Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Léttur harm- leikur? Jólahátíðin að baki. Skórnir horfnir úr gluggunum og bjöllur jólasveinsins þagnaðar. Börnin horfa full tilhlökkunar fram til nýrra ævintýra; óendan- legra afmælisboða og dótadaga. Þeirri veislu lýkur seint. Við sem eldri erum bíðum gluggapóstsins og bjöllur jólasveinsins hljóma stundum annarlega í eyrum. Sum okkar hafa reyndar þann starfa með höndum að líta stöðugt um öxl og vega og meta handaverk samborgaranna. Einkennilegur starfi og ólíkt höfumst vér að blessuðum börnunum er horfa stöðugt fram til ævintýrisins mikla. Sá er hér ritar telst víst í hópi fortíðarspámánnanna og mun því ei skyggnast til næstu jóla, heldur aftur til þeirrar hátíðar er nýliðin er, hef ég reyndar aðeins á minni könnu þann bút hátíðar- innar er bar fyrir augu og eyru í hinum svokölluðu ríkisfjölmiðlum. Ég hef raunar þegar skoðað tvö atriði jóladagskrár ríkisfjölmið- anna hinar Bleiku slaufur Stein- unnar Sigurðardóttur er voru all fimlega hnýttar hefði eigið komið til kutinn í lokasenunni og svo Kjarvalsmyndina er ljómaði af smekkvísi Hrafnhildar Schram og listfengi ljósmyndaranna en var því miður alltof stutt þannig að myndhugsunin náði meistara Kjarval vart upp fyrir ökla. Hér er náttúrulega fremur um að kenna fjárveitingarvaldinu og ís- lenskri þjóð en umsjónarmönnum Kjarvalsmyndarinnar, það kostar nefninlega peninga að hugsa stórt á filmu. En fleira festist á mynd- band fortíðarspámannsins en fyrr- greindar myndir er nú tilheyra safni sjónvarpsins „Létti fjöl- skylduharmleikurinn" þeirra Eddu Björgvins, Helgu Thorberg og Gísla Rúnars Jónssonar rann sitt skeið á fæðingarhátíð frelsar- ans ’85. Og nú er um að gera fyrir fortíðarspámanninn að setja sig í spámannlegar stellingar og skyggna „létta fjölskylduharm- leikinn" — úr upphæðum skulum við segja því ég hef áður vikið að einstökum þáttum harmleiksins. Fastir liðir... Ég held að fyrrgreind þrenning Edda Björgvins, Helga Thorberg og Gísli Rúnar hafi hitt naglann á höfuðið þá þau fundu uppá því snjallræði að nefna þáttaröðina: Fastir liðir „eins og venjulega". — Léttur fjölskylduharmleikur því svo sannarlega breyttist þáttaröð- in frá því að vera meinfyndin ádeila á karlrembuna í heimi hér í — léttan fjölskylduharmleik þar sem glasaglaumurinn ríkir og fjöl- skylduferðrínurnar verða örlaga- byttur slíkar er sjá má uppi og niðri á búllum bæjarins. Þegar hugsun þáttarstjóranna er þannig orðin svo hressilega menguð vín- anda að ekki gengur á öðru en argi og gargi þá er náttúrulega löggan kvödd á staðinn og „hreins- að út“ eins og sagt er á fagmáli. Til hvers að filma þau ósköp? Ég hélt að fyllerí væru hætt að kitla hláturtaugar íslendinga hins veg- ar var sú hugmynd bráðsnjöll að umhverfa hlutverkaskipaninni þannig að kallarnir sætu í stólum einkaritaranna eða á lærum for- stýranna. Ef þáttarstjórarnir hefðu haft vit á að spinna þátta- röðina út frá fyrrgreindri grunn- hugmynd um breytta hlutverka- skipan kynjanna þá hefðu Fastir liðir máski átt erindi á heims- markað, því ekki þarf að kvarta yfir leikurunum þeir gerðu hreint út sagt stormandi lukku og hef ég áður minnst á flesta þeirra nema Ragnheiði Steindórsdóttur er sannaði fyrir alþjóð að konur geta orðið seðlabankastjórar ef ekki væru kallarnir. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/SJÓNVARP Aramótaskaup 1985 H Sigurður Sigur- 35 jónsson leik- — stýrir Ára- mótaskaupi að þessu sinni, en höfundar þess ásamt honum eru þeir sem hér sjást á myndinni: Randver Þorláksson, Örn Árnason, Þórhallur Sig- urðsson og Karl Ágúst Úlfsson. Skaupið hefst kl. 22.35 í kvöld og er klukkutíma langt. Aðrir leikendur eru m.a. Edda Heiðrún Bach- man, Guðjón Pedersen og Tinna Gunnlaugsdóttir. Prúðuleikararnir ■i Prúöuleikar- 2Q arnir eru á ~— dagskrá sjón- varps í dag kl. 14.20 en þar eru á ferð góðkunningjar krakkanna, Kermit frosk- ur, Svínka, Fossi björn, Gunnsi og aðrir prúðuleik- arar ásamt aðstoðarfólki þeirra. Aðrir leikendur eru: Diana Rigg, Charies Grodin, John Cleese, Rob- ert Morley, Peter Ustinov og Jack Warden. Þeir félagar Kermit og Fossi ráða sig sem frétta- menn á Dagblaðið og Gunnsi sem ljósmyndari á sama blað. Þeir þrímenn- ingar halda til London til að hafa hendur í hári gimsteinaþjófa og þar kemur gamla brýnið Svínka þeim til hjálpar. Svínka deyr ekki ráðalaus í þættinum í dag sem endranær. Áramótabrenna H Bein útsending 4Q frá áramóta- — brennu við nýja útvarpshúsið hefst í kvöld kl. 21.40 og stendur fram að áramótaskaupinu kl. 22.35. Leikflokkurinn Svart og sykurlaust, sóngvarar, harmoníkuflokkur og ann- að huldufólk skemmtir í beinni útsendingu eftir því sem veður og aðstæður leyfa. Samtímis flytja ýmsir af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar þekkt áramótalög í upp- tökusal sjónvarpsins og verður þeim skotið inn eftir því hvernig útsend- ing frá brennunni gengur. Meðal flytjenda eru Egill Ólafsson, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Gísladóttir, Kristinn Sig- mundsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir og Kristinn Hallsson. Kynnir á áramóta- brennunni verður Edda Andrésdóttir og stjórn- andi Björn Emilsson. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUh 31. desember Gamlársdagur 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Barnaútvarpið. Aramóta- dagskrá í samvinnu við fé- lagsmiðstöðina Arsel og Valhúsaskóla. 9.45Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tið“. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr atvinnulífinu — Iðnað- arrásin. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11.30 Ur söguskjóðunni — Brennur, blys og barningur. Þáttur i umsjá Láru Agústu Ölafsdóttur. Lesari: Jóhann- es Sigfússon. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Alfalög og íslensk þjóð- lög. 14.00 Nýárskveðjur. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Hvað gerðist á árinu? Fréttamenn útvarps greina frá atburðum á erlendum og innlendum vettvangi 1985 17.30 Hlé. 18.00 Aftansöngur ( Bústaða- kirkju. Prestur: Séra Ólafur Skúla- son. Orgelleikari: Guðni Þ. Gúðmundsson. 19.00 Fréttir. 19.25 Þjóðlagakvöld. Einsöngvarakórinn syngur þjóðlög með félögum I Sin- fóniuhljómsveit islands I út- setningu Jóns Asgeirssonar sem stjórnar flutningnum. 20.00 Avarp forsætisráðherra. 13.50 Fréttaágrip á táknmáli 14.00 Fréttir og veður 14.20 Púður I Prúðuleikurunum Ný brúðumynd eftir Jim Henson. Aðalhlutverk: Kermit froskur, Svinka, Fossi björn, Gunnsi og aðrir prúðu- leikarar ásamt aðstoðarfólki þeirra. Aðrir leikendur: Diana Rigg, Charles Grodin, John Cleese, Robert Morley, Peter Ustinov og Jack Warden. Kermit og Fossi hafa gerst fréttamenn hjá Dagblaöinu og Gunnsi er Ijósmyndari þeirra. Þeir halda til Lundúna til að hafa uppi á gimsteina- þjófum og þar kemur Svlnka þeim til aöstoðar. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 15.55 Hlé 20.00 Avarp forsætisráðherra, Steingrlms Hermannssonar 20.20 1985 — Innlendar og erlendar svipmyndir Fréttamenn sjónvarpsins heima og heiman stikla á stóru með áhorfendum um ýmsa viöburöi á árinu. Steingrims Hermannssonar. 20.20 Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Stjórnandi: Stefán Þ. Stef- ánsson. 20.45 „Sel það ekki dýrara en ég keypti" — Aramótagleði I útvarpssal. Arið 1985 reifað I tali og tónum, bundnu og óbundnu máli. Jón Hjartarson samdi söngtexta. Gunnar Gunnars- son leikur á pianó. Aðstand- endur: Aðalsteinn Bergdal, Edda Björgvinsdóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, Jón Hjart- 21.40 Aramótabrenna. Bein út- sending frá áramótabrennu á Kársnesi við Skerjafjörð I Kópavogi. Leikflokkurinn Svart og sykurlaust, söng- varar, harmonlkuflokkur og annaö huldufólk skemmtir I beinni útsendingu eftir þvl sem veður og aðstæður leyfa. Samtlmis flytja ýmsir af vin- sælustu söngvurum þjóðar- innar þekkt áramótalög I upþtökusal sjónvarpsins og verður þeim skotið inn eftir því hvernig útsending frá brennunni gengur. Meðal flytjenda: Egill Ölafs- son, Kristján Jóhannsson, Ragnhildur Gísldóttir, Krist- inn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Kristinn Hallson. Kynnir á áramótabrennunni verður Edda Andrésdóttir. Stjórn- andi Björn Emilsson. 22.35 Aramótaskaup 1985 Höfundar: Sigurður Sigur- jónsson, Randver Þorláks- son, Örn Arnason, Þórhallur arson, Kristján Jóhannsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Soffla Jakobsdóttir. Umsjón: Asta R. Jóhannes- dóttir. 21.45 Þrumufleygur. Poppaður áramótaþáttur I umsjá Tómasar Tómasson- ar. (Frá Akureyri.) 21.15 Veðurfregnír. 22.20 Þættir úr „Leðurblök- unni“ eftir Johann Strauss. Hilde Gueden, Erika Köth, Regina Resnik, Giuseppe Zamperi, Waldemar Kmentt, Sigurðsson og Karl Agúst Ulfsson. Leikarar auk þeirra: Guðjón Pedersen, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugsdóttir og fleiri. Leikstjóri Sigurður Sigurjóns- son. Tónlist Ölafur Gaukur. Upptökustjóri: Egill Eðvarðs- son. 23.35 Kveðja frá Rlkisútvarpinu. Umsjón: Markús Orn Ant- onsson, útvarpsstjóri. Auk hans koma fram i þættinum: Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu og Ingíbjörg Guðjóns- dóttir syngur einsöng. Flautuleikur: Bernharður Wilkinson. Planóleikur: David Knowles. 00.10 Aramótaball Bein útsendirtg frá árarhóta- balli i sjónvarpssal. Stuð- menn halda uppi fjöri fram eftir nóttu. Ömar Ragnars- son og fleiri taka á móti gestum og kynna ýmsar uppákomur. Stjórn útsend- ingar: Viðar Vlkingsson. Dagskrárlok um klukkan tvö eftir miðnætti. Walter Berry, Eberhard Wáchter, Renata Tebaldi, Birgit Nilsson, Jussi Björling, Leontyne Price og fleiri syngja með kór rlkisóper- unnar og Fllharmoníusveit- inni I Vlnarborg. Herbert von Karajan stjórnar. 23.30 „Brennið þið vitar" Karlakórinn Fóstbræður og Sinfóniuhljómsveit Islands flytja lag Páls isólfssonar. Róbert A. Ottósson stjórnar. (Ursafni útvarþsins.) 23.40 Aramótakveðja rlkisút- varpsins. 00.10 .....spörum ei vorn skó.“ Söngvar og dansar af ýms- um toga. 02.00 Dagskrárlok. Um kl. 02.00 hefst áramóta- útvarp a rás 2 og stendur til kl. 05.00. 10.00—10.30 Ekki á morgun ... heldur hinn. Dagskrá fyrir yngstu hlust- endurna frá barna- og ungl- ingadeild útvarpsins. Stjórnendur: Kolbrún Hall- dórsdóttir og Valdls Óskars- dóttir. 10.30—12.00 Morgunþáttúr. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- arklukkan 11.00. Hlé. 24.20—05.00 Aramótaútvarp Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Gunnlaugur Helga- son. og ræða við ýmsa sem koma þar viðsögu. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 31. desember Gamlársdagur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.