, e.t.v. lengur og betur en mörg önnur hjónin, þar sem bæði voru þau komin á tíræð- isaldur, og höfðu verið samvista í starfi og leik allt frá því að þau litu lífsins Ijós. Þau voru fædd á sama árinu, hann í Austurbænum en hún í Vesturbænum í Syðra- Vallholti, fáum vikum síðar. Hér lifðu þau sín æsku- og unglingsár, unz þau fluttust austur yfir Vötn og bjuggu rausnarbúi langa tíð á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, því fornfræga höfuðbóli. Svo voru þau samrýmd, sátt við lífið, tilveruna og dauðann, að þegar annað þeirra hvarf á vit hins óícunna yfir móð- una miklu, þá fylgdi hitt þegar eftir, svo að aðskilnaðurinn varð einungis fáeinir dagar. Feður þeirra hjóna er hér er minnst, voru bræður, og bjuggu að Syðra-Vallholti, en faðir þeirra skipti á milli þeirra jörðinni. Það bendir til þess að báðir hafi þeir viljað vera í Vallholti, enda þótt þeir ættu ítök í og aðrar jarðir, og e.t.v. má segja að á tímabili hafi þeir átt jarðir þvert yfir Skagafjörð. Má þar til nefna Stóru-Akra og Brekkukot í Blönduhlíð, Mikley, Syðra-Vall- holt, Borgarey, Krithól og Kirkju- hól vestan Vatna, en allar þessar jarðir, og raunar fleiri, voru ein- hvern tíma í eigu þeirra. Þeir voru af Skíðastaðaætt, sem kennd er við Skíðastaði á Laxárdal ytri, og er þessi ætt allfjölmenn um Skaga- fjörð og e.t.v. víðar. Björn Sigurðsson fæddist hinn fjórða dag ágústmánaðar árið 1894, og var því á nítugasta og öðru aldursári þegar hann lést, 21. október sl. Hann var sonur Sigurð- ar Gunnarssonar, bónda í Syðra- Vallholti og Herdísar Ólafsdóttur. Sigríður Gunnarsdóttir fæddist hinn 21. dag nóvember, árið 1894. Voru þau hjón því jafnaldra, hann fáum mánuðum eldri í árinu. Sig- ríður var dóttir Gunnars Gunnars- sonar, bónda í Syðra-Vallholti og víðar, og konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur frá Kálfárdai. Dánar- dægur Sigríðar var 10. október sl. og var hún þá nær 91 árs gömul. Aldur þessara sæmdarhjóna var því orðinn hár, og miklu lífsstarfi lokið á því langa og farsæla ævi- skeiði. Ekki er að efa að oft hefur verið glatt á hjalla meðal unglinganna sem voru að alast upp á heimilun- um tveimur í Vallholti á fyrstu árum þessarar aldar, þar sem var margt af ungu og uppvaxandi fólki og varð steinsnar á milli bæjanna. Þeir voru byggðir upp skömmu eftir aldamótin, ég held 1907 eða 1908, og í Vesturbænum var gerð svo stór baðstofa, sem hét á þeirr- ar tíðar vísu, að þar kom fólkið í sveitinni saman til fagnaðar, og dansaði stundum allt fram undir næsta dag, undir dunandi hljóð- falli einfaldrar harmonikku, sem ég hygg að heimilið hafi átt. í Austurbænum voru svo veiting- arnar fram bornar af rausn og örlæti. Þangað hljóp dansfólkið á milli dansa, að kæla sig og svala þorstanum. En þetta er allt löngu liðin tíð. Fyrir mitt minni voru þessar samkomur af, baðstofan góða hólf- uð í tvennt, og nú er hún ekki lengur til. Horfin — eins og svo margt annað sem var og hét í þjóð- lífi okkar til forna. Sigríður og Björn gengu í hjóna- band og hófu búskap á Stóru- Ökrum í Blönduhlíð árið 1919, í gamla Akrabænum. Þar var einnig tvíbýli, og voru mótbýlingarnir frá árinu 1922 Jóel Jónsson, sem nú er nýlátinn í hárri elli, og kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir, hálfsystir Björns á Okrum, látin fyrir nokkrum árum. Blesuð sé minning þeirra. Á Stóru-Ökrum bjuggu þau Björn og Sigríður snotru myndar- búi um langa tíð, allt þar til að Sigurður sonur þeirra tók við bús- forræði. Þau byggðu sér íbúðarhús úr steini snemma á árum, og hafa búið í því æ síðan, þar til fyrir tveimur árum, að þau flúðu Elli kerlingu og fluttu til Sigurðar sonar síns og konu hans, Maríu Helgadóttur, á heimili þeirra í Akratorfu. Þau Sigríður og Björn áttu góða heilsu allt fram undir hið síðasta. Hann átti þó við nokkra vanheilsu að stríða nú síðasta árið, og var þó ekki búinn að dvelja lengi á sjúkrahúsi, þegar kallið kom. Hinsvegar má segja að Sigríður hafi verið eins og blómi í eggi til hinstu stundar. Hún kenndi sér einskis meins, var alltaf kát og glöð, og töldu hinir nánustu að hún lifði mann sinn. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Síðasta hérvistarkvöld hennar brá hún vana sínum, fékk aðsvif og var fylgt til hvílu og fékk þegar hægt og rólegt andlát. Hringt var í lækni, sem kom að vörmu spori, en hún var þá látin. Hversu gott er ekki svo að deyja — ganga rólega og æðrulaust fram fyrir Drottin sinn. Blessuð veri minning þessara mætu hjóna, sem með lífi sínu og hátterni sýndu samborgurunum svo gerla, hversu lífið er gott og fagurt, þegar vel er að öllu staðið með samhentum huga og glöðu geði, sem þau áttu í svo ríkum mæli. Börn þeirra Sigríðar og Björns á Ökrum eru 5. Elst er Gunnfríður, In memoriam: Frederick R. Daly Fæddur 18. maí 1932 Dáinn 30. nóvember 1985 Vinur minn Frederick R. Daly andaðist að heimili sínu í Wash- ington þann 30. nóvember síðast- liðinn 53 ára að aldri. Tengsl hans við ísland hófust árið 1953 þá er hann kynntist Katrínu Svölu Benediktsson, sem komið hafði til dvalar hjá ættingjum sinum í Bandaríkjunum. Felldu þau Fred og Svala fljót- lega hugi saman og gengu i hjóna- j band árið 1955. Hann hafði horfið frá háskólanámi en hugur hans stóð mjög til atvinnu í bandaríska hernum eftir að hafa gegnt þar skyiduþjónustu. Hóf hann lífsstarf sitt sem liðsforingi árið 1956 og þegar Fred Daly lauk herþjónustu árið 1977 var hann ofursti að tign. Hann gegndi herþjónustu tvívegis í Víetnam og var m.a. sæmdur Bronze Star og Legion of Merit heiðursmerkjunum. Þá var hann i starfi í Þýzkalandi og á Indlandi, síðast í hermálaráðuneytinu í Washington. , Jafnframt vinnu sinni í hernum stundaði Fred háskólanám og lauk mastersprófi í tveim greinum, fé- lagsfræði og alþjóðatengslum. Ferðalög urðu snar þáttur í lífi Freds og Svölu. Þau fluttu oft, ýmist innan Bandaríkjanna, í Evrópu eða Asíu. Það er erfitt að * flytjast búferlum, koma sér fyrir, • átta sig á framandi kringumstæð- 14, um og eignast nýja vini. En þetta veittist þeim tiltölulega auðvelt. Sjálfsagt hefur bros og viðmót Svölu átt sinn stóra þátt í því. Hún er fljót að kynnast og bindur traust bönd. Þau komu oft til ísiands þegar færi gafst, ýmist ein eða með börnin þrjú, Frederick yngri, Lindu og Söndru. Það var skemmtilegt og fræð- andi að fá Fred í heimsókn. Hann var vel að sér í sögu, stjórnmálum, bókmenntum og sígildri tónlist og átti auðvelt með að segja frá. Hraðlæs með afbrigðum, létt efni las hann nærri því eins hratt og það tók að fletta. Ýmsir drógu í efa að hægt væri að lesa svo hratt og lögðu fyrir hann próf, sem hann stóðst. Sem hvíld frá amstri daganna kaus Fred gjarnan veiðiferðir. Ég átti því láni að fagna að fara til fjölbreytilegra veiða með honum. Á Chincoteague egndum við fyrir hákarlaslóð, undan ströndum Delaware veiddum við „blue“ og „grey“, í Dölum vestur lax og á Jónsmessunótt í Héðinsfirði veidd- um við þorsk á flugu. Dýrðardagar. Á löngum ökuferðum höfðum við um margt að spjalla, en gátum líka þagað, án þess að þögnin væri óþægileg. Fyrirhyggja, ráðdeild og áreið- anleiki voru kostir, sem prýddu Fred, ennfremur var hann gestris- inn með afbrigðum og fannst svo sannarlega sælla að gefa en þiggja. Duglegur að halda sambandi við fjarlæga vini og ættingja en sárn- aði þá stundum pennaleti vinar síns á íslandi. Undanfarin ár hafa þau hjónin búið í Washington DC. Hann hefur starfað að viðskiptum en hún að fjáröflun fyrir hin ýmsu líknarfé- lög. Börn þeirra búa öll í borginni ásamt mökum sínum. Sonarsonur- inn Nikulás er augasteinn allra. Samheldni fjölskyldunnar er róm- uð. Meðal íslendinga í Washington var Fred vinsæll enda spaugsamur og vinnufús. Þorrablót voru hans besta skemmtun. í haust hóf Fred nám að nýju, hugðist skrifa doktorsritgerð. Á sama tíma skipti hann um atvinnu. jHann þurfti eins og fyrri daginn að hafa nóg að glíma við. En eng- iinn veit sína ævina fyrr en öll er. | Nú er skarð fyrir skildi. Blessuð sé minning hans. Haukur Fiiippusson M húsfreyja á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð, gift Hólmsteini Jó- hannessyni bónda þar, og eiga þau 4 uppkomin börn. Önnur dóttirin er Ingunn. Hún er gift Geir Axels- syni, bónda og bifreiðastjóra. Bjuggu þau lengi í Brekkukoti, en eru nú búsett á Sauðárkróki. Börn þeirra eru 7. Herdís er þriðja dótt- irin, gift Sveini Jóhannssyni, bónda og verslunarmanni á Varmalæk, og eiga þau 6 börn. Yngstir eru tvíburarnir Gunnar og Sigurður. Gunnar er kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur og bjuggu þau framan af árum í Sólheimum í Blönduhlíð, en hafa átt heimili í Reykjavík nú um allmörg ár. Þau eiga 4 börn. Sigurður er kvæntur Maríu Helgadóttur frá Tungu í Gönguskörðum. Þau búa á Stóru- Ökrum, og eiga 9 börn. Hann er orðinn stór og myndarlegur, af- komendahópurinn þeirra Björns og Sigríðar á Ökrum, alls 73 af- komendur í dag. Þau hafa átt miklu lífsláni að fagna, og þau hafa lagt stóran og góðan skerf til framtíðar þessa lands. I fyrravetur kom hér sönghópur að sunnan norður yfir heiðar að skemmta okkur í skammdeginu. Þau kölluðu sig Norðanbörn, og það er skemmtilegt að segja frá því að gömlu hjónin á Ökrum voru afi og amma allflestra söngfélag- anna. það er ekkert efamál, að það er söngur í Skíðastaðaættinni. Gunnar sonur þeirra var söng- stjóri sönghópsins, og hann, ásamt Valgerði dóttur sinni, söng yfir moldum gömlu hjónanna í Mikla- bæjarkirkju. Björn á Ökrum var góður og farsæll bóndi. Hann átti ekki margt fjár, en fór vel með og hafði fullan arð af hverjum grip. Ég minnist þess, að meðan hann hafði hross í Mikley, þá þótti mér folöld- in hans bera af öðrum hér vestan Vatna. Björn var farsæll í störfum, athugull og gætinn, og hugði vel að hverju máli. Á hann hlóðust opinber störf fyrir sveitarfélagið. Hann sat í hreppsnefnd, var lengi fulltrúi sveitar sinnar á fundum Kaupfélags Skagfirðinga. Fleira mætti og nefna, þótt það verði ekki gert hér. Það er mjög misjafn hæfileiki manna til að tjá sig og koma fram. Sumir eru svo gott sem fæddir mælskumenn, aðrir eiga „mjög tregt tungu að hræra", og alkunna er hversu samræðuhæfileiki manna er misjafn. Ég hygg að í þessum efnum hafi Björn á Ökrum staðið framar mörgum manninum, því hann hafði mjög góða sam- ræðuhæfileika. Hafði alltaf frá einhverju að segja, var áheyrilegur og skemmtilegur í samræðu. Ég heyrði einu sinni gegnan og góðan dreng, genginn, segja svo um Björn á Ökrum: „Mér finnst Björn á Ökrum hafa meiri og betri sam- ræðuhæfileika en gengur og gerist um rnenn." Ég fullyrði ekki að þessi orð séu nákvæmlega eftir höfð, en meining þeirra var þessi. Sigríður á Ökrum var mikil og góð húsmóðir. Hún hafði stórt heimili, nær í þjóðbraut, þar sem var símstöð og póststöð stórrar sveitar um langt skeið. Það var því gestkvæmt, og öllum sinnti Sigríður af sönnu ljúflyndi og elju- semi. Þar var gott að koma, og þess munu margir mínnast frá Iiðnum árum. Sigríður á Ökrum var þar eins og drottning í ríki sínu, ljúf og glöð, reiðubúin að leysa hvers manns vanda með glöðu geði. Þau hjón voru vel á sig komin, bæði andlega og líkamlega, höfð- ingjar í sjón og reynd. Þau hafa lifað langa ævi og lagt af mörkum góðan skerf til hags og frama þessarar þjóðar. Megi líf þeirra verða öðrum til eftirbreytni. Ég vil votta þeim mitt innilegasta þakklæti fyrir allt og allt, og að- standendum samúð mína. Blessuð sé minning þeirra. Gunnar Gunnarsson, Syðra-Vallholti. Ólafur G. Einars- son — Minning Fæddur 24. mars 1959 Dáinn 7. desember 1985 „Þreyttur leggst ég nú til náða, náðar faðir, gættu mín. Allamædda, allaþjáða, endurnæri miskunn þín. Gef þú öllum góða nótt, gef að morgni nýjan þrótt. Ollum þeim, þú aftur vekur, eilíft lif, burt þú tekur." (Sálmur — Ól. Indriðason.) Nýlátinn er Ólafur G. Einars- son, starfsfélagi okkar. Það kom okkur á óvart, sú harmafregn að ólafur væri allur, sem fáum dög- um áður hafði staðið með okkur hress og kátur við störf sín. Óli, eins og hann var kallaður af okkur starfsfélögunum og sjúkl- ingum, hóf starf sitt á hjúkrunar- og endurhæfingardeild Borgar- spítalans í Heilsuverndarstöðinni, þann 1. ágúst 1981. ÓIi var hvers manns hugljúfi og það var umtalað, hversu gott það væri að vinna með honum. Hann var ósérhlífinn og vandvirkur með eindæmum. Alltaf var hægt að leita til hans, þegar aðstoð vantaði og aldrei taldi hann það eftir sér að vinna aukavinnu eftir að hans vinnutíma lauk. Skipti það ekki máli hvort um væri að ræða að- hlynningu sjúklinganna eða önnur störf í þágu deildarinnar. ÖIl störf féllu honum einstaklega vel úr hendi. Hann var dáður af sjúklingum sem báðu hann sérstaklega að sinna sér, væri hann á vakt. Ekki minna var hann dáður af starfs- fólkinu, enda duglegur svo af bar. Hann var starfsmaður með ágætum og öll hans störf voru unnin af samviskusemi og alúð. Máltækið sem segir, að margur sé knár, þótt hann sé smár, átti svo sannarlega vel við Óla. Því ekkert virtist geta stöðvað hann, hvort sem um var að ræða að lyfta sjúklingunum eða bera þá, ef svo bar undir. Milli okkar starfsfélaganna var oft gert góðlátiegt grín að því að það væri alveg nóg að hafa Óla einan á vakt, því stundum hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.