Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR21. DESEMBER1985 Mataræði og menn- ingarsamfélög — eftir Margréti Þorvaldsdóttur Bændastétt landsins hefur á síðustu árum verið mjög gagnrýnd fyrir stefnu sína í landbúnaðar- málum. Er það m.a. vegna fram- leiðslu á of miklu og of feitu kjöti sem neytendur hafa ekki verið of ginnkeyptir fyrir. Bændur hafa sennilega verið þar ranglega gagn- rýndir, þeim ætti fremur að þakka. Það er að koma betur og betur í ljós að þessi „hagkvæmnisstefna" bænda í fjárræktarmálum, er smátt og smátt að gerbreyta mat- argerð og matarvenjum lands- manna, við erum að hverfa frá hinum þungu kjötmáltíðum til mun léttara og fjölbreyttara mat- aræðis. Ef til vill á verðlag kjöts ein- hvern þátt í þróuninni. Það þótti til skamms tima sjálfsagt að kaupa heilt lambslæri eða lambshrygg í sunnudagsmatinn. Eitt niðurgreitt lambslæri í málsverð fyrir meðal- stóra fjölskyldu kostar í dag um 1200 hundruð krónur. Það er nokk- uð há upphæð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að V* af þyngd lærisins er ekki nýtanlegur, er þar átt við fitu og bein. Þetta samsvar- ar því raunar að 400 krónum sé hent beint í sorpfötuna. En fyrir 400 krónur má útbúa dýrinds sunnudagsmáltíð með því að kaupa beinlausa og fitulausa vöðva úr læri eða hrygg. Með slíkum máltíð- um er þá að sjálfsögðu borið fram meira af grænmeti hráu og soðnu en gert var með lambslærinu forð- um, enda er framboð grænmetis mun meira en áður var. Nú er einnig meira framboð í matvöru- verslunum af öðrum kjöttegundum sem bæði eru beina- ogfituminni. Annar þáttur er ekki veigaminni í þessu sambandi, það er sú um- ræða sem nú fer fram um bein áhrif fæðu á heilsufar einstaklinga og hafa á allra síðustu árum komið fram athyglisverðar niðurstöður rannsókna um það efni. ' Það er einnig mjög lærdómsríkt að kynnast því hvernig litið hefur verið á þessi tengsl t gegnum aldir ogárþúsundir. í „Néslé Reasearch News“ birtist mjög áhugaverð grein eftir pró- fessor Jean Mauron undir heitinu „Myth and Fancies" sem þýða mætti „Goðsagnir og getgátur". Þar er greint frá því hvernig fæðan hafði áhrif á hugann, það er skap- gerð, andlegan og líkamlegan kraft manna í samfélögum fyrri alda. Þar segir m.a.: Frummaðurinn borðaði gjarnan hjarta og annað kjöt af sterkum baráttuglöðum dýrum. Hann trúði því að á þann hátt gæti hann öðlast kjark þeirra og styrk. Einnig trúði hann því að kjöt af veikburða dýrum gerði hann sjálfan veikburða. Það er varla tilviljun að áhrifamikil menningarsamfélög náðu fyrst áhrifum og þroska ákveðnum tíma eftir að matarvenjur þegnanna höfðu breyst, þ.e. frá mikilli kjöt- neyslu til kornmetis- og græn- metisneyslu. Kjöt var matur veiðimannsins og það átti einnig að færa her- mönnum kraft og kjark. Aftur á móti var kornmeti og grænmeti matur almúgans en einnig presta, hugsuða og skálda. Cyrus konungur Persíu ritaði Herodotusi eitt sinn: „Engin þjóð sem ræktar safaríka ávexti elur af sér góða hermenn. Þróttlitlar þjóðir ala af sér kraftlausa rnenn." Áhrif Aþenu á grísk og evrópsk menningarsamfélög voru geysi- lega mikil. Það er almennt álitið að í Aþenu hafi á árunum 480—380 fyrir Krist verið eitt mesta menn- ingarþjóðféiag sem-til hefur verið. Þennan hátind grískrar menning- ar verður ekki eingöngu hægt að þakka næringu, kynstofni eða veðurfari, en það verður samt ekki komist hjá því að veita mataræði þeirra nánari athygli. Grikkir sem uppi voru á þessum „klassísku" tímum voru mjög hóf- samir menn. Þeir neyttu í hófi hveitis, byggs, ólífa, ómettaðrar flutt af honum. Eitt verkanna, „Japönsk ljóð“, í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, var sérstaklega samið fyrir tón- leikaferð Hamrahlíðarkórsins til Japans sumarið 1984. „Það var alveg makalaus upplifun að taka þátt í frumflutningi á verki eftir íslenskt tónskáld við japönsk ljóð, flutt af Islendingum í Jap- an,“ sagði Þorgerður Ingólfs- dóttir stjórnandi kórsins. „Ljóð- in, sem eru japanskir húsgangar, voru lesin upp áður en verkið var flutt og var greinilegt að við náðum beint til áheyrenda. Alveg ógleymanleg stund.“ Verkið er samið fyrir kór og einleiksgítar og leikur Pétur Jónasson gítar- leikari með kórnum á plötunni eins og í Japansferðinni. „Haustmyndir“ eru einnig feiti, vins, einnig lítilsháttar af kjöti og fiski, mjólkurmatar svo og grænmetis og ávaxta af mörg- um tegundum. Þeir voru aðallega grænmetisætur en fæða þeirra var mjög fjölbreytt. Grikkir sögðu fyrir 2300 árum: Við megum aldrei gleyma líkam- anum er við þjálfum hugann, við verðum að þjálfa líkamann allan og þá með íþróttum og réttu mat- aræði. Hófsemi og fjölbreytt fæða virð- ist hafa verið álitin forsenda mikils andlegs þroska hjá menn- ingarþjóðfélögum til forna bæði í hinum vestræna og hinum aust- ræna heimi. í iðnvæddum nútímaþjóðfélög- um tökum við eftir örum breyting- um á matarvenjum, þ.e. frá korn- meti sem grunnfæði til kjötmetis sem er mjög ríkt af eggjahvítu. Við tölum gjarnan um „kjöt og annan mat“. Við höfum verið að hverfa aftur til mataræðis forföð- ur okkar, veiðimannsins, segir ennfremur í greininni. Vera má að við þurfum fremur að halda krafti hins forna hermanns en visku mannsins í hinu forna menn- ingarþjóðfélagi, til þess að geta lifað við hina miklu samkeppni og eirðarleysi nútíma þjóðfélags. Menn greinir reyndar á um hvað sé hið æskilega fæði fyrir hvern og einn. Taka má nýlegri dæmi um tvo sögufræga þjóðarleiðtoga. samdar fyrir kórinn og er eitt þeirra nýju verka eftir Atla Heimi, sem kórinn hefur frum- flutt. Verkið er brúðkaupsgjöf til Þorgerðar Ingólfsdóttur og Knut 0degárd, samið við ljóð eftir Snorra Hjartarson úr bók hans, „Hauströkkrið yfir mér“, en fyrir hana fékk Snorri bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Þriðja verk kórsins á plötunni eru „Haustvísur til Máríu“ við ljóð Einars Olafs Sveinssonar, sem frumflutt var af Hamrahlíð- arkórnum 1984 og tileinkar Atli Heimir þeim Sveini Einarssyni og Þóru Kristjánsdóttur lagið. Þá eru á plötunni þættir úr tón- verkinu „Dans dýrðarinnar", sem samið var fyrir Musica Nova og gítarleikarann Pétur Jónasson. Margrét Þorvaldsdóttir „Kjöt var matur veiði- mannsins og það átti einnig að færa hermönn- um kraft og kjark. Aftur á móti var kornmeti og grænmeti matur almúg- ans, en einnig presta, hugsuða og skálda.“ Þetta voru miklir baráttumenn þjóða sinna, sem þó beittu gagn- stæðum baráttuaðferðum. Þeir lifðu einnig við gjörólíkt mataræði, það voru þeir Gandhi og Bismarck. Gandhi neytti eingöngu græn- metis og vildi sigra með friðsemd, andstætt hinum herskáa og lyst- uga Bismarck. Hvort hughrif vegna fæðuvals hafa haft þar ein- hver áhrif verður ekkert fullyrt um, en það má velta því fyrir sér. Félagar í Hamrahlíðarkórnum eru 46 og gripu nokkrir þeirra til hljóðfæranna þegar á þurfti að haida við upptökuna. Hljóm- platan var tekin upp hér á landi og fór upptakan fram í Háteigs- kirkju. Stjórnandi upptökunnar Menn hafa gjarnan viljað trúa því um aidirnar, að ýmsar fæðu- tegundir kalli fram sérstök hug- hrif. Einn af þeim var þekktur breskur leikari, Edmond Kean. Hann skipulagði mataræði sitt eftir þeim leikhlutverkum sem hann hafði með höndum. Hann borðaði svínakjöt þegar hann fór með hlutverk harðstjóra, hann borðaði nautakjöt þegar hann fór með hlutverk morðingja og kinda- kjöt þegar hann fór með hlutverk elskhuga! Mataræði og matarvenjur okkar eru að breytast og hefur sú breyt- ing orðið hvað mest síðustu 5—10 árin. Mataræði almennings er orðið mun fjölbreyttara en var. Það hefur ekki orðið vegna skipu- legs áróðurs, heldur hafa komið til aðrir þættir eins og verðlag og gæði hráefnisins. Kaupmenn hafa komið á móts við óskir neytenda t.d. með skurð á kjöti, svo nú þarf mun minna magn af því til að út- búa góða máltíð. En um leið hafa yngri kynslóðirnar alist upp við margskonar grænmeti hrátt og soðið sem meðlæti. Sé það rétt sem „sagan" segir okkur, að með meiri neyslu á korn- meti, grænmeti og ávöxtum en kjöti, öðlist þjóðir æðri andlegan þroska og meiri visku en þeir gerðu sem miklar kjötætur, þá væri okkur það beinlínis hollt að taka mið að því. Það þýðir vitanlega ekki að kjöt sé óhollt, það virðist aðeins geta kallað fram önnur hughrif. Þegar menn svo setjast að krásunum, á þessum síðustu og verstu tímum, meta þeir það að sjálfsögðu, hver fyrir sig, hvað þeim sjálfum og þjóðfélaginu sé fyrir bestu. Höíundur er húsmódir í Reykjarík og fastur dálkahöfundur í Morgun- hlaðinu. var Bjarni Rúnar Bjarnason. Pressun og fjölföldun fór fram í Englandi undir stjórn Tryggva Jóhannssonar. Plötuumslagið prýðir málverk eftir Karl Kvar- an. Hamrahlíðarkórinn gefur út hljómplötu ÞRIÐJA hljómplata Hamrahlíðarkórsins, „Haustmyndir", er komin á markaðinn. A plötunni eru eingöngu flutt verk eftir Atla Heimi Sveins- son, sem samin hafa verið fyrir kórinn eða í tengslum við hann og frum- MorgunblaAið/Július Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíðarkórsins og Atli Heimir Sveinsson tónskáld með nýju hljómplötuna. Ljóðasafn Fjölva Hinn nýi vettvangur fyrir ísienska nútíma Ijóðlist í öllum sínum fjörlega margbreyti- leika. Helsta lióðaútaáfa landsins. Jónas Frtögeir Eliasson vængbrotin orð JAKOB JÓNSSON <rá Hrauni HEiÐRÍKJAN BLÁ Nú er mikið talað um viðreisn íslenskrar ljóðlistar. Hún getur aðeins risið upp og vaknað úr dái í fjöri og fjölbreytileika. Fimm nýjar bækur í Ljóða- safni Fjölva einkennast af fjölbreytni, —bóheminn, —trúarskáldið, —aka- demíska skáldið, —rómantíska skáldið, —erlendir straumar nútímastefnu heil ljóðabók þýdd af einni fremstu skáldkonu íslands, Þóru Jónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.