Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31 DESEMBER 1985 Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Keykjavíkur sýnir Sex í sama rúmi eftir Kay Coeney og John Chapman. 1'ýAandi: Karl Guðmundsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikmynd og búningar: Jón 1‘óris son. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Sýning Leikfélags Reykja- víkur á þessum lauflétta og þrælskipulega rugingslega farsa þeirra Ray Cooney og John Chapman sannar enn þá kenningu, til að farsi og fyndni hans komist til skila, er ekki nauðsynlegt að láta öllum illum látum. Textinn skiptir máli. Annað hvort væri nú. Og hér er hann bara oft fyndinn. Söguþráðurinn er flóknari en svo að hann verði rakinn af nokkru viti. Hins vegar verður hann í meðförum LR aldrei svo flók- inn að maður hreinlega týni honum eins og stundum vill gerast. „Lausnirnar" í lokin eru blessunarlega einfaldar og mjög svo fagmannlega unnar af hálfu höfundanna Ray Cooney, sem einnig á annað verk á íslenzkum fjöl- um Með vífið í lúkunum" og sexi John Chapmans. Fylgt er til hins ítrasta lögmálum farsaleikritsins og það sem meira er að sýningin er bæði vandvirknislega unnin og gengur fyrir sig leikandi létt — frá sjónarhóli áhorfanda. Mikil vinna er að baki sýningar eins og þessar- ar og lofsvert hve hlúð hefur verið að hverju smáatriði. Leikstjórn Jóns Sigur- björnssonar er til fyrirmynd- ar og sýnir eina ferðina enn, að honum er lagið að fást við vel kann að vera þótt ég muni það ekki í fljótu bragði, að hún hafi glímt við farsa- leik áður. Hvað sem því líður náði hún góðum tökum á hinni vænu Jóhönnu og tókst án billegra ærsla að gera fyndna og skondna mannlýs- ingu. Hlátursköst hennar þegar verið er að leita að merkjum um ótryggð hennar voru einkar vel heppnuð. Þorsteinn Gunnarsson var kjörinn í hlutverk eigin- mannsins Philip og aula- gangur hans aldrei ýktur um of. Margrét Ólafsdóttir var rétt óborganlegur höfundur Voffabókanna, fas og svip- brigði í anda leiksins. Hanna María Karlsdóttir hefur sýnt í allmörgum hlut- Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki Markham-hjónanna. grínleiki svo að úr verði í senn hressileg sýning og þó hæfilega skipulögð, svo að áhorfendur missa ekki út úr höndunum þráðinn eða þann vísi að þráð sem í leiknum er. Staðsetningar eru af- bragðs góðar og samræming á sviðinu meira en hnökra- laus, hún er öldungis ágæt. Valgerður Dan vakti mikla athygli mína í sýningunni; verkum, að hún er snjöll gamanleikkona, en einhvern veginn tókst henni ekki upp hér, að mínum dómi. Einhver stirðleiki í stað áreynslulauss kæruleysis sem var nauðsyn- legur til að persónan skilaði sér og væri fyndin. Atriðin í síðari þætti, þegar hún bæt- ist skyndilega í hóp „þjón- ustuliðsins“ var klént og það eina sem ég tel ástæðu til að setja út á leikstjórnina. Sig- urður Karlsson var í ágætu gervi Walters og síðar tengdaföðurins en tókst síður að vera fyndinn í replikkum sínum. Kjartan Bjargmundsson stóð að mörgu leyti vel í sínu stykki svipbrigði og hreyfing- ar harla gott verk, en vantaði stundum herzlumun að fram- sögnin héldi í við hitt. Kjart- an Ragnarsson sýndi hófsam- ari leik en oft áður í farsa- leikjum og sýndi að hann þarf ekki á neinum skrípalát- um að halda til að kalla fram hlátur og skemmtan. Þýðing Karls Guðmunds- sonar var til sóma og Karli tókst að koma textanum á skemmtilegt og gott mál. Leikmyndin bar vott um hugmyndaauðgi Jóns Þóris- sonar og búningar voru við- eigandi. Auðheyrt var að gestir á frumsýningu skemmtu sér konunglega og má óska þess- um vel upp færða grínleik láns og lukku. Jólaóratorían eftir Bach Tónlist Jón Ásgeirsson Flutningur Jólaóratóríunnar eftir Bach var sannarlega ánægjulegur tónlistarviðburður. Þar fór saman góður flutningur og að kór Langholtskirkju og stjórnandi hans, Jón Stefánsson, hafa nú um skeið átt sitt hús er hæfir stórhug þeirra og áræði. Segja má að Langholtskirkja sé eina kirkjan á landinu sem býður upp á þau skilyrði að taka í hús til flutnings öll þau meistaraverk sem heimskirkjan á en hafa hér á landi verið á vergangi og kirkj- unni meira og minna ónýt. Þegar kirkjan hefur eignast stórt og gott orgel verður hægt að stemma saman raddir og hljóð- færi í einn voldugan lofsöng. Jólaóratórían var fíutt á tvenn- um tónleikum og var stjórnandi Jón Stefánsson sem hefur þjálfað kór sinn svo vel, að vart verður á betra kosið. Þó má finna að því að karlaraddirnar, einkum þó bassarnir, eru of fáir en gott jafnvægi er undirbyggir góðar kvenraddir, er þegar bassarnir eru jafn margir og sópranradd- irnar. Innraddirnar mega vera fáliðaðri. Þarna trúi ég að ekki skorti vilja stjórnanda og kór- manna heldur komi til áhuga- leysi karlsöngvara. Þetta vanda- mál blandaðra kóra þarf að taka til meðferðar og hefja áróður fyrir þeim sóma er góðum karl- söngvara er af þátttöku í flutn- ingi á góðri tónlist. Þrátt fyrir þetta var kórinn mjög góður, söng sálmana af öryggi og erfiða kórþætti verksins af glæsibrag. AHir þættirnir nema annar, hefjast á voidugum og löngum kórþáttum en undirritaður var svo óheppinn að missa af upp- hafskórnum í fyrsta þætti verks- ins. Þó annar þáttur hefjist ekki á kórþætti er mjög glæsilegur kór- þáttur rétt undir lok kaflans. í þessum þætti sýnir Bach skemmtileg stílbrögð, er jafnvel minna á Palestrína er hann vinn- ur úr smá tónfrymi við textann „Ehre sei Gott“. Tækni Bachs í að fleyga saman raddir er ekki aðeins glæsileg í kórunum heldur á hann til ótrúlega hluti í eina hljómsveitarþættinum í verkinu, þar sem hann leikur sérkenni- lega með svonefnda komutóna eða hljómleysingja. Þarna lék „óbó“-kvartett sem því miður var ekki eins samstæður og nauðsyn- legt er og missti jafnvel úr. Fyrir bragðið var Sinfónían í upphafi annars þáttar ekki sú stemmn- ingsuppspretta, sem hún vel leik- in getur verið. í heild var hljóm- sveitin nokkuð góð. Michael Shelton var konsertmeistari og átti mjög fallegan samleik við altröddina í Schliesse, mein Herze. Óbóleikararnir Kristján Þ. Stephensen og Daði Kolbeins- son áttu hver fyrir sig og saman, mjög fallegan leik, sérstaklega í ariunum eins og t.d. Erleucht auch og Nun mögt ihr. Júlíana Kjart- ansdóttir átti góðan einleik (ef minnið svíkur ekki), í tersettin- um Ach wenn wied die Zeit er- scheinen. Ásgeir Steingrímsson lék á trompett og rak endahnút- inn á verkið með glæsilegum leik í lokakóralnum. Tveir aðrir hljóðfæraleikarar áttu mikinn þátt í flutningunum en það voru Gustav Jóhannesson á orgel og Carmil Russill á celló, en leikur hennar var einstaklega góður og reyndar allt samspilið í „contin- ue“-leiknum. Einsöngvarar voru fjórir og ber fyrst að nefna Jón Þorsteinsson sem söng hlutverk Guðspjallamannsins. Jón söng mjög fallega en átti stundum í vandræðum með röddina, eink- um í viðskiptum við tóninn a, en þó ekki alltaf og þá var söngur hans frábærlega fallegur. Auk hlutverks guðspjallamannsins söng hann þrjár aríur, Frohe Hirten, sem er sérlega erfið, fyr- ir hratt tónferli. Flautueinleik í þeirri aríu lék Bernhard Wilkin- son frábærlega vel. Ich will nur dir í samleika tveggja fiðla og í síðasta kafla verksins, Nun möght ihr. Allar aríurnar sf ,g Jón frábærlega vel. Annar ein- söngvarinn í röðinni var altsöng- konan Sólveig M. Björling, er söng fyrstu aríu verksins, Bereite dich, Zion, sem er ein af þeim fallegri í öllu verkinu. Sólveig söng þessa aríu mjög fallega og var röddin í sérlega góðu jafn- vægi og flutningurinn áreynslu- laus. Ónnur arían var Schlafe, mein liebster og síðasta arían í þriðja þætti Schliesse, mein Herze, sem er öndvegistónverk. Þar átti Sóiveig fallegar strófur í samspili við fiðluna. Það sem eftir er verksins er althlutverkið, tónlesþættir og samsöngur eins og í „Tríó-aríunni“ Ach, wenn wird die Zeit erscheinen. Þriðji i röðinni var svo Kristinn Sig- mundsson, er söng bassahlut- verkið og þar með Herodes. Fyrsta arían var Grosser Herr, sem hann söng af glæsibrag, í góðu samspili með Ásgeiri Stein- grímssyni á trompett. Eftir nokkra tónlesþætti söng Krist- inn dúettinn Herr, dein Mitleid, með sópransöngkonunni Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Eftir nokkrar tónlesstrófur með kórn- um söng Kristinn Erleucht auch, síðustu bassaaríuna en átti eftir það þátt í samsöngsatriðunum, eins og síðasta tónlesinu, sem er einsöngvarakvartett. Kristinn var í fínu formi og söng frábær- lega vel. Síðust í röðinni var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Auk tveggja aría, söng hún leiðandi rödd í „tvísöngs“-aríunni Herr, dein Mitleid og „þrísöngs"- aríunni Nun möght ihr. Báðar sópranaríurnar eru sérkennileg- ar. Sú fyrri, Flösst, mein Heiland, er nefnd bergmálsaría. Það má vera sérviska, en trúlega hefði mátt ná fallegri bergmálsáhrif- um með því að láta óbóin skiptast á. Þá er ekki að vita nema berg- málstóninn í sópranröddinni hefði mátt syngja af fleiri rödd- um í kórnum, því það er ekki auðvelt að skjóta inn einum og einum tóni, þó ónafngreindur sópran hafi leyst verkefnið mjög faílega. Seinni arían, Nur ein Wink, er mjög sérkennileg, þar sem leikræn túlkun minnir á óperuaríu, þó arían sé annars frábær lagferlisvefnaður. Ólöf söng af öryggi með sinni drama- tísku rödduTl heild var flutning- ur Jólaóratoríunnar mjög góður og hefur Jón Stefánsson náð umtalsverðum árangri og sann- að, að kirkjan er enn þess megn- ug að vera útvörður í flutningi stórbrotinnar tónlistar, á þann hátt að menn telja sig eiga stærra erindi við kirkju sína en skyldan býður, þ.e. að eiga sér stund í dýrðlegum lofsöng, sem einn getur hafið hugann til þeirr- ar dýrðar, sem orð fá ei lýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.