Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER1985 HJlL BÚÐ AFGLÆSILEGUM VÖRUM I ILVALIÐ TIL JÓLAGJAFA Hverfisgötu 64a. DEREK LAMDERJ Destsetling outhor of I. SAiD THE SPY THE JUDAS Tom Clancy: The Hnnt for Red October Berkley Books 1985 Þessi kafbátasaga vakti gríðar- ' lega athygli þegar hún kom út Afþreyingarbækur í upphafi vetrar JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Derek Lambert: The Judas Code Sphere Books 1985 Hvers vegna sinnti Jósef Stalín ekki ótal viðvörunum um yfirvof- andi innrás Þjóðverja árið 1941? Þessi spurning hefur vafist fyrir mörgum og hér er eitt svar sett fram í reyfaraformi. Það er líka óhætt að segja að frásögnin sé öll hin reyfaralegasta___ í stuttu máli: Þetta var allt saman eitt allsherjar samsæri og runnið undan rifjum Winstons gamla Churchill. Hann óskaði þess helst að Rússar og Þjóðverjar berðust þar til yfir lyki svo hvorug þjóðin yrði nægilega öflug til þess að varpa skugga sínum yfir Evrópu og England einkum og sér í lagi. Þetta samsæri gamla mannsins teygir arma sína um alla Evrópu en allir þræðirnir koma saman í Lissabon þar sem starfsmaður Rauða krossins, Josef nokkur Hoffman, verður miðpunkturinn. Hoffman læst vera Tékki en er í rauninni Rússi sem geymir afar viðkvæmt leyndarmál í fortíð sinni. Hann er fenginn til þess sannfæra Stalín um að Þjóðverjar hyggi ekki á innrás svo rússnesku herirnir verði ekki viðbúnir þegar Hitler lætur til skarar skríða. En með hverjum heldur Hoffman í raun? Og hvernig fer kvennafarið hans — því auðvitað er fögur kona íspilinu. Þetta er ekki ýkja merkilegur reyfari og víða heldur lítt sann- færandi. Aftur á móti er The Judas Code prýðilega læsileg og heldur lesandanum við efnið lengst af. Meiri kröfur gerir maður svo sem ekki til reyfara. vestra fyrir ári. Hún varð metsölu- bók í Pentagon, Ronald Reagan las hana upp til agna og það var meira að segja hermt að Sovétmenn hefðu pantað þó nokkur eintök handa stjórnarherrunum í Kreml. Hvað var svona merkilegt við þessa bók? Það mun fyrst og fremst hafa verið djúpur skilning- ur höfundar á þeirri tækni sem fylgir nútíma sjóhernaði; tækni sem að sönnu fer meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá venju- legum lesanda og fær hann þó allténd til að trúa því að höfundur viti hvað hann er að fjalla um. Rauði október er nýr og geysi- fullkominn kjarnorkukafbátur sem Sovétmenn eru að taka í notk- un. Skipherra í jómfrúrferðinni er einn reyndasti og hæfasti kaf- bátastjóri Sovétmanna, Marko Ramius að nafni, og nú vill svo til að hann hefur fengið sig fullsadd- an af sæluríkinu í austri. Hann og helstu foringjar hans ákveða að strjúka til Bandaríkjanna og þá verður fjandinn laus. Sovét- menn mega náttúrlega ekki til þess hugsa að missa fullkomnasta kafbát sinn í hendur Bandaríkja- manna og hefja mikla leit að Rauða október; á hinn bóginn gera Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hvað eina til að liðsinna Ramius. Höfundur flakkar víða I frásögn sinni og hefur góð tök á atburða- rásinni. Bókin er spennandi, eink- um undir lokin, eins og vera ber, og þó hin tæknilegu atriði flækist sem fyrr segir svolítið fyrir óbreyttum lesanda tekst Clancy þó prýðilega að gefa sannferðuga mynd af hinu aðþrengda lífi í undirdjúpunum. Danielle Steel: The Family Album Sphere Books 1984. Það gildir hið sama um allar síðustu bækur Danielle Steel, þær eru varla komnar út úr prent- smiðjunni, þegar þær tróna á metsölulistum i Bandaríkjunum. í þessum dálkum hefur áður verið minnzt á nokkrar bækur hennar og reynt að skyggnast fyrir um ástæður vinsældanna. Og í þessari nýjustu bók, Family Album, gilda ámóta lögmál og um hinar seinni bækur hennar. Höfundurinn hefu náð leikni í að segja sögur og þótt listræn tilþrif séu kannski ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en nokkurn veginn hægt að ganga út frá því sem gefnu að afþreyinga- bók eftir Danielle Steel er ósköp þægileg lesning — og góð afþrey- ing. I upphafi segir frá Ward Thyer, sem er ríkur erfingi og glæsilegur babbastrákur. Hann kemst í kynni við Faye Price, sem ef einhver allra efnilegasta leikkonan í Hollywood. Leiðir þeirra liggja saman þrátt fyrir að margt verði nú að skoða og skilgreina: á hún til dæmis að fórna frægð og frama fyrir mann og börn og hvernig stendur á því að allt í einu eru auðæfin gufuð upp og þau eru meira en gjaldþrota, Ward er veik- geðja og gefst upp og yfirgefur konu og fimm börn sem fæðzt hafa nánast í einni bunu hjá þeim hjón- um. Faye er ekki fisjað saman og hún tekur að sér að vera aðstoðar- leikstjóri og áður en við er litið streyma Oscars-verðlaunin til hennar, Ward fer að læra að verða framleiðandi og hamingjan blasir við þeim á ný. Og þó er bókin varla hálfnuð. En börnin eru að vaxa úr grasi, þau eru hvert með sínu móti, glíma við óliklegustu vanda- mál og líklega hafa foreldrarnir aldrei sinnt þeim nægilega vegna þess hve þau voru upptekin hvort af öðru og störfum sínum. Seinni hluti bókarinnar, þar sem segir frá börnunum og glímu þeirra, er raunsærri og vandaðri en rómant- íski bríminn í fyrrihlutanum. Og Danielle gerir bókina ívið meira en bara afþreyingarbók. 111/1 cý$l$b/e t í pr Irving Wallace: The Miracle Signet Books 1984 Skjöl sem fáir vissu um hafa komið fram í dagsljósið: Bernad- etta, stúlkan franska, sem María mey vitraðist i Lourdes á öldinni sem leið, hefur þá eftir allt saman skilið eftir sig skriflegar lýsingar á fundum þeirra Maríu. Og María trúði henni fyrir því, að hún myndi birtast á ný og tiltók stund og stað. Páfinn Jóhannes Páll III verður að kveða upp úr með það hvort tilkynna eigi þetta heimsbyggðinni og það er varla stætt á öðru. Og þá streyma pílagrímar til Lourdes og auk þess leita þangað kynlegir kvistir, sem fram að þessu hafa verið lítt trúhneigðir. Og ástæður eru ýmsar. Blind, ítölsk leikkona, væntanlegur hæstráðandi í Sovét- ríkjunum — náttúrlega undir dulnefni — blaðakona sem á að skrifa um atburðina, ensk kona sem telur sig hafa fengið lækningu í fyrri ferðum og á nú að bera vitni og gangast undir síðustu rann- sóknina. Og ýmsir fleiri. Allir eru þessir aðilar að leita eftir að María mey geri á þeim kraftaverkið sem hún hét Bernadette að hún myndi gera, þegar hún sneri aftur. Höfundur rekur sig fimlega fram og fléttar bara sannfærandi saman örlög þessara aðalpersóna og hin ýmsu áhrif sem veran I Lourdes hefur á þá. Og svo rennur upp stóra stundin: Hverjir verða þeir lánsömu — það er að segja ef hægt er að taka þetta allt saman hátíðlega. Og þar nær höfundur alveg fyrirtaks tökum á persónum og leiðir bókina til lykta á býsna klókindalegan og óvæntan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.