Morgunblaðið - 31.12.1985, Side 20

Morgunblaðið - 31.12.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Herlög afnum- in í Pakistan Islunabad, Pakixtan, 30. desember. AP. Mohammed Zia Ul-Haq, forseti Pakistans, aflétti í dag, mánudag, herlögum í landinu og leysti upp herstjórnina, sem setið hefur í hálft níunda ár. I'egar Zia og herforingj- arnir tóku völdin ætluðu þeir aðeins að sitja í 90 daga. I ræðu, sem Zia flutti í samein- uðu þingi, sagði hann, að her- stjórnin hefði komið á pólitísku og efnahagslegu jafnvægi í landinu og að borgaraleg stjórn gæti nú sest við stjórnvölinn meðal þjóðar, sem væri á framfarabraut. Zia, sem heldur forsetaembættinu, réttlætti byltingu hersins 5. júlí árið 1977 og sagði, að ekki hefði verið annarra kosta völ vegna þess, að landið og þjóðin hefðu verið komin fram á ystu brún glötunar og upplausnar. Herdómstólar hafa verið leystir upp, borgaralegir ríkisstjórar skipaðir í stað herforingja og öll- um herlagaskrifstofum lokað. Zia varaði hins vegar þingmenn við og sagði, að þeir mættu ekki láta ríginn ráða ferðinni, heldur hags- muni þjóðarinnar, annars kynni svo að fara, að herinn sæi sig nauðbeygðan til að grípa í taum- anaáný. Zia hófst handa við að koma völdunum í hendur borgurum árið 1983 og núverandi forsætisráð- herra, Mohammad Khan Juejo, er ekki úr hópi herforingjanna. Juejo hafði heitið því, að herlögin yrðu afnumin fyrir áramót en ekkert hefur verið ákveðið með almennar kosningar. Reagan: Býðst til að tryggja frið í Afganistan Los Angeles, 30. desember. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjaforseti, skoraði á Sovétmenn að draga heri sína frá Afganistan og bauðst til að tryggja að friðarsamkomulag yrði hald- ið. Hann sagði að Afganistan hefði verið breytt í helvíti á jörð með innrás Sovétmanna i jólavikunni 1979 og bardögum síðan. Reagan hvatti Sovétmenn til að tímasetja brottflutning herja sinna frá Afganistan. Hann var mjög harðorður um framferði Sovétmanna í Afganistan. „Þeir hafa látið eiturgasi rigna yfir sveitaþorp, sent sveitir árásar- þyrlna á þau en þrátt fyrir allt hefur afganska þjóðin ekki látið bugast og er það kraftaverk." Einn helzti sérfræðingur sovézka kommúnistaflokksins í málefnum Miðausturlanda, Karim Brutins, segir í við tali við róttækt blað í Kuwait, að Sovétmenn myndu leggja niður vopn í Afgan- istan og láta af hersetu sinni þar ef Bandaríkjamenn og Pakistanar lofuðu að hlutast aldrei til um afgönsk innanríkismál. í samtal- inu hvetur hann Arabaríki til að tryggja slík loforð af hálfu stjóm- valda í Washington og Islamabad. Friður íLíbanon ? LEIÐTOGAR fylkinganna, sem borist hafa á bana- spjót í Líbanon, hittust I Damaskus I Sýrlandi sl. laugardag og undirrituðu þar vopnahléssamning. Er í honum einnig kveðið á um verulegar pólitískar umbætur í landinu, að réttindi og ítök múhameðs- trúarmanna verði mjög aukin. Er Hafez Assed, Sýrlandsforseti, frumkvöðullinn að þessu sam- komulagi og er hann hér (annar frá hægri) ásamt Walid Jumblatt, leiðtoga drúsa, Elie Hobeika, leið- toga kristinna manna, og Nabih Berri, leiðtoga shíta. Kasparov gerð- ir tveir kostir Loearno. 30. deaember. AP. CAMPOMANES, forseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, til- kynnti í dag, að Kasparov hefði frest fram á næsta mánudag til að fallast 'að einvígið hæfist 10. febrúar nk. Ella yrði hann svipt- ur heimsmeistaratitlinum. Garri Kasparov, núverandi heimsmeistari, sagði fyrir nokkrum dögum, að fyrir- hugað einvígi milli þeirra Karpovs væri „vitleysa". En í tilkynningu Campo- manesar frá í dag segir, að reglur FIDE séu skýrar og að Kasparov verði af titlinum ef hann ákveði ekki fyrir nk. mánudag að tefla við Karpov í febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.