Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 f I i í Friðarbæn I ! á nýjársdag BISKUP íslands hvetur til þess að sérstaklega veröi beðið fyrir friði á jörðu við guðsþjónustu á nýársdag, sem er fyrsti dagur þess árs sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sérstak- lega kjörið sem ár friðarins. f frétt frá Bisftupsstofu segir, að biskup hafi skrifað prestum og og söfnuðum landsins af þessu I tilefni og þar segir: Sameinuðu þjóðirnar hafa sem kunnugt er kjörið árið 1986 ár friðarins. Af i því tilefni vil ég undirstrika að við göngum inn til hins nýja tíma á nýársdegi með fyrirbæn í guðs- þjónustum um frið á jörð. Nýárs- | texti kirkjunnar um bænina gefur og tilefni til þess að leggja áherslu á gildi bænarinnar. Kirkjur víða um lönd hafa valið nýársdag til þess að flytja hinum hrjáða og friðlausa heimi fagnaðarboðskap friðarins. Tökum þátt í að „spenna jörðina megingjörðum bænarinn- ar“. Bænin er sterkasta aflið hér í heimi, máttugri en nokkurt afl, sem vísindi hafa leitt í ljós. Þetta afl hefur Guð gefið kirkju sinni. Deilur um nýjar starfsreglur flug- umferðarstjóra NÝJAR starfsreglur taka gildi fyrir flugumferðarstjóra um þessi ára- mót. Nokkrar deilur eru um þessar reglur milli samgöngumálaráðuneyt- isins og Félags flugumferðarstjóra og hafði félagið óskaö eftir frestun á gildistöku þeirra. Ráðuneytið telur að einungis sé um skipulagsbreyt- ingar að ræða, sem ekki falli innan marka kjarasamninga, en félagiö telur að ýmislegt sem snertir þessar nýju reglur tengist atriðum í kjara- samningum og að reglurnar taki ekki gildi fyrr en um þau atriði hefur tekist samkomulag. Samning- ar flugumferöarstjóra sem og ann- arra opinberra starfsmanna eru lausir um áramótin. Birgir Guðjónsson, deildarstjóri í samgöngumálaráðuneytinu, sagði að endurskipulagning á Flugumferðarstjórn hefði staðið yfir síðastliðin tvö ár og væru þessar nýju starfsreglur síðasti þáttur þeirrar endurskipulagning- ar. Reglurnar miðuðu að því að auka öryggi í flugmálum. Margir nýir flugumferðarstjórar kæmu til starfa á næstunni og gerði það meðal annars mögulegt að ráðast í þessar breytingar nú, auk þess sem þessi flugumferð væri í lág- marki á þessum tíma árs. Hann sagði að reglurnar hefðu verið til athugunar allt þetta ár og hefði flugumferðarstjórum staðið til boða að koma sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi þær. Reglurn- ar ættu því ekki að koma þeim í opna skjöldu. Hjálmar Diego, formaður Fé- lags flugumferðarstjóra, sagði að samningar væru lausir um ára- mótin og þeir reiknuðu með óbreyttu ástandi hvað reglurnar varðaði þar til tekist hefði sam- komulag um nýjan samning, enda gilti hann þar til nýr samningur hefði verið undirritaður. Samning- ar stæðu yfir, en samningaviðræð- ur héfðu hafist fyrir tilverknað samgöngumálaráðherra skömmu fyrir jól. Þar til þá hefði félagið staðið fyrir utan undirbúning að nýju starfsreglunum. Samningar hefðu gengið þokkalega, en ósamið væri um ýmis atriði. Þarna væri um mikilvæg kjaraatriði að ræða. Þeim hefðu verið kynntar þessar breytingar svo seint og tíma tæki að skoða þau. Flugumferðarstjórar styddu allar breytingar sem mið- uðu að auknu öryggi, en þó hlytu þeir að taka mið af þeim kjörum sem þeim væri ætlað að búa við. Skjalastaska tapaðist Svört skjalataska tapaðist laug- ardagskvöldið 28. desember við Þjóðleikhúsið, Lindargötu megin. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687975 eða 687976 og er fundarlaunum heitið. Frá athöfninni á Fríkirkjuvegi 3 þegar brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen var afhjúpuð. Til hægri eru frú Vala Ásgeiradóttir Thoroddsen og Davíð Oddsson, borgarstjóri. Morgunblaðið/RAX Minningarsjóður um Gunnar Thoroddsen Brjóstmynd af Gunnari afhjúpuð á Fríkirkjuvegi 3 BRJÓSTMYND af Gunnari Thor- oddsen var afhjúpuð á Fríkirkju- vegi 3 hinn 29. desember sl. Frú Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen afhjúpaði brjóstmyndina og við athöfnina skýröi Davíð Oddsson, borgarstjóri, frá því, að hjónin Benta og Valgarð Briem hefðu stofnað Minningarsjóð Gunnars Thoroddsen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verðlaun eða lán í sambandi við rannsóknir, tilraunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningar- mála, sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarstjóri. Sjóðurinn verður í vörslu borg- arstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum hverju sinni að höfðu samráði við frú Völu Ásgeirsdóttur Thor- oddsen eða börn þeirra hjóna meðan þeirra nýtur við. Úthlut- un skal fara fram á afmælisdegi Gunnars Thoroddsen. Stofnfé sjóðsins nemur einni milljón króna og verður það greitt í fernu lagi, á stofndegi og á sama degi árin 1986 til 1988. Höfuðstóll sjóðsins verður jafnan verð- tryggður. Skipulagsskrá minn- ingarsjóðsins hefur hlotið stað- festingu forseta íslands og eru gjafir til sjóðsins frádráttar- bærar frá tekjum til skatts. Vers pá Vesterveg NORR0NA LA GET BRA GR 1985 , Vers á vestur- vegi VERS á vesturvegi nefnist Ijóða- bók, sem Norronalaget Bragr í Noregi hefur gefið út í tilefni 80 áraafmælissín8. í bókinni eru 57 ljóð eftir norsk skáld og skáld í löndum, sem byggðust frá Noregi, þ.á.m. eru ljóð eftir Matthías Johann- essen sem Ivar Orgland hefur þýtt og Jóhann Magnús Bjarna- son í þýðingu Hans Hylen. Af öðrum ljóðahöfundum má nefna Ragnvald Skrede, Per Sivale, Arne Garborg, Tore Orjasæter, Ivar Aasen, Olav H. Hauge og Olav Aukrust. Bókin er 150 blaðsíður, skreytt myndum og teikning- um, þar af nokkrum frá íslandi. Formálsorð ritar Conrad Clausen. Lánasjóður íslenskra námsmanna: „Svona reiður get ég ekki sætt mig við u „ÉG ER æðsti yfirmaður þessa sjóðs, sem er orðinn milljarða sjóður. Ég hlýt að skoða mig um bekki sjóðsins og vilja fá að vita allt um reiður hans, starfsemi og innviði," sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna og ágreining þann sem upp er kominn á milli ráðherra og framkvæmdastjóra sjóðsins. Sverrir sagði sína reynslu af samskiptum við sjóðinn ekki nógu góða, þó að aðeins væri um örstutt- an tíma að ræða. „Ég nefni bara þessi dæmi,“ sagði Sverrir, „á haustdögum gerði þessi sjóður áætlun um fjárþörf sína í nóvem- ber og desember fyrir námsmenn. Fjárþörfin var sögð vera 181 millj- ón króna. Mér og fjármálaráð- herra kom saman um að ekki væri hæfa í að fara aftan að námsmönn- um með þeim hætti að neita um aukafjárveitingu, sem nam þessari fjárhæð hér um bil. Aukafjárveit- ingin var 176 milljónir króna. Skömmu síðar, eða um sl. mánaða- mót, fæ ég svo upphringingu frá sjóðnum, þar sem mér er tilkynnt að því miður vanti 50 milljónir í viðbót. Þegar ég spyr hverju gegn- ir, þá eru mjög óljós svör við því, en við ítrekaða kröfu um skýringar fæ ég skýringar m.a. um það að láðst hafi að taka tillit til vaxta og afborgana í sjóðnum." Menntamálaráðherra sagðist hafa spurt hvað yrði ef þessir peningar yrðu ekki reiddir af höndum, því hann sagðist ekki í fljótu bragði hafa getað séð hvar ætti að afla þessa fjár: „Þá er mér svarað því að þá verði 2.420 ung- menni svikin um bindandi loforð um greiðslu inn á reikninga þeirra í síðasta lagi 15. desember,“ sagði Sverrir. „Það var sem sagt búið að afgreiða öll skjöl til umsækj- anda og gefa bindandi loforð um greiðslu inn á reikninga til þeirra. Svona reiður get ég ekki sætt mig við,“ sagði menntamálaráðherra. Hann sagði það með öllu óviðun- andi að verða að reiða fram kvart- milljarð, eða 226 milljónir króna í aukafjárveitingar til lánasjóðsins á sama tíma og aðhald og niður- skurður ríkisútgjalda væri það sem haft væri að leiðarljósi við fjárlagagerð. „Þar við bætist að ég hef séð og veit að sjóðurinn hefur starfað með miklu meiri mannafla en hann hefur heimild til,“ sagði Sverrir, „og ég sé líka að þar er um gífurlega yfirvinnu að tefla. Yfirvinnu þar sem æðstu forráða- menn sjóðsins eru með yfir 100% yfirvinnu. Ég hlýt því að biðja um ítarlega úttekt og rannsókn á öllu þessu máli. Ég legg alla áherslu á það, að þrátt fyrir að ég ætli að breyta til í starfsemi sjóðsins og gera reglur einfaldari, þá verður ekki farið aftan að ungu námsfólki, þegar þær breytingar verðá ákveðnar.“ Sjá bls. 40 yfirlýsingu sUrfsfólks Lánasjóðs íslenzkra náms- manna: Viljum ekki axla ábyrgð af pólitískum ákvörðunum. Útvarpsfélag stofnað ÚTVARPSFÉLAG Seltjarnarness hf. var stofnað síðastliðinn laugar- dag. Aðaltilgangur félagsins er að standa fyrir móttöku og drcifingu á innlendu og erlendu útvarps- og sjónvarpsefni til íbúa Seltjarnar- ness. Júlíus Sólnes, formaður undir- búningsstjórnar félagsins, sagði í gær að miðað við 500 áskrifend- ur yrði kostnaður hvers notenda við að tengjast kerfinu um 20 þúsund krónur. Líklegast er að dreifing efnis fari um kapla, en einnig hefur verið kannaður möguleiki á þráðlausri dreifingu á örbylgju. Júlíus sagði að mörg- um þætti síðari kosturinn ekki ráðlegur, enda á tilraunastigi í Bandaríkjunum og í Kanada. Þeir sem gerast aðilar að dreifikerfi Útvarpsfélagsins geta tekið niður þau loftnet er þeir notast nú við og að sögn Júlíusar verður þess ef til vill ekki langt að bíða að sjónvarps- og útvarps- loftnet hverfi af húsþökum Sel- tirninga. Hann benti einnig á að loftnet endast illa á Seltjarnar- nesi, einkum vegna seltu. Júlíus sagði að sér virtist hins vegar að hið opinbera væri að hindra starfsemi sem þessa með drögum að reglugerð þar sem félögum er ekki heimilað að taka á móti sjónvarpsefni í gegn- um gervihnetti til dreifingar. "mrr-r?. " ■ ■ uMPByweBBBKgcg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.